Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR14. JUU1983. 9 Útlönd Útlönd , Breska þingið haínaði í gær að gálgar yrðu aftur teknir i notkun. FLÓDIN AUKASTí ARGENIÍNU Flóðin í noröausturhluta Argentinu hafa aukist til muna þar sem stöðugt vex í ánni Urugay og flóðin í Parana- ánni hafa ekkert rénað. Vegna flóöanna hafa 126 þúsund manns að minnsta kosti orðið að yfir- gefa heimili sín en þessar tvær ár og þverár þeirra hafa á síðasta hálfa ár- inu valdið miklu tjóni. Spjöll hafa orðiö á vegum, járn- brautum og raflínum. Flóða í þessum mæli er ekki að vænta nema á 120 ára fresti. Þessi nýjustu flóð komu í kjölfar úrhellis- rigninga fyrir þremur vikum. Vitað er um 26 manns sem farist hafa í f lóðunum. Dæmdur á líkum Sænski herforinginn Bertil Ströberg var í gær dæmdur í sex ára fangelsi í Stokkhólmi fyrir njósnir þrátt fyrir að hann héldi stöðugt fram sakleysi sínu. Rétturinn var ekki einhuga og vildi einn dómarinn sýkna Ströberg þar sem hann taldi sekt hans ekki sannaða. Ströberg var ákærður fyrir að hafa sent pólska sendiráðinu í Stokkhólmi bréf í apríl. I bréfinu voru hernaðar- leyndarmál afhjúpuð og jafnframt boðnar frekari upplýsingar gegn 25 þúsund sænskra króna greiðslu. Sendiráðið fúlsaði við þessu boði og hafði samband við sænsku lögregluna. Þó að ákærandinn hafi ekki haft sannanir fyrir því að Ströberg hafi skrifað bréfið þóttu líkumar það sterkar að hann var sekur fundinn. Meöal annars voru upplýsingarnar í bréfinu þess eðlis að einungis mjög þröngur hópur manna, þar á meöal Ströberg, hafði aðgang að þeim. -GAJ/Lundi. VIUA EKKI GÁLGA Breska þingið felldi í gærkvöldi til- lögur um að leiða dauöarefsinguna aö nýju í bresk lög. Atkvæðamunur var svo mikill að ólíklegt þykir að tals- menn dauðarefsingar reyni í bráð að endurvekjahana. Kom mjög á óvart hve atkvæöamun- ur var mikUl (361 gegn 245) því að við könnun á þingfylgi undanfarnar vikur hafði munurinn sýnst mjög naumur. Umræður voru hinar áköfustu um málið í þinginu í gær. Margaret Thatcher forsætisráðherra var meöal þeirra sem greiddu atkvæði með dauðarefsingunni, eins og margir aðrir úr hægri armi Ihaldsflokksins. Ráð- herrar ríkisstjómar hennar höfðu sumir greitt atkvæði með og sumir á móti. James Prior írlandsmáiaráðherra hafði hótað aö segja af sér ef dauöa- refsingin yrði leidd í lög. Varaði hann við því að dauðarefsingin kynni að gera píslarvotta úr hryðjuverkamönn- um IRA á N-Irlandi og gefa þeim nýjan byríseglin. Fyrr í gær höfðu fjórir hermenn látið lífið í Tjrone-héraði þegar bifreið þeirra lenti á jarðsprengju sem hryðjuverkamenn IRA höfðu komið fyrir. — Þegar fréttin barst af þessum at- burðum til þingheims kviðu margir andstæðingar gálgans að það gæti orð- ið til þess að snúa mörgum þingmönn- um til fylgis við dauðarefsinguna sem varðþóekki. KENNARAR Kennara vantar að Brúarásskóla á Héraði. Nýjar íbúðir. Sími um Fossvelli. k? “"VIDEO“" OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skó/avörðustíg 19. Videoklúbburinn Stórho/ti 1. Simi 35450. „VIDEO. Laus staða við grunnskólann Hofsósi. Kennslugreinar: sérkennsla og ís- lenska. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 95-6386. BOKARI Keflavíkurbær óskar að ráða bæjarbókara. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. júlí nk. / Bæjarritari. LEIKTÆKITIL SÖLU ATH. af sérstakri ástæðu eru eftirtalin leiktæki til sölu: 1. Pengo. 2. Burges time. 3. Jungle King. ■ 4. Bug Man borð. 5. Alphan sky. 6. Defender. Upplýsingar veittar í sima 46777 eða 28673 frá kl. 2 til kl. 23. \ \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.