Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 40
hverri viku 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Skildi efri góminn eftir á innbrotsstað Rannsóknarlögreglan kannar nú tvö innbrot sem framin voru í Garða- bæ i vikunni. Er talið að þama geti verið um sama mann að ræöa en til hans sást á öðrum staönum. Þá vöknuöu íbúar í húsi einu við umgang. Þegar húsbóndinn leit fram til að kanna hver þarna væri réðst ókunnur maður að honum og var hann með hníf i hendi. Húsbóndinn náði aö loka hurðinni og stakkst hnífurinn á kaf í hana. I næstu til- raun sem þjófurinn gerði við hurðina brotnaði hnífsblaðið af en þegar hús- ráðendur kölluðu á hjálp út um gluggann hafði hann sig á brott. Hafði hann ekkert upp úr krafsinu en skildi eftir í staðinn efri góm gervi- tanna sem hann hefur trúlega misst í öllum hamaganginum. Ekki er enn vitaö hvort hann hefur misst þær út úr sér eða hvort hann hafði stoUð þeim og misst þær úr vasanum. 1 gær var iögreglunni tilkynnt um annað innbrot í Garðabænum. Hafði verið farið inn í mannlaust hús og þaðan stoliö 1100 dönskum krónum svo og öðrum gjaldeyri og einnig ýmsum pappírum. -klp- Grunuðu Vin um laxveiðar Lögreglan á Þórshöfn fór um borð í bátinn Vin EA 80 frá Dalvík á mánudaginn þar sem báturinn var aö veiðum rétt utan við Eiði á Bakkaflóa. Við Eiöi er laxarækt og lék grunur á að báturinn væri að laxveiðum og hefði farið nær landi en leyfilegt er. Við athugun lögreglunnar kom í ljós að báturinn var að kolaveiðum með dragnót og var utar en einn kílómetra frá landi, eins og reglur mæla fyrir um. Lögreglan kannaði afla, veiðar- færi og leyfi og reyndist það allt lög- legt. Vinur E A 80 fiskaöi hins vegar vel en hann landaði 20 tonnum af kola á Dalvíkígærkvöldi. ÓEF Hlustendakönnun útvarpsins: Syrpurnar vinsælar Syrpur útvarpsins, sem nú hafa að mestu verið lagðar niður, komu einna sterkast út úr hlustendakönnun sem ríkisútvarpið lét gera í vor. Niður- stöður þeirrar könnunar eru nú í vinnslu og munu birtast í heild á næstu dögum. Þær niðurstöður munu síðan ráða miklu um vetrardagskrá útvarps- ins. Liklegt er því að syrpurnar verði teknar upp aftur í vetur. Næturút- varpið, sem er frekar nýtt af nálinni í dagskránni, mun einnig koma sterkt út úr könnuninni og klassíkin virðist ögn vera að færa sig upp á skaftiö. Vonast er til að hægt verði að birta niðurstöður könnunarinnarnúumheigina. -ELA. Flugumferðar- stjórar vildu Ólaf ekki inn Flugumferðarstjórar felldu sáttatil- lögu í máli Olafs Haraldssonar flugum- ferðarstjóra. 58 voru á móti því að Olafur yrði aftur tekinn inn í Félag ís- lenskra flugumferðarstjóra til reynslu í eitt ár. Aðeins þrír voru fylgjandi. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir. Olafur Haraldsson var á sínum tíma rekinn úr stéttarfélagi sínu vegna ósættis sem upp kom á vinnustað hans, flugtuminum á Keflavíkurflugvelli. Sáttanefnd reyndi aö miðla málum með sáttatillögu, sem atkvæði hafa nú verið greidd um. Alls greiddu 66 atkvæði af rúmlega 80 flugumferðar- stjórum. -KMU. Opinberar heimsóknir Væntanlegur er í dag í opinbera heimsókn V.M. Kamentsev sjávarút- vegsráðherra Sovétríkjanna ásamt föruneyti, í boði Halldórs Ásgríms- sonar sjávarútvegsráðherra. Einnig eru væntanleg í opinbera heimsókn dagana 24.-28. júlí Uffe Ellemann Jensen utanríkisráðherra Danmerkur og frú. SLS LOKI Hann hefur eflaust veríð að lerta að einhverju góm- sætu. „Af stað," sagði Óli H. Þórðarson þegar hann rœsti kappnfsbílana tvo. Ófikt þvi sem venjulega gerist i keppni um akstur var akki tætt af stað heidur ekið rólega úrhlaði, með beltin spennt og IJósfn logandl. DV-mynd: Bj.Bj. Sparaksturskeppni Sparaksturskeppni DV og Vik- unnar hófst í gær á Lækjartorgi með því að Oii H. Þórðarson, fram- icvæmdastjóri Umferðarráðs, ræsti keppendur, Gísla Jónsson og Kristínu Bimu Garðarsdóttur. Aður en keppendur lögðu i fýrsta áfangann, Reykjavík-Selfoss, hélt Sigurður Hreiðar, ritstjórí Vikunnar, tölu yfir keppendum og áhorfendum. Hann sagði meöal annars: „Þessi — keppendur halda til Haf nar í dag sparaksturskeppni DV og Vikunnar hefur tvennan tUgang. I fyrsta lagi ætlum við að prófa hve ódýrt má aka umhverfis landið á hringveginum — og leggjum sérstaka áherslu á að aksturslag bUstjórans skiptir veru- legu máU... I öðru lagi viljum við skapa gott fordæmi að því er snertir umferðaröryggi. Bilstjóramir og aðstoðarmenn þeirra hafa auðvitað beltin spennt allan tímann — en bílamir munu ennfremur keyra með fullum ljósum allan hringinn.” Keppendur keyrðu í gær tU Selfoss en í dag aka þeir frá Selfossi tU Hafnar í Homafirði. Þaöan verður ekið á föstudaginn til Egilsstaða, og frá Egilsstöðum til Akureyrar á laugardag. A sunnudaginn veröur ekið frá Akureyri til Reykjavíkur. Lýkur keppninni á Lækjartorgi um klukkan 20.30 á sunnudagskvöld. Lesendum DV gefst kostur á að taka þátt í getraun um hversu miklu sigurvegðri eyöir á ákveðnum áföng- um leiðarinnar og birtast getrauna- seðlariblaöinu. Sérstakur þ jónustubíll er með í f ör- inni og geta þeir sem vilja skilaö get- raunaseðlum í hann en þá má líka póstleggja og senda DV fyrir 20. júlí. Sjá nokkur góð ráð um sparakstur é bls. 11. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.