Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983. I þeim umræöum, sem átt hafa sér stað um umgengnisrétt forræðis- lausra feðra viö böm sín, í framhaldi af tilurð Félags forræðislausra feðra, hafa nýju barnalögin eðli málsins samkvæmt verið miðpunkt- ur þeirrar umræðu. Því hefur verið haldið fram, m.a. af fulltrúa dóms- og kirkjumálaráöu- neytisins, að lög þessi ásamt þeim úrskurðum, sem ráðuneytið fellir í umgengnisréttarmálum, væru í hæsta máta fullnægjandi lagaleg trygging fyrir feður og böm, sem við þetta vandamál ættu að stríða. Þ.e. þeim sjálfsögðu mannréttindum, að feður og böm geti notið samvista þó að um sambúðarslit foreldra hafi veriðaðræða. Þrátt fyrir þesa skoöun ráðuneyt- isins virðist reynslan gefa tilefni til þess aðspyrja: Er ástæða til að tortryggja þessa skoðun ráðuneytisins? Er ástæða til að draga í efa þá tryggingu, sem bamalögin eiga að veita hvað varðar umgengnisrétt þess foreldris, sem ekki hefur með höndum forræði barnsins? Er ástæða til að vanmeta þá umgengnisréttarúrskurði, sem ráðuneytið fellir? Reynsla NN Ungur maður, sem ég hér eftir mun kaila NN, hefur gengið undar-: lega píslargöngu vegna þess eins, aö hann hefur þá löngun að fá að um- gangast dóttur sína, rúmlega fjög- urra ára gamla. Eg hef undir hönd- um afrit allra þeirra pappíra, sem þessu máli NN hafa fylgt, og er það hin fróðlegasta lesning. Þann 16. september 1982 skrifar NN dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og leitar réttar sins eftir langar og árangurslausar tilraunir til aö fá fyrrum sambýliskonu sina til að leyfa sér umgengni við dóttur þeirra. I bréfi NN til ráðuneytisins segir svo: „I september 1980 sleit ég samvist- um við sambýliskonu mina, X, þá í A-götu, nú til heimiiis að B-götu. Við áttum saman eitt barn, Snót (nafn tilbún. greinarh.), fædda.. . 1979. Snót hefur verið hjá móður sinni síöan. Var það munnlegur samning- ur okkar foreldranna að X hefði for^ sjá barnsins en ég nyti umgengni við barnið aöra hverja helgi. Þar sem ég hef verið mikið á sjó og sótt Stýri- mannaskólann á vetuma, var það samkomulag að foreldrar mínir nytu umgengni við barnið er ég væri f jar- verandi, en Snót er alnafna móður minnar. Til að byrja með gekk allt að ósk- um með umgengni. Að nokkrum mánuðum liðnum tekur X upp sam- band við annan mann. Bregður þá svo við, að mér er illmögulegt að fá að umgangast barnið. Hefur mér ekki verið kleift að fá aö umgangast dóttur mína, utan tvo daga, allt síðan í júlí 1981. Ég hef reynt að fara þá leið aö fá aö ná í bamiö á þá dag- vistunarstofnun sem hún dvelur á. Eg hef fengið þau svör að bamsmóð- ir mín hafi gefið fóstrunum þau fyrir- mæli, að undir engum kringumstæð- um megi afhenda mér bamið. Eg hef haft samband við Félags- málastofnun... vegna þessa máls. Fór þá fulltrúi meö mér á fund lög- fræðings X, og var settur ákveðinn timi sem koma átti saman á og gera formlegan umgengnisréttarsamn- ing. Þegar tii kom stóðst það ekki og öll tormerki á að slíku verði hægt að koma í kring. Það er að ráði Félags- málastofnunar... að ég sendi yður þetta bréf nú, og beiðist þess aö ráðu- neytið skipi umgengnistíma mínum eins og rétt þykir. Er þetta mér mik- ið tilfinningamál, svo og móður minni, sem tc*:ið hafði ástfóstri við alnöfnu sina.” Þegar NN og fyrrum sambýlis- kona hans slitu samvistum, var gengið frá eignaskiptum þeirra