Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Qupperneq 30
30
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Njarðvíkingar íslandsmeistarar:
Aldrei hefur spennan verið
meiri í „Ijónagryfjunni”
— Njarðvíkingar sigruðu Hauka, 67:61, í þriðja leik liðanna á laugardag
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttamanni
DVáSuöurnesjum:
Aldrei hefur rikt jafnmikil spenna í
„ljónagryfjunni” í Njarðvík og þegar
heimamenn léku þriðja úrslitaleikinn í
úrvalsdeildinni á laugardaginn.
tþróttahúsið var troðfullt tæpum
klukkutíma fyrir leik og komust færri
að en viidu, og löngu áður en flautað
var til Ieiks tóku menn að berja
bumbur og æfa hvatningarhróp, aöal-
lega heimamenn, sem voru öllu fjöl-
mennari á áhorfendapöllunum.
Skemmst er frá því að segja að eftir
mjög jafnan fyrri hálfleik, 30—30, og
allt þar til fimm mínútur voru til loka,
tókst Njarðvíkingum aö hrista
Haukana af sér og sigra með 67 stigum
gegn 61 og verja íslandsmeistaratitil
sinn. Allt ætlaði um koll að keyra þegar
lokamerkið gall. Áhorfendur þustu inn
á IcikvöIIinn föðmuðu og kysstu leik-
menn og Gunnari Þorvarðarsyni þjálf-
ara var þeytt í loft upp ásamt lukku-
tröUiUMFN.
Valur Ingimundarson afþakkaði
slíka flugferð, enda kannski orðinn
þreyttur í vængjunum eftir að hafa
veriö inn á allan leikinn og staðiö sig
frábærlega — er án efa maöur úrvals-
deildarinnar Uðið leiktímabil. Hauk-
arnir tóku ósigrinum íþróttmannslega,
óskuðu sigurvegurunum til hamingju
r„Náðum
okkur
aldrei á
strik”
— sagði Einar
Bollason, þjálfari
Hauka
„Ég er stoltur af strákunum, þótt
þeim hafi ekki tekist að vinna
Islandsmeistaratitilinn,” sagði
Einar BoIIason. „Of margir leikir
og erfiöir ásamt talsverðum
vonbrigðum í seinasta leiknum ollu
því að þeir náöu sér aldrei á strik í
leiknum og gátu ekki sýnt hvað í
þeim býr. Njarðvíkingum tókstþað
I hins vegar og þeir eru vel að
sigrinum komnir, voru sterkari í
lokin. Þrátt fyrir ýmsa annmarka
held ég að nauðsynlegt sé að hafa
úrslitakeppni f jögurra liða, en und-
ankeppnin má vera með öðru sniði,
eins og t.d. hugmyndin aö keppa í
tveimur riðlum og tvö efstu liðin
keppa síðan til úrslita þar sem allir
hafa jafna möguleika — en ekki
eins og nú er að lið númer 4 í for-
keppni geti orðið meistari. Svo
verður aö skipuleggja leiki betur
og hafa þá jafnari — að ekki líði
hálfur mánuður á milli leikja en
síðan sé keppt fjórum sinnum í
viku. Sljkt er ótækt. 1 bikarkeppn-
inni getum við orðið að gjalda þess.
Strax á mánudaginn eigum við
næsta leik og ekki er að vita hvort
við verðum búnir aö jafna okkur
eftir erfiðið í dag.”
-emm.
og báruö höfuöið hátt, enda gátu þeir
þaö eftir góðan árangur í vetur. — Nú,
og bikarkeppninni er ekki lokið ennþá,
þar sem Haukarnir geta krækt sér í
verðugan titil. Það væri góð sárabót
fyrir aö standa á þröskuldi Islands-
meistaratitilsins, en fá svo hurðina á
nefið í þessum lokaleik.
Spennan mikil
Það var erfitt, bæði fyrir leikmenn
og áhorfendur, að taka þátt í þessum
leik — hvora á sinn máta.
Jafnræöið var svo mikið lengst af aö
ekki skildu nema mest fimm stig liðin
aö en yfirleitt munaöi einu stigi eða
ljósataflan sýndi jafnar tölur. Hvorum
megin skyldi sigurinn lenda, hjá öllu
reyndari meisturum eða ungum titil-
þyrstum Haukum? Bæði liðin settu í
fimmta hraðastigið strax í byrjun og
svitinn bogaði fljótt af leikmönnum.
Haukarnir skoruðu fyrstu körfuna,
Pálmar úr vítakasti en Isak Tómasson
svaraði með körfu, en síðan tókst
Haukunum öllu betur, liðsheildin sterk
og þeir Olafur Rafnsson, Kristinn
Kristinsson, Ivar Webster og Hálfdán
Markússon, skora fallegar körfur.
Staðan 6—11 þegar fjórar mínútur
voru liönar en þá tóku heimamenn við
sér, bæði Valur, Isak og Jónas
Jóhannesson, sem hafði góðar gætur á
hinum hávaxna Ivari Webster og tókst
allvel að „halda honum niðri” leikinn
út, — minnkuðu þeir muninn í 20—21,
en þá sá Gunnar Þorvarðarson þjálfari
að við svo búið má ekki standa, skellti
sér inn á og kom jafnvægi á leik liðsins
en Pálmar sá aðallega fyrir því að
Haukunum tókst að halda jöfnu í hálf-
leik, 30-30.
Haukar komust yfir
Haukamir hófu seinni hálfleikinn
vel. Pálmar og Webster skora 30—34
og gestimir leiða leikinn framan af en
Isak, Valur, Ámi Lárusson og Jónas
snúa taflinu við svo fyrr en varði hafa
Njarðvíkingar náð forskoti, 48—44, en
Pálmar skorar þá þriggja stiga körfu,
þá einu í leiknum, og jjaggaði í bili
niður í fylgjendum heimamanna og
Hálfdán hinn hittni jafnar, 49—49, um
miðjan hálfleikinn. Næstu mínúturnar
skora liöin sitt á hvað. 55—55 stendur
þegar Jónas Jóhannesson vindur sér
undir körfuna, tekur heilan hring og
skorar af miklu harðfylgi. Hvort það
var því eða einhverju öðru að þakka,
þá náðu heimamenn góðum kafla,
• Valur Ingimundarson, fyrirliði Njarðvikinga, sést hér hampa Íslands-
meistarastyttunni.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Isak, Gunnar og Valur, ásamt Jónasi,
sem tvívegis „tróð” — léku yfirvegað,
en leikur Hauka fór úr böndunum.
Njarövíkingar ná 64—57 þegar 1:22
mín. eru eftir — og þeir bjartsýnustu
fara að fagna sigri — blómvendir
færðir inn í salinn og feginsstunur
koma f rá taugaspenntum áhorfendum.
Haukamir klóra í bakkann, Pálmar
skorar fjögur seinustu stigin en það
nægir ekki sigur og Islandsmeistara-
titillinn varð ekki af UMFN tekinn —
67—61 — þar sem betra liðið sigraöi í
lokaátökunum, þar sem mikill sviti
draup, en ekkert blóð, því leikurinn
var drengilega spilaður og körfuknatt-
leiksíþróttinni til sóma í alla staöi.
Dómarar vom þeir Jón Otti Olafsson
og Sigurður Valur HaUdórsson. Þeir
fengu rósir að leikslokum og var það
vel við hæfi, bættu einni rós í hnappa-
gatið fyrir vel unnin störf, í orðsins
fyUstu merkingu.
Stig UMFN. Valur Ingimundarson 17, Jónas
Jóhannesson 14, Isak Tómasson 13, Gunnar
Þorvarðarson, 8, Arni Lárusson 6 Helgi
Rafnsson 4, Hreiðar Hreiðarsson 3, Teitur
örlygsson 2.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 19, Ivar
Webster 16, Hálfdán Markússon 10, Olafur
Rafnsson 6, Kristinn Kristinsson 6, Ivar
Ásgeirsson 2, Reynir Kristjánsson 2
Fráköst:
UMFN:
Jónas
Vaiur
Helgi
Hreiðar
Gunnar
Árni
tsak
HAUKAR:
Webster
Pálmar
Hálfdán
Kristinn
íva.r As.
Reynir
Olafur
Vitaköst:
UMFN:
Hreiðar
tsak
Valur
Gunnar
Haukar:
Pálmar
Kristinn
sókn vöm
6 6
Hilmar Haf steinsson.
Gunnar
frábær
— sagði Hilmar
Hafsteinsson,
formaðurkörfuknatt-
leiksdeildarUMFN
Það var ekki að sjá á Hiltnari
Hafsteinssyni að stórorrustu væri
nýlokið hjá Njarðvíkingum þegar
við hittum hann að leikslokum.
Hann var hinn rólegastí, en að
sjálfsögðu ánægður með
árangurinn. „Þetta er frábært hjá
Gunnari Þorvarðarsyni, að leiða
liðið til sigurs í keppninni, og hann
ætti að snúa sér að þjálfun í fram-
tíðinni og láta einskis ófreistað að
mennta sig í þeim efnum, þar fengi
körfuknattleiksíþróttin góðan
þjálfara. Utkoman hjá UMFN í
körfuknattleiksdeildinni hefur
verið góð í alla staði, bæði í árangri
og fjárhag, en við erum ekki
fylgjandi fyrirkomulagi keppn-
innar i úrvalsdeildinni eins og það
er nú, því verður að breyta á næsta
ársþingi.”
-emm.
Anna Magga Hauksdóttir.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Hét 10 þús. kr,
á Njarðvík
Anna Magga Hauksdóttir af henti upphæðina
eftir leikinn
Áhorfendur eru mjög áhugasamir í
Njarðvík og fylgjast vel með liði sínu
sem er reyndar stolt bæjarins. Við
hittum önnu Möggu að leikslokum og
spurðum hana hvernig henni þættu
úrslitin.
„Þau voru góð að sjálfsögðu, en ég
sá ekki leikinn.” Hvert var þá erindið?
„Að afhenda 10 þúsund kr. áheit.” Sem
sagt 10 þúsund krónum fátækari? „Já,
en við erum einum bikar ríkari,”
svaraði hún um hæl. Þess má og geta
að hún er móðir Arna Lárussonar í
UMFN.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir