Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 28
GAT ÍSLEN íþróttir ðþróttir íþróttir fþróttir • íþróttii DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. Víkingur sigraði Evrópumeistara Barcelona meí tslenskur handknattlelkur fékk enn eina rósína í hnappagatið í Laugar- dalshöll í gærkvöldi, þegar bikarmeist- arar Víkings léku frábæran handknatt- leik gegn Evrópumeisturunum Barce- lona, v'oru sterkari á nær öllum sviðum handboltans og unnu verðskuldaðan sigur. Sjö marka munur í lokin, 20—13, og sá munur náðist í fyrri hálfleiknum. Sjaldan hefur islenskt lið leikið jafnvel og Víkingar þá — Evrópumeistararnir ráðalausir gegn snjöilum leik Víkinga. Komust litið sem ekkert áfram í sókn- arleiknum og á meðan Víkingar röðuðu inn 11 mörkum með frábærri nýtingu tókst Barcelona aðeins að skora f jögur mörk. Fyrsta mark sitt eftir tæpar 12 min. sem var nær endurtekning á leiknum við Crvenka á dögunum. Ann- að markið eftir 17 mín. og staðan i hálf- leik var hreint ótrúleg. Víkbigur 11 — Barcelona 4. Víkingur náði mest niu marka forustu í leiknum en Barcelona tókst að minnka muninn með aðstoð’ norskra dómara. Þeir voru Vikingum ekki hagstæðir i leiknum og beinlínis fóru úr sambandi um tíma. Víkingssigurinn byggðist fyrst og fremst á mjög snjöllum vamarleik og frábærri markvörslu Kristjáns Sig- mundssonar. Vörnin leikin framarlega og ruglaði það mjög sókn Barcelona. Leikmenn Barcelona flestir mjög há- vaxnir en samt tókst þeim sjaldan að skora úr langskotum. Víkingsveggur- inn þéttur og að baki Kristján með sinn snilldarleik í markinu. Fékk aðeins á sig 13 mörk en sóknarlotur Barcelona voru 37. Liðsheildin aðall Víkings En það er erfitt að taka einn leik- mann Vikings út öörum fremur. Það voru átta hetjur í liöinu, samstillt liðs- heild. Já, liðsheildin var aðall Víkings. Varnarleikurinn stórgóður og þar var hlutur þeirra Hilmars Sigurgíslasonar og Einars Jóhannessonar stór, leik- menn sem ekki ber mikið á en standa vel fyrir sínu svo ekki sé meira sagt. Steinar og Þorbergur einhverjir al- sterkustu vamarmenn Islands — Guð- mundur og Karl gefa sjaldan eftir í hornunum. Sóknarieikurinn var ekki alltaf nógu yfirvegaður en fallegar fléttur sem gáfu mörk sáust oft. Allir útileikmenn Víkings skoruðu — flétt- urnar rugluðu hávaxna leikmenn Barcelona sem flestir gnæfðu yfir Vík- inga. En það er ekki nóg að vera stór — þaö þarf líka að vera stór í hugsun. Leikurinn í heild verður lengi minnis- stæöur, þökk sé Víkingum. Gangur leiksins Víkingar byrjuðu mjög vel — skor- uðu þrjú fyrstu mörkin en misnotuðu þó vítakast. Guðmundur fiskaði tvö vítaköst frá upphafi leiksins. Viggó Sigurðsson lét verja það fyrra frá sér en skoraði úr því síðara. Síðan skoraöi Þorbergur tvö mörk úr hraðaupp- hlaupum, 3—0. Einari var vísað út af og Spánverjum tókst að skora sitt fyrsta mark eftir 11.30 mín. Zerrano var þar aö verki en rétt áður hafði úti- dómarinn dæmt mðning á spánska. Hinn breytti því í brot á Víking og Barcelona skoraði. En Víkingar héldu áfram sínum góða leik. Karl skoraði úr hominu, síð- an Guðmundur, gull af marki, 5—1, eftir 16 mín. Mínútu síöar