Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Rektorskjör í Háskóla íslands Senn líður aö rektorskjciri í Háskóla Islands. Hiö eigin- lega rektorskjör fer fram þann 2. apríl nk. en þegar hefur fariö fram prófkjör. Páll Skúlason, prófessor í heimspekideild, varö í efsta sæti meö 30,6% atkvæöa í prófkjörum en næstur honum kom Sigmundur Guðbjarnason, prófessor í efnafræði, með 30,5%. Líklega mun slagurinn þann 2. apríl standa á milli þeirra tveggja. DV fór og hitti báöa mennina aö máli fyrir skömmu og spur ði þá álits á ýmsum málef num Háskólans. -EH. Páll Skúlason, prófessor í heimspekideild: „Háskólinn er mér hugsjón” Við litum inn hjá Páli Skúlasyni, prófessor i heimspekideild, í aöal- bygfíingu Uáskólans. ,,Við skulum skreppa niöur í fundarsalinn. Það er svo óskaplegt plássleysi hérna að ég verð að lána skrifstofuna mina," sagði Páll brosandi og við komum okkur þægilega fyrir á fyrstu hæö- inni. — Hver eru helstu stefnumál þin varöandistjómun fiáskólans? ,,Það verður aö breyta stjóm Háskólans. Breytingar eiga fyrst og fremst aö miöa aö því að gera st jórn- sýsluna skilvirkari, tryggja vald- dreifingu og auka áhrif háskóla- þegna almennt á stjórn og ákvörð- unartöku í skólanum. Háskólinn er samfélag fræöi- manna, nemenda og starfsliðs sem stefnir að ákveðnum markmiöum. Rektor er leiötogi og fulltrúi þessa samfélags og á að berjast fyrir hags- munum þess sem einnar heildar. A það ber að leggja höfuðáherslu að rektor er lýðræðislega kjörinn til aö tryggja sjálfstæði Háskólans. Hann á að vera sameiningarafl inn á við og saineiningartákn út á við. TQ þess að hann geti gefið sig óskiptur að þessum meginhlutverkuin á hann hvorki aö sitja í nefndum Háskólans né í nefndum utan skólans. Háskólaráð á ekki að fjalla um hvers konar mál, heldur einungis þau mikilvægustu. Háskólaráð á fyrst og fremst að vera stefnumark- andi um sameiginleg málefni Háskólans og hafa eftirlit með starfi deilda, æðstu framkvæmdastjórnar og starfsliðs við stjórnsýslu.” — Hver er þín afstaða til óska sem fram hafa komið um nýjar náms- brautir s.s. í útgeröarfræöum og f isk- eldi? Háskólinn á að leggja á ráðin með nýjar námsbrautir í samvinnu viö sérskólana sem eru til i landinu, t.d. Fiskvinnsluskólann og Tækniskól- ann. Háskólinn á að leggja þeim lið í mótun á nýjum greinum. Sérþekking og kunnátta, sem er til staðar í Há- skólanum, á að geta nýst í þessum skólum. Ég held að það sé ekki rétt að allt nýtt, sem kemur fram, eigi endilega að vera í Háskólanum.” — Hvað viltu segja um það sem haldið var fram nýlega aö 75% háskólanema stefndu aö því aö vinna hjá hinu opinbera að námi loknu? „Þetta er að breytast. Það er vax- andi skilningur á gildi háskóla- menntunar í atvinnulífinu og sam- vinna að hefjast á milli háskólafólks og ýmissa aöila á vinnumarkaði. Há- skólinn þarf aö kynna starfsemi sína skipulega og vera miklu opnari gagnvart almenningi. Hann þarf að vera meira en hús sem fólk ekur fram hjá, en það er hann óneitanlega fyrirmarga.” — Hvar er þín afstaða til fjölda- takmarkana í Háskóla Islands? „Fjöldatakmarkanir er mál sem brennur .á mörgum. Umræöan um þær hefur veriö í sjálfheldu alltof lengi. Annars vegar er það réttlætis- mál að fólk fái að læra það sem hugur þess stendur til. Hins vegar er það staðreynd aö í örfáum greinum er ekki unnt að veita nema takmörk- uðum fjölda nemenda viðunandi kennslu vegna aðbúnaðar og aðstæðna. Lögum samkvæmt á Háskólinn að vera öllum opinn sem æskja inn- göngu og til þess teljast hæfir. Þessi meginregla á því að njóta fullrar viöurkenningar og virðingar. Eina leiðin til þess að það takist er sú að endurskoða námsfyrirkomulagið á fyrstu námsárum stúdenta. Þetta Sigmundur Gudbjarnason, prófessor í efnafræði: „Nóg komið af svartsýni og úrtölunT Við hittum Sigmund Guðbjama- son, prófessor í efnafræði, að máli í byggingu verkfræöi-, og raunvís- indadeildar. Inni á skrifstofunni sit- ur Sigmundur viö skrifborðið, ein- beittur á svipinn, og býöur blaða- mann DV velkominn. Á borðinu fyrir framan hann eru hlaðar af pappírum og skjölum en öllu afar snyrtilega fyrirkomiö. —Hver eru helstu stefnumál þín varðandi stjórnun Háskólans? „Stjórnunarhættir breytast og aö- lagast aðstæðum á hverjumtíma. Vil ég einkum nefna tvennt í þessu sam- bandi. I fyrsta lagi er aukin vald- dreifing tímabær, þ.e. efla þarf sjálf- stjóm og ábyrgð deilda. Hver deild hefur sjálfstæði í kennslumálum en finna verður viðunandi leiðir til að gera deildir sjálfstæðari á öömm sviðum, m.a. á sviöi fjármála, ráð- s'öfun fjár og ábyrgð á þeim ráð- .úöfunum. I öðm lagi er aukin verkaskipting nauðsynleg og er timabært að fjölga vinnunefndum háskólaráðs. Auk fjármála- og byggingarnefndar, sem nú eru starfandi, væri æskilegt að skipa þrjár nýjar nefndir,vísinda- nefnd, kennslumálanefnd og þró- unarnefnd og fela þeim ýmsa mikil- vægamálaflokka. Að auki væri eðlilegt að skipa verkefnanefndir, ef þurfa þykir, til að sinna sérhæfðari verkefnum.” —Hver er þín afstaða til óska sem fram hafa komið um nýjar náms- brautir s.s. í útgerðarfræðum og fisk- eldi? „Oskir um nýjar námsbrautir endurspegla viðhorfin á hverjum tíma. Oft kemur frumkvæðiö að utan, frá atvinnulifinu, eða að innan, , frá starfsmönnum Háskólans. Á sið- ustu 15 árum hefur verið ör uppbygg- ing í Háskóla Islands. Má hér nefna verkfræði- og raunvísindadeild, félagsvísindadeild og nýjar náms- brautir í öðrum greinum. Það vantar bæði aðstööu og starfslið til að sinna þeim verkefnum sem þegar liggja fýrir. Uppbyggingin hefur verið erfið vegna þess að hún krefst mannafla, húsnæðis og annarrar aðstöðu s.s. tækjabúnaðar. Á meðan við höfum ófuUnægjandi aðstöðu til að sinna þeim verkefnum sem fyrir eru höf- um við verið tregir til að bæta við okkur nýjum greinum nema til komi meiri stuðningur frá hinu opinbera en verið hefur á síðustu árum.” — Hvað vilt þú segja um þaö sem haldið var fram nýlega að 75% há- skólanema stefndu að því að vinna hjá hinu opinbera aö námi loknu? „Það kom ljóslega fram á ráð- stefnu sem haldin var á vegum At- vinnumálanefndar Reykjavíkur og Háskóla Islands í Borgartúni um hdg- ina aö mikill áhugi er meðal ungs fólks á atvinnurekstri. Ég er bjart- sýnn og tel að þetta unga og vel- menntaða fólk hafi áhuga á að stefna að sjálfstæðum atvinnurekstri þrátt fyrir aö mörg ljón séu á veginum. Ég veit ekki hvernig þessi ályktun er dregin aö svo margir hyggist starfa verða deildir að gera í samvinnu og njóta til þess fulls stuðnings fram- kvæmdastjómar Háskólans. Sér- staklega ber að kanna kosti þess að móta nýjar námsbrautir á fyrstu námsárum og uppfylla þannig betur ólíkar þarfir nemenda.” — Hvemig hefur Háskólanum gengiö aö kljást við fjárveitinga- valdið aö þínum dómi og hvað mætti fara betur? „Staða Háskólans gagnvart fjár- veitingavaldinu hefur ekki verið nægilega sterk. Meginskýringin er sú að okkur hefur ekki tekist að sann- færa stjómvöld um að það sé þjóð- hagslega æskilegt, hagkvæmt og nauðsynlegt að veita meira fé til