Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 9
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 9 Útlönd Útlönd „Sósíalisma með fínnsku andlitr — krefst meirihluti finnskra kommúnista og sparkar harðlínukommum úr miðstjórninni „Viö viljum sósíalisma með finnsku andliti,” sagði Arvo Aalto, formaður finnska kommúnistaflokksins, á sér- stöku flokksþingi um helgina. Þingiö var haldiö til að gefa flokksstjóminni umboð og völd til að víkja harðlínu- kommúnistum úr flokknum. Hinn 34.000 manna flokkur hefur lengi verið tvískiptur milli harðlínu- kommúnista og þeirra sem aöhyllast Arvo Aalto hefur gefið harðlínu- kommúnistum sex mánuði til að aðlagast meirihlutahugsun flokksins. Evrópukommúnisma. Það er þó ekki fyrr en núna sem líklegt er talið að harölinuminnihlutinn veröi rekinn úr flokknum. Ráöamenn í Moskvu og harðlinu- menn vöruðu meirihlutann við að valda upplausn í flokknum. Þegar Jouko Kajanoja, fyrrum formaður flokksins, fór í pontu og sagði reiðilega að flokksmenn virtu að vettugi flokks- reglur og lýðræði drukknaði ræöa hans i hlátri og frammíköllum. Kajanoja kvartaði yfir þvi í bók sem var gefin út á föstudag aö Aalto heföi eitt sinn sagt við sig: „I hvert sinn sem þú nefnir orðið „bylting” töpum við 10.000 at- kvæðum.” Kajanjoa var síðan ekki endurkjörinn til miðnefndar flokksins á laugardag. Rósturnar innan flokksins eru sér- lega niöurlægjandi fyrir Sovétríkin sem styðja minnihlutamenn. A síöasta ári fór Grígorí Romanov til Helsinki til að sætta hópana tvo en án árangurs. Áhrif rígsins milli kommúnista- flokka landanna tveggja eru ekki talin mikil á sambúö Finnlands og Sovét- ríkjanna. Sovétmann hafa ætiö lagt mikla áherslu á gott samband við hægri- og miðflokka i Finnlandi. Aalto f ormaður hefur gefið í skyn að minnihlutamenn flokksins fái sex mánuði til að lúta forustu ftokksins, annars verði þeim kastað út. Kosningar verða i Finnlandi í mars 1987. Vilja kratar auglýsingar? Frá Jóni Einari Guðjónssyni, fréttarit- araDVíOsló: Krataflokkurinn í Svíþjóð er nú far- inn aö endurskoða afstöðu sína gegn auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi. Ástæðan er sú að sænskir auglýsendur 'eru farnir að koma auglýsingum sín- um til sænskra áhorfenda í gegnum gervihnött. Þannig sjá stjórnmála- mennirnir auglýsingapeninga hverfa úr landi, og þykir eftirsjá að. Norskir jafnaöarmenn hafa tekið til þessa og segja að-ef sænskir ætli að fara að leyfa auglýsingar í einkarekn- um stöövum þá muni þeir einnig endurskoða sína afstöðu. Talsverður hluti Norðmanna sér nefnilega sænska sjónvarpið — eða um milljón manna — og þá fer nú stíflan aö bresta ef norsk fyrirtæki fara að auglýsa í sænskum sjónvarps- og útvarpsstöövum til að ná til hlustenda í Noregi. Islenskir kratar og fihnskir hafa hingað til haft sér- stöðu um að vilja auglýsingar til að fjármagna einka útvarps- og sjón- varpsstöðvar. Ekki fylgir þó fréttinni hvort það hafi verið Eiður Guðnason sem orsak- aði að einhverju leyti þessa hugarfars- breytingu bræðraflokksmanna sinna, en hann hefur undanfariö reynt að benda þeim á aö firra sé aö reyna að útiloka auglýsingar í útvarpi og sjón- varpi. Eftir atburðaríka sjóferð: Vilja snúa aftur Þrettán eftirlifandi sjómenn á kin- verskum tundurskeytabáti eru nú í Seoul eftir atburðaríka sjóferð. Þeir hafa allir óskaö eftir aö fá að snúa til Kinaáný. Tundurskeytabáturinn fannst á reki í Gulasjó eftir að tveir áhafnarmeðlim- ir gerðii uppreisn gegn yfirmönnum sínum og drápu sex þeirra. Þeir særðu tvo aðra. Þeir hugöust toita hælis i Taiwan, en eftir mikiö stapp og bar- áttu annarra áhafnarmeðlima gekk eldsneyti bátsins, sem er hraöskreiöur spaöabátur, til þurröar. Stjórnarerindrekar í Seoul segja að ástæður uppreisnarinnar hafi ekki verið stjómmálalegar. Upplýsingaráð- herra Kóreu ságði að toftskeytamaður bátsins og siglingafræðingur heföu verið óánægðir með framkomu yfir- manna sinna. Eftir aö þeir höfðu veriö móðgaðir stálu þeir sjálfvirkum rifflum og drápu sex yfirmenn sína. Þetta gerðist á f immtudag. Mennirnir 11, sem eru óslasaðir, eru nú á fyrsta ftokks hóteli i Seoul i góðu yfirlæti. Styrkið og fegríð fíkamann DÖMUR OG HERRAR! iNý 4ra vikna námskeiö hefjast 1- apríl HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR Í HÁDEGINU Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ðsamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Ármú/a 32, Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Hér færð ÞÚ svarið Daglega þarf fjöldi fólks að leita upplýsinga um íslenskfyrirtæki, starfsemi þeirraog starfsmenn bæði vegna viðskiptaerinda og annars. Slíkt er oft tímafrekt og fyrirhafnarsamt. í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆK11985 er að finna svör við flestum spurningum um íslenskfyrirtæki og eru upplýsingarnar settar fram á aðgengilegan hátt, þannig að auðvelt á að vera að finna það sem leitað er að. ISLENSK FYRIRTÆKI er ekki bók sem menn grípa með sér í rúmið til skemmtilesturs, heldur bók sem hefur margþætt notagildi og sparar tíma og fyrirhöfn. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er handbók sem ómetanlegt er að hafa við höndina. I bókinni ISLENSK FYRIRTÆK11985 er m.a. að finna: ★ Skrá yfir útflytjendur ★ Umboðaskrá ★ Vöru- og þjónustuskrá ★ Skrá yfir íslensk fyrirtæki og helstu starfsmenn þeirra ★ Skipaskrá. Hafðu ÍSLENSK FYRIRTÆK11985 við höndina ÍSL€NSK FVRIRTflEKI Ármúla 18 — 108 Reykjavík — ísland — Sími 82300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.