Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Qupperneq 14
14 DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984. IMauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á m.b. Erling KE—45, þingl. eign Salt- vers hf., fer fram við skipið sjálft í Njarövíkurhöfn aö kröfu Byggða- sjóðs og Gests Jónssonar hrl. fimmtudaginn 1.3. 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Njarövik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Ægisgötu 39 í Vogum, þingl. eign Péturs G. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl. miövikudaginn 29.2.1984 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Heiðargerði 11 í Vogum, þingl. eign Viggós Hólms Valgarössonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Vatnsleysustrandarhrepps miðvikudaginn 29.2.1984 kl. 15.15. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Ægisgötu 33 í Vogum, þingl. eign Ragnars Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Hafnarf jaröarbæjar miðvikudaginn 29.2.1984 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Ægisgötu 43 í Vogum, þingl. eign Jóhanns Óskars Guðjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 29.2.1984 kl. 16.15. Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á m.b. Hergilsey NK—38, þingl. eign Kristins Guðmundssonar, fer fram við bátinn sjálfán í Sandgerðis- höfn að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á fasteigninni Brekkustíg 2 í Sandgerði, þingl. eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Steingríms Eirikssonar hdl., Landsbanka Islands, innheimtumanns ríkissjóös og Veðdeildar Landsbanka Islands föstudaginn 2.3.1984 kl. 14.00. Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á fasteigninni Brekkustíg 20, efri hæð, í Sandgerði, þingl. eign Marks Kristjáns Brink, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og inn- heimtumanns ríkissjóðs föstudaginn 2.3.1984 kl. 14.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lbl. á m.b. Dagfara ÞH—70, þingl. eign Ut- geröarfélagsins Njarðar hf. í Sandgerði, fer fram við skipið sjálft í Sandgerðishöfn að kröfu Páls H. Pálssonar hrl. og innheimtumanns ríkissjóðs fimmtudaginn 1.3.1984 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Brekkustíg 20, neðri hæö, í Sandgerði, þingl. eign Ingu Magnúsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Tryggingastofnunar ríkisins föstudaginn 2.3. 1984 kl. 14.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 109. tölublaði Lögbirtingablaösins 1983 á eigninni Skaftafelli II, Seltjarnarnesi, þingl. eign d.b. Ingimundar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavikur og nágr. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1. mars 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Seltjamarnesi. Ritvólin sótt. Kristján Bersi Ólafsson skóiameistari fær ekki að gert. HAFNARFJARÐAR BRANDARI Á bókasafni Flensborgarskólans hefur veriö í notkun gömul ritvél (sem áöur var notuð árum saman viö kennslu í vélritun). Snemma á ári 1983 var taliö augljóst aö umrædd vél var aö syngja sitt síöasta enda margsend í viögerö og var ákveöiö aö ekki yröi hjá því komist aðkaupa nýja vél. 27. apríl 1983 skrifar bókasafnsvörö- ur skólans fræðsluráði Hafnarfjarðar bréf þar sem hann útskýrir málið og mælir meö kaupum á ákveöinni tegund vélar sem talin er mjög heppileg fyrir söfn. Var bréfiö ljósritað og afhent fræðsluráösmönnum. Ekkert var gert í málinu. I september 1983 var vélin oröin ónothæf meö öllu og hefur ekki veriö unnt aö skrá bækur síðan, en þær hrannast upp. Má benda á það aö auk. bókavaröar vinna á safninu 6 nemendur, alls 30 kennslustundir á viku, og hefur lítið veriö fyrir þá aö gera aö undanfömu vegna ritvélar- leysis. 