Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1984, Blaðsíða 40
Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hrihgdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1984. Símvirkjar melda sigveika: Símakerfið ff hrynurekkiá einum eöatveimur dögum" — segir Þorsteinn Óskarsson, yf irdeildar- stjóri h já Pósti og síma „Hér eru aðeins yf irmenn mættir en stór hluti símvirkjanna hefur þegar meldað sig veikan," sagöi Þorsteinn Oskarsson, yfirdeildarstjóri á hús- stööudeild hjá Pósti og síma, i samtali viö DV á níunda timanum í morgun. Símvirkjar, er nú heita rafeinda- virkjar og starfa hjá Pósti og síma, eru mjög óánægöir meö kaup og kjör. Hefur hópur símvirkja síðustu daga hvatt félaga sína til aö mæta ekki til vinnu í dag og næstu tvo daga til að legg ja áherslu á kró'f ur sínar. „Við á þessari deild vinnum að upp- setningu á símum í heimahúsum og fyrirtækjum, auk ýmiss konar tækni- vinnu," sagði Þorsteinn. „Við uppsetn- inguna á símunum vinna svokallaðir línumenn en tæknivinrmna sja sím- virkjarnir um. Þótt þeir mæ;i ekki til vinnu, kemur það ekki stráx fram. Símkerfið hrynur ekki á einum eða tveimur dögum. Þar þarf langtímaað- gerðir. Hins vegar vona ég að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig í dag og næstu daga, ef þessu heldur áfram,"sagði ÞorsteinnOskarsson. -KÞ Forsetakosningar: Framboðsfrestur að renna út Nú líður að lokum framboðsfrests forsetakosninga en ekkert mótfram- boð hefur komið fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Framboðs- fresturinn rennur út næstkomandi föstudag en kjördagur í forsetakosn- ingum er samkvæmt lögum síðasti laugardagur í júní, ef kosningar þurfa aöfarafram. -Óbg LUKKUDAGAR ____________^____t______;-------------------------------------- 22. maí 462 VÖRUBÍLLFRÁI.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 900,- Vinningshafar hringi í sima 20068 WWM LOKI Bankastjórastól undir Stefán — strax! Kaupf élag Berufjarðar og Búlandstindur hf. hef ur ekki borgað orlof: GRErÐSLUR NEMA ALLS 2,5 MILU. —f éð hef ur verið bundið í rekstrinum Kaupfélag Berufjarðar og Búlandstindur hf. á Djúpavogi hefur enn ekki borgað starfsfólki sínu orlof en þessar greiðslur nema alls um 2,5 milljónum kr. og hefur fé þetta verið bundið í rekstrinum. Gunnlaugur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri KB og Búlandstinds, staðfesti þetta í samtali við DV og sagði jafnframt að þeir ættu ekki peninga fyrir þessum greiðslum. „Við munuin reyna allt sem við getum til að leysa þetta mál og vonandi fæst lausn á því í þessari viku," sagði Gunnlaugur Ingv- Mikið hefur verið um hringingar starfsfólksins á skrifstofuna vegna orlofsfjárins enda alls um 500 einstaklinga að ræða sem vilja rukka sitt orlofsfé inn. Sagði Gunnlaugur að reynt yrði að borga viðkomandi orlof sitt um leið og hann tæki sumar- frí sitt. Að féð skuli hafa verið bundið í rekstri fyrirtækjanna sagði Gunnlaugur að væri með samþykki starfsfólks og verkalýðsfélags. jpn\ Likur eru á að garðlönd fíeykjavíkur við Korpúlfsstaði verði opnuð fyrir almenning á morgun. Þá er að drifa fram spiruðu kartöflurnar og skipa þeim fastan sess igróðurmoldinni. DV-myndGVA. Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar hefurekkiborgað orlofenn: fjKd&öl eKKi viðskipta- máíokkar við blöðin" — segirGuðjón Smári Agnarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Stöövarfjarðar hf. hefur enn ekki greitt starfs- fólki sinu orlof en f orráðamenn frystihússins munu hafa sagt aö þeir greiddu féð til Póstgiró- stofunnar um miöjan þcnnan mánuð. Samkvæmt heirnildum DV mun Póstgíróstofan ekki greiða út orlofið fyrr en um miöjan júlí og þá aðeins ef búið verður að semja um greiðslur frá Hraðfrystihúsinu vegna skuldar þess frá síoasta ári en neimikur DV herma að hún nemi um 700 þúsund kr. „Eg hef ekkert um þetta að segja og ég ræði ekki viðskiptamál okkar við blöð," sagði Guðjón Smári Agnarsson, framkvænida- stjóri hraðfrystihússins, í samtali viðDV. Vakiis Kristinsdóttir, for- maður verkalýðsfélagsins á Stöðvarfirði, vildi heldur ekkert tjé sig um málið. -FRI, Sandtaka á friðlýstu svæð/1heimildaiieysi Undanfarna daga hefur verið mokað upp sandi úr fjörunni á Garö- skaga í heimildarleysi, en svæðið er friðlýst og efnistaka bönnuö með öllu. Svæði þetta tilheyrir Miðnes- hreppi. „Landið er í eigu Asgarðs sem er bær hér í hreppnum," sagði Jón K. Olafsson, sveitarstjóri Miðneshrepps. „Þarna í fjörunni er skilti sem á stendur að landið sé friölýst og efnistaka með öllu bönnuð. Sveitarstjóri Gerðahrepps kvartaði yfir þessu við okkur og var þegar settur maður í að kanna máliö. Kom í ljós, að það voru menn f rá Golfklúbbi Suðurnesja sem þarna voru að verki. Þóttust þeir hafa leyfi Náttúruverndarráðs til að taka þennan sand. Þegar við fundum að þessu hættu þeir sandtökunni. Við liöfum heimtað skýringar á þessu og beðið um aö fá að sjá þetta leyfi, en ekki fengið," sagði Jón. „Það hefur ekki verið leitað til okkar um þetta," sagði Gísli Gísla- son hjá Náttúruverndarráði. „Við munum hins vegar kanna þetta, verðiþaðgert." Hér er um að ræða hvítan skelja- sand, sem forráöamenn Golf- klúbbsins haf a notað á golfvöllinn. Ellert Eii'íksson, sveitarstjóri Gerðahrepps, sagði, að hann hefði oftlega ritað bréf varöandi þetta til forráðamanna Miðneshrepps. Sagði hann land þarna mjög óvarið og oft- lega hefði f lætt sjór inn á þeirra land, sem liggur fast að fjörunni. „Það má ekki mikið við þessu hrófla, svo ágangur sjávar aukist ekki enn frekar,"sagðihann. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.