í milli af hæstaréttarlögmanni, sem til þess hafði verið fenginn. En eins og f ram kemur í bréfi NN til ráöuneytis- ins, hafði aöeins verið gerður munn- legur samningur um umgengnisrétt NN við dóttur sína. Því fékk NN um- ræddan lögmann til að gefa skriflega yfirlýsingu, sem NN lét síöan fylgja með bréfi sínu til ráðuneytisins, þar sem lögmaðurinn vitnar eftir bestu vitund um það munnlega samkomu- lagsemgertvar. I yfirlýsingu lögmannsins segir m.a.: BARNALÖG EDA BARNALEG LÖG „Eg var ekki beðinn um að hafa neitt í fyrrgreindum skiptasamningi varðandi forræði barnsins eða um- gengnisrétt við það, þar sem fullt samkomulag væri um það milli NN ogX. Að því er ég best man, var það samkomulag á þann veg, aðX skyldi hafa forræði bamsins, og NN um- gengnisrétt viö það, og var um það talað að bamið fengi að vera hjá NN aðra hverja helgi, eftir því sem við væri komið. Á þessum tíma stóð tíl aö NN færi í siglingar á fraktskipi, og var um það talað, að meðan NN væri fjarverandi fengi barnið að heim- sækja föðurömmu sina og dvelja hjá henni á sama hátt og umgengnisrétt- ur f öðurins við bamið skyldi vera. ” Lárus S. Guðjónsson NN hefur ekki fengið að sjá dóttur sína enn. Frá Pontíusi til Pilatusar Eins og vikiö var að, var NN viö nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, og sl. vetur starfandi sem stýrimaöur á bát hér syðra. Fljótlega eftir úrskurðinn tók hann sér frí og hafði hug á að hitta dóttur sína. Kostaði það hann að sjálfsögðu launatap og flugfargjald fram og til baka frá Reykjavík og út á land. Þegar til kom tjáði barnsmóðir NN honum, að hún væri aö fara með barniö í heimsókn í annað byggðar- lag, þannig að ekki kæmi til greina að NN gæti hitt dóttur sína. Slikt get- ur að sjálfsögðu alltaf komið fýrir, Úrskurðurinn Eins og fram kom hér að framan, var ósk NN um úrskurð send ráðu- neytinu um miðjan september 1982. Fimm mánuöum síðar (og að sjálf- sögðu naut NN ekki samvista viö dóttur sina einn einasta dag þess tíma) felldi dóms- og kirkjumála- ráðuneytið úrskurð sinn, eða þann 22. febrúar 1983. Urskurðurinn, sem taka átti gildi 1. mars 1983, er svo- hljóðandim.a.: „Konunni hefur verið gefinn kost- ur á að gera grein fyrir afstöðu sinni til málaleitunar mannsins: Ennfremur hafa aöilarnir að tilhlutan Félagsmálastofnunar. .. lagt fram tillögur að tilhögun um- gengnisréttarins. Með hliðsjón af málavöxtum og með vísun til 40. gr. barnalaga nr. 9/1981, er hér með ákveðið, að maðurinn hafi rétt til þess að hafa bamið hjá sér annan hvern laugar- dag, frá kl. 10 að morgni til kl. 19 aö kveidi. Maðurinn skal sækja bamið á heimili þess og skila því þangaö aö kveldi. Konan skal tilkynna mannin- um með minnst dags fyrirvara (ef mögulegt er), ef barnið er veikt og geti því ekki farið til fööurs, og hefur maöurinn þá rétt til þess að taka bamið næsta laugardag á eftir. Þá skal maðurinn tilkynna konunni með minnst dags fyrirvara ef hann getur ekki tekið bamið til sín. Auk þess hefur maðurinn rétt til þess aö hafa barnið hjá sér samfellt £ tvær vikur í sumarleyfi sinu og skal hann til- kynna konunni með hæfilegum fyrir- vara hvenær hann hyggst taka sér sumarfrí og hafa samráð við hana. Maðurinn hefur rétt til þess að hafa baraiö hjá sér tvo daga annars vegar um jól og hins vegar um páska. Skal annar dagurinn vera helgidagur en hinn ekki. Urskurðurinn öðlast gildi 