Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984. STÖRF í LONDON 1 I ~ 1. Starfskraftur óskast til starfa við íslenska versl- un í London. Um er að ræða kynningu og sölu á íslenskum ullarvörum og fleiru. 2. Starfskraftur óskast til starfa við íslenska um- boðs- og fyrirgreiðsluskrifstofu í London, ásamt verslunarstörfum. Æskileg reynsla við ferða- skrifstofustörf eða annað hliðstætt. Hér er um að ræða fyrirtæki sem mun hefja rekstur í apríl nk. Krafist er góðrar enskukunnáttu, góðrar framkomu, heiðarleika og annars þess sem varðar góða landkynningu. Störf þessi eru bundin við að viðkomandi sé ekki yngri en 22 ára. Upplýsingar með nafni, heimilisfangi, aldri, menntun og fyrri störfum leggist inn á augldeild DV, Þverholti 11, fyrir 10. mars nk. merkt „STARF í LONDON" (r \ IFJOÐRIN I í fararbroddi 0 D D D D D D D D D D rv NÝKOMIN STYRKTARBLÖÐ í FJAÐRIR Vegna mjög hagstæðra innkaupa eigum við hljóðkúta og púströr í flestar gerðir bifreiða sem þýðir lækkun frá þvi sem áður var. Framleiðum eingöngu úr álseruðu efni sem gefur mun meiri endingu. D D \ D D fli D; 0 D: I . ^ ,,AUt á toppinn Bílavörubúoin Skeifunni 2 FJÖÐRIN 82944 ■ ■ 1 Púströraverkstæói 83466 /Jjfc SKOVERSLUN ÞÚRÐAR PÉTURSSONAR Nr. 28-33kr. 494,- Nr. 34-39kr. 546,- Nr. 40-45kr. 598,- Kirkjustræti 8 — sími 14181. Laugavegi 95 — simi 13570. Per-Olof Johnson. Leikiö á gamla sænska sekkjapípu. ÞiÓÐLEGT 0G ALÞJÓÐLEGT Nýjar sænskar hljómplötur Maurice Karkoff — Vokal — och Kammar- musik Iróne Mannheimer, ptanó, Margareta Hallin, sópran, Rolf Lindblom, píanó, Oscars Motettkör, Stjórnandi: Torsten Nilsson Hljómsveit Kungliga Hovkapellet, stjórnandi Kjell Ingebretsen Caprice CAP 1189 Per-Olof Johnson, gitarleikari Tónlist eftir Hilding Hallnas, Johan Helmich Roman og Per-Olof Johnson Caprice 1236 Folkmusik í Sverigo: Drillarhorn och knaver- harpa Caprice CAP1233 Umboð á íslandi: Fálkinn Maurice Karkoff er sænskt tón- skáld sem lengi hefur starfað á jöörum tónlistarlífs í landi sínu. Ekki svo aö skilja aö Karkoff hafi veriö utangarðsmaður, heldur hefur hann á löngum ferli sínum gætt þess aö ánetjast ekki einum stíl eöa „skóla” í nútimatónlist. Hefur hann þess í staö dregiö aö sér áhrif úr ýmsum áttum og mótaö úr þeim sin- ar sérstöku tónsmíðar. Nýlega kom út hljómplata meö nokkrum þekkt- ustu verkum Karkoffs, bæöi fyrir rödd og kammersveitir, og gefur hún tilefni til frekari umf jöllunar um tón- skáldiö. Karkoff fæddist árið 1927 í Stokkhólmi, nam tónsmíöar hjá Karl-Birger Blomdahl og pianóleik hjá Olof Wibergh og lauk námi í píanóleik áriö 1951. Síðar gekk hann til læris hjá tónskáldum, sem viröast afar ólík innbyrðis, Vagn Holmboe, André Jolivet, Hans Holewa, ásamt fleirum, skrifaöi tónlistargagnrýni í Stokkhólmi og kenndi tónsmíöar. Á þeim tíma samdi Karkoff fjölda verka og í dag eru ópusar hans 152 talsins, þ.á.m. 9 sinfóniur, 30 hljóm- sveitarverk og ca 150 sönglög. Með austurfensku yfirbragði Þótt ekki sé auðvelt aö feðra tón- list Karkoffs í tónlistarsögulegum skilningi þá er hægt aö lýsa henni. Sérkenni hennar liggja m.a. í ljóö- rænum undirtón, sem margir vilja rekja til norrænnar tónlistarheföar, en fær á stundum á sig austurlenskt yfirbragö, jafnvel slavneskt. Þó er e.t.v. ekki úr vegi aö kenna Karkoff viö miðevrópskan, helst franskan, expressjónisma. Tónsmíöar hans eru samt ekki „atónal” heldur „frí- tónal”, svo aö notuð séu tónlistar- fræöileg hugtök, og í seinni tíö er aö finna í þeim aukna festu sem er í ætt viö nýklassík. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson En umfram allt fer Karkoff eigin leiðir eins og endranær, semur þaö „sem liggur mér á hjarta”, eins og hann sjálfur lýsir tónlistariðkun sinni. Fordómaleysi hans hefur boriö ávöxt í þeim fjölbreytilegu verkum sem finna má á hinni nýju plötu hans. Hann semur lög viö fábrotnar ljóðlínur Párs Lagerkvist, háfleyg ljóð Tagores og erótíska hendingu úr Ljóðaljóðum, tregablandiö rekvíem yfir fómarlömb nasista — allt af ein- stöku öryggi. Þessi tónlist er túlkuö af einvalaliöi sænskra tónlistar- manna. Grand old man Eg hef áður rætt um mikinn upp- gang og velgengni sænskra gítarleik- ara, Göran Söllscher og fleiri. Því er mér sérstök ánægja aö hafa undir höndum hljómplötu með leik „grand old man” sænska gítarsins,Per-01of Johnson. Johnson fæddist áriö 1928 og hefur fyrst og fremst helgaö sig kennslu á hljóöfæri sitt, innan Sví- þjóöar sem utan. Gegndi hann um tíma prófessorsembætti í gítarleik á þremur stööum, í Malmö, Kaup- mannahöfn og Basel í Svisslandi. Um tíma voru horfur á aö Svíar mundu missa þennan mikla pedagóg alveg til Vínarborgar og þá var í skvndi búiö til fyrir hann sérstakt prófessorsembætti í Malmö. Á tveimur fyrri hljómplötum sín- um lék Johnson bæði klassíska gítar- tónlist og nýja, en í þetta sinn ein- skoröar hann sig viö sænska tónlist. Eftir Hallnás leikur hann „Strengja- spil” (1975), sem er lausbeisluö og ljóöræn stemma, einhvers staöar mitt á milli draums og veruleika, en þó skýrt formuð. Tónlist Brittens kemur upp í hugann við áheym verksins. Púkablístrur og Harðangursfiðla Johann Helmich Roman sem lést 1758 var eitt afkastamesta tónskáld Svía fyrr á tímum. Helmich samdi býsn af „assaggi” eöa tilraunatónlist fyrir einleiksfiðlu, og eitt slíkt verk tók Johnson og útsetti fyrir gítar af sinni venjulegu snilld. Og loks leitar gítarsnillingurinn til ástsælasta tón- smiös Svía fyrr og síöar, Bellmans, og semur langa svítu, yndislega áheymar, í kringum nokkur þekkt- ustu lög hans, þ.ám. Mowitz bláste en konsert”, „Likdom en herdinna” og, .Solen glimmar blank och trind”. Loks langar mig að vekja athygli á röð hljómplatna sem Caprice hefur gefiö út á undanfömum árum og nefn- ir „Folkliga musikinnstrument í Norden”, og er eins konar tónlistar- saga. Grafnar hafa veriö upp gamlar melódíur, sönglög og vísur og eru þær leiknar inn á hljómplötur á upprunaleg hljóöfæri. A þeirri plötu, sem hér er til umræöu, er leikiö á allt mögulegt, frá púkablistru til Harö- angursfiðlu. AI Olyri^pia compact Rafeindaritvél í takt við tímann Hraði, nákvœmni og ýtrasta nýtni á skrifstofurými. Vél fyrir þá sem gera kröfur um afköst og hagkvœmni ekki síður en heilsusamlegan og hljóðlátan vinnustað. Prenthjólið skilar áferðarfallegri og hreinni skrift. Leiðréttingarminnið hefur 46 stafi. Pappírsfœrslu og dálkasetningu er stjómað án pess að fœra hendur af lyklaborði. Endurstaðsetning, leturpétting og ýmsar leturgerðir. KJARAIM ÁRMUL1 22 - REYKJAVlK - SlMI 83022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.