Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983.
13
Raunverulegt
atvinnuleysi?
Fyrsta spumingin er einfaldlega
þessi: Er raunverulegt atvinnuleysi
á Islandi? Eg held að þótt finnast
kunni dæmi slíks þá sé það miklu
minna en hinar opinberu sorgartölur
gefatilkynna.
Mér er þó alveg ljóst að því miður
ganga um menn og konur án vinnu,
sem raunverulega vilja vinna og víla
ekki fyrir sér að taka til hendinni þar
sem þeirra er þörf. En mig grunar að
mikill meirihluti hinna „skráðu at-
vinnuleysisdaga” eins og það er
kallað séu dagar skólafólks og svo
fólks, sem hreinlega annaðhvort vill
ekki vinna eða finnst þau störf sem
fyrir hendi eru ekki nægilega fín
fyrirsig.
Eg segi þetta ekki út í loftið. Eg
segi það vegna þess að ég þekki per-
sónulega dæmi um þetta og ég hygg
að býsna margir lesendur muni
kannast viö að hafa heyrt um slík
dæmi.
Þau dæmi sem ég hefi heyrt um
tengjast vel flest „sósíalnum” á
hinum Norðurlöndunum, sérskandi-
navísku fyrirbæri, sem hefur verið
aðhlátursefni í alvöruþjóðfélögum
Evrópu og Ameríku í mörg ár. Þegar
frændur okkar á Norðurlöndunum
voru búnir að framkvæma öll þau
fyrirheit velferðarþjóðfélagsins,
sem þeir mögulega mundu eftir,
voru þeir uppiskroppa með vanda-
mál. Fréttir af vandamálum fátækra
þjóða og vannærðra dembdust hins
vegar stöðugt yfir þá og þeir voru
hreint í öngum sínum yfir vanda-
málaleysi og dauðskömmuðust sín
fyrir. I angist sinni efldu þeir sifellt
sósíalinn svokallaða, það er alls kyns
almannahjálp, sem gekk svo út í
öfgar að aðhlátursefni varð. Einn
námsmaður sem stundaði nám hjá
frændum okkar telur það dæmigert
að ef maður villist í norrænni borg og
álpast inn á skrifstofu sósíalsins til
þess að spyrja til vegar komist hann
ekki hjá því að fara út með fimmtíu-
kall í vasanum. Að vísu er þetta
gamansaga, en öllu gamni fylgir
nokkur alvara.
Auðvitaö þurftu frændur okkar að
líta í náö til okkar, litlu bræðranna
norður við heimskaut, og þeir tóku
fegins hendi við hverjum mörlanda,
sem leitaöi til sósíalsins. Urðu þeir
býsna margir sem þáðu gestrisni
frænda okkar, enda hassreykingar
og annað ámóta dútl ótrúlega
kostnaðarsamt, enda þótt striga-
pokasaumur og þess háttar gæfi
nokkrar aukatekjur.
En svo runnu dýrðardagamir
skeið sitt á enda. Frændur vorir fóru
að skilja aðhlátur nágrannanna og
vildu ekki endalaust borga skatta
sína í sósíalinn. Sumt af þessu fólki
hefur því leitað heim og telur hinn ís-
lenska sósial ekki of góöan að taka
þar við sem gestrisni frænda okkar
þraut.
Róttað mólum staðið?
Nú dettur mér auövitaö ekki í hug
að meirihluti skráðra atvinnuleysis-
daga á Islandi tengist sósíalnum,
ekki nema lítill hluti þeirra gerir það
í raun. En áleitin verður sú spuming
hvort rétt sé að þessum málum
staöið hérlendis, þegar vitað er að
víða vantar fólk í vinnu við margs
konar störf. Hvað er til dæmis gert til
þess að útvega því fólki vinnu, sem
leitar eftir atvinnuleysisbótum? Eg
veit að samtök skólanemenda hafa
sýnt lofsvert framtak í þessum
efnum, en hvað um „hið opinbera”
sem svo oft er nefnt. Er nóg að sýna
-fram á að viðkomandi hafi ekki
vinnu, eða öllu heldur vinni ekki, til
þess að fá bætur og fá sig skráðan?
Er ekkert gert til þess að kanna þaö
hvort hann raunverulega fær ekki
vinnu, áður en skattpeningarair
renna til hans eða hvort honum
finnst þægilegra að fá hinar lágu at-
vinnuleysisbætur og liggja uppi á
aðstandendum? Ef sama vinnuafl og
virkjað er til að skrá atvinnuleys-
ingja og borga þeim bætur væri
virkjaö til þess að miðla atvinnu,
finna störf handa atvinnuleysingjun-
um, myndu tölumar þá ekki lækka
eitthvað? Hefur verið leitað sam-
starfs við verkalýðshreyfinguna um
þessimál?