1. mars n.k.” Um sanngimi þessa úrskurðar em eflaust skiptar skoöanir og ekkert nema gott um það að segja. A mig verkar hann hins vegar eins og reglugerð um hundahald. NN á að fá aö hafa bam sitt hjá sér heila niu tima á hálfsmánaðar fresti og tvo daga um jól og páska. Sumarfrí þarf hann hins vegar að taka í samráði við barnsmóður sína, þannig að þaö er eins gott að hann starfi ekki hjá fyrirtæki, sem lokar í ákveðinn tíma jdir sumarleyfistímann. NN þarf að tilkynna með minnst eins dags fyrir- vara geti hann ekki tekiö bam sitt á níutímalaugardeginum sínum. Kon- an þarf hins vegar að tilkynna aö hann geti ekki fengið barnið með eins dags fyrirvara ef mögulegt er! Að úrskurði fengnum Yfirleitt una menn nokkurn veginn glaðir við sitt þegar „réttlætinu” er fulinægt. Jafnvel þó svo aö ekki sé allt fengið sem vænst var. Svo fór um NN, þrátt fyrir að hann hefði æskt eftir rýmri umgengnisrétti. Fram- kvæmdavald laga og réttar, dóms- málaráðuneytið, hafði a.m.k. ..tryggt” honum og dóttur hans rétt til að njóta samvista hvors við annað. En því miður er réttlæti stundum aðeins snyrtilegt plagg i möppu, geymt í þriðju efstu hillu frá vinstri í tilfinningalausu ráöuneytis- herbergi. en vegna einhverrar undarlegrar „tilviljunar”, var þetta þriðja skipt- ið í röð, sem farið var með bamið í heimsókn i annað byggðarlag á sama tíma , og NN hafði tekið sér ferð á hendur frá Reykjavík til að hitta barn sitt. 1 maí sl. ákvað NN enn að láta reyna á gildi úrskurðar dómsmála- ráðuneytisins, og tók sér ferð á hend- urfráReykjavík. Að þessu sinni lét árangurinn ekki á sér standa. NN missti af stýri- mannsplássi, sem honum hafði boö- ist og stendur nú uppi atvinnulaus, þar sem svo langur tími fór í árangurslausar tilraunir hans til að fá aö sjá bam sitt. Aö þessu sinni voru engar ástæður tilfærðar. Slíkt kæmi einfaldlega ekki til greina. Þegar hér var komið sögu taldi NN sig nokkum veginn orðinn mát. Hann sneri sér því til handhafa laga og réttar í sinni sókn, fógetaembættis- ins. Hjá þeim fulltrúa réttarfarsins sem hann ræddi við, urðu kveðjur þó í kaldara lagi. Fulltrúi laga og réttar í þessu héraði hafði það eina til mál- anna að leggja, að sér leiddust ,Jijónaerjur”. Hann væri með fuliar möppur af slikum málum i hillu hjá sér, og þar leystust þau af sjálfu sér. Auk þess skyldi NN gera sér fulla grein fyrir því, að þessi barnalög væm gagnslaus meö öllu. Þar með var því samtali lokið. Faðir og dóttir vel geymd hvort í sinni möppunni hjá fulltrúa fógeta. Bíðandi þess að gagnslaus bamalög yrðu kannski einhvern tíma virt. Bamalög, sem að því er mig minnir voru samþykkt með sextíu sam- hljóða atkvæðum á Alþingi Islend- inga. Eins og gefur að skilja var NN ekki fullkomlega ánægður með þessa af- stöðu handhafa réttarfarsins í land- inu. Hann sneri sér því enn á ný til Félagsmálastofnunar síns heima- bæjar. Þar var honum bent á að ekki væri um annað að ræða en að snúa sér enn á ný til dómsmálaráðuneytis- ins, eftir að Félagsmálastofnun hafði gert árangurslausar tilraunir til að NN gæti hitt dóttur sína. Og enn eitt bréf var skrif að til ráðuneytisins. „Félagsmálastofnun... reyndi til þrautar að koma á samkomulagi milli NN og X um umgengni hans við barn þeirra, áður en málinu var vísað til úrskurðar dómsmálaráðu- neytisins. Tilraunir þessar báru ekki árangur. Að málinu vann af hálfu