Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR14. JUU1983. 15 Mörgum árum of seint Á síöasta alþingi var samþykkt frumvarp Alberts Guömundssonar og ellefu þingmanna annarra úr öllum flokkum (sem þá voru til) þess efnis aö lækka um helming til skatta- álagningar síðustu launatekjur aldr- aöra. Hugmyndin er sú aö sá sem verður ellilífeyrisþegi greiði aðeins opinber gjöld af hálfum þeim launum sem hann hafði sitt síöasta ár sem laun- þegi. Vandamál þeirra sem hætt hafa störfum, og tekið að lifa á ellilífeyri, hefur verið að ellilífeyririnn hefur ekki gefið svigrúm til þess að bæði lifa af honum og greiða jafnframt skatta af tekjum síðasta árs. Athuga má að f rammi fy rir þessu vandamáli hafa staöið miklu fleiri en aldraðir. „Ári of seint"? Svo nefndist grein sem hinn mæti skólamaður Steindór Steindórsson' frá Hlöðum reit um mál þetta í Mbl. 4. marssl. . Steindór fagnar frumvarpi tólf- menninganna en leggur auk þess til að ellilífeyrisþegar verði undanþegn- ir fasteignagjöldum, auk þess sem hann hælir bæjarstjórn á Neskaup- stað fyrir að leggja ekki útsvar á elli- lífeyrisþega. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, fagnar og frumvarpi þessu í leiðara 4.marssl. Það sem mér finnst miður er að allir þessir bráögreindu menn skuli vera að nudda í smámálum sem öll væru leyst í einu með kerfi sem allir núverandi stjómmálaflokkar hafa lýst vilja á að koma á og Alþýðusam- band Islands hefur lagt áherslu á að tekið yrði upp eða staðgreiðsla skatta. Vilmundur Gylfason hefir einnig fyrir hönd Bandalags jafnaðarmanna lýst því yfir að það muni vinna að þvi að staðgreiðsla skatta verði tekin upp. Þá er aðeins ótalið kvennaframboðið en „þing- konur” þess hafa einungis lýst ákveöinni skoðun í einu máli ef ée man rétt, þær eru á móti röllum. Skoðun þeirra í skattamálum er hér með eftirlýst. Ríkisskattstjóri hefir lýst því yfir að innheimtukerfi staðgreiddra skatta sé tilbúið. Það er kunnugt að allir þykjast vilja leysa vanda láglaunahópa þjóðfélagsins og allir vita hve Utt málum þeirra hefir þokað á leið. Vandi þeirra, sem raunverulega vilja koma staðgreiðslu skatta á hér á landi, er sá sami, allir seg jast vilja koma staðgreiðslu á en engum verðurúrverki. Slæmar tekjusveiflur Við núgildandi skattgreiðslukerfi eru það slæmar tekjusveiflur þegar laun lækka mikið milli ára. Ástæður þess geta verið margvíslegar. Ein er sú aö menn láta af störfum aldurs vegna og taka að lifa é ellilaunum. Kristinn Snæland Onnur er sú að laun lækka vegna veikinda. Þriðja er að laun lækka vegna samdráttar í vinnu. Fjóröa er aö laun lækka vegna þess að viðkom- andi er á aflaskipi annað árið en þýr við aflabrest hitt. Fimmta er að laun lækka hjá hjónum sem bæði unnu utan heimilis vegna þess að konan verður vanfær og verður að hætta starfi. Hér eru nefndar fimm ástæður sem um allar nema hina síðustu má segja aö launþeganum séu ekki sjálf- ráðar. (Vissulega er slíkt einnig hægt að segja um hina síöustu). Um fjölmargar aðrar ástæður getur verið að ræða þegar laun lækka milli ára, stundum vegna ákvörðun- ar launþega en oftast af ástæðum sem hann fær ekki ráðið. Hinir skilningsríku alþingismenn leystu til hálfs vanda ellilaunþega en létu lönd og leið vanda allra hinna sem ég hef nefnt. Það grátlega í þessu sambandi er svo það að vandi hinna öldruðu er næsta smávægilegur í þessu máli en vandi hinna sem ég hef nefnt oft 1 1LÖGUN afléttvíni og þú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 21 geysilegt vandamál. Almennt séð fer ekki á milli mála að fjárhagur yngra fólks, sem er að stofna heimili og byggja yfir sig, er miklu tæpari og viðkvæmari en þess fólks sem er að hætta störfum og hverfa að ellilaun- um. Þó ekki sé nú minnst á þá ellilauna- þega sem eru í það mörgum sjóðum að laun þeirra hækka er starfi lýkur. Þessi hópur mun vissulega vera fámennur. Alþingismenn sáu vanda ellilaun- þega þó að hann sé lítill. Hvers vegna sáu þeir ekki vanda allra hinna sem er þómiklumeiri? Röng skýring Nokkrir alþingismenn hafa fullyrt við mig að á meðan verðbólga sé svo mikil, sem hún er um þessar mundir, sé launþegum í óhag að tekin sé upp staðgreiðsla skatta. Þessi skýring stenst ef miðað er við að með stað- greiðslu verði álagning gjalda með sama hætti og sömu prósentum og nú. Ég trúi því ekki, fyrr en ég tek á, aö stjórnmálamenn hafi ætlað sér að halda sömu álagningarreglum með staðgreiðslu. Vitanlega hlýtur og er sjálfsagt og eðlilegt að endurmeta skattprósentuna um leið og staðgreiðslukerfi er tekið upp. I því sambandi er og rétt að meta álagninguna með tilliti til verðbólgu og almennra vaxta í þ jóðfélaginu. Hugmyndin um staðgreiösiu skatta hefur vonandi aldrei verið sú af hálfu stjómmálamannanna að ná inn meiri tekjum um leið og það kerfi yrði tekið upp? Auðvitað verða stjómmála- mennirnir að gera ráðstafanir um leið og staðgreiðslukerfið verður tekið upp til þess að skattbyröin verði svipuð og áður og ég treysti þeim fullkomlega til þess, aðeins ef þeir ætla sér það. Af þessum ástæðum álit ég þaö haldlitla skýringu, gegn staðgreiöslu skatta, að slíkt fyrirkomulag sé launþegum í óhag í rík jandi verðbólgu. Því segi ég, standið við fyrirheitin, komið á staðgreiðslu skatta og mjög stórum hópi gjaldenda mun líða betur, ekki aðeins öldruöum. Útsvör og fasteignagjöld Varðandi það sjónarmið, að rétt, sanngjamt og skynsamlegt sé að fella niður útsvör og fasteignagjöld ellilaunþega, vil ég enn benda á sama og áður. Ellilaunþegar er alls ekki sá hópur sem verst er staddur í þjóðfélaginu, sem betur fer, um það vitnar m.a. að einmitt ellilaunþegar eru oft sá hópur sem fyrst allra greiðir þessi gjöld að fullu til síns sveitarfélags. Hitt ber svo aö athuga að við álagn- ingu gjalda, bæði á aldraða og alla aðra, ætti að leggja í ríkari mæli áherslu á hina gullvægu reglu skatt- heimtumanna. Leggja skal gjöld á fólkið eftir efnum og ástæðum. Kristinn Snæland. 13 »/Kl\ Urval Sparaksturskeppni Vikunnar og D V Tveir nákvæmiega eins Suzuki-fólksbílar aka hring- veginn 13. til 17. júlí. Við stýrið á öðrum er Gísli Jóns- son en hinum Kristín Birna Garðarsdóttir. Átta 3000-króna verðlaun verða veitt fyrir rétt svör við spurningum um bensíneyðslu á ákveðnum vega- iengdum hringvegarins, ein verðlaun fyrir hvern hluta getraunarinnar. Allir mega vera með í getrauninni. Útfylltum svarmiðum þarf að skila annaðhvort i fylgdarbil keppnisbílanna á viðkomustöðum þeirra á hringveginum EDA með þvi að póstleggja miðana. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦ Sendist „DV, Síðumúla 12, 105 Reykjavík" í umslagi með 5 krónu frímerki. Nafn þátttakanda.............................. | Heimili...........................Póstnúmer.... ♦ ♦ ♦ 5. h/uti getraunarínnar er leiðin Egi/sstaðir J — Akureyrí sem er alls 275 kílómetrar. Ég + giska á að vinningshafínn noti........ bensín- ♦ lítra ti! að komast þessa vegalengd. ♦ Miðann þarf að póstleggja í síðasta lagi 20. júlí 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.