12. október 1983 var lagt fyrir fræösluráö Hafnarfjaröar beiöni frá stjóm skólans um aukafjárveitingu, bæöi vegna þess hve ódrjúg fjárveiting síðasta árs haföi reynst til kaupa á nauðsynlegustu kennslugögnum, og til þess aö kaupa nýja ritvél handa bóka- safninu, samtals aö upphæö 80 þús. kr. (60 þús. fyrir ritvélina). Fræösluráö f jallaöi um beiðnina og sýndi ákveöinn skilning á málinu en taldi vonlaust aö slík fjárveiting fengist. Síöan var bent á aö undirbúningur við gerö f járhags- áætlunar bæjarins 1984 væri þegar hafinn og þar meö réttara aö slíkar óskir kæmu þar fram. Fræðslustjóri og skólameistari Flensborgarskólans vom síðan beönir um aö leita bráöa- birgöalausnar vegna ritvélar til safnsins. Sú jausn fannst hins vegar aldrei. I umræöum um málið í fræösluráöi á þessum tíma var samþykkt aö kaupa ritvél snemma á næsta ári og haft á Menning Menning Menning Þegar kennarinn tog- ar í listamanninn Tónleikar Mós Magnússonar tenórs í Gamla blói 22. ffebrúar. Við píanóiö, Ólafur Vignir Albertsson. Á effnisskrá: Aríur efftir Girolamo Frescobaldi, Giulio Caccini, Giacomo Carissimi, Alessandro Scarlatti, Antonio Caldara, Giuseppe Giordani, Gaetano Donizetti, Giuseppe Verdi, Giacomo Puccini, Umberto Giordano, Carl Maria von Weber, Richard Wagner. Uppgangi Islensku óperunnar fylgdi einn, aöeins einn, en mikill ókostur. Okkar dugmikla einsöngvaraliö lagði alla sína krafta í ópemna og önnur söngræn uinsvif nærri koönuðu niður. Þessu veitir maður ekki eftirtekt fyrr en fariö er aö gjóa augum á ársyfirlit og bera saman árin. En þá sést h'ka aö eftir aö óperustarf færöist hér í fastar skoröur, tók nærri fyrir ljóöakvöld og ýmsa aöra söngtónleika, sem höföu veriö alláberandi þáttur í músíklífinu næstu misserin þar á undan. Athugun sýnir einnig aö buröarásar óperunnar höföu verið hvaö atkvæðamestir í sönglífinu fyrir stofnunina svo aö niðurstööur teljast síður en svo óeðlilegar. Þögn- in, sem ríkt hefur á þessu tímabili er, vænti ég, aöeins millibilsástand og ýmislegt bendir reyndar til þess aö lifna taki á ný þar sem áfram er haldið af krafti aö framleiða dugandi söngvara viö söngmenntastofnanir okkar. Allt vel þekkt Már Magnússon er einn af þeim dugmiklu söngmönnum sem helgað hafa sig kennslu og unnið á þeim vettvangi merkilegt starf. Sést þaö best á því aö nemendur hans hafa Tónlist Eyjólfur Melsted komist aö í framhaldsnám hjá ásetn- um og f rægum kennurum við erlenda tónlistarháskóla. Kennsla er fullt og alvarlegt starf, og því veröur söng- kennari, sem ætlar að syngja kon- sert, aö verja til undirbúnings honum sínum nauma frítíma. En eftir efnisskránni aö dæma er eins og Már hafi haft allan heimsins tíma aö undanförnu sem ég veit þó aö ekki er rétt. Viðamikil var hún og hvert ein- asta atriði hennar vel þekkt. Már var því síður en svo að skýla sér á bak viö músík, sem áheyrendur hans þekkja illa, heldur kyr jaði hann fyrir mannskapinn aríur sem flestir þekkja allvel, sumir út og inn. Aö góöum og gömlum siö raöaði hann verkefnunum í tímaröð, hinum elstu fyrst og síðan koll af kolli. Öðrum fordæmi Heldur þótti mér Már fara varfærnislega að hlutunum. Það var eins og hann þyrði ekki aö beita sér aö fullu. Hann söng aöeins með hluta af sínum eölilega raddstyrk og hirti ekki einu sinni um aö nýta sér sína eðlislægu, leikrænu hæfileika. Þarna togaði kennarinn um of í listamann- inn því aö meira aö segja hans skýri og nákvæmi textaframburður varð á köflum allt aö því ýktur og ofskýr. — Olafur Vignir vann sitt verk, eins og ævinlega, óaöfinnanlega. Olafur speglar jafnan vilja og huga meöflytjandans í sólóhlutverkinu. Hann spilar varfæmislega og hlut- laust ef sólistinn gerir svo, en kveikir líka bál um leiö og einn neisti er sleg- inn. Aö gera svo viðamikilli efnis- skrá viöunandi skil er afrek út af fyrir sig og vunandi verður framtak Más öörum söngvurum fordæmi þannig aö söngdeyföin utan óperunn- ar fái ekki lengur aö ríkja. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.