Félagsmálastofnunarinnar yy. I síðustu viku — sennilega 19. maí — hafði NN simasamband við undir- ritaðan og kvaðst vera á leið til yy daginn eftir og vildi þá neyta um- gengnisréttar við dóttur sína, skv. úrskurði dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins hinn 22. feb. 1983. Hann kvaðst hafa átt símtal við móður stúlkunnar, X, en hún hafði í því sam- tali neitaö sér um þennan rétt næst- komandi laugardag. Hann bað mig að hafa samband viö X, sem ég gerði símleiðis þegar í stað. I því símtali staöfesti X það, að hún vildi ekki að NN hefði dóttur sína hjá sér um þessa helgi, hún væri á förum úr bænum. I framhaldi samtalsins kom í ljós, að hún var ósátt við úrskurðinn og vildi ekki fara eftir honum, án þess að ég geti nú eftirá tiifært orða- lag hennar nákvæmlega. Ég reyndi að skýra fyrir henni, að með því tækist hún mikla ábyrgð á herðar og gengi ;á rétt dóttur sinnar og hvatti hana eindregið til þess að hafa samráð við lögfræðing sinn, sem ég vissi til að hafði unnið að málinu fyrir hennar hönd, áður en hún aðheföist nokkuö. Að samtali loknu hringdi ég að nýju í NN og sagði honum frá orðaskiptum. Hann tjáöi mér aö hann myndi engu að siður koma til yy þeirra erinda að hitta dóttur sína, og mundi snúa sér til fuiltrúa fógetaembættisins hér, ef það næði ekki fram að ganga. Afskiptum mínum af máli þessu var þar með lokið — a.m.k. að sinni”. Jafnhliða heimsókn sinni til Fé- lagsmálastofnunar og fógeta- embættisins, fór NN á lögreglustöð- ina og lagöi fram kæm á hendur bamsmóður sinni. Hér er jú um að ræða lögbrot, og öll eigum við að vera jöfn fyrir lögunum. Og með öll sín opinberu plögg hélt NN á ný til Reykjavíkur til að heimsækja hið háa ráðuneyti. Lagði þar fram sín plögg, og það verður að viöurkennast að viðbrögð ráðuneytisins voru nokk- uð virðingarverö. Fólk þar varð nokkuð hissa, og það var ekki til sjálfsagðari hlutur en að skrifa annaö bréf til barnsmóður NN. Frek- ar fátt varð þó um svör, þegar NN spurði hvort aðrar leiðir væm ekki til. Að vísu er kveöið á um dagsektir í barnalögunum sé umgengnisrétti neitaö, en enginn vildi svara því, hvort eftir slíkum sektum yröi gengið. Hér er um að ræða 200 kr. sekt á dag. Og ef reiknað er út frá út- gáfudegi úrskurðarins 1. mars sl. fram til 30. júní nk., ætti sektarupp- hæð að vera komin í kr. 24.400 í tilfelli NN og barnsmóður hans. Og ekkert kemur til með að bæta NN upp launa- tap og kostnað vegna flugferða, sem hann þurfti og þarf að bera vegna þess áhuga síns aðhitta barn sitt. Séu allir jafnir fyrir lögunum ætti eftir þessari sekt aö vera gengið. Undirritaður var eitt sinn sektaður um 480 kr. fyrir að aka á 71 km hraöa á Hringbrautinni í Reykjavík. Þegar sú sekt hafði ekki verið greidd innan eins og hálfs mánaöar, var undirrit- uðum að sjálfsögðu stillt upp við vegg af fulltrúum laga og réttar. Borga þurfti samstundis eða aðför yrði gerð samkvæmt lögum. Á NN og barni hans hefur veriö brotið hrikalega. Ut frá tilfinninga- sjónarmiðum, mannúðarsjónarmið- um og samkvæmt lögum. En engin aðför er gerð vegna margítrekaðra brota á lögum nr. 9/1981. Hvorki hvað varðar innheimtu sektar né það sem meginmáli skiptir, að NN og barn hans fái að njóta samvista. Og þvi miður er tilfelli NN ekki hið eina. Lárus S. Guðjónsson, félagií Félagi forræðislausra feðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.