Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Blaðsíða 2
DV. FIMMTUDAGUR14. JULI1983. SILUNGSVEIÐI IREYÐARVATNI Veidileyfi seld ad Þverfelli í Lundareykjadal. ÍÍJÖtJSXXJC^ÍSJSJSJSJOSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJSJCJSJSJSJÍJSJSJSJÍJSJSJS STÖFELLD verðlækkun á sumarblómum úr bökkum og pottum. Einnig inni-pottaplantna. GRÓÐRARSTÖÐIN SNÆFELL Heiðmörk 29 Hveragerði. Útboð Bæjarsjóður Hafnarfjarðar auglýsir eftir tilboðum í jarð- vinnu vegna viðbyggingar við elliheimilið Sólvang í Hafnar- firði, einnig uppsetningu á giröingu kringum vinnusvæðið. Húsið er að grunnfleti 1450m2. IJtboðsgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 26. júlí kl. 11.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. Allar vörur fyrirtækisins með 50% afslætti Ifið breytum rekstrinum og seljum þvi allar vörur verslunarinnar i dag og næstu daga' með helmingsafslætti. Missið ekki af útsölu ársins. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Sími 45300. GÚMMÍBÁ TAR m Igafti fyrir mótor m/árum Verökr. 13.400,- PÓSTSENDUM. Jf'jr'T'## ÍC Giæsibæ C / # aLKr Sími 82922 Grænlandsflugið: Klukkan gengurmedan ekki kemur yfíriýsing frá hinu opinbera — „Skaðinn þegar orðinn verulegur/’ segir forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins ,,Þaö er þegar vitað að skaði af þessu er verulegur. Þetta gerist á miðri vertíð og það veit enginn hvaða afleiðingar þetta hefur til fram- búðar,” sagðiKjartan Lárusson, for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, um þá stöðu sem nú er komin upp þegar Flugleiðir hafa ákveöið að hætta skyndilega Grænlandsflugi. Hver gerði hvað og hvort einhver gerði rangt eða rétt, það er ekki mitt að dæma. En þetta er verulegur álitshnekkir og þetta spyrst mjög hratt út um ferðamannaheiminn. Þeir hætta að treysta fólki,” sagði Kjartan. Eins og DV skýrði frá í gær hafa Flugleiðir ákveðið að hætta flugi til Narssarssuaq á vesturströnd Græn- lands þegar í stað. Bendir allt til þess að Helga Jónssyni verði veitt leyfi til Grænlandsflugs. „Þetta fréttist þegar samdægurs til viöskiptalanda okkar í Evrópu. Ég frétti þetta reyndar þaöan en ekki héðan að s vona væri í pottinn búið. Fjöldi ferðaskrifstofa selur Island og Grænland og allnokkrar sérhæfa sig í Grænlandi og lslandi með áherslu á hvort land fyrir sig þó að í flestum tilvikum sé Island aðalvið- komustaðurinn. Þegar á þetta er litið vaknar sú spuming: Hvað skaðast Island ef Grænlandi verður ekki þjónað um smátíma? Þaö er spuming hvort viökomandi farþegar hætti ekki alfarið við þessa ferö sem átti að skiptast milli Islands og Grænlands. Þá berum við mjög skarðan hlut frá borði. Þetta milli- bilsástand kostar bæöi Islendinga og Grænlendinga ómælda peninga i álitshnekki og leiöindum. Og það er spurning hvort þessi litli peningur, sem við setjum í landkynningu á hverju ári, þurrkast ekki út á einum degi við svona uppákomu. Við höfum, Ferðaskrifstofa ríkis- ins, og reyndar einhverjar fleiri ferðaskrifstofur, reikna ég með, aug- lýst þessar ferðir víða um heim og erum þess vegna skaðabótaskyldir ef við getum ekki staðið viö það. Síöan erum viö meö skaöabótakröfur á næsta aðila, í þessu tilviki Flug- leiðir, og þá er spumingin hvort Flugleiðir telji sig ekki eiga skaöa- bótakröf u á hendur hinu opinbera. Eg hef áhyggjur af því að þetta millibilsástand verði okkur svo dýrt að þaö komi til með að skaða þann verulega sem tekur við Grænlands- fluginu. Ferðaskrifstofur víða um heim era mjög næmar fyrir öllu svona. Þær vilja ekki taka neina áhættu þegar þær finna lykt af einhverju óöryggi. Klukkan gengur á okkur núna. Meöan afgerandi yfirlýsing kemur ekki frá hinu opinbera, að það sé búið að tryggja að allir farþegar sumars- ins fái sína ferð snurðulaust og það sé engin hætta á því að þetta fari niður, þá gengur klukkan. Og hver slátturerdýr,” sagðiKjartan. Hann sagði það ógæfusamt fyrir Islendinga gagnvart Grænlend- ingum ef mál þetta færi í hnút því eina tenging Grænlands við útlönd væri í gegnum Island. Þá leist Kjartani ekki á aö flugi til Narssarssuaq yrði sinnt með milli- lendingu í Kulusuk. Fjögurra daga ferð þangaö þyldi ekki að stór hluti heildarferöarinnar færi í ferðalag fram og til baka. Auk þess væri flug- völlurinn í Kulusuk einn sá frum- i stæðasti í veröldinni, bæði hvað varð- aði staðsetningu og alla umsjón í kringum hann. -KMU. TVj Iðnaöarhúsmu 28388 og 28580 Atlantik býður upp á þriggja vikna ferö til sólskinseyjarinnar Mallorka með sérkjörum. Verðið er í sérflokki og auk þess er barnaafslátturinn meiri en gengur og gerist. Ath. Hagstætt verð Ath. Hagstæðkjör Ath. 50% barnaafsláttur (allt upp í 16 ára) Það er ekki tilviljun að Mallorka skuli njóta þeirra vinsælda, sem raun ber vitni. Eyja- skeggjar kappkosta viö að gera dvöl ferða- manna, sem eyjuna heimsækja, sem ánægju- legasta. Atlantik býður sem fyrr upp á ákjósanlega að- stöðu fyrir fólk á öllum aldri. Ekki síst fyrir f jölskyldur með börn. Takmarkað sætaframboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.