Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR14. JCLl 1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Fyrirbörnin:
öruggari stólar
á hjólin
Danska blaðið Helsa hefur varaö
foreldra í Danmörku við þvi að reiða
börn á hjólum nema í algerlega
öruggum stólum sem til þess eru ætl-
aöir. Flestir þeir stólar sem seldir
eru í Danmörku til að nota á hjól eru
ekki nægilega öruggir að dómi blaðs-
ins. Því er það að árlega er komið
meö 1100 til 2000 dönsk börn á sjúkra-
hús vegna þess að þau hafa slasast
við þessar aðstæður.
Oftast er óhappið sama. Fótur
barnsins hefur Qækst i teinunum á
afturhjólinu og klemmst þar á milli.
Afleiðingin er slæmt mar, skinnið
flagnar af, oft grær sárið ilia. Jafnvel
eru dæmi um það að græða hefur
þurft húð af öðrum líkamshlutum
yfir sárið. Jafnvel þó að börnin hafi
verið i leðurstigvélum meiðast þau
illa. Má sjá af því hversu alvarlegur
áverkinn kann að vera séu þau á
skóm sem veita minni mótstööu. 4—
30% barnanna beinbrotna við slys af
þessutagi.
Slysin verða oftast með þeim hætti
að barniö, sem situr í stól klofvega
yfir bögglaberann, potar fótunum
óviljandi inn á milli teinanna í hjól-
inu. Þegar foreldri þess hjólar áfram
klemmast fætumir svo á millL Oftast
er einfalt að koma í veg fyrir svona
nokkuö. Aðeins að setja yfir aftur-
hjólið svuntu sem barnið kemur ekki
fótunum í gegnum. Slikar svuntur
hefur undirrituö ekki séð á nærri því
öllum íslenskum hjólum sem á má
sjá barnastóla.
I grein í blaðinu Helse segir aö
þeir barnastólar sem fást í verslun-
um í Danmörku séu flestir þannig að
nægilegt öryggi fáist ekki. Þó að
plasthlíf sé innanfótar er í flestum
tilfellum auðvelt fyrir barnið að lyfta
fótunum út fyrir hana og inn undir
hjólið. Fæst böm eru fyrir það að
sitja grafkyrr, jafrivel tímunum
saman, og eykur það hættuna.
Svunta yfir hjólið er þvi nauðsynleg.
Stóllinn verður einnig að vera
nægilega sterkur til þess að þola
þunga bamsins. Leggist hann saman
með baminu í kann að verða slys.
Hann veröur líka að vera það
stöðugur aö barnið geti hallaö sér til
hliðanna og jafnvel snúið upp á h'k-
ama sinn, án þess aö detta við það.
Festing verður einnig að vera það
trygg aö engin hætta sé á því að
stóllinn losni á ferð.
Tvenn dönsk samtök hafa látiö
hanna nýja gerð af bamastólum, ætl-
uðum fyrir hjól. Þetta eru samtökin
Red Bamet og Dansk selskap for
trafikmedicin. Einnig hafa þau látið
búa til sérstakar svuntur á hjól sem
eru stærri en þær sem áður fengust.
Ekki er okkur kunnugt um hvort
þessar vörur fást hér á landi ennþá.
ÍEn þarft verk væri fyrir einhvem
innflytjanda aö sjá til þess að þessir
hlutir komi á markað, séu þeir ekki
þegar komnir. Helse getur þess að
þessi stóll sé dýrari í Danmörku en
aörir barnastólar á hjól. Ætli flestir
teljiöryggiðsamt ekkiþess virði. DS
Sórstakur öryggisstóll sem dönsk
samtök hafa látið gera fyrir böm.
Svuntan um afturhjólið er lika ný,
stærri en sú sem áður hefur feng-
ist. Takiö eftir istöðunum fyrir
barnið. Þær eru festar á grind
hjólsins og færaniegar eftir þvi
sem fætur barnsins lengjast.
Bréf sem vakti spurningar:
Galli eða
eðlilegt
viðhaid?
Tölumar lit-
uðu blússuna
— hafa verið teknar úr sölu
Steingerður hringdi og vildi vara
saumakonur við lituðum tölum.
Kvaðst hún hafa keypt rauðar tölur á
hvíta blússu en er hún þvoði blússuna
gáfu tölumar frá sér lit. Sagöist Stein-
gerður hafa gert tilraun með að láta
tölumar í kalt vatn með fatapjötlu og
eftir fimm mínútur hefði litur verið
kominn í pjötluna.
Hjá Vogue á Skólavörðustígnum,
þar sem tölumar voru keyptar, var
okkur sagt að umræddar tölur heföu
verið teknar úr sölu. Viðmælandi okk-
ar kvað svipað dæmi hafa komið upp
einu sinni áður, að vísu aðrar tölur en
nú hefðu litaö frá sér. Erfitt væri að
vita fyrirfram hvort tölur lituðu frá
sér, en rétt væri að hafa fyllstu aðgát
ef dökkar tölur væru settar á ljós föt,
eins og gert hefði verið í þessu tilfelli.
-sa
Axel fékk á dögunum bréf sem
vakti furðu hans. Bréfið var frá Raf-
iðjunni hf. I því stóð meðal annars:
„Samkvæmt spjaldskrá okkar
hafið þér keypt IGNIS kæliskáp af
gerðinni Dpl árið 72—’73. Komið hef-
ur í ljós að á þessari gerð er þörf á
endurnýjun á vatnsskál ofan á kæli-
þjöppu (mótor). Ef þér hafið ekki
endurnýjað vatnsskálina viljum viö
benda yður á að gera það sem allra
fyrst, þar sem leki á henni getur
valdið því aö kæliþjappa eyðileggst
og getur það kostað mjög kostnaðar-
sama viðgerö.
Við viljum hér meö bjóða yður
sérstaklega ódýra þjónustu varðandi
endurnýjun á vatnsskálinni og mun-
um viö koma á staöinn og skipta um
skálina. Mun það kosta yður 350
krónur og er þar innifalinn akstur,
vinnaogefni.”
Þetta bréf vakti nokkrar spum-
ingar i huga Axels. Hin fyrsta var sú
af hverju bréfið hefði verið skrifað.
Ef um galla væri aö ræða taldi hann
eðlilegt að fyrirtækið bætti hann al-
gerlega. Ef hins vegar ekki væri um
galla að ræða sá hann enga ástæðu til
bréfaskrifta. önnur spuming var í
framhaldi af þessari. Ef um galla er
að ræða, í hversu langan tíma á þá
viðskiptavinurinn rétt á því að hann
sé bættur.
Kjartan Stefánsson varð fyrir
svörum hjá Rafiðjunni. Hann sagði
að ekki hefði verið um galla að ræða.
Skálarnar væru úr járni og ryðguðu
þær smátt og smátt. Fyrirtækinu
væri kunnugt um það og vildi koma í
veg fyrir að tjón hlytist af. Því hefði
þessi þjónusta verið boðin. Verðið
væri svona lágt vegna þess að verkið
væri unnið í fjöldaframleiðslu, ef svo
mættisegja.
DS
TÓMATAR
í 35 KR.
Veröstríðið á tómötunum fór harðn-
andi í vikunni er Sölufélag garðyrkju-
manna lækkaði heildsöluverð þeirra úr
50 kr. hvert kg í 35 kr. Nemur lækkunin
30 prósentum. Þar sem leggja má 40%
á hvert kg af tómötum í smásölu er
hæsta mögulega verð nú 49 kr., en var
áður 70 kr. Tekið skal þó fram að versl-
unum sem keyptu tómata á gamla
verðinu í heildsölu er heimiit að selja
þá á gamla verðinu. Búast má þó við
að flestar þeirra lækki tómataverð sitt.
VILTU FILMU
MEÐ í VERÐINU?
Með nýja framköllunartilboð-
inu okkar getur þú sparað yfir
130 krónur A hverri framkall-
aðri litfilmu.
Þú velur:
Vandaða japanska filmu með i
verðinu — án nokkurs auka-
gjalds, eða Kodak filmu með
aðeins kr. 30 i aukagjald.
GLÖGG-
MYND
Hafnarstræti 17
Suðurlandsbraut 20.
ORION
.. að það er lika opið í hádeginu?
.. .að við eigum ekki bara mikið af
og ódýra varahluti í LADA, GAZ,
VOLGA, MOSKVITCH og UAZ?
. .að við eigum líka hluti, sem
henta i aðra bíla?
.. að það borgar sig oftast að tala
við okkur fyrst?
.. .að við leitum ávallt eftir hagstæð-
ustu innkaupunum í hvert sinn?
.. ,að við kaupum líka varahluti frá
Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð,
Ítatíu o.fl. o.fl.?
Dæmi
Aðalljósaperur
Suðurlandsbraut 14
Varahlutir Skiftiboró
39230 38600
Vörumarkaðurinn hf.