Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR14. JOU1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
2
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í undirbyggingu vegar
á Laxárdalsbeiði, það er 1,3 km kafla austast á heiðinni.
Reiknað er með að nota efni úr holtum í nágrenni vegarins.,
Um er að ræða bæði ýtingu og keyrslu.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Fylling
Skering
16.000 rúmmetrar
1.650 rúmmetrar
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. sept. 1983.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Vegagerðar ríkisins á
Isafirði og í Borgarnesi frá og með föstudeginum 15. júlí nk.
gegn 500 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar
skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 22. júlí.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu
umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Isafirði,
fyrir kl. 14.00 hinn 28. júlí 1983 og kl. 14.15 sama dag verða
tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess
óska.
ísafirði, í júlí 1983
VEGAMÁLASTJÓRI.
„Vist er þjóðinni nauðsynlegt að hlúa vel að allri sinni list og menningu,” segir Ami Svavarsson m.a.
Bókmennta-
verdlaun
forsetans
Ami Svavarsson skrifar:
Hvaða hlutverki gegnir forseti
Islands?
Á síðustu og verstu tímum hefur
hver holskeflan á fætur annarri dunið
yfir þjóðina svo elstu menn muna fáa
tíma slíka.
Nú nýlega sagði Steingrímur
Hermannsson í sjónvarpi að þetta
dygði ekki lengur og allir sem einn
ættu að skera niður því annars yrði vá
fyrir dyrum. „Við ætlum að stjóma,”
sagði forsætisráðherra og þögn sló á
fréttahaukana. Við skulum vona að
þeir geri það en gæta verður þess að
leggja ekki heimilin í rúst í atlögunni
að verðbólgunni og öðrum meinsemd-
um sem þarf að laga í þ jóðfélaginu.
Því segi ég, og ég veit ég mæli fyrir
munn margra, sem þó af einskærri
kurteisi vilja ekki tjá sig opinberlega:
Er ekki nauðsyn að forsetaembættiö
gæti aö í f jármálum eins og aörir?
Jú, jú, víst er nauðsynlegt fyrir for-
setann að kynna sig og kynnast þjóð-
inni, og víst er þjóöinni nauðsynlegt að
hlúa vel aö allri sinni list og menningu.
En við verðum samt sem áður að
starfa og leggja allt okkar af mörkum
og gæta hófs í öllu. Þetta gerum við
ekki til þess að vera listhneigð þjóð
heldur fyrst og fremst frjáls þjóð og
sjálfstæö.
Þjóðhöfðingjar sem aðrir afla sér
ekki vinsælda og virðingar með
peningum og gjöfum þegar til lengri
tíma er litið.
Með virðingu fyrir þjóðinni og for-
seta Islands.
Sókner
bestavömin
KR-ingur skrifar:
Eg vil lýsa ánægju minni með það að
óskir þær sem ég setti fram í lesenda-
bréfi á dögunum hafa verið uppfylltar.
Eg kvartaði yfir því að erfitt væri að
sjá númerin á KR-búningunum. Nú eru
KR-ingar komnir i nýja búninga með
klassísku sniði. Þeir eru auövitað enn
sömu gömlu, góðu sebrahestamir en
nú eru rendurnar breiðari og númerið
stærra, litrikara og á hvítum fleti.
Enda þótt sóknarleikurinn hjá KR sé
í mikilli sókn vil ég þó hvetja KR-inga
til að vera enn grimmari og ákveðnari
við mark andstæðinganna.
Oheppni hefur valdið því að mínir
menn hafa oft þurft að sætta sig við
jafntefli í, ,unnum leikjum. ” Svo sem á
móti Vestmannaeyingum, Isfirðing-
um, Keflvíkingum og Akumesingum.
Það er bara eitt ráð við þessu. Enn
meiri áherslu á sóknarleikinn. NJB.
sókn er besta vörnin!
ÍFaestá
MEÐAL EFNIS
í ÞESSARI
KR-ingar: enn sömu gömlu, góðu
sebrahestamir en samt í nýjum
búningum...
Sparaksturskeppni
Vikunnar og DV
Tveir nákvæmlega eins Suzuki-fólksbílar aka hring-
veginn 13. ti! 17. júli. Við stýrið á öðrum er Gísli Jóns-
son en hinum Kristín Birna Garðarsdóttir.
Átta 3000-króna verðlaun verða veitt fyrir rétt svör
við spurningum um bensíneyðslu á ákveðnum vega-
lengdum hringvegarins, ein verðlaun fyrir hvern hluta
getraunarinnar.
Allir mega vera með í getrauninni. Útfylltum
svarmiðum þarf að skila annaðhvort i fylgdarbíl
keppnisbílanna á viðkomustöðum þeírra á
hringveginum EDA með þvíað póstleggja miðana.
Sendist
„DV, Síðumúla 12,
105 Reykjavík"
í umslagi
með 5 krónu
frímerki.
Nafn þátttakanda
Heimili. .
. Póstnúmer..
6. hluti getraunarínnar er leiðin Akureyrí —
Reykjavík sem er alls 436 kílómetrar. Ég
giska á að vinningshafinn noti ............
bensínlítra til að komast þessa vegalengd.
Miðann
þarf að
póstleggja
í síðasta
lagi 20.
júlí 1983.
4-
f
4-
♦
♦
♦
4-
4-
♦
4-
+
♦♦♦♦♦♦4++++4+++++++++