Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 10
10
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Stórfyrirtæki orðin helstu
boðberar alþjóðahyggjunnar
Earl Fry hefur skrifað bækur um alþjóðamál, og sérstaklega um alþjóðlega fjárfestingu.
Bein erlend fjárfesting veröur
sífellt mikilvætíari fyrir þjóöir
heimsins ok ekkert getur stöðvaö þá
þróun, segir Earl H. Fry, banda-
rískur fræðimaður og rithöfundur, í
viötali viðDV.
Fry staldraöi nýverið viö á Islandi
á vegum bandarísku menningar-
stofnunarinnar. Hann hélt hér fyrir-
lestur um alþjóðafjárfestingu, sem
ætti að koma tslendingum viö, enda
mikiö deilumál hér hve langt skuli
tileypa erlendum aðilum við fjár-
festingarhér.
Fry segir aö þjóðir þriöja heimsins
séu nú mun opnari fyrir beinni fjár-
festingu — þar sem erlend fyrirtæki
byggja eigin verksmiöjur í landi
þeirra og hirða gróðann — en áður.
„Þessar þjóöir voru eitt siiin
feimnar við erlend fjölþjóðafyrii-
tæki, en nú reyna þær að laöa
erlenda fjárfestingu tii landa sinna,”
sagöi Fiy.
„Kína reynir nú til dæmis aö laöa
aö ýmsar grtinar framleiöslu. Kín-
verjar komust að því aö sósíalisminn
virkaði ekki. Nú eru þeir aö reyna aö
fá erlend stoifyi irtæki til sín og þeim
finnst þeir geta stjórnaö þeim
nægilega.
I Kamerún vom menn fullir
grunseinda í garö fjölþjóðafyrir-
tækja. En þeir héldu að bara meö því
aö breyta þeim hugsunarhætti gætu
þeir laðaö stórfyiirtækin. En þaö
virkar ekki. Þaö þaif vii'kUega aö
leita eftir fjáifestingu. Það er af sem
áöur var að stórfyrirtækin sækist
eftir tækifærum til aö reisa verk-
smiðjur í ákveðnum löndum. Nú
koma rikisstjóniirnar til fyrirtækj-
anna.”
1.000 prósenta aukning
Bein fjáifesting fjölþjóöafyrir-
tækja hefur aukist gífurlega á und-
anfömum áratugum. Síöan 1970
hefur bein erlend fjárfesting i
heiminum aukist um 1000 prósent.
Og þaö er misskUningur aö hér sé
aöallega um bandarisk fjölþjóöa-
fyrirtæki aö ræöa sem séu að yfir-
taka heimsviöskiptin. Fry bendir á
aö fjöldi og umfang fjölþjóöafyrir-
tækja.sem hafa aösetursitt í Banda-
ríkjunum, hafi fanð hraðminnkandi.
Arið 1968, til dæmis, voru bandarisk
fyrirtæki tveir þriðju hlutar 100
stærstu stórfyiirtækja heiinsins. Nú
er ekki nema helmingur þessara 100
stærstu í lieiminum bandarísk fyrir-
tæki.
Sérstaklega hafa evrópsk og jap-
önsk fyrirtæki aukið umsvif sín.
Einnig eru olíuframleiðsluríkin um-
svifamUiU á fjaifestingamörkuöum.
Jafnvel ríki þriöja heimsins hafa
sýnt mikinn þrótt á uiidanförnuin
ámm.
Ríkisfyrirtæki gera það
gott
Ríkisfyrirtækjum hefur einnig
gengiö sérlega vel undanfarið. Fy rir-
tæki eins og Renault, BP og VoUis-
wagen hafa látiö mikiö aö sér kveöa
og eru nú mikUvægur þáttur í efna-
hagslífi margra erlendra rUija. Þessi
ríkisfyrirtæki eru í raun rekin eins og
venjuleg einkafy rirtæki, segir Fry.
Erlend fyrirtæki em nú farin að
ieggja undir sig bandarísk fyrirtæki,
segir hann. Hamborgarakeöjur og
bankar í Bandaríkjunum eru þar aUt
eins i höndum útlendinga eins og
landsmanna sjálfra.
I New York og Kalifomíu em 40
prósent bankaumsvifa i höndum
erlendra banka.
Reagan-stjórnin telur aö bein fjár-
festing sé besta þróunarhjálpin sem
Vesturlönd geti veitt löndum þriöja
heimsins. Þannig færist fjármagn og
þekking frá noröri tU suðurs og komi
báöum aðilum tU góöa.
Tvö stjómmálavandamál em þó á
þessu, sitt hvorum megin á pen-
ingnum. Verkamenn í noröri sjá eftir
öUum fjármununum sem fara í aö
setja upp verksmiöjur í suöri þar
sem laun eru miklu lægri. Þær verk-
smiðjur framleiöa síöan vörur sem
eru miklu ódýrari en þær sem fram-
leiddar eru í noröri og setja því
verkamenn þar á atvinnuleysis-
skrána. I lönduin sunnan megin á
linettinum, í þriðja heiminum, óttast
menn aö meö því aö hleypa erlendu
fjaimagni inn í landiö séu þeir aö
framselja hluta af sjálfstæöi
landsins í hendur útlendingum.
Þetta gerir báöa aöUa varkára í
samningum, en það breytir ekki því
aö þróunin er i áttina aö auknum
samskiptum þjóöa og fyrirtækja á
alþjóöagrundvelU.
Hver annarri háðar
Þeir menn sem fylgjast meö þessum
málum eru sammála um að þjóöir
heimsins séu í auknum mæli aö
veröa hver annarri háöar. Milliríkja-
samskipti eru aö veröa svo mikilvæg
hverri þjóö aö ekkert land getur tek-
ið sínar ákvaröanir algerlega án
tillits til erlendra hagsmuna.
Það sama er að gerast hjá fyrir-
tækjum. Þau veröa sífellt alþjóðlegri
og heUa sér út i sífellt fleiri atvinnu-
greinar.
„Við verðum aö gera fyrirtækiö aö
fjölþjóðafyrirtæki. Annars komumst
viö ekki af,” segir talsmaöur Mitsu-
bisliií Japan.
Fyrirtæki hafa líka gert sér grein
fyrir því aö ekki dugir aö hætta öUu
sínu á eina atvinnugrein. Olíufyrir-
tækin, sérstaklega, hafa lagt aUt
kapp á að dreifa fjárfestingu sinni til
aö þau þurfi ekki aö leggja upp
laupana þegar oUan er gengin tU
þurröa r.
Þessi fyrirtæki hafa fyrir sér for-
dæmiö, sem er bandarísku bílaverk-
smiðjurnar. Þær hafa að mestu leyti
einskoröað sig viö bílana, og svo
þegar Japanir gerðust aögangs-
haröari í þeim viöskiptum versnaöi
staöa þeirra aösama skapi. Núsegja
menn aö ef bílaverksmiðjumar
hefðu dreift fjáimagni sínu á aðrar
vörur heföu þær ekki þurft að berjast
eins í bökkum og þær hafa þurft aö
gera undanfarinár.
Þungaiðnaður til
þriðja heimsins
Fry er sammála því að þunga-
iðnaður eins og bílaverksmiöjur og
stálbræðslur og fleira sUkt sé í
auknum mæli aö færast til fátæku
landanna. Þau geti boöið upp á ódýrt
vinnuafl og oft ódýra orku. Nú um
þessar mundir stendur umbreytmga-
timabU yfir. Þungaiðnaöurinn hefur
þegar færst aö nokkru leyti til nýiön-
væddu landanna, svokölluöu. Þaö
eru lönd eins og Hong Kong, Suður-
Kórea og fleiri. Og nú er hann aö
færast áfram til vanþróuðu ríkjanna,
smámsaman.
Þetta þýöir aö efnahagsUf iðn-
ríkjanna á Vesturlöndum þarf aö
aðlaga sig þeirri þróun. Og þaö er
einmitt aö gerast. Þungaiönaöur á
þar alls staðar í erfiöleikum. I hans
staö sprettur upp hátæknuönaöui--
rnn. Iðngreinarnar leita þangað sem
skilyröi þeirra eru best. Þunga-
iðnaöurmn leitar suöur því hann
krefst helst ódýrs vinnuafls og lítils
framleiðslukostnaðar. Hátæknin
helst hins vegar á Vesturlöndum í
noröri því þar er tæknimenntaður
mannskapur, og af því aö ekki þarf
mikið af fólki til að vinna verkin
skipta há laun ekki ineginmáli.
íslendingar leiti
Fry leggur til að Islendingar leiti
eftU- erlendu fjármagni og geri
meira til aö laða iðnaö til landsins.
„Þiö veröiö aö setja ykkur ákveörn
markmiö. Leita uppi fyrirtæki í þeim
iöngreinum sem þíð viljið fá. Og þiö
verðið að auglýsa eftú- þeim. Þið
veröið aö sýna þeUn fram á hvers
vegna fyrirtækin ættu að koma til
Islands.
Eitt sem margar þjóðir þurfa aö
gera er að losa sig viö þá falsímynd
sem oft er til af þeim. Til dæmis
halda margir aö hér sé sífelld snjó-
koma. Jafnvel þó maöur haldi
kannski aö forstjórar stórfyrU-tækja
ættu að vita betur þá gera þeU þaö
ekki. Þeir lesa fyrirsagnir. Þær tala
um langvarandi verkföll og eldgos.
Þiö þurfiö aö leiörétta þetta.
Lífsgæði góð
Ef fyrirtæki hefur áhuga á Islandi
athugar þaö fyrst aöstæöur hér. Hér
er lítill Uinanlandsmarkaður. Því
verður aö miöa viö útflutning. Lífs-
gaiði eru hér mjög góö. Það er já-
kvætt. Hér er fólk haröduglegt og
vinnur vel. Islendmgar eru vel
menntaöir. Þaö er jákvætt. Sam-
göngur eru góðar. Orkan er mjög
aðlaöandi.
En þaö þýöæ líklega lítiö aö
sækjast eftir hátæknuðnaöi. Hann
vilja allU- í heiminum. Slíkur iönaöur
þarfnast heldur ekki mikUlar orku.
Best er fyrir IslendUiga aö stíla upp á
orkufrekan iönaö.
Hér er vel menntað vinnuafl, en
þaö er erfitt aö eltast viö hátækni-
iðnaöinn.
Og nú á dögum þurfa menn aö hafa
sig alla við ef þeir ætla að ná í fjár-
festingu. Tennessee-fylki í Banda-
ríkjunum þurfti aö bjóöa Nissan
verksmiðjunum 60 milljóna dollara
(tveggja milljaröa króna) aðstoðar-
pakka til að fá þær til að setja upp
verksmiðjur í Tennessee. Menn
mega ekki taka þaö rólega.
Spurningm er hvort menn geta af
eigin dáðum skapað atvrnnu-
tækifærin. Svo er hægt aö fá fjár-
magn aö láni, en eins og vextú-nir
eruídagerþaðdýrt.”
Mikill hagvöxtur
Fry sagöi aö aögerðir landa
þriöja heimsins til að laða aö
erlendan iönaö séu þegar farnar aö
skUa árangri. Arlegur hagvöxtur
sumra þessara landa sé nú orörnn
meiri en iðnaðarlandanna í noröri.
Til dæmis hafi hagvöxtur nýiðn-
væddu Iandanna aö meöaltali á
síöasta áratug veriö 9,4 prósent. A
sama tUna var hagvöxtur í Japan 6
prósent og í Bandaríkjunum 3
prósent.
Nýsköpun í efnahagslífi vanþró-
aöra rUcja verður brátt helst tU viö
beinar erlendar fjárfestmgar.
Sætta þjóðernishyggju
Efnahagsleg ákvarðanataka
þjóöanna veröur í æ frekari mæli í
höndum fjölþjóðafyrirtækja, segir
Fry. Þessi fyrirtæki teygja anga sína
út um allan heUn og eru í raun svo
dreifö að ekki er hægt aö segja að
þau séu neinnar einnar þjóöar.
Þessi áratugur og sá næsti veröa
tUnabil meiri uppgangs alþjóölegra
viöskipta en nokkru sinni hefur gerst
áöur.
„Þaö sem eftir er af þessari öld
veröur þaö eitt aöalverkefni stjórn-
valda og alþjóðafyrirtækja að sætta
þjóöernishyggju og nærsýn stjóm-
málaviðhorf viö þá staðreynd aö
efnahagsmál heimsins eru aö taka á
sig sífellt alþjóölegri svip.”
Umsjón: Þórir Guðmundsson