Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1985, Blaðsíða 53
DV. MÁNUDAGUK 25. MARS1985. 22 53 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Kjóllinn góði. Ber er hver að baki... Þaö var margt frægra manna sem saman voru komnir í tilefni af opnun ljóanyndasýningar Duran Duran með- Umsins Nick Rhodes. Meöal gesta voru: Paul Young, Tompson Twins, Jon Moss, og kona Rhodes, Julie Ann. Hún gersamlega stal senunni og ljós- myndarar sem þarna voru komnir til aö ljósmynda allar stjörnumar gátu ekki aö því gert aö athyglin beindist öll að frú Rhodes. Hún var í einhverjum flegnasta kjól sem sést hefur í Bret- landi og þótt víðar væri leitað. Menn voru hrifnir af uppátækinu og lofuðu mjög tískufrömuöi, aö koma meö slíkan fatnað á markað. Þaö var vinur Rhodes sem hannaöi kjólinn, Bruce nokkur Oldfield. Viö bíðum þess í ofvæni aö tíska þessi berist til Islands köldu stranda. A meöan geta menn yljaö sér viö tilhugsunina eina saman og haft myndina til hliösjónar. Scotch« ^ A 11 1 MIKIÐ ÚRVAL AF VÖRUM FRÁ 3M Lfmbönd, statff og haldarar í miklu úrvali rykgrimur lykteyðandi grimur - málningar grímur SANDPAPPIR arkir rúllur diskar og belti slípiklossar og heflar Janni hefur ger- sigrað landa sína Flestir eiga í litlum vandræðum með aö þekkja þá sem skopstæld er þarna, Janni Spies. Hún á hug sam- landa sinna allan og þegar hún gekk aö eiga Símon gamla heillaði hún Dani svo aö þá kitlaði í hjartaræturn- ar. Sama hefur vísast gerst með Lene Christiansen, aðstoðarf orstjóra feröaskrifstofu Spies, er hún giftist lækninum Jörgen Hansen í ferðinni sem sagt var frá hér um daginn. Eitthvaö skoluðum við til kyni Lene en það leiðréttist hér meö. Svo vikiö sé aftur til Janni þá hætti hún að brosa er hún missti Símon sinn. En svo virðist sem hún sé farín að brosa aftur, stúlkan, og skorað er á hana hér með að halda þvi áfram. Er hljómsveitin Duran Duran að leysast upp? Þeir Taylor bræður í Duran Duran hafa nú spilaö inn á plötu meö „fönk” hljómsveitinni Power Station. Mönnum þykir þetta benda til þess að ákveðin þreyta sé komin upp í sam- starfi þeirra félaga í Duran Duran. Þeir John og Andy hafa lýst yfir aö þetta þýöi á engan hátt aö Duran Duran sé að leysast upp, þeir séu aöeins aö fá útrás fyrír löngun sína til aö spila eitthvað annaö en Duran Duran spilar. Platan með Power Station kallast ,^ome like it hot” og ku komin í verslanir víöa um heim. Hljómsveitin þykir góö en varla nær hún sömu vinsældum og Duran Duran nýtur. Þeir félagar hafa lýst yfir aö þeir muni spila saman svo lengi sem einhverjir vilja hlusta á þá. Þeir þurfa ekki aö óttast neitt því hérlendis eiga þeir dyggan aðdáendahóp sem nánast myndi fylgja þeim í gegnum þykkt og þunnt. Aðdáendur hljómsveitarinnar eru meira aö segja svo niðursokknir að þeir vita allt sem hægt er aö vita um hljómsveitina. Menn rámar í þátt sem var á rás n fyrir skemmstu jrar sem plata var í boði fyrir þann sem vissi hver þeirra Duran Duran félaga væri loönastur á fótunum. Meö það sama hringdi ung stúlka, skaut og haföi rétt. Otrúlegt. Fyrir hönd allra aðdáenda Duran Duran óskar Sviðsljósiö þess aö þeir félagar standi við orö sín og starfi saman svo Iengi sem við viljum hlusta. Sjaldan hef ég nú f lot- inu neitað Hvað léttir frekar lund en lýsisdropi í morgunsáriö? Ertu með hálsríg? Þar er svo sannarlega misjafnt sem mennimir fást viö. Þessi er starfsmaöur í brugghúsi og veöjaöi dag einn við samstarfsmenn sína um hvort hann gæti haldiö jafnvægi meö 16 ölkassa á hökunni. Hann vann veö- máliö, drengurinn, og er stoltur af. Ekki fylgir sögunni hvort kass- amir voru tómir eöur ei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.