Væri ekki ráð að velja betur þá,
sem raunverulega teljast atvinnu-
lausir af ýmsum ástæðum, og borga
þeim mannsæmandi atvinnuleysis-
bætur á meðan vandræði þeirra
ganga yfir? Eg held að flestir þeirra
ef ekki allir vilji vinna, þótt ýmsar
utanaðkomandi aðstæður hindri það
í bili. Hinir sem eru á bótum til þess
aö þurfa ekki að vinna geta þá etið
það sem úti frýs, svo gamalt og
kjamyrt máltæki sé notað.
Magnús Bjamfreðsson.
PLÁGAN Á ÍSLANDI
fiskigróðigefinn orkugróði gefinn
X orkulindir gefnar
Landsölustefnan birtist í raf-
magnssamningnum við álfélagið frá
1966 og röð af öðrum aðgerðum, sem
miða að sama marki.Utkoman úr
þríliöunni er augljós; fiskimiðin eru
komin í bráða hættu. Hvenær fá þeir
„frelsi á fiskimiðunum”? Hvenær
afmá þeir landhelgina?
Landsölustefnan er orsök
kjaraskerðinganna
Mikil hagvaxtaraukning er í
uppsiglingu meðal vestrænna þjóða.
Undanfarin ár hafa þessar þjóðir
orðið fyrir slíkum efnahagsáföllum
að menn rekur varla minni til ámóta
erfiðleika, stöðnunar, verðbólgu og
atvinnuleysis. Á sama tima hækkaði
útflutningsverð islenskra afuröa
þrátt fyrir lítilsháttar rýrnun
viðskiptak jara. En aflamagn og afla-
verðmæti drógust fyrst alvarlega
saman árið 1982; sem má telja höfuð-
ár íslenskra efnahagsáfalla um ára-
tuga skeið. Með batnandi árferði er-
lendis má reikna með batnandi við-
skiptakjörum íslenskrar útflutn-
ingsverslunar og ef til vill auknum
hagvexti. Islenska hagkerfiö hefur
þannig siglt að mestu framhjá
heimskreppunni vegna happasælla
aflabragða á erfiðustu árum hennar.
Engu aö siður efna íslensk stjóm-
völd nú til meiri kjaraskerðinga en
gert hefur verið mjög lengi. Boöuö er
30% skerðing á kjörum launafólks í
landinu, en efnamenn þurfa ekki að
taka á sig neinar sérstakar byrðar
frekar en venjulega. Þessi kjara-
skerðing á ekki rætur að rekja til
minni af la, né til heimtuf rekj u launa-
manna, né markaðsstöðunnar er-
lendis, né óstjómar fyrri ríkisstjóm-
ar, og orsökin er ekki heldur vísitölu-
kerfið, þótt það hafi sina galla. Hvað
veldur þá?
Grundvallarástæöan er sú að is-
lenskt hagkerfi hefur enn ekki verið
leyst úr viðjum vanþróunar. Island
er frumstætt hráefnasöluland. Aætl-
anir flestra innlendra efnahagsróð-
gjafa hafa einmitt miöast viö þetta
hlutverk. Þrátt fyrir mikinn afla og
ódýra raforku hefur tekist að halda í
frumstætt framleiðsluskipulag í
landinu, og hefur það kostaö mikla
hagstjómarlist. Hráefnaframleiðsla
gefur lítið í aðra hönd miðað við úr-
vinnslu, eins og allir vita. Erlend
peningatröll standa með pálmann í
höndunum gagnvart íslenskum sjó-
mönnum og fiskiðnaðarfólki vegna
þess hve innlend framleiðsla er
ennþá frumstæð. Ef úrvinnsla sjáv-
arafurða hefði verið orðin þróuð á
heimsmælikvarða, eins og allar for-
sendur hafa staðið til, hefði aflasam-
drátturinn í fyrra ekki haft nein telj-
andi áhrif á efnahag okkar. Og
enginn getur sagt hver staða íslensks
iönaðar væri í dag ef hann hefði notið
sömu vildarkjara og álhringurinn.
Þeir sem hafa mótað stefnuna í
uppbyggingu íslenska framleiðslu-
kerfisins hafa alltaf ætlað landinu að
vera frumstætt og ódýrt hráefnabúr
fyrir iðnaðarlöndin. Það er grund-
vallarástæðan.
Þetta hafa efnahagsráðunautar
ríkisstjórnarinnar aldrei skilið.
