Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1984, Page 6
» o/> ► ♦ » ■» m * r rjTT *"> * m T’íif/T un DV. MÁNUDAGUR14. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Forráðamenn Grænmetisverslunarinnar leggjast gegn frjálsum innflutningi á kartöflum: SEGIA FRJÁLSANINNFUITN- ING EKKIAUKA VÖRUGÆÐIN — og f ullyrða að innlendri f ramleiðslu yrði stef nt í voða Það má seg ja að þaö hafi verið nokk- uö spaugilegt þegar Grænmetis- verðslunin boðaði fréttamenn á sinn fund í síðustu viku. Þeir fréttamenn sem gengu af þeim fundi voru líklega sannfæröir um aö GV væri tíma- skekkja eins og formaöur Neytenda- samtakanna sagði nýlega. Tilgangur þessarar boðunar var aö kynna fréttamönnum starfsemi GV og aö reyna að hvítþvo sig af þvi regin- hneyksli sem hefur átt sér stað með innflutningi finnsku kartaflnanna. A þennan fund var mættur hluti af stjómarmönnum GV. Það voru þeir Gunnlaugur Bjömsson, forstjóri GV, Ingi Tryggvason, formaður stjórnar GV, Agnar Guðnason blaðafulltrúi, Gísli Gunnarsson á Hálsi og Eiríkur Sigfússon kartöflubóndi. Það var kannski tilviljun aö þennan sama dag dundu í útvarpi alian daginn auglýsingar þar sem neytendur voru hvattir til að geyma kartöflur í kæli og kanna vel hver pökkunardagur kart- aflnanna væri þegar þær væru keyptar í verslunum. Þetta er aö sjálfsögöu góðra gjalda vert að GV skuli koma meö gagnlegar upplýsingar til neyt- enda, en þær hafa því miður verið af skomum skammti í gegnum tíðina, jafnvel þó að stjórnarmennirnir hafi reynt að fullvissa fréttamennina um að GV væri fyrst og fremst í þágu neyt- enda og tilgangurinn væri að veita neytendum ætíö þá bestu þjónustu sem völværiá. Frjáls innflutningur á grænmeti og kartöflum Það er nú orðið ljóst að mikill áhugi er orðinn fyrir því að innflutningur á grænmeti, aö meðtöldum kartöflum, veröi gefinn frjáls og þeirri einokun sem GV hefur haft á þessum inn- flutningi verði aflétt. Fyrir þingi liggur frumvarp þar sem gert er ráð fyrir aö innflutningur verði gefinn frjáls, en aðeins á þeim tíma sem innlend gæða- framleiðsla annar ekki eftirspum. Nú undanfarið hafa fjölmargir aðilar sótt um leyfi til aö flytja inn kartöflur. Ekki hefur verið ákveðið enn hvort þessum aðilum verði heimilaður innflutningur en sjálfur forsætisráðherrann hefur látið hafa eftir sér að þessi leyfi veröi veitt. Fyrir frjálsum innflutningi vú-tist vera lítill áhugi og skilningur meðal forráðamanna GV. „Grænmetisverslunin veitir mjög góöa þjónustu og við höfum engan áhuga á að öörum veröi gefið leyfi til að flytja inn kartöflur á meðan GV get- ur boðið upp á góða þjónustu. Ef inn- flutningur yrði gefinn frjáls myndi verð þeirra líklega hækka og tel ég að slíkur innflutningur yröi mjög hættu- Orðsending! til þeirra sem vilja mikið fyrir lítið: | i i - lipur, fjölhæf og lágvær. Leturhiói, leiðréttingarminni og aðrir mikilvægir kostir ásamt stílhreinni hönnun skapa í sameiningu einstaka ritvél sem alls staðar nýtur sín. Hverfisgölu 33 — Simi 20560 — Pösfhólf 377 Messaqe -ánægjuleg orðsending, ekki satt? kr. 23.400.