Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 25. MARS1985. 31 íþróttir fþróttir Iþróttir íþróttir 'Æ ' Vs <*tvr (M 71 v| jg| ■-UJ| L * y f * yy íslandsmeistarar Njarðvikur 1985. Efri röð frá vinstri: Július Valgeirsson, Hafþór Óskarsson, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafnsson, Jónas Jóhannes- son, Valur Ingimundarson, Brynjar Sigmundsson liðsstjóri. Fremri röð: Teitur Örlygsson, Árni Lárusson, Helgi Rafnsson, ísak Tómasson og Gunnar Þorvarðarson. DV-mynd Brynjar Gauti. „Sigur UMFN krafta- verk” — sagði Bogi Þor- steinsson, „faðir körfuboltans” á íslandi „Sigur Njarövíkinga er nánast kraftaverk, miðað við að þeir misstu fimm menn í haust. En skörðin hafa verið fyllt, það ieynir sér ekki. Mér kom ekki annaö i hug, þegar byrjað var í haust sem leið, en baráttan hjá liðinu stæði um það að halda sér í deild- inni en ekki að sigra í úrvalsdeildinni. Gunnar Þorvarðarson hefur sýnt að hann kann til verka sem þjálfari og frammistaða hans sem leikmanns jafnframt því er hreint frábaer. Valur Ingimundarson, maður mótsins, árétt- aði í þessum leik, eins og ég hef áður haldið fram, að hann er okkar snjall- asti körfuknattleiksmaður.” Svo mælti Bogi Þorsteinsson, kallaður faðir körfuknattleiksins á íslandi, sem var að vonum hrærður þegar við hittum hann að loknum leik og afhendingu verðlauna, sem hann tók þátt í. -emm. ..Frábært lið í lokaorrustunni” — sagði Gunnar Þorvarðarson, fyritiiði og þjálfari UMFN „Þungu fargi er af mér létt,” sagði Gunnar Þorvarðarson, með fullt fangið af blómum, þegar við hittum hann á leið til búningsherbergja UMFN þar sem hann komst varla áfram fyrir himinglöðum fylgjendum liðsins. „Þetta var erfiður leikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á loka- mínútunum enda við erfiða andstæð- inga að etja. t hverju var sigurinn fólg- inn? Frábæru liði sem ekki brást þegar mest á reyndi. Við náðum góðum lcik- kafla undir lokin, spennan fór úr leik- mönnum og þeir spiluðu létt og leik- andi. Hver sigrar í bikarnum? spyrðu — um það get ég ekki sagt.” Ánægjuleg stund „Þetta var skemmtilegur leikur og létt yfir honum þrátt fyrir mikilvægiö og spennuna sem honum fylgdi,” sagði Ingólfur Eiríksson, formaöur KKI, þegar viö náöum tali af honum eftir að hann hafði afhent sigurverölaunin, „og besta liðið sigraði. Það er uppörvandi að sjá hvað körfuknattleiksíþróttin á miklum vinsældum að fagna hér syðra og stemmningin var eftirminnileg.” Vonbrigðin frá fyrri ieiknum „Auðvitað var sárt að tapa leiknum eftir að hafa verið alveg á mörkunum með að vinna mótið í leiknum sem spil- aður var í Hafnarfiröi þar sem óheppn- in elti okkur,” sagöi Hálfdán Markús- son, ein aöalskytta Hauka,” og ég held að vonbrigöin úr þeim leik hafi setið í leikmönnum og skapað taugaspennu enda bar liðið þess merki í þessum leik, sérstaklega sóknarleiknum og skotfiminni sem ekki var nógu mikil. Vömin stóö sig hins vegar vel. Loka- kaflinn var slæmur hjá okkur, urðum staðir og misstumtaktinn.” Aðspurður um bikarkeppnina kvað hann Haukana ætla sér aö sigra þar. Vissum að við myndum sigra „Þetta hafðist eftir mikið stríð,” sagði Valur Ingimundarson. „En þessi leikur var ekki eins erfiður og leikurinn í Firðinum um daginn þar sem við tryggðum okkur sigur á lokasekúnd- unni. Sjaldan hefur reynt meira á liðið en í þessum leik. Við höföum ótta af Haukunum sem eru með ungt og efni- legt lið en vissum aö viö mundum sigra ef allt gengi upp. Haukamir voru samt ekki okkar erfiðustu mótherjar, heldur Valsmenn, en sá leikmaöur sem okkur stóö mest ógn af var Pálmar Sigurðs- son. Okkur þykir heldur miður að hafa falliö úr bikarkeppninni en þar hefur okkur jafnan gengiö illa. Haukamir ættu að geta sigrað þar, því spái ég.” Jónas kom á óvart „Við náðum ekki að sýna okkar besta,” sagði Pálmar Sigurðsson, „álagið hefur verið mikið á okkur undanfarið og þreyta komin í liöið. Njarðvíkingar voru aftur á móti ákveðnir og þeim tókst betur en okkur. Sérstaklega kom Jónas Jóhannesson á óvart. Sýndi það sem hann hefur ekki gert í vetur og var kannski maðurinn á bak við sigurinn í dag. Pálmar sá erfiðasti „Þetta er með erfiðari leikjum sem ég hef spilað,” sagði Isak Tómasson, ungliði UMFN. „En meö samheldni tókst okkur aö merja sigurinn og halda titlinum. Annars er þetta búið að vera skemmtilegt í vetur og það er kannski allra best aö vinna með hörðum úrslitaleik. Jú, ég hef stundum haft erfitt hlutverk, verið falið að gæta snjöllustu andstæöinganna og því oft fengið fimm vUlur í leik. Þá er slæmt að geta ekki lagt neitt af mörkum, verða að horfa á þaö sem eftir er leiks. Pálmar er sá erfiðasti að gæta enda frábær leikmaður. Að sumu leyti er ég feginn að við féUum úr bikarnum en samt hefði verið gaman að standa í slagnum.” Bogi Þorsteinsson afhendir Gunnari Þorvarðarsyni blómvönd. DV-mynd Brynjar Gauti. • Leikmenn Njarðvíkurliðsins þakka stuðningsmönnum sinum góðan stuðning í „Ijónagryfjunni". DV-mynd Brynjar Gauti. Njarðvíkingum boðið i Þórscafe Þórscafé hefur boðið tslandsmcist- urum Njarðvíkur í körfuknattleik tU kvöldverðar í Þórscafé á föstudags- kvöldlð kemur. Njarðvíkingai hafa þegið boðið með þökkum en í Þórs- café taka tveir kunnir söngvarar á móti þeim — þau Anna VUhjálms og Einar JúUusson, sem hafa gert stormandi lukku í Þórscafé að und- anförnu, ásamt hljómsveitum s'mum ogÞórscabarett. — Þetta boð frá Þórscafé kom okk- ur skemmtilega á óvart og hlökkum við tU að eiga kvöldstund þar, sagöi HUmar Hafsteinsson, formaður UMFN, þegar Njarðvíkingar fengu boöið. Hilmar sagði að án efa kæmu margir Suðumesjabúar í Þórscafé á föstudaginn til að eiga góða kvöld- stund með leikmönnum Njarðvikur- iiðsins sem hafa lagt mjög hart að sér í vetur. — Eg hvet Njarövikinga og aðra stuðningsmenn Njarðvíkur- liðsins til að panta borð timanlega í Þórscafé og taka þátt i „siðasta leik” Njarðvíkurliösins á keppnistímabU- inu, sagöi Hilmar. I J Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.