Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DULARFULUR HLUTIR Veröldln er full af dularfullum hlutum, einkennllegum kringum- stœðum og ieyndardómsfullum atburðum. Frá örófi alda hafa mennirnir ígrundað fyrirbærin og reynt að skilja orsaklr þeirra, og án þeirrar vlðieitni værum við ennþá apar í mýrum, því það er mála sannast að óstöðvandi þekklngarlelt mannkynsins hefur hvað eftir annað unnið glæsileg afrek og brotlð niður þá múra sem enginn virtist yfir komast nema fugllnn fljúgandi. Smám saman hefur þekkingar- leitin farið í vissa farvegi sem við réttllega heiðrum með sérstakri nafngift og köllum VtSINDI. Vislndln hafa þokað mannkyninu lengra fram á fáeinum öldum en ómarkviss og tilviljanakennd þekkingarlelt áorkaði á tugþúsund- um ára. Engu að síður eru enn til þau svið sem vísindln hafa ekki náð að fóta sig á. Það rekur áreiðanlega að því að þessi svið verði kortlögð að einhverju leyti og kannski eins langt og mannlegur skilningur leyfir, en sá timi er ekki ennþá runnlnn. Framiifi, hugsanaflutningur, hugarorka, töframáttur og fjarsýni, fljúgandl diskar og ókönnuð áhrif hlutanna hverra á aðra — allt eru þetta fyrlrbrigði sem vísindln hafa ekki náð tökum á, en mýgrútur manna í öilum löndum reynir stöðugt að kanna eftir öðrum leiðum. Hjávísindi Baldur Hermannsson „Gervivíslndamenn starfa að því að rugia almenning, slæva dómgrelnd manna og forheimska þá ■ — ekkl viljandi, heldur óbeinlinis,” segir i 4. tbl. fréttabréfs Háskólans en þar er elnmltt greint frá nokkru orðakasti lærðra manna um þessa hlutl. Á því leikur lítill vafi að éprúttnir delar kunna á því laglð að fleka grunnhyggið fólk undir yfirskini hjátrúar og gervlvisinda, en hltt er líka víst að margir þelr sem svo- nefnd hjávislndl lðka gera það af fullum helðarleik og elnlægri við- leitnl og það er óneltanlega nokkurs vlrði. Ákafir stuðningsmenn hjávisinda telja sumir hverjlr að „gervlvísindl ■ nútímans kunni að reynast hefðar- visindi framtíðarlnnar”, en þetta er býsna stór biti í kok og getur ekki talist liklegt. Hins vegar eru allar líkur á þvi að mannkynið munl halda áfram að velta vöngum yfir dularfullum fyrir- bærum, og eftir því sem vísindin sölsa undlr slg fleirl ókönnuð svlð munu frumlegir menn og hugvits- samir þreifa fyrir sér og reka augun í óskýrða hluti og atburði sem ekkl koma helm og saman við daglega reynslu. Vlð munum á þessum vett- vangi skyggnast vitt og breitt yfir sviðið endrum og sinnum og bera niður hér og hvar þar sem áhugasamir menn hafa þóst verða áskynja einkennllegra fyrirbrigða — en að sjálfsögðu gefast ekkl tök til þess að taka afstöðu i málum eða út- kljá ágreiningsatriðl, það verða aðrir að gera. ELSKU HJARTAÐ þeim upp með litlu millibili. Annað var látiö óhreyft en hitt fékk skammt af deyfandí lyfi, svonefnt gitalin. Hjörtun halda áfram aö slá um hrið eftir aö þau eru tekin úr búknum, en það hjartað sem deyft var meö gitalini hægði sláttinn og týndi taktinum eins og við mátti búast — en þá bar svo til að hitt hjartað misstl einnig taktlnn og hægðiásér! Dr. Sergeiéf gerði nú ýmsar tilraunir. Hann kom fyrir glerplötu á milli hjartnanna og minnkaði þá samsvörun sláttarins en hvarf ekki alveg. Hann setti þá svartan pappír á milli og þá hvarf samsvörunin alveg. Sergeiéf dró þá ályktun af tilraunum sínum að hjörtun hefðu samband sín á miiii fyrir tilstilli út- fjólublárra geisla. Hann getur