tókst Barce- lona að skora sitt annaö mark, víta- kast. Síðan aftur þrjú Víkingsmörk í röð, Hilmar fyrst af línu eftir sendingu Viggós, síðan Þorbergur tvö með lang- skotum, 8—2, eftir 22 mín. Hreint ótrú- iFáar taktískar í villur Víkinga í — sagði Bogdan Kowalczyk Víkingsþ jálfari „Þetta var mjög góður leikur hjá Víkingum, sérstaklega varnar- leikurinn. Undirbúnmgur fyrir leikinn var góður og skynsamlega byggður upp. Vikingsliðiö spilað mjög vel og urðu á fáar taktískar villur,” sagði Bogdan Kowlaczyk Vikingsþjálfari eftir leikinn i gær- kvöld í Laugardalshöll. „Eini plúsinn sem við höfum í síöari leikinn í Barcelona eru mörkin sjö sem Víkingur vann meö. Það er nokkuð algengt í Evrópukeppni að liö vinni með sjö marka mun heima en tapi með meiri mun á útivelli,” sagði Bogd- an ánægður en hann vildi ekkert ræða um dómgæsluna í leiknum. -hsím. Karl Þráinsson, Vikingurinn 19 ára, skoraði falleg mörk úr hornunum. Hér fékk hann tækifæri til að bæta einu við úr hraðaupphlaupi en markvörður Barcelona varði. DV-mynd Brynjar Gauti. Góð nýting hjá Víkingum Þaö er ekki annaö' hægt að segja en að nýt- ing Víkinga hafi verið mjög gðð gegn Barce- lona í Laugardalshöllinni. Víkingar náðu stór- góðri nýtingu í fyrri hálfleik en þá skoruðu þeir XI mörk úr 17 sóknarlotum sem er 64,7% nýting. Þeir skoruðu 9 mörk ár 20 sóknariot- um í seinni hálfleik sem er 45%. AIIs skoruðu þeir 20 mörk úr 37 sóknariotum sem er 54%. Kristján Sigmundsson varði mjög vel í markinu — samtals 18 skot. Þar af 12 skot þar sem Víkingar f engu knöttinn. Árangur einstakra leikmanna var þessi í leiknum — fyrst mörk/víti, þá skot, knetti tapaðognýting: Viggó Þorbergur Karl Guðmundur HUmar Einar Steinar 6/2-9-4-46,1% 5/2-8-1-55% 3 -4-0-75% 2 -3-0-66,6% 2 -2-1-66,6% 1 —1—0—100% 1 -2-1-33,3% Víkingar skora fimm mörk úr langskotum, fjögur úr vítaköstum, þrjú úr horni, þrjú af Kolbeinn fékk bronsi Kolbeinn Gíslason varð í þriðja sæti á opna belgíska meistaramótinu í júdó um helgina í +95 kg flokki. Ekki hafa borist fréttir um í hvaða sæti Bjarni Ág. Friðriksson hafnaði. Strachan ekki með Skotlandi Gordon Strachan hjá Manchester United, mun ekki geta leikið HM-leik Skotiands og Waies á Hampden Park á miðvikudaginn. Þegar Strachan kom til Glasgow í gær kvart- aði hann undan meiðsium í tá. Jock Stein, iandsiiðseinvaldur Skota, sendi hann þá strax á sjúkrahús — í röntgenmyndatöku. — „Táin var ekki brotin en ég heid að það sé rétt að senda hann til Manchester til meðhöndlunar hjá lækni,” sagði Stein. -SOS línu, þrjú úr hraðupphlaupum og tvö með gegnumbrotum. • Guðmundur fiskaði fjögur víti, Steinar eitt. Karl átti tvær línusendingar, sem gáfu mark, Viggó eina. Viggó misnotaði eitt víta- kast. • Sjö Víkingum var vikiö af leikvelli, fjór- umspánverjum. • Kristján varði alls 12 skot þar sem Víkingar fengu knöttinn. Níu langskot, tvö úr hornum og eitt af h'nu. Spánski markvörður- inn varði sex skot. • Spánverjar skoruðu fjögur mörk með langskotum, þrjú úr hornum, þrjú með gegn- umbrotumogeittúrvítakasti. -SOS. I OJU mwi H I j - og Essen á toppinn I j Kiel tapaði j IAlfreö Gíslason skoraði sjö mörk