Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1984, Blaðsíða 27
DV MÁNUDAGUR 27. FEBRUAR1984 íþróttir Iþróttir íþrótt Markahátíð í Watford Það var sannkölluö markahátíð þegar „spútnik”liöin þessa stundina í Englandi, Watford og Everton, mættust á Vicrage Road í Watford. Þau skiptu bróöurlega með sér átta mörkum í 4—4 jafntefli. Það leit nú samt ekki út fyrir það að afloknum f.h. — því þá leiddi Watford 1—0, meö marki blökkumannsins knáa John Bames — að sjö mörk myndu fylgja í kjölfarið í s.h. Strax í upphafi hálf- leiksins jafnaði Graeme Sharp með skalla eftir homspyrnu frá Peter Reid. Aðeins örfáum mínútum síðar náöi Watford forystunni að nýju meö enn einu marki Skotans Maurice Johnston en Andy Gray jafnaöi metin um miðjan s.h. með marki af stuttu færi, eftir aukaspyrnu frá Peter Reid. John Barnes náði forystunni enn á ný fyrir heimamenn og Wilf Rostron bætti fjórða markinu við eftir sendingu frá Nigel Callaghan. Sigur heimamanna virtist í höfn en það var nú öðru nær. Greame Sharp minnkaöi muninn með öðru marki sínu í leiknum og á loka- mínútunum sótti Everton stíft aö marki Watford og reyndi að knýja fram jafntefli, sem og tókst á síðustu mínútu leiksins þegar Adrian Heath skoraði eftir að Alan Irvine hafði sent góða sendingu fyrir markið. Að leik loknum klöppuöu áhorfendur leik- mönnum beggja liöa lof í lófa fyrir frá- bæra skemmtun. Besti ieikur á Anfield Road í vetur Það var samdóma álit fréttamanna sem voru á leik Liverpool og QPR á Anfield Road að leikurinn hefði verið sá best leikni sem þar hefur verið í 1. deild á þessu leiktímabili. Bæði lið léku stórskemmtilega knattspyrnu og leik- menn QPR gerðu allt jafnvel og leik- menn Liverpool í leiknum nema það sem öllu máli skiptir, að skora mörk. Það var markamaskínan Ian Rush sem skoraði fyrra markið í leiknum strax á 8. mínútu og var skemmtilega að því unnið. Mike Robinson sendi þá knöttinn til Rush sem lék snyrtilega á John Gregory og sendi síðan þrumu- fleyg út við stöng, óverjandi fyrir Peter Hucker í markinu. Ian Rush þakkaði síöan Robinson greiðann fyrr í leiknum meö því að leggja upp annaö markið fyrir Robinson á 54. mínútu. Eftir þetta þurfti Bruce Grobbelaar nokkrum sinnum aö taka á honum stóra sínum til þess að koma í veg fýrir mörk. Á síðustu mínútu leiksins fékk Liverpool síðan dæmda vítaspymu. Peter Hucker gerði sér h'tið fyrir og varði spymuna frá Phil Neal með tilþrifum. Vítaspyman var dæmd þegar Greame Souness, besta manni vallarins, var brugöið innan vítateigs. Kevin Moran tryggði Man. Utd. sigur Kevin Moran, miðvörðurinn sterki hjá Manchester United, var hetja hðs síns þegar það lagði Sunderland að velli á Old Trafford, 2—1. Það leit samt ekki vel út í byrjun fyrir heimamenn því Sunderland náði forystunni með marki Lee Chapman á 15. mínútu eftir að Shaun EUiott hafði átt stungusend- ingu inn fyrir vörn United. Man. Utd. tókst loks á 41. mín. að jafna metin eftir þunga sókn, en þá skahaði Kevin Moran í netið eftir homspyrnu Arnold Miihren og staöan því 1—1 í hálfleik. Strax í upphafi s.h. fékk United horn- spymu sem Ray Wilkins framkvæmdi, sendi vel fyrir markið og þar nikkaði Frank Stapleton knettinum áfram fyrir markiö og Kevin Moran kom á fuUri ferö og „hamraði” knöttinn í netið meö hausnum, algerlega óverj- andi fyrir Chris Tumer í markinu. Eftir þetta þurfti Tumer að verja tVívegis mjög vel frá Norman White- side en hinum megin á veUinum átti Gary BaUey einn af sínum allra náðug- ustu dögum í öruggari sigri United en markatalan gefur til kynna. Öruggir sigrar IMorwich og Southampton AUt gengur nú á afturfótunum hjá West Ham. Þeir töpuðu sínum þriðja leik á einni vUtu þegar þeir heimsóttu Norwich City á Carrow Road. Norwich hafði umtalsverða yfirburði í leiknum og var það aðeins stórgóð markvarsla Phil Parkes sem kom í veg fyrir enn stærri sigur heimahðsins, en það sigraði aðeins 1—0 í leiknum. Parkes varði á sniUdarlegan hátt þrumuskot frá John Deehan frá markteig á 30. mínúiu. Eina mark leiksins skoraði John Deehan á 70. minútu eftir að Mick Channon hafði lagt knöttinn fyrir fætur hans. West Ham lék enn sem fyrr án nokkurra lykUmanna sinna og munar þar mest um Alan Devonshire sem verður ekki tilbúinn í slaginn aö nýju fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mars. TaUð er nú nær öruggt að Steve WiUi- ams muni verða valinn í byrjunarlið enska landsliðsins gegn Frökkum á miðvikudaginn eftir frábæran leik meö Southampton gegn Luton á „The DeU” þar sem Bobby Robson, einvaldur enska landsliðsins, var meðal áhorf- enda. WiUiams lagði upp fyrsta mark leiksins sem annar „kandidat” í enska landsliðið, Mark Wright, skoraði á 31. mínútu. Var þetta fyrsta mark Wright á leiktímabUinu. Dave Armstrong bætti öðru marki við, einnig með skaUa, en nú eftir hornspymu á 45. mínútu. Mal Donaghy tókst að minnka muninn fyrir Luton á síðustu mínútu leiksins. ■ En úrsUt leiksins sögðu ekkert um gang hans, því Southampt- on hafði mikla yfirburði mestallan leikinn og átti Frank Worthington m.a. skot í þverslá og bjargað var á mark- línu skoti frá Steve Moran. Staða Úlfanna og Notts County að verða vonlaus Staða MiðlandaUðanna Wolves og Notts County fer að verða ískyggileg á botni fyrstu deildar eftir að þau töpuðu leikjum sínum á laugardaginn. Það var mikUvægur botnbaráttuleikur þegar Stoke City og Notts County átt- ust við á Victoria Ground. Stoke sigraöi í leiknum með marki Mark Chamberlain í fyrri hálfleik og getur mark þetta orðið Uðinu mikilvægt þegar upp verður staðið í faUbarátt- unniívor. Ulfarnir áttu ekki möguleika í leik sínum gegn Aston VUla á ViUa Park. Aston ViUa lék mjög vel í leiknum og voru Ulfamir heppnir að fá ekki fleiri mörk á sig. Það var gamla kempan Peter Withe sem skoraði fyrsta mark Aston VUla í f.h., Paul Birtch bætti öðru markinu við í upphafi s.h., Withe þvi þriðja — og öðm marki sínu í leikn- um — og Mark Walters því fjórða undir lokin. Óvæntur skellur Tottenham Tottenham tapaði óvænt fyrir Birmingham City þegar Uðin mættust á White Hart Lane í Lundúnum. Það var Mick Harford sem skoraði sigur- mark Birmingham í upphafi síðari háUleiks. Hefur Birmingham nú leikið átta leiki í röðán taps. Enn syrtir í áUnn hjá Ipswich. Liðið tapaði nú f jórða leik sínum í röð á úti- veUi þegar það lék gegn Leicester City á Filbert Street. Það var Alan Smith sem náði forystunni fyrir Leicester í fyrri hálfleik og John O’NeUl bætti öðru markinu við í þeim síðari. Nicky Cross náði forystunni fyrir West Brom- wich Albion gegn Coventry City á The Hawthoms, heimaveUi Albion, í byrjun síðari hálfleiks en Terry Gibson jafnaöi fyrir Coventry skömmu síðar. Sheff. Wednesday og Chelsea eru nú efst í 2. deild Sheffield Wednesday er nú efst í 2. deild ásamt Chelsea, eftir að hafa sigrað Brighton á heimaveUi sínum, „HUlsborough”. Það voru þeir Gary Bannister og Imre Varadi sem skoruðu mörk Wednesday í leiknum. Chelsea varð að sætta sig við jafntefU gegn CarUsle á Stamford Bridge í Lundún- um og var Lundúnaliöiö óheppið aö hljóta ekki bæði stigin í leiknum og var t.d. mark dæmt af Kerry Dbcon, sem þótti meira en lítið furðulegur dómur. Grimsby Town hefur komið mjög á óvart í vetur í 2. deildinni og er nú í 3. sæti í deUdinni. Þeir sigmðu Crystal Palaee á SeUiurst Park með marki Tony Ford. Newcastle vann auðveldan sigur á Cardiff á St. James Park. Það var Chris Waddle sem skoraði fyrsta markið fyrir Newcastle en Kevin Keegan bætti síðan tveim mörkum við, öðru úr vítaspyrnu. Það var sögulegur leikur á Craven Cottage þegar Fulham lék gegn Shrewsbury því í leiknum misnotaði Paul Carr tvær vítaspyrnur fyrir Fulham í f.h., en það kom ekki að sök þar sem heimamenn skoruðu þrívegis í síöari hálfleik. Þeir Dean Coney, Rosenior og Gary Stevens með sjálfsmark sáu um mörkin. Portsmouth vann góöan sigur gegn neðsta liðinu í 2. deild, Cambridge United, á Abbey Stadium (3—1). Það voru þeir Mark Heatley, sem skoraði tvívegis, og Aian BUey sem skoruðu mörk suðurstrandarliösins. Swansea City vann sigur aldrei þessu vant. Þeir sigruðu Charlton á Vetch Field 1—0 með marki CoUn Pascoe í fyrri hálfleik. Hefur Charlton gefið mikið eftir að undanfömu eftir gott gengi meginhluta vetrar. SE OPGL KAÐGTT 1984 Opel Kadett 1984 hefur vakiö svo mikla athygli, að fyrsta sendingin hingað er nærri uppseld. Ástæðan er einföld. Opel Kadett samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru til fyrsta flokks fjölskyldubíla. Hann sameinar vestur-þýska vand- virkni, tækniþekkingu og reynslu. Sparneytni, lipurð, öryggi og kraftur. Kadett. Bensínnotkun 6,5 lítrar á hverjum 100 kílómetrum í blönduðum akstri. Verð frá 272,000 Sex ára ryðvarnarábyrgð. (miðað við gengi 16.2.1984) BIFREIBADIILD SAMBANDSINS HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM GM & OPEL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.