þess ennfremur að hjörtu manna sýni einnig nokkra samsvörun, þótt ekki séu þau numin úr búknum til þess arna. Hann nefnir tUraunir, þar sem tveir menn voru látnir sitja með tveggja metra miUibUi og sláttur hjartans kannaður. Hjartaritin sýndu þá aö sláttur annars endur- speglaöi að einhverju leyti tilfinning- ar og hugarástand hins, hvemig sem því sambandi er nú á komið. Fyrir tveimur árum gerði dr. Sergeiéf tiiraun ásamt öðrum vísindamanni, Saryséf að nafni, þar sem kunnur miðiU rey ndi þrótt sinn á froskahjarta. Nina Kulagina hét miðiHinn, og það skipti engum togum að henni var í lófa lagið aö stöðva froskahjartað smáa með hugarork- unni einni saman, og má af því ráða hvort ekki sé liklegt að hún og aörar konur geti einnig valdiö nokkru um hræringar hjartans í brjóstum karl- manna, rétt eins og skáldin hafa ort umlengi. Hjartað er aðsetur ástarinnar og hvað er duiarfyllra í mannlífinu og kannski tilverunni allri en einmitt ástin? Hjartað siær örar þegar hin ást- fólgna birtist á sviðinu og fari aUt að óskum er eins líklegt að tvö einmana hjörtu fyUist kæti og slál í takt, en fari aUt í handaskolum má búast við því að h jartasorgin nái yfirhöndinnl. En nóg um það. Við lesum með athygU og áhuga þá frétt úr útlendu blaði, að rússneskur vísindamaöur hafi fengist um hríð við athuganir á froskahjörtum og komist að ákveð- inni niðurstöðu sem er vei þess virði að við stöldrum við og íhugum hana stundarkom. Dr. Gennady Sergeiéf nam hjörtun úr búkum tveggja froska og stiUti Myndin týnir bandarískan mann sem hefur komist upp á iag með að dáieiða froska. Sovéskur miðiii, hlina Kuiagina að nafni, hefur sýnt fram á hvernig stöðva má slátt froskahjartans með hugarorkunni einni saman. Pýramídarnir eru ein torráðnasta gáta mannkynsins. Voru þeir steyptir á staðnum en ekki hlaðnir úr steini frá fjarlægum námum? GÁTUR EGYPTALANDS Voru pýramídarnir steyptir á staðnum? Elsti og furðulegasti leyndardómur mannkynsins er vafalaust pýra- mídarnir voldugu sem rísa eins og meitluö krystalsfjöU upp úr sandauðn- umEgyptalands. Hverjir reistu þessi óskaplegu mannvirki? Hvenær? Hvers vegna? Og hvemig f óru þeir að því? Við höfum öll lesið útskýringar kennslubókanna, sem á stundum eru þó varla mikiö annaö en rökstuddar tilgátur, en það er þó betra en ekki neitt. Við sjáum fyrir hugskotssjónum tug- þúsundir örmagna þræia paufast yfir sandana með hina níðþungu, tilhöggnu teninga í eftirdragi. Við heyrum líka svipuhöggin og kvalaveinin þegar harðdrægir verkstjórar láta kné fylgja kviði og við sjáum þúsundir óláns- samra manna strita sér til ólífis í f jar- lægum grjótnámum og aðrar þúsundir bisa við að koma blokkunum þungu upp eftir skáhöllum veggjum hins tröUaukna mannvirkis. En veitir þessi hörmulega lýsing aUs kostar rétta mynd af því sem raunveruiega gerðist? Er það endilega öraggt aö þaö sem mikUfenglegast þykir af mannanna verkum hafi orðið til við ægileg harmkvæU, kúgun og niðurlægingu? Það er nú öðra nær, segir franski efnafræðingurinn Joseph Davidovits, sem lagt hefur mikla stund á þessa hluti og reyndar tUreitt frumlega og nýstárlega en aUs ekki fjarstæðu- kennda tUgátu um verkiag Egypta á þessumtimum. r Fljúgandi furðu- hlutir Dularfullur hlutur á sveimi yfir jördinni — eða svik og prettir ófyrirleit- inna manna, sem hafa grunnhyggni annarra aö féþúfu. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.