Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn I hálfleik Þessir Húsvíkingar! Hið ágsta Akureyrarblað Dagur birti nýlega eftlr- farandisögu: Þið hafið heyrt um Húsvik- inginn sem sótti um inngöngu i Menntaskólann á Akureyri. „Hvaða grein ætlarðu að velja þér, góði minn?” spurði skólameistari. „Grein?” át sá húsviski eftir, „eruð þiö ekki enn búnir að fá borð og stóla?” Ábending til eftirlitsmanna Og enn úr Degi á Akureyri, í þetta sinn tilvitnun i enn annað blað: Þessum stelum viö úr Ugg- anum, blaði fiskifræðinema: „Ábending til eftirlits- manna: Drekkið ekki vodka því það er iyktarlaust. Drekk- ið frekar gin. Það er betra að vera álitinn fuilur en vitlaus.” Svona hugsa nú fiskifræði- nemar um eftirlitsmenn með fiskvlnnslu. Setti hroll Njarðvík er ekki fallegasti bær á tslandi, enda hefur víst enginn nokkru sinni haldiö því fram. Samkvæmt síðustu fréttum frá Umhverfisnefnd bæjarf élagsins eru litlar horf- ur til þess að úr rætist i þeim málum á næstunni. Eftirfar- andi tilvitnun í fundargerð Umhverfisnefndar segir sina sögu: „10. fundur Umhverfis- nefndar fór fram I bifreið for- manns mánudaglnn 31. mai 1983. kl. 20.30 sömu aðilar og sátu síðasta fund voru mætt- ir. t framhaldi af samþykkt siðasta fundar þá var farln sameiginleg skoðunarferð um Njarðvíkurnar og annað- ist Sigurgeir ljósmyndun. Aö lokinni þessari skoðun- arferð sem setti hroll að nefndarmönnum var fundi framhaldið heima hjá for- manni.” Fasteignagjöid felld nlður Á fundi bæjarráðs Njarð- víkur þann 17. mars sl. var lagt fram eftirfarandi bréf frá Guðmundi A. Finnboga- syni, Hvoli: „Bæjarstjórn Njarðvíkur þakka skai þér þú hefur fasteignagjöldin hjá mér fellt niður áiögð að fullu með dáð. Farsæld og kveðjur í lengd ogíbráð.” snerist það við Gamall knattspyrnuunn- andi kom af leik í Laugardal um daginn og var spurður hvernig ieikurinn hefðl verið. Ságamlisvaraðl: „Þróttarar kunnu ekkl að leika undan vindi og KR-ingar ekki að leika á móti vindi. Svo snerist það viö i hálfleik! ” Hét hjóli á kirkju Það . hefur löngum þótt vænleg leið út úr ýmsum ógöngum hér á tslandi að heita á Strandakirkju eða aðrarkirkjur sér til fullting- is. Þessi siður mun þó ekki með öllu óþekktur í útlönd- um, sem eftirfarandi saga sýnir. Nýlega kom útlendingur tU Seyðlsfjarðar meö ferju og hugðist hjóla umhverfis land- ið i sumarbliðunni. Honum leist að vísu ekki á veðrið komudaginn, en lagði þó af stað suður á bóglnn írlgning- unni og rokinu og hjólaði. Hann hjólaði lengl vel og enn var rok og rigning. Hann h jól- aði lengur og enn rigndi og ekki dró úr vindi. Nú var út- lendingnum orðið kalt, hann var hundblautur og var búinn að fá meira en nóg af tslandi. Hann hét þvi að ef hann að- eins kæmist Iifandi úr þessum hrakningum myndi hann gefa næstu klrkju hjóUð sitt og aU- an viðleguútbúnað. Og um síðir kom hann að Klrkju- bæjarklaustri, þar sem han afhenti kirkjuyfirvaidinu á staðnum hjólið, tjaldið og svefnpokann, hoppaði upp í flugvél tU Reykjavíkur og þaðan tU Keflavíkur og svo beim, og þóttlst hafa slopplð vel! Viðvarandi vídeóvæðing Ekki Unnir vídeóvæðing- unni og eru nú síðustu fréttir af þeim vigstöðvum þær að Fálkinn, sú merka verslun, muni setja upp vídeódeUd innan skamms þar sem tU út- leigu verða aUskyns myndir. Þessi videódeUd Fálkans mun sett upp í samstarfi við heljarstóran videóhrlng úti i hinum stóra heiml, Embassy- hrlnglnn, og mun sá hringur hafa lygUegt magn kvik- mynda tU útleigu af ýmsum gerðum. Enn eykst því fram- boðið á myndböndum sem halda fjölskyldufrlðinn og er það vel. Umsjón: Ólafur B. Guðnason. Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn: Junkman Bílfíök á báðarhendur Herti: Junkman Leikstjórí: H. B. Halicki Handrít: H. B. Haiicki Kvikmyridun: Tony Syslo Tónlist: Hoyt Axton Aflalleikendur: H. B. Halicki, Christopher Stone, Susan Stone og Lang Jeffries Mynd þessi er beint framhald af kvikmyndinni „Horfinn á 60 sekúnd- um”, sem mun hafa veriö sýnd hér. Framhald er kannski ekki alveg rétt orö því að „Junkman” (nafniö myndi þýðast Ruslamenniö en af ein- hverjum ástæöum er þaö ekki þýtt) fjaUar um fyrri myndina. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli þessi: Harlan HolUs (H. B. HaUcki) er brotajámssaU sem vinnur sig upp og endar á því aö gera kvikmyndina „Horfinn á 60 sekúndum”. Hann er hamingjusamlega giftur og á eina dóttur en þá ríöur ógæfan yfir, kona hans ferst í bílslysi. Síðan Uða nokkur ár og HoUis er nú að ljúka viö gerö annarrar myndar. Eitt atriði hefur þó mistekist og verður aö taka þaö aftur nokkrum dögum fyrir frumsýningu. Þegar því verki er lokið hyggst HoUis halda á minningarhátíö um James Dean, en á leiðinni þangaö lendir hann i kröpp- um dansi. Einhver samstarfsmanna hans í kvikmyndafélaginu vUl hann nefnUega feigan og þaö strax. Er sá sami búinn aö sjá þaö út aö dauði HolUs myndi vera ansi góð auglýsing fyrú- nýju myndina. Svo sem sjá má er söguþráðurinn frekar rýr og Utiö er gert til að flækja hann, t.d. með því aö bæta öðrum „plottum” inn í. Enda fer svo að áhorfandinn er ekki lengi aö sjá út hver sé hinn moröóöi maður. I stað söguþráöar er gripiö til kappaksturs. I auglýsingaplakati fyrir myndina er það helst taUð henni tU hróss að um 150 bifreiðir eru eyöUagöar i henni. Skal þaö ekki rengt hér. I flestum tilvikum er hér um aö ræða dæmigerða eltingaleiki á vegum þar sem gripið er til skot- vopna og ýmissa fólskubragða. Meðal annars reyna vondu kallamir aö kála HolHs með því að varpa handsprengjum úr flugvél á bU hans. Er það í raun eina frumlega atriðið í myndinni. Myndatakan er hins vegar frekar slöpp og verður eltinga- leikurinn því tUþrifaUtiU fyrir bragöið. Ekki bætir heldur úr skák að H. B. Halicki er enginn leikarí og nær ekki að skapa neina persónu sem áhorf- andinn getur haldiö með. Sannast sagna minnti Halicki mig alltaí á Michael Landon úr Húsinu á slétt- unni og eyðUagði það mikið fyrir því ég gat ómögulega ímyndað mér Landon sem einhvern ökukappa. Flestir hinna leikaranna voru með sama marki brenndir, hæfUeika- Utlir. Var t.d. oft kátbroslegt að fylgjast með Lindu Day George i hlutverki glæpakvendisms sem hún lék af mikiUi innlifun. EUis og venjulega, þegar myndU- sem þessi eiga í hlut, eru samtöl lítiö atriði, svo lítið að ég man vart eftir ernni einustu setningu. MyndUini er heldur ekki ætlað að flytja neUin boöskap, aðerns aö sýna hvemig hægt er að aka á vegum á ofsahraöa. Innan viku verður mynd þessi alveg horfm úr mrnni mér og er það vel. En skrítið fannst mér að á sýningunni sem ég fór á höfðu einhverjir gaman af myndinni. Það er því e.t.v. ekki borin von að sumir getið notið þess að horfa á Junkman. Flestir munu hms vegar sitja heima. -Sveinn Agnarsson GEÐVERNDARFELAG ISLANDS FULLGILT ÖRYRKJABANDALAGSFÉLAG PÓSTGÍRÓ 3-4-5-6-7-9 DregiO veröur 15. júlí 1983 ATHUGIÐ — ÁHUGAVERÐA VINNINGA ] TIL SÖLU TVEIR AF GLÆSILEGUSTU BÍL- UM BORGA RIIMIMA R. BÍLAR ÍALGJÖRUM SÉRFLOKKI Pontíme Grand Prix 1980 moð T topp, rafmagnsrúöum, veftístýri, crus contrd, útvarpi, segulbandi og teinafeigum, ekinn 42000 mílur. Dodge Dlplomat 1978 með T topp, rafmagnsrúðum, rafmagns- sætum, útvarpi, segulbandi, krómfelgum, ekinn aðeins 18000 km. Uppl. veittar í síma 46777frá kl. 14 til 23 eða 28673. BÍLLINN Bretti — húdd — sílsar oa marat fleira Alfa Romeo — Audi — Austin — Autobianchi — BMW Citroen — Datsun — Fiat — Ford — Honda — Isuzu — Land Rover — Mazda — Mercedes — Morris — Opel — — Renault — Saab — Skoda — Subaru — Talbot Chrysler Talbot Simca — Toyota — Vauxhall — Volvo — Volkswagen. Eigum til og getum útvegað mikið úrval bílahluta með stuttum fyrirvara í flestar gerðir evrópskra og japanskra fólksbíla. E.ÖSKARSSON Skeifunni 5 — Símar 33510 og 34504 Rvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.