Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1984. 17 Kapalvæðing Evrópu Kapalvæðingin í Evrópu er nú að fara í fullan gang. Um alla álfuna eru menn ýmist að þreifa fyrir sér í tilraunasendingum eða komnir af stað með þróuð kapalkerfi. Frönsk stjórnvöld liðkuðu verulega til og samþykktu lagabreytingar sem losa um ríkiseinokun á útvarpi og sjónvarpi. Athygli vekur að það er ríkisstjórn sósialista sem gengur á undan með þetta fordæmi. I Noregi hafa veriö samþykktar lagabreytingar sem leyfa tilrauna- sendingar á sviði kapalsjónvarps og útvarps. Auknar sendingar gervihnatta hafa ýtt undir þessa þróun í Evrópu því auöveldasti mátinn til að koma sendingum gervihnattanna til notend- anna er um kapal. Samsteypa BBC, ITV og eirikaaðila í Bretlandi mun sjá um að koma gervi- hnattasjónvarpsefni til breskra notenda fyrir lok þessa áratugar, að sögn Brittan, innanríkisráðherra Bret- lands. Samstarfsaðilarnir verða að fjár- magna þetta sjálfir án aðstoðar þess opinbera, þvi þetta er „áhættusamt og dýrt" að sögn ráðherrans. BBC, breska sjónvarpið, fær ekki leyfi til þess að ná fjármagninu með því að hækka afnotag jöldin. I Þýskalandi eru áætlanir um að kapalvæða landiö og á því að verða lokið á 15 árum og í Danmörku eru margir einkaaðilar komnir af stað meö tilraunasendingar, bæði kapalsjón- varp, útvarp og þráðlaust sjónvarp. -JR Svíþjóð: Samvinna umkapalkerfi Utgáfufyrirtæki Bonniers, Ahlén & Akerlund og fjár- festingarfyrirtækið Invest- ment AB Beijer í Svíþjóð hafa hafið viðræður um að koma á fót fyrsta sjónvarpskapal- fyrirtækinu í Svíþjóð. Beijer fyrirtækið hefur þegar skrásett fyrirtækið Beijer KabelTV. Það sem hvetur til þessara viðræðna er að sænski lands- síminn mun koma á fót 110 staðbundnum kapalkerfum í Svíþjóð og á því verki að vera lokið fyrir 1990. Þessi kerfi munu ná til 2,3 milljóna af 3,3 milljónum heimila íSvíþjóð. Samkvæmt samþykkt sænska þingsins frá síðasta mánuði verða gefin út rekstrarleyfi til félaga sem sýna að þau ætla að standa vel að þessum málum og þá taka á móti erlendum gervihnattasendingum og dreifa þeim um kerf i símans. Miklar breytingar á þróun úívarps og sjónvarps í Frakklandi: FRAKKAR SLAKA Á RÍKISEINOKUN —með setningu laga um kapalsjónvarp Aætlanir Frakka um kapalsjónvarp komust í sviðsljósið í byrjun mánaöarins þegar ríkisstjórn- in samþykkti breytingar á lögum um kapalsjón- varp. Samþykkt breytinganna, eftir 18 mánaða umræöur, leggur grunninn fyrir þróun kapapl- sjónvarps næstu árín. Breytingarnar sýna einnig þróun mála í þá átt að stjórnvöld eru að slaka á einokun sinni á útvarpi og s jónvarpi. Ramminn um lagalega, f járhagslega og tækni- lega hlið kapalsjónvarps, sem samþykktur var á ríkisstjórnarfundinum, gerir stjórnvöldum kleift að framfylgja áætlunum sinum um að tengja 320 þúsund heimili við kapalsjónvarp. Kostnaðurinn er áætlaður um fjórir og hálfur milljarður króna og er gert ráð fyrir að þessum áfanga ljúki á næsta ári. A miðjum næsta áratug gerir ríkis- stjórnin ráð fyrir að sex milljónir heimila verði tengdar kapalkerfum. Heildarkostnaður við að veita kapalsjónvarpi til allra franskra heimila er áætlaður nálægt 160 milljörðum króna. Franski póst- og símamálaráðherrann, Louis Mexandeau, kallaði þetta „sögulega ákvöröun" á fréttamannafundi þegar breytingin var kynnt. Georges Fillioud samgönguráðherra sagði þetta vera „mikilvægan áfanga í útvarpi og sjónvarpi í Frakklandi". Gamlar reglur brotnar á bak aftur Þessi langþráða lagabreyting, sem leyfir kapal- sjónvarpskerfi, rýfur þær hefðir sem ríkt hafa í Frakklandi. A sama tíma og í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum hefur verið leyft fyrir löngu að setja á stofn kapalsjónvarp og sjálf- stæða fjölmiðlun, hafa frönsk stjórnvöld þar til nú haldið fast um einkarétt sinn á útvarpi. Flestir franskir notendur hafa aðeins aðgang að þremur ríkisrásum í sjónvarpi og aðeins nú nýlega var leyft að einkaaðilar feng ju að notfæra sér útvarps- bylgjur til útsendinga. En sósialistastjórnin i Frakklandi hefur sýnt mikinn áhuga á þróun nýrra forma á f jarskiptum. I viðbót við að leyfa kapalsjónvarp hafa stjórn- völd ákveðið að hleypa enn frekara lífi í ört vax- andi einkarekstur á útvarpi með þvi að leyfa auglýsingar í slíku útvarpi en þær hafa verið bannaðar fram að þessu. Þau hafa einnig ákveðiö að hefja útsendingar á áskrifendarás þar sem gegn gjaldi verður efni til reiðu fyrir alla franska sjónvarpsnotendur. Þessi rás á að fara i gang í lok þessa árs. Til viðbótar hafa frönsk stjórnvöld og stjórnvöld i Lúxemborg komist að samkomulagi um samstarf um fjarskiptahnött sem gerði frönskum sjónvarpsnotendum kleift að ná fjórum rásum á árinu 1986. Fillioud ráðherra sagði að þó að „nýtt sjónvarp væri á leiðinni" í Frakklandi þá væri landið „langt á eftir" í þróun kapalsjónvarps. Samkvæmt opinberum upplýsingum hafa 134 bæjar- og sveitarfélög áhuga á að byrja á kapal- sjónvarpi. Montpellier, Biarritz, Lille og Parísar- svæðið verða með fyrstu borgunum til að kapalvæðast. Bretland: Eftirtíuár verdur fimmta hvertheimili tengt kapalkerfum Þrátt fyrir ýmislegt andstreymi er kapalsjónvarp að taka á sig mynd í Bret- landi. Ný kvikmyndarás hóf starfsemi í marsmánuði, „Entertainment Network", en svo nefnist þessi rás, sem er ætlað aö þjóna um 300 þusund áskrifendum í Eng- landi og Wales. Thorn-EMI fyrirtækið hyggur á aö hleypa annarri kvikmyndarás af stað í júnimánuði. A öðrum svæöum virðist sameining afla vera lausnin. Þremur áætlunum um sjónvarpsrásir með tónlistarefni sem aöaluppistööu hefur verið steypt í eina og svo. virðist einnig ætla aö verða um tvær fyrirhugaðar íþróttarásir. Búist er við mikilli sókn í breskri kapal- væðingu þegar breska þingið leggur bless- un sína yfir ný lög um kapals jónvarp og út- varp sem hafa verið í höndum þess undanfarin tvö ár. Aberdeen Cable Servic- es er þó einn nýrra aöila sem f arið hefur út íaðleggjakapla. Aætlanir gera nú ráð fyrir að árið 1994 verði um 20% breskra heimila tengd kapalkerfum. Noregur: EINOKUNRÍKISINS ROFIN — aukningákapal- sjónvarpi oghéraðsútvarpi Ríkiseinokun á útvarpi og sjónvarpi í Noregi er fyrir bí og kemur yarla aftur. Héraðsútvarp hefur verið leyft þar. Þetta er sú niðurstaða sem fæst eftir að Oðalsþingið í Noregi gaf í marsmánuði grænt ljós á frekari aukningu á tilrauna- sendingum héraösútvarps, kapalsjón- varps og gervihnattasjónvarps. Hvernig fjármögnun þessara sendinga verður háttað í framtíðinni liggur ekki enn fyrir. Við umræðurnar um málið kom fram að í dag er ekki meirihluti fyrir því að auglýsingar verði tekjustofn slikra send- inga, en slíkt gætibreyst eftir næstu stórþingskosningar. I dag eru þaö aöeins Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn sem gefið hafa ótvírætt jáyröi við auglýsingum. Oðalsþingið, og síðar einnig Lögþingið, samþykkti breytingar á núgildandi lögum um útvarp sem gera það aö verkum að framangreind útvikkun á tilrauna- sendingum útvarps og kapalsjónvarps er möguleg. I reynd þýðir lagabreytingin að tilraunir hefjast með útvarp og kapalsjón- varp í öllum fylkjum Noregs. Það liggur einnig fyrir að menntamála- ráðuneytið mun einnig liðka fyrir þeim sem sækja vilja um tilraunasendingar. Nýjum leyfum verður úthlutað fyrir 1. september á þessu ári. A hverju svæði verður reglan sú að veita þeim leyfi sem uppfylla skilyrði sem sett verða. Þar með verður þessi miðlun ein sú lýöræðislegasta í Noregi. K,omið verður á samræmingu á senditíma í héraðsútvarpiog sjónvarpi. Lagabreytingin opnar einnig möguleika til móttöku á efni frá vesturþýskum og trönskum gervihnöttum. Þessar sendingár eru komnar í gang og eru án auglýsinga. Samkvæmt upplýsingum menntamála- ráðherrans, Lars Roar Langslet, hefur Noregur fengið leyfi til að táka á móti þessum sendingum án greiðslu þetta ár og jafnvel næsta ár einnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.