Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur ÞURRKUN Á ÞVOTTI Til er þvottur sem er þaö laust ofinn eða prjónaður aö nauðsynlegt er að láta hann liggja útbreiddan þegar hann er þurrkaður. Ef þessi þvottur er hengdur upp er hætt við því að þyngd vatnsins hafi þau áhrif að viðkomandi hlutir aflagist. Hægt er að setja þennan þvott í vindu eöa rúlla honum inn i handklæöi þar sem hann er látinn vera í hálfan klukkutíma. Þar næst er hann breiddur á handklæöi og leygður út í sína upphaflegu mynd. Þegar svo þvotturinn er orðinn næstum þvi þurr er yfirleitt hægt að hengja hann upp á herðatré til áframhaldandi þurrkunar. Best er að nota plastherðatré því herðatré úr tré eða járni getur smitað frá sér. Ný reglu- gerðum garða- úðun Gef in hef ur verið út ný reglugerð um garðaúðun. Þeir sem nota ákveðin efni við úðun og flokkast undir eiturefni og hættuleg efni þurfa að f á leyfi til þess hjá viðkomandi heilbrigðiseftirliti. I reglugerðinni er gerð grein fyrir því hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem stundaþessaiðju. Til eru þó hættu minni ef ni sem hver og einn garðeigandi getur úðað sjálfur á trjágróðurinn í garði sínum. Upplýsingar um þessi efni og tilheyr- andi áhöld er hægt að fá í Sölufélagi garðyrkjumanna. -APH. NUDDPOTTAR SUNDLAUGAR ALLTTIL SUNDLAUGA KLÓRTÖFLUR OG DUFT SÖLUMENN MEÐ SÉRÞEKKINGU Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Þurrkun á snúru Það borgar sig að nota góðan tíma til að hengja þvottinn upp og gera það á þann hátt að sem minnst vinna verði á eftir begar þarf að brjóta hann saman. Það er því mikilvægt að strekkja á þvottinum þannig aö hann sé i sinni upphaflegu stærð þegar hann er hengd- ur upp. Blússur og skyrtur fá besta út- litið þegar þær eru hengdar upp á herðatré til þerris. Þurrkun utandyra Að þurrka úti er nokkuð ódýr og góð aðferð. Kosturinn viö slíka þurrkun er að þvotturinn verður mjúkur og sléttur þegar vindurinn fær að leika um hann. Of mikil sól getur þó haft slæm áhrif á Iþvottinn, s.s. breytt litum hans. Það er því mikilvægt að taka þvottinn inn strax eftir að hann er orðinn þurr. Þvott, sem er næmur fyrir upplitun, fer vel á að hengja i skugga ef unnt er og hengja hann ranghverf an upp. Þurrkun innandyra Þar sem þvottur er þurrkaður inni þarf að vera góð loftræsting, þvi annars er hstta á rakaskemmdum. Aðferð tilað þurrka t.d. peysur. I Verðhrun! •*miám&gmj\ Sængur. ^^s4\ Verð nú kr. 890.- ^^^ Nl Koddar. ^^^fc^W Verö áöur kr. 360.- ^i|| U Verð nú kr. 260.- Sængurverasett 20 % afsláttui*. S é Verð áður kr. 1 Verð núkr. 1.195 Sendum í póstkröfu AUSTURSTRÆTIÍO ^^^ SIMI 27211 Meira en venjuleg verslun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.