Ríkisstjómin vill afnema verðbóta-
kerfið á laun. Fyrsta skrefiö er að
skerða launin um 30% með bráða-
birgðalögum. Og þó að íslenska
kreppan nú sé miklu minni en gerst
hefur víðast erlendis, eru kjara-
skerðingar margfalt meiri hér en
annars staðar. Hlutdeild launa í
veltu fýrirtækja er samt sem áður
minnkandi á Islandi, sem er óöum að
verða láglaunasvæði aftur. Launa-
lækkunarstefna ríkisstjórnarinnar
felur í sér skerðingu á frjálsum
samningum og þjóðnýtingu rikisins
fyrir hönd fyrirtækjaeigenda á þriðj-
ungi umsaminna árstekna almennra
launamanna. Hvenær hefur ríkið rift
samningum verkalýðs við launa-
greiðendur i þeim tilgangi aö stela
þriðjungi teknanna úr vösum fyrir-
tækjaeigenda?
Launalækkunarstefnan er hluti
landsölustefnunnar. Með henni er
hægt aö lækka framleiðslukostnað
erlendra fyrirtækja hér og gera
landið þannig gimilegt frá sjónar-
miði erlendra auðmanna. Um leið er
hægt að draga úr gengisfellingaþörf
vegna afkomu útflutningsatvinnu-
veganna og skapa stööugra verðlag.
Þannig skapast betri forsendur til út-
flutnings, enda full þörf á, vegna
minnkandi kaupmáttar almennings
hér heima fyrir.
Hagstefna morgunblaösaflanna
gengur út á gjafir til útlendinga.
Þetta kemur ágætlega fram í sam-
bandi við kæruna á hendur sviss-
neska álhringnum um skattsvik, sem
íslenska ríkið hefur stutt góðum
rökum. Morgunblaðsöflin hafa án af-
láts reynt að hylma yfir þetta
stærsta skattsvikamál Islandssög-
. unnar, og ástæðan er líklega að sak-
borningarnir eru auðugir og er-
lendir. Eða hneigjast morgunblaðs-
menn til yfirhylmingar með öllum
skattsvikurum án tillits til efna og
ástæðna?
Landsölustefnan byggir á
snikjudýrahagfrœði
i Landsölustefnan er grundvölluð á
hagsmunum eigenda innflutnings-
verslunarinnar. Vinna heildsala felst
aðallega í að taka við gróða, eins og
alkunna er. Gleggsta dæmið eru um-
boðsmenn áfengis, sem starfa það
eitt að taka við þóknunum en koma
hvergi nálægt auglýsingum, sölu né
;dreifingu. ÖUurn bröskurum er sam-
merkt að vilja ekki standa að fram-
leiðslufyrirtækjum, enda getur
framleiðsla verið áhættusöm. Þetta
einkenni braskaranna kemur glögg-
lega fram í stefnu landsölumanna,
og það er frumorsök íslenska efna-
hagsvandans. Þeir vilja alltaf heldur
leigja hluti út en smíða úr þeim;
vinna þeirra er andhverfa skapandi
starfs. Braskararnir vilja ekki sjálf-
ir taka áhættuna sem fylgir því að
stofna íslenska stóriöju og þróaöa
sjávarafurðaframleiðslu. I staðinn
bjóða þeir útlendingum að koma til
;landsins. Þeir bjóða skattleysi, lágt
raforkuverð, ókeypis hafnir og vegi,
og ódýrt, vel menntað vinnuafl. I
staðinn fara þeir fram á örlitla þókn-
un, eins konar umboðslaun. Þeir lifa
á umboðslaunum af erlendum vam-
ingi sjálfir og skortir hugmyndaflug
til að koma auga á aðrar framfærslu-
leiðir. Þeir hrósa sigri þegar inn-
flutningur þeirra ber sigurorð af inn-
lendum samkeppnisvörum. Sumir
þeirra vilja taka umboöslaun af
hemum líka. Hagfræöi braskaranna
er hagfræði sníkjudýrsins.
Sníkilshugsjón núverandi ráða-
manna er ekki aðeins hugmynda-
fræði landsölustefnunnar, heldur
einnig ástæða þeirra kjaraskerðinga
sem nú dynja yfir. Kjaraskerðing-
amar stafa af gjöfum til útlendinga.
Þegar búiö er að kafsigla islenska
orkuframleiðslu með slikum gjöfum
og safna stórfelldum skuldum er-
lendis vegna stofnkostnaðar og tap-
reksturs, þá eiga sníkilshugmynda-
fræðingarnir bara eftir eitt ráð: að
selja framleiðslutækin. Landsölu-
menn víla ekki fyrir sér að fóma raf-
magninu og fiskinum, þeir skeyta
engu um hag innlendrar iðnfram-
leiðslu né um hag bændastéttarinn-
ar, og þeir vilja ólmir lækka kaupið.
Bara ef þeir fá umboðslaunin sín.
Hver getur tekið fram fyrir hend-
umar á þessum mönnum?
Ámi Sigur jónsson,
bókmenntafræðingur.
Birgir Bjöm Sigurjónsson,
hagfræðingur.