Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1983, Page 12
12 DV. FIMMTUDAGUR14. JULl 1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖUVtlDLUN HF. Stjómarformaður ogútgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SlDUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Dulbúiö atvinnuleysi Tvær eru helztar forsendur þess, að ríkið á orkuver landsins, ýmist eitt sér eða með sveitarfélögum. önnur er sú, að virkjanir kosta mikla peninga, og hin, að orkuöflun er oft talin ein af ýmissi nauösynjaþjónustu hins opin- bera. Síðari forsendan gildir ekki í stóriðju. Það er einungis hinn mikli stofnkostnaður, sem veldur því, að ríkið er nánast eini innlendi aðilinn, sem hefur fengizt við stór- iðju, ýmist eitt sér eða í samlögum við útlenda aðila. Á síðustu árum hefur gætt tilhneigingar til að færa niður stærðarmörk verkefna, þar sem leitað er þátttöku ríkisins. Menn vilja, að ríkið borgi fyrir sig steinullar- ver, sykurver, graskögglaver og önnur vafasöm ver. Þetta er hættuleg braut. Opinber gjafmildi leiðir hæg- lega til, að stofnað er til rekstrar af ónógutilefni. Og síðan er hið opinbera látið kosta tapið með beinum og óbeinum fyrirgreiðslum, svo sem tollum og innflutningshöftum. Ríkið hefur smám saman orðið aðaleigandi Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Þar og raunar víðar eru smíðuð skip, sem ekki verður hægt að borga. Það er auðvitað ríkið, sem ábyrgist, að skipasmíðastöðvamar fái greitt. I rauninni er málsaðild ríkisins stuðningur við atvinnu á Akureyri. Einnig mætti orða þetta sem þátttöku í aö dulbúa atvinnuleysið á Akureyri á kostnað skattgreið- enda. Þjóðfélagið ræður við smávegis af slíku, en ekki mikið. Þannig er vaxin þátttaka ríksisins í atvinnurekstri um allt land. Sigló og Þormóður rammi eru að hluta dulbúið atvinnuleysi á Siglufirði. Rafha og Norðurstjarnan eru að hluta dulbúið atvinnuleysi í Hafnarfirði og Þörunga- vinnslan á Vestf jörðum. Allt eru þetta þó smámunir í samanburði við hinn skipulega og sjálfvirka ríkisrekstur á dulbúnu atvinnu- leysi í hinum hefðbundnu búgreinum kindakjöts og mjólkurafurða, er kostar þjóðina sem svarar nokkrum Kröfluverum á ári. Áratugum saman hefur aukizt þessi sókn í auð skatt- greiðenda í garöi hins opinbera. Vaxandi hluti atvinnu- lífsins hefur lagzt við hlið opinberrar þjónustu á herðar hins hluta atvinnulífsins, sem heldur uppi öllu bákninu. Samt eru þarfimar í opinberri þjónustu á borð við tryggingar og heilsugæzlu og skólahald svo miklar, að óráölegt er að bæta þar við ómagahópinn umtalsverðum hluta efnahagslífsins, þar sem verðmætin ættu að spretta upp. Við getum sagt, að hlutverk efnahagslífsins sé að búa til verðmæti og að hlutverk opinberrar þjónsutu sé að nota þau. öskynsamlegt er að auka þann þátt efnahags- lífsins, sem er dulbúið atvinnuleysi, raunveruleg byrði. Stuðningur ríkisins við sveitalíf, smábyggðir og marg- víslega óskhyggju í strjálbýli og þéttbýli getur hugsan- lega dregið úr tölum í atvinnuleysisskrám. En hann kemur líka í veg fyrir hagkvæmustu nýtingu vits og orku þjóðarinanr. Hefðu menn til dæmis ekki byr jað fyrr á fiskeldi og loð- dýrarækt, ef minna af opinberu fé hefði verið notað til að styðja starfsemi, sem er lítið annað en dulbúið atvinu- leysi? Hefðum við þá ekki meiri reynslu af arðbærum nýjungum? Þegar nú er f jallað um að draga úr umsvif