- Hér er verið að skoða kartöflur sem voru á færibandi sem fiytur þær að pökkunarvéiinni. Þessar kartöfiur voru ákafiega vel úth'tandi og voru i engu samræmi við þær kartöfiur sem neytendur hafa haft á borðum sinum undanfarið. legur fyrir framleiðsluna innanlands,” sagði Ingi Tryggvason, formaöur stjómar GV. Hann sagði reyndar aö þaö væri ekki í höndum GV að ákveða hvort innflutningur yrði gefinn frjáls, það væri alfarið ríkisstjómarinnar að ákveða slíkt enda hefði hún einkaleyfi ásölugrænmetis. Þeir fullyrtu að gæði grænmetis myndu ekki aukast viö það aö gefa inn- flutninginn frjálsan og verð á græn- meti myndi við það örugglega hækka. Einnig væri ógjörningur að hafa stjórn á slíkum innflutnmgi án þess að þaö bitnaði á innlendum framleiðendum. Mikið aðhald Þó svo að á hverju ári séu hér lélegar og skemmdar kartöflur á markaðinum telja forráðamenn GV að þeir fái mikið aöhald frá m.a. fjölmiðlum sem fjalla gjarnan um þá óánægju sem ríkir gjaman meö þessi viðskipti GV. En að flestra áliti sem vit hafa á viðskiptum fæst ekki aðhald fyrr en fleiri en einn aðili taka þátt í sölu tiltekinnar vöru. Með því gefst neytandanum möguleiki á að velja á milli og gefst kostur á að hafna þeirri vöru sem ekki uppfyllir þær gæöakröfur sem neytandinn gerir. Lítill skilningur virtist vera á þessu meðal forráðamanna GV. Þó mátti heyra raddir um að hugsanlegt væri að GV gæti boðið upp á fleiri mismunandi tegundir samtímis. En miklar kvaðir hafa verið á GV að hafa kartöflumar sem ódýrastar vegna þess hve mikiö vægi þeirri hefur verið í vísitölunni. En því miður er ekki nóg að vera með ódýrar, niðurgreiddar kartöflur á markaðinum. Þær verða einnig að hafa einhver gæði og era nú neytendur kasta miklum hluta kartaflnanna i raslið. Lélegar geymslur hjá kaupmönnum GV harmar þau mistök að neytendur hafa fengið í hendur gallaðar kartöfl- ur. Geymsluþol kartaflnanna frá Finn- landi sé takmarkað og því mikilvægt að sem stystur tími líði milli pökkunar og neyslu. Þetta eru þarfar uppiýsing- ar til neytenda. GV menn voru spurðir hvort ekki mætti bæta dreifingu kart- afina i verslanir og auka tíðni út- keyrslna til kaupmanna. Það var lítið um svör og var svo að skilja að það fyrirkomulag sem nú væri í gildi væri fullnægjandi. Þeir gagnrýndu hins vegar kaupmenn harðlega fyrir það aö geymslur þeirra í verslunum væru ekki fullnægjandi. Þeir nefndu dæmi um að hitastig í kartöflum sem vora endursendar frá einni verslun hefði verið 22 gráöur og dæmi væri um að kartöflur væra geymdar við miðstöövarofna í verslunum. Það er full ástæöa til að trúa því aö þarna sé pottur brotinn. En hvers vegna reynir GV ekki að hafa áhrif á þessi mál? Þeir vora spurðir hvort ekki væri hægt að fara fram á að kaupmenn geymdu kartöflurnar í kæli eöa á köldum stað. Því var svarað á þann veg að þá yrðu kaupmennimir líklega snarbrjálaðir. 200 tonn skemmd Þó svo að forráöamenn hafi reynt að koma skuldinni yfir á kaupmenn er ljóst að sökin liggur annars staðar. Fyrir utan þau 50 tonn sem varð að kasta vegna hringrots veröur aö kasta ööram 200 tonnum vegna skemmda. Mögulegt er að hluti af þessu verði ' fjeWtir-til“þeirra *framlei6enda sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.