Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR14. JULl 1983.
19
Menning Menning Menning Menning
Á sgrímur Jónsson
— sumarsýning
Norræna
hússins
Sumarsýning Norræna hússins í ár
er helguö listmálaranum Ásgrími
Jónssyni. Sýnd eru alls 40 myndverk,
sem flokkast undir olíumálverk, vatns-
litamyndir og teikningar. Sýningunni
lýkur24.7.
Ásgrímur Jónsson
Asgrímur fæddist í Rútsstaöahjá-
leigu í Flóa 4.3.1876. Hann fór ungur aö
heiman og vann ýmis störf samtímis
sem hann lagöi stund á teikningu og
málun. Árið 1897 sigldi Ásgrímur til
Kaupmannahafnar. Hann var fyrst við
teikninám m.a. hjá Gustav og Sophus
Wermehren, en innritaðist síöan árið
1900 í Listaakademíiö i Höfn. Hann
dvaldi lengi erlendis, feröaðist mikiö,
skoöaöi söfiri og menntaðist í listinni.
Tré í Húsaf ellsskógi, 1945.
Ljósm.GBK.
Myndlist
GunnarB. Kvaran
Mestan hluta ævi sinnar var lista-
maöurinn þó búsettur á Islandi. Hann
reisti sér hús viö Bergstaöastræti og
nefnist það nú Ásgrímssafn.
20. aldar málari —
19. aldar málverk
Ásgrímur Jónsson er einn merkasti
listmálari Islendinga á fyrri hluta
aldarinnar. Málverk hans á þó rætur
að rekja til þeirra breytinga sem urðu í
listinni í Evrópu á síðari hluta 19. aldar
og kenndar hafa veriö viö impression-
isma. Þannig eru myndverk lista-
mannsins uppbyggö á fremur hefö-
bundinn hátt og megináherslan lögö á
litinn og pensilskriftina.
Þó svo að flest olíumálverkin séu
sögð vera frá Húsafelli, er hér ekki um
aö ræða neina „landafræði”. Málarinn
settist ekki aö i Húsafelli til aö ,,mála
upp” eöa skrásetja umhverfið, heldur
fýrst og fremst til aö mála mynd. Mál-
verkin sem áhorfendur geta virt fyrir
sér hér í Norræna húsinu eru því sjálf-
stæðar myndir sem umfram allt lúta
sínum innri lögmálum. Helsta einkenni
þessara mynda getum við kannski sagt
vera „beislaö flæði” i formi og lit, sem
gerir þaö aö verkum aö þaö myndast
sambærileg innri hreyfing í ólikum
einduin myndverksins. Tökum eftir
hvernig náttúran, trén og skýin búa
yfir ámóta innri hreyfingu. En þetta er
ekki „náttúrleg hreyfing” heldur sýn
listamannsins, sem umbreytir viökom-
andi staöháttum i ákveöið listrænt
myndmál. Fjarlægöin á raunveruleik-
ann og sjálfstæði málverksins er síöan
einnig undirstrikað með litnum og
pensilskriftinni. Áhorfandinn skynjar
litinn sem lit og sér jafnvel móta fyrir
pensilfarinu á léreftinu. Þannig er allri
sjónblekkingu útrýmt. Að öðru leyti er
hér um að ræða fremur hæverska lita-
meðferð. Listamaðurinn teflir sjaldan
fram glannalegum andstæðum. Mál-
verkið er því ávallt í fullkomnu jafn-
vægi.
Vatnslitamyndir listamannsins eru
skemmtileg andstæða viö olíu-
myndimar. Þessi innri hreyfing sem
áöur er minnst á lýsir sér nú í frjálsara
flæöi og undarlegum tærleika, sem oft
f ramkallar heillandi dýpt.
Góð sýning
Sýning þessi á verkum Asgríms er
einkar hrífandi. Hún er vel sett upp og
fá myndimar hér gott svigrúm. Vist er
að aliir hrifnæmir listunnendur ættu
ekki aö láta slika sýningu framhjá sér
fara.
GBK
ORION
Geturðu grillað
tvívesis með
sömu kolunum?
Heildsölubirgöir: HALLDÓR JÓNSSON HE Dugguvogi 8 Sími 86066
PRESTFOSS
viðarkol brenna því án þess að
gefa frá sér reyk, mengaðan
hættulegum efnum.
PRESTFOSS
viðarkol eru auðtendranleg.
PRESTFOSS
viðarkol brenna jafnt, lengi og
vel og því er iðulega unnt að
kæfa í þeim eldinn eftir notkun
og kveikja í þeini aftur næst
þegar á aö grilla.
Iðulega, notir þú PRESTFOSS
PRESTFOSS
viðarkolin eru sérstæð
að mörgu leyti:
PRESTFOSS
eru hrein viðarkol — óblönduð
steinkolum.
í þeim er einungis skaðlaust
bindiefni til að halda lögun
þeirra.
SMÁSALA:
Bensínstöðvar Shell
Stórmarkaðir og
matvöruverslanir
víða uni land