Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 1
38.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG.
Helgarblað 1
Tvö blöðídag-64síður
ITSTJÓRN SlMI 686611 <* AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SlMI 27022
Frjálst, óháð dagblað
DAGBLAÐIЗVÍSIR
257. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1985.
ÁST
Ástin grípur á margvíslegan hátt
inn í líf okkar. Við hér á helgarblað-
inu hðfum komist að þeirri nióur-
stöðu eftir miklar vangavehur {!).
„Ást! Ást! Ást... seint að kvetdi..."
söng Úmar Ragnarsson hér um árið.
Við tökum undir með honum í hug-
anum þegar við lesum helgarblaðið í
dag. Og þeir sem komið hafa þessu
töiublaði saman í vikunni hafa jafn-
vel raulað þann gamla slagara fyrir
munni sér við vinnuna.
Nýjustu fréttir af ástinni eru eigin-
lega með ýmsu móti. Við skulum
fyrst telja góðu fréttirnar:
Ágúst Guðmundsson, kvikmynda-
leikstjóri og leikari, er að filma ást-
arsögu í Kópavogi. Sú saga gerist í
kjörbúð - á bak við kjötborðið
starfar maður sem er ögn grályndur
í ástamálum.
Við hhtum sendiherra N-Kóreu
þegar hann var hér í stuttri heim-
sókn. Sendiherrann talar fyrir munn
„hins elskaða leiðtoga" lands síns,
hans félaga Kim Jong II sem er son-
ur hins mikla Kim II Sung.
Jón L. Árnason skákmaður skrifar
skemmtilega grein um Garrí Kaspar-
ov, hinn unga skáksnilling - sem
við grunum Jón um að elska (sem
skákmann auðvhað).
Hrafn Harðarson í Kópavogi sendi'
okkur tilskrif - og lýsir erfiðum
póstsamgöngum milli höfuðborgar-
innar og Kópavogs. Ekki beinlínis
ástarsaga.
Það er reyndar merkilegt hve
Kópavogur skýtur víða upp kollinum
í blaðinu okkar í dag. Ágúst og ást-
arsagan - og Jónas Kristjánsson
brá sér í Voginn og borðaði á veh-
ingastaðnum Mandarín. Það verður
nú varla sagt að Jónas hafi fengið
matarást á kokknum þar...
Og svo eru það dapurlegu fréttirn-
ar af ástinni: Heil opna um alnæmi
sem enskumælandi kalla aids og
frönskumælandi sida.
Þrátt fyrir alnæmið - þá er það
með vissri eftirsjá að við skilum
þessu tölublaði í hendur lesenda.
Okkur var farið að þykja vænt um
Þ80- -GG
st Guðmundsson orðinn
kjötkaupmaður