um hins opin- bera í efnahagshfinu, er heppilegt að beina skurðarhnífn- um sérstaklega að þeim opinbera stuðningi við atvinnu- skort, sem felst í dulbúnu atvinnuleysi. Jónas Kristjánsson. A tvinnuleysi? Það er sagt aö ávallt séu að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli, og mun ekki ofmælt. Það skyldu þeir jafnan hafa í huga, sem þykjast hafa höndlað hinn eina sann- leika í einhverju máli. Aðrir kunna að líta öðruvísi á og hafa jafnrétt fyrir sér. Stundum erum við rækilega minnt á þetta. Fram koma jafnvel svo gjör- ólik atriði, að tæplega er von menn átti sig strax á að þar séu tvær hliöar á sama hlutnum. Fyrir fáum dögum dundu yfir okkur fréttir um þaö að atvinnuleysi hérlendis væri meira en undanfarin ár, meira að segja mun meira en í fyrra, sem hefði þó verið miklu verra en árin þar á undan. Vissulega er von að menn hrökkvi við, þegar slíkar fréttir birtast, svo rækilega sem bæði fyrrverandi og núverandi stjómvöld hafa svarið í bak og fyrir að gegn atvinnuleysis- vofunni myndu þau berjast meö öllum tiltækum vopnum meöan kraftar entust. Hvað er að ske? En — andartak. Það er rétt eins og mig minni að það séu ekki nema ör- fáir dagar í viðbót síðan það birtust aðrar fréttir í blöðum, að vísu ekki frá opinberum aðilum en fullgildum samt, aö íslensk framleiðslufyrir- tæki þyrftu aö flytja inn fólk erlendis frá til þess að vinna við fiskverkun, undirstööuatvinnuveg þjóðarinnar. Og ég veit ekki betur en bæöi þessi hörmungarár atvinnuleysis opin- berra forsjármanna hafi útlendingar unnið hringinn í kringum landið viö að tína hringorma úr fiskinum okkar og pakka honum inn í litfagrar umbúðir fyrir erlenda markaðinn. Nú spyr einn fáfróöur malarbúi — Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnf reðsson hvaö er eiginlega aö ske? Hvemig má það vera að yfir landslýð sé athugasemdalaust hellt fréttum af atvinnuleysisvofunni á fullri ferð á meðan viö þurfum erlent vinnuafl til þess að framleiða þær vörur sem allt stendur og fellur með? Skýringar kunna vafalaust að finnast og það margar, en ég efast um aö mér finn- ist nokkur þeirra fullgild — og hefi ég þó hliðarnar báðar í huga! Fyrir nokkrum árum helltist er- lent vinnuafl yfir Evrópu. Þaö var útskýrt á ýmsa vegu. I fyrsta lagi höföu múrar einangrunar verið rofn- ir, svo menn gátu leitað frá þeim löndum þar sem laun og lífskjör voru lökust þangað sem betra var að lifa. I öðm lagi jókst framleiðsla inríkj- anna hröðum skrefum, svo sífellt þurfti fleiri menn í vinnu. Og í þriöja lagi var það svo að fjöldi íbúa hinna vestrænu iðnríkja var einfaldlega orðinn of fínn til þess að vinna al- menn verkamannsstörf — eða taldi sig að minnsta kosti vera það. Þegar samdráttur varö aftur í atvinnu í þessum löndum komu afleiðingamar í ljós. Kynþáttafordómar, gífurlegt fjármagn í atvinnuleysisbætur og húsnæðisvandræði eru aðeins nokkur atriði þeirrar hörmungasögu. Nú veit ég vel að ekkert slíkt er að gerast hér. Hið erlenda verkafólk sem kemur til þess að rétta okkur hjálparhönd í fiskvinnslunni fer hljóölega út úr landinu eins og það kom inn í það, svo við losnum ábyggi- lega við verstu afleiðingarnar. En engu að síður er spumingin um það hvað sé að ske hér býsna áleitin, þegar sama málið hefur tvær svona gjöróh'kar hliðar. (ijiifc „Og ég veit ekki betur en bæði þessi w hörmungarár atvinnuleysis opinberra. forsjármanna hafi útlendingar unnið hringinn i kringum landið við að tína hringorma úr fiskin- umokkar. ..’ SNÍKJUDÝRA- Á það hefur verið bent að málgagn landsöluaflanna, Morgunblaðið, reri gegn útfærslu landhelglnnar árum saman. Sá andróður var vitanlega i fullu samræml vlð hugsjónir blaðs- ins, sem ganga út á sem mest frelsi handa útlendingum til að athafna sig á kostnað tslendinga. Það var stærsta stjéramálaflokki landsins mikil raun að þurfa að iáta undan þjóðinni í landhelgismálinu, þegar honum dugði ekki að hætta andstöðu sinni gegn útfærslu landhelginnar heldur var neyddur til að hafa for- göngu um útfærslu hennar í 200 mílur úr50. Landhelgi orkubúskaparins Engu að síöur má halda fram að Islendingar njóti ekki afla síns úr hafinu sem skyldi. Aflinn er yfirleitt seldur lítt unninn úr landi, og gróð- ann, sem útgerðarmenn hafa af fisk- inum á Ameríkumarkaði, mega þeir ekki flytja þaðan úr landi, svo hagn- aöurinn kemur í hlut bandaríska bankakerfisins. Nú prísum við okkur sæl með 200 mílumar, jafnvel þótt amerískir seilist með þessum hætti í vasa okkar. Og auövitað eru Kanam- ir ánægðir meö þetta líka, enda aldrei að vita hver mundi græða á ís- lenskum fiskimiðum, ef tslendingar sæju ekki sjálfir um að læsa gróðann í amerískum bönkum og hótelkeðj- um. Náttúruauðlind Islendinga númer, tvö er rafmagnið. A sínum tíma tókst morgunblaðsöflunum að koma því til leiðar að gróöinn af raforkunni er gefinn útlendum auðhring gegnum álverið í Straumsvík. Sagt er að mörgum finnist þetta ekki umtals- vert, enda er visst samræmi í því — úr því gróöinn af fiskinum er gefinn — að gefa útlendingum líka gróöann af rafmagninu. En nú hillir undir vatnaskil í landsölustefnu morgun- blaðsaflanna, þegar þeim dugir ekki lengur að gefa rafmagnið með þeim hætti sem veriö hefur, heldur vilja annars vegar gefa það í stærri skömmtum (stærra álver) og hins vegar gefa raforkuverin sjálf. Nú stendur reyndar hvergi í Morgunblaðinu að gefa eigi Lands- virkjun, heldur að rétt sé að selja kaupendum boðin svipuð vildarkjör og þegar Alusuisse fékk raforkuna, langt undir kostnaðarverði (sbr. regluna Vemdum frelsi eriendra auðmanna). Höfundar orkustefnu og stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins em nú þegar búnir að vefengja þá út- færslu orkulandhelginnar, sem Hjör- leifur Guttormsson reyndi að fram- kvæma. Með þessu hafa sjálfstæðis- menn svívirt minningu gamals for- Kjallarinn Ámi Sigurjónsson hana. Smáfyrirtæki skortir bolmagn til að kaupa Landsvirkjun, ef hún er föl. Hér er þess vegna sýnilega ste&it að því að selja hana eriendum auðmönnum. Kannski kaupir Alu- suisse íslensku vatnsorkuverin, kannski amerískar hótelkeðjur, kannski einhver olíusjeik. Engum sögum fer af veröinu. En hvert mannsbam veit að álsamningarnir hafa leitt til langtíma tapreksturs á orkuverunum, þrátt fyrir örar raf- magnsverðhækkanir til almennings. Þess vegna verða væntanlegum Kjallarinn BirgirBjöm Sigurjónsson ingja síns, Jóns Þorlákssonar, sem var mikill frjálshyggjusinni en ekki sá afglapi aö vilja hleypa erlendum auðhringum í íslensku fossana. Það er kaldhæðnislegt aö forstjóri sviss- neska álversins er meira að segja einn af upphafsmönnum nýrrar stofnunar, sem kennd er við Jón Þor- láksson. Landsölustefnuna má setja upp í eftirfarandi þríliðu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.