Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 1
39.000 EINTÖK PRENTUÐ í ÐAG. RITSTJÓRNSÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 158. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983. Keppnin um ungfrú alheim: Strit og púl —notuðu okkur sem auglýsingavöru, segir Unnur Steinsson ungf rú ísland „Þaö er rétt aö skipulagningin þarna úti var alveg hræðileg. Það vissi eiginlega enginn neitt hvaö hann var aö gera,” sagði Unnur Steinsson feguröardrottning Islands er DV spurði hana í morgun hvort rétt væri að hún hafi verið óánægð með skipulag Miss Universe keppn- innar. Unnur kom heim í gærmorg- un eftir þriggja vikna dvöl í Saint Louis þar sem keppnin fór fram. „Þeir flæktust með okkur til og frá og við höfðum það alltaf á tilfinning- unni að þeir vissu ekkert hvað þeir væru að gera eða fara. Enda var al- menn óánægja með keppnina hjá þátttakendum. Þetta var ekkert nema strit og púl frá klukkan sex á morgnana til miðnættis,” sagði Unn- ur ennfremur. „Við gátum okkur ekki hreyft fyrir öryggisvörðum og gæslukonum og maturinn var hreint út sagt hræðilegur. Hótelið var ágætt en ég verð að viðurkenna að ég bjóst við því betra,” sagði Unnur ennfrem- ur. „Það var eins og þessir menn væru að reyna að gera allt sem glæsilegast í þessum sjónvarpsþætti og mér fannst eins og þeir væru að nota okk- ursemeinhverja auglýsingavöru.” Unnur var þá spurð hvort ekki hafi verið erfitt að vera ein í þessari ferð. „Ég er náttúriega vön að ferðast ein ' en það hefði ekki verið verra að hafa einhvern með sér.” — Er það rétt að þú sért hætt við að taka þátt í keppninni Miss World íhaust? „Ég er ekkert búin að ákveða hvort ég geri það, ég ætla bara að láta það ráðast,” svaraði hún. -ELA. Hraðf rystihús Patreksf jarðar í miklum erf iðleikum: Stöðvast á morgun 80 manns missa þá vinnuna ef ekki verða greidd laun Hraðfrystihús Patreksfjarðar á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum um þessar mundir. Starfsfólkiö hefur ekki fengið greidd laun um nokkurt skeið og verði ekki ráðin bót þar á mun frystihúsið stöðvast um hádegi á morgun. Jens Valdimarsson, stjómarfor- maður Hraðfrystihússins, sagði að starfsfólkið, um 80 manns, heföi ekki fengið greidd laun fyrir síðustu viku. „Við erum ekkert að biðja fólkiö um aö vinna ef við getum ekki greitt því laun,” sagði hann. „Það er ekki hægt aö fara fram á slíkt við fólk.” Sagði Jens að forráðamenn hefðu samiö um það við starfsfólkið aö það ynni upp þann fisk sem til væri í hús- inu. Þeirri vinnu yrði væntanlega lokið um hádegi á morgun og þar með stöðvaðist frystihúsið ef ekki hefði ræst úr málum þess fyrir þann tíma. Aðspurður um hvort útlit væri fyr- ir stöðvun kvaðst Jens ekki vilja spá um það á þessu stigi málsins. Frysti- húsið skuldaði nokkur hundruð þús- und krónur í launagreiðslur og eng- inn fiskur yröi tekinn í húsið fyrr en þaðmálhefðiveriðleyst. -JSS. Grænlandsflugid: Skaðinn orðinn verulegur — sjá bls. 2 1 ‘r'- ... ' ' .. ■ Upphæð atvinnuleysisbóta: Sýnirhvað lægstu tekjurerulágar — sjá bls. 3 I appelsínunni Ivarormurstór — sjáNeytendurá bls. 6 og 7 • Samdráttur- ! Kreppueinkenni? Ekkertútog I lítiðámánuði -sjábls.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.