Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Page 23
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 23 Sigurjón skoraði — og hefurverið boðinn samningur hjá Farense í 1. deild íPortúgal Sigurjón Kristjánsson skoraði sigurmark Campinense í gær þeg- ar liðið sigraði þriðja efsta liðið i 2. deild í Portúgal, EstorU Amaroi, 0—1 og það á útiveUi. Það voru hvað óvæntustu úrsUtin í Portúgal í knattspyrnunni um helgina. Þeir Sigurjón og Trausti Ömarsson áttu báðir góðan leik með Campinense. Þegar Sigurjón skoraði fékk hann knöttinn, spyrnti á markið eftir mUdnn einleUt. Knötturinn fór i varnarmann og Sigurjón náði hon- umafturogskoraði. Eins og oftast áður í vetur fylgd- ust menn frá Farense með íslensku leikmönnunum. Það lið er um miðja 1. deUd og hefur þegar boðið Sigurjóni samning næsta leiktíma- bU. Það mál er nú í athugun en fleiri portúgölsk lið hafa fylgst með Isiendingunum í vetur. hsím. Matti heims- meistari Fluuinn Matti Nykacnen varð sigurveg- ari í heimsbikarkeppnluui í skiðastökki, þegar hann sigraði i stökki af 90 m palli i Strbskc Pleso í Tékkóslövakiu í g»r. Matti hlaut samtals 224 stig. Austurrikis- maðuriun Andrcas Felder er næststiga- hæstur með 198 stig og landi haus, Emst Vettori, þriðji með 176 stig. Jens Wciss- flog frá A-Þýskalandi er i f jórða seti með lSlstig. -SOS. Aðsfæður slæmar en Ijis stórbætti þó Islandsmetið — Kastaði spjóti 58,24 m. Eggert og Sigurður sigruðu í Georgíu „Það kom mér svolítið á óvart að ég skyldi setja nýtt Islandsmet þar sem ég er tU þess að gera nýbyrjuð að kasta úti. Hef verið í mjög erfiðum æfingum og svo var annað. Veður þarna í Gains- vUle í Florida var erfitt tU keppni. Mjög hvasst og kastað undan vindinum sem er slæmt í spjótkasti,” sagði tris Grönfeidt cftir að hún setti nýtt ts- landsmet í spjótkasti. Kastaði 58,24 metra þarna í Fiorida og stórbætti eldra íslandsmet sitt. Það var 56,14 m. „Eg er mjög bjartsýn á góðan árang- ur í sumar. Það er gaman að byrja svona vel. Ég held að þetta komi vel út hjá mér — það er bara að sleppa við meiðsU. Kastsería mín í Florida var þannig. Ogilt — 55,98 — 53,00 — 51,20 — 58,24 og 55,52 m”. Iris er 22ja ára Borgfirðingur og hef- ur undanfarin ár stundað nám í íþróttafræðum við háskólann í Ala- bama. Þar eru nokkrir aðrir Islending- ar. Hún var eini Islendingurinn sem keppti á mótinu í Florida. KvennaUð Alabama-háskóla fór þangað en Þórdis Gísladóttir á enn viö meiðsU að stríða. Gat því ekki keppt þar og er reyndar meö hækjur enn. Hins vegar kepptu þeir Eggert Boga- son og Sigurður Einarsson á frjáls- íþróttamóti í Athens í Georgíu og sigr- uðu þar báðir eins og Iris. Sigurður kastaði spjótinu 80,18 metra og Eggert kringlunni 53,26 m. Með afreki sínu í Florida vann Iris sér rétt til að keppa á bandaríska há- skólamótinu í frjálsum íþróttum. Það verður háð í Austin í Texas 28. maí tii 1. júní og eftir það kemur Iris svo heim. Fer aftur utan í haust en hún á eftir eitt og hálft ár í námi sínu í Ala- bama. hsím. „Njósnarar” frá Juventus — fylgdust með leik Bordeaux á laugardag. Bordeaux sigraði6-l Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Það voru njósnarar frá Juventus, sem fylgdust með leik Bordeaux og Auxerre í 1. delldinni í Frakklandi á laugardag í Bordeaux en ítalska liðið leikur ein- mitt við Bordeaux í undanúrslitum Evrópublkarsins. Og þeir hafa fenglð nóg um að hugsa því Alain Giresse var hreint frábær, | vann stórsigur, 6—1. Lacombe ■ skoraði fyrsta markið á 15. mín. I Darren jafnaðl úr vítaspyrnu í 1—1 I rétt á eftir. Síðan var einstefna á * mark Auxerre. Battiston skoraði I annað og þriðja mark Bordeaux, hið fyrra úr víti og í síðari hálf- j leiknum skoruðu Giresse, Martinez , og Lacombe. Sjá nánar bls. 32. ^ Bordeaux, þar sem fyririiðinn -hsím. | Siggi Sveins markahæstur í V-Þýskalandi — skoraði 10 mörk fyrir Lemgo sem vann Schwabing, 22:20 Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Sigurður Sveinsson fór heldur bet- ur á kostum þegar Lemgo vann mjög þýðingarmikinn sigur, 22—20, yfir Schwabing hér í 1. deildar keppninni í handknattleik. Sigurður var hreint óstöðvandi og skoraði hann 10 mörk í leiknum og er hann nú markahæstur i V-Þýskalandi, með 131 mark. „Ég skoraði fyrstu fimm mörkin okkar. Var þá tekinn úr umferð,” sagði Siguröur eftir leikinn. Þess má geta að Sigurður skoraði sjö af ellefu fyrstu mörkum Lemgo sem var yfir, 11—8, í leikhléi. Sigurður skoraöi fjögur af mörkun- um sínum tíu úr vítaköstum. -AH/-SOS • Sigurður Sveiusson. „Fór troðnar slóðir í síðasta leik mínum” — sagði iónas Jóhannessson, N jarðvík, sem er ákveðinn í að hætta „Mér fannst ég ekkl geta lagt skóna á hilluna nema með sigri,” sagði hinn hávaxni og gamansami Jónas Jóhann- esson, sem að margra dóml áttl mest- an þátt í sigri UMFN gegn Haukum, um leið og hann setti skóna sína upp i hillu á heimili sinu í Njarðvík, „en ég vildi ekki fara ótroðnar slóðir í leikn- um og „tróð” því tvisvar og meira að segja skoraðl ég allra síðustu körfuna á mínum langa ferli á þann máta.” Jónas átti sinn langbesta leik í vetur í lokastríðinu viö Hauka. „Já, eins og þú sérð auglýsum við fyrir Osram, þetta er búið að vera blikkandi hjá mér í vetur en nú, þegar spennan náði há- marki, þá kviknaði á perunni hjá mér í dag.” Eftir frammistöðu Jónasar í „sein- asta leiknum” geta Njarðvíkingar illa sætt sig viö að hann skuli vera hættur og við erum reyndar efins um það, og því spurðum við Brynjar Sveinsson ljósmyndari hvort við ættum ekki að koma aftur í haust og vera viðstaddir þegar hann blési rykið af skónum og tæki þá fram að nýju. „Þaö er óþarfi, í fyrsta lagi er ég hættur og í öðru lagi verður ekkert ryk á þeim — ég dusta það af daglega.” emm • Sjá allt um úrslitaleikinn ábls. 30-31. „Nú legg ég skóna á hilluna”, Jónas I ákveðinn í að hætta. DV-mynd Brynjar Gauti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.