Há- skólans. Margir ráðamenn era sinnulausir um hag Háskólans og sumir virðast sjá ofsjónum yfir f jölg- un nemenda og auknum kostnaöi við rekstur skólans, og trúa því í blindni að hann sé orðinn alltof viöamikill og i þann mund að unga út langskóla- gengnum atvinnuleysingjum. Það er gegn hleypidómum og sleggjudómum af þessu tagi sem stjóm Háskólans og háskólafólk aUt veröur að berjast. Þaö tekst aldrei að fó viöunandi fjárveitingar til Há- skólans nema okkur takist að sann- færa stjórnvöld og almenning um aö þjóðin komist ekki af nema við eigum öflugan Háskóla. Nú höfum viö Islendingar öU efni til Jjess að eiga góðan Háskóla, þótt lítUl sé. Viö eigum marga ágæta vísinda- og fræðimenn, áhugasama og góöa nemendur og skUningur al- mennings á gUdi þekkingar og á mikilvægi þess sem gert er í Háskól- anumfervaxandi. HáskóUnn er mér hugsjón. Hann er ekki venjulegt fyrirtæki heldur á hann að vera uppspretta hugmynda sem móta íslenska menningu og athafnalíf. Um leið og ég segi þetta hlýt ég að kannast við að HáskóUnn er ekki enn orðinn það afl í íslensku mannlífi sem hann veröur að vera ef hann á að þjóna hlutverki sínu og þjóðinaðlifa.” . -EH. fyrir hið opinbera að námi loknu en þessi ráðstefna sem ég talaði um var ágæt ábending um að þessu væri öðruvísi farið.” —Hver er þrn afstaða til fjöldatak- markana í Háskóla Islands? „Ég tel að sérhver stúdent eigi aö fá að stunda það nám sem hugur hans stendur tU og hann hefur hæfi- leika til að leysa af hendi á viðunandi hátt. Takmörkun fjölda nemenda í vissa námsgrein getur verið nauð- synleg ef aðstaöa til starfsþjálfunar er takmörkuð. Þegar verið er að mennta og þjálfa nemendur tU starfa í mjög sérhæfðri grein getur aðstaða til verklegrar þjálfunar verið tak- markandi þáttur. Fjöldatakmörkun er óæskUeg en samt óhjákvæmUeg og nauðsyn í slíkum tUfeUum.” —Hvemig hefur Háskólanum gengiö að kljást við fjárveitingavald- ið aö þínum dómi og hvað mætti fara betur? „Staða skólans gagnvart fjárveit- ingavaldinu er og verður erfiö og vart þess að vænta að öUum þörfum veröi fullnægt. Við kvörtum undan ófullnægjandi f járveitingum og ófag- mannlegum vinnubrögöum fjárveit- ingavaldsins og bendum á skUnings- leysi stjómvalda. Þetta er að hluta sök okkar sjálfra. Við höfum í raun vanrækt að kynna starfsemi okkar á viðunandi hátt. Við verðum aö standa betur aö verki og finna áhrifameiri leiðir tU aö sýna og sanna almenningi, stjórnsýslumönn- um og stjórnmálamönnum að fjár- veitingar tU menntunar og rann- sókna eru í raun fjárfesting í fram- tíðinni. Styrkur þjóða liggur í vel menntuðu fólki og í hæfdeika og að- stöðu tU aö nýta þekkingu. Versnandi efnahagur veldur samdrætti í vísind- um og tækni, en einmitt sú starfsemi getur örvað atvinnulífið og efnahags- ástandiö þegar tU lengri tíma er litið. Við verðum sjálf að hafa meira frumkvæði og veita skattgreiöendum og stjómvöldum aukna hlutdeild og þátttöku í viðfangsefnum okkar. Ýmsar hugmyndir og leiöir viö fjárlagagerð hafa verið ræddar, t.d. að miða fjárveitingar tU kennslu við nemendafjölda, miða fjárveitingar tU rannsókna viö kennarafjölda en veita það fé á verkefnagrundvelli, og miða fjárveitingar tU framkvæmda við nemenda- og kennarafjölda. I skýrslu Þróunarnefndar Háskóla Is- lands eru athygUsverðar hugmyndir sem þarf að kanna frekar. Það er komið nóg af svartsýni og úrtölum. Við eigum aö vera jákvæð og bjartsýn, en að sjálfsögðu eigum við líka aö vera raunsæ. ’ ’ —EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.