I fyrlr Essen, þegar félagið vann I I stórsigur, 25—16, yfir Gummer-i |*bach í Essen. Essen skaust þar* með upp á toppinn í V-Þýskalandi, I I þar sem Kiel mátti þola tap, 20—21, . I fyrlr Atla Hiimarssyni og félögum | Ihans hjá Bergkamen. ■ Essen er með 28 stig, Gummers-1 Ibach 27 og Kíei, sem hefur leikiö I einumleikfærra,ermeö26stig. ■ I Leikur Bergkamen og Kiel var I J æsispennandi. Bergkamen var: | yfir, 19-16, en Kiel náöi aö jafna. | ■ Þaö voru aðeins 54 sek. eftir þegar ■ I Bergkemen náði að tryggja sér sig-1 - ur — þýðingarmikínn sigur i faU-J I baráttunni. f Li nn wmm hw a wmm mwm * Guðmundur Vikingsfyrirliði svífur inn úr horninu og skorar. Hann fiskaði • Pétur Pétursson. Pétur með „come back” — skoraði með skalla þegar Feyenoord vann Zwolle, 6:0 Frá Kristjáni Bemburg, frcttamanni DV í Belgíu: — Pétur Pétursson átti mjög gott „come-back” með Feyenoord þegar félagið vann stórsigur, 6—0, yfir Zwolle. Pétur kom inn á sem varamaður fyrir Houtmann og skoraði hann sjötta mark Feyenoord með skalia, eftir fyrirgjöf frá Simon Thamata. Þá lagði Pétur upp eitt mark, sem Tahamata skoraði, en hann skoraði tvö mörk í leiknum, einnig Hoekstra og Houtmann skoraði eitt. ♦ Ajax iagöí Sittard að velli, 2—0, úti og er félagið efst í Hollandi með 39 stig, eftir 22 leflti Eindhoven er með 36 og Feyenoord 33. -KB/-SOS Bjarai áfram íV-Þýskalandi Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í V- Þýskalandi: — Bjarni Guðmundsson, landsUðs- maður í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við 2. deUdar Uðiö Wanne-Eiken. -AH/-SOS Atli aftur til ísaf jarðar Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni. DV i Belgíu: — tsfiröingurbm Atli Ebiarsson er farinu frá Lokercn áður en samnbigur hans rann út. Forráðamenn féiagsms gáfu Atla leyfi tll að fara eftir að hann hafði farið f ram á þaö. — Þetta hefur veriö mikil og góð reynsla fyrir mig. Ég kunni vel við mig hér þegar júgóslavneski þjálfarinn Davidovic var hér en eftir aö hann var iátinn fara fann ég mig ekki i herbúðum Lokeren og óskaði eftir að fá að fara, sagði AtU í stuttu spjalli við DV. -SOS. Haukar leika gegn Fram | — og KR mætir Keflavík Undanúrsiitín í bikarkeppnínni í körfuknatt- ieik fara fram í kvöid. Haukar leika gegn Fram í Hafnarfirði kl. 20.30. Viðar Þorkelsson og Símon Ólafsson leika að nýju með Framliðinu. KR-ingar mæta Keflavik i Hagaskólanum kl. 20. Nafnið komið á bikarinn | Það vakti athygU á laugardag í Njarövík,. þegar Njarðvíkurliðinu var afhentur bikarinn fyrir -igur á Islandsmótinu í körfuknattleík, að nafn UMFN var komið á bikarinn. Brynjar liðs- stjóri Sigmundsson var með plötuna og var fljótur til. Festi hana á bikarinn. -emm. ■ Reid og Hughes eruþeirbestu! Peter Reid, fyrirliði Everton-liðsins, var í gær útncfndur „Leikmaður ársbis 1985” af sam- tökura atvinnuknattspyrnumanna í Englandi. Þá var Mark Hughes hjá Manchester Unitcd út- nefndur efnilcgasti leikmaðurinn. Hughes hefur skorað 21 mark fyrir Unlted og er hann taUnn efnilegasti miðherji ensku knattspyrnunnar. -SOS. ENN EIN fþróttir íþróttir iþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.