Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 25 HINHLIÐIN: FULLT NAFN: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. FÆÐINGARSTAÐUR: Reykjavík. EIGINKONA: Vigdís Bjarnadóttir. HÆÐ OG ÞYNGD: 185 cm og 100 kg. BÖRN: Fjögur: Valdimar Karl, Karl Höskuldur, Bjarni Karl og Guð- nýMarta. BIFREIÐ: BMW. STARF: Fulltrúi á skrifstofu Há- skóla íslands. LAUN: Æði misjöfn. ÁHUGAMÁL: Hestamennska og aU- ar íþróttir, söngur og Alþýðuflokkur- inn. BESTI VINUR: Konan, börnin og mamma. HELSTI VEIKLEIKI: Of smámuna- samur. HELSTIKOSTUR: Þrautseigja. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÖSÝNILEGUR EINN DAG? Kanna tölvur bankanna. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR EINA MILUÖN í HAPP- DRÆTTI? Kaupa mér hross og nota afganginn i útborgun í jörð. HVAÐ FER MEST Í TAUGARNAR Á ÞÉR? Syfjað fólk og áhugalaust. UPPÁHALDSMATUR: Dilkasteik. UPPÁHALDSDRYKKUR: Kók. HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA: EUsabetu Englandsdrottningu. HVAÐ LANGAR ÞIG MEST í Í JÖLAGJÖF: Nýjarreiðbuxur. HVAÐA DAGUR ER LEIÐINLEG- ASTUR? Mánudagur. UPPÁHALDSLEIKARI, ÍSLENSK- UR: Gunnar Eyjóifsson og Bessi Bjarnason. UPPÁHALDSLEIKARI, ERLEND- UR: ElUott Gould og Robert Red- ford. UPPAHALDSHLJÓMSVEIT: Sin- fóníuhljómsveit islands. uppAhaldsstjörnmálamað- UR: Jón Baldvin Hannibalsson. VIÐ HVAÐ ERT ÞÚ MEST HRÆDD- UR? Ég er of salega lofthræddur. HVER VAR FYRSTIBÍLLINN SEM ÞÚ KEYPTIR OG HVAÐ KOSTAÐI HANN? Það var Austin Gipsy og kostaði 75 þúsund gamlar krónur. UPPAHALDSLITUR: Rautt og bleikt. HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR RlK- ISSTJÓRNINNI: Andvígur. HVAR KYNNTIST ÞÚ KONU ÞINNI? i AmarhvoU i Reykjavík. HVAÐ VILDIR ÞÚ GERA Í ELL- INNI? Ríða út og fara á skiði. UPPAHALDSSJÖNVARPSÞÁTT- UR: Fréttir. UPPÁHALDSSJONVARPSMAÐ- UR: Ómar Ragnarsson. HEFUR ÞÉR EINHVERN TÍMA VERH) LÍKT VIÐ AÐRA PERSÖNU? Já, stundum, en enga þekkta karla. UPPÁHALDSFÉLAG 1 ÍÞRÓTT- UM: Valur og KR i knattspymu en ÍR og ÍS í körfu. Annars era ÖU íþróttafélögin stórkostlegar stofnan- ir. EF ÞÚ STARFAÐIR EKKI SEM FULLTRÚI HVAÐ MYNDIR ÞÚ HELST VILJA GERA ANNAÐ? Vera ráðherra eða bóndi. UPPÁHALDSBLAÐ: DV og Alþýðu- blaðið. UPPÁHALDSTÍMARIT: Eiðfaxi. HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK EF ÞÚ YRÐIR HELSTI RÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINNAR A MORGUN? Að selja alla umframraf- orku og nota gróðann tU að hækka lnnnin HVAR VILDIR ÞÚ HELST BÚA EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA A ÍS- LANDI? ISviss. ÞVÆRÐ ÞU UPP FYRIR KONUNA ÞÍNA? Spyrðuhana. MYNDIR ÞU TELJA ÞIG GÖÐAN EIGINMANN? Svona la la. HVER ER FALLEGASTI STAÐUR A ÍSLANDI? Lands veitin. FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Prinsessan mín, Guðný Marta. HVAÐA DAGUR ER SKEMMTI- LEGASTUR? Föstudagur. HVAÐ LtKAR ÞÉR VERST 1 FARI KVENMANNA? Ósanngimi ef ég er saklaus. HVAÐA RÁÐHERRAEMBÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR EF ÞÚ YRÐIR RÁÐHERRA A MORGUN? Embætti f orsætisráðherra. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA A MORGUN? Raga stóð austur i sveit. „Vildi vera ráð- herra eða bóndi” — GuðlaugurTryggvi Karlsson hestamaður, söngvari og krati sýnir á sér hina hliðina Hann var smápolli þegar hann i fyrsta skipti sat á hestbaki. Allar götur siðan hefur hann verið með meiri hestamönnum landsins, ríður út á hverjum degi sumarlangt og elskar hestana sína meira en margt annað. Hér er átt við Guðlaug Tryggva Karlsson, fuUtrúa á skrif- stofu Háskóla islands. Allir hesta- menn þekkja manninn sem víða hef- ur komið við um dagana. Jafnan syngur hann manna hæst á hesta- mótunum enda lærði hann söng i mörg ár hér á landi. Hagfræði lærði hann í Englandi og lauk námi 1967. Þá lá leiðin til Hagstofunnar og siðan i Seðlabankann. Loks starfaði hann hjá Efnahagsstofnun og nú starfar hann sem sagt hjá Háskólanum. Guðlaugur hefur löngum verið kenndur við Alþýðuflokkinn og hefur verið ötuU stuðningsmaður Jóns Baldvins. Formaður í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur var Guðlaugur Tryggvi í tiu ár. Hann hefur starfað mikið í fjölmiðlum, verið ritstjóri blaða sem Alþýðuflokkurinn hefur gefið út og einnig hefur hann starfað við kvikmyndagerð og sem free lance blaðamaður. Eiginkona Guð- laugs er Vigdis Bjamadóttir en hún starfar sem deildarstjóri á skrifstofu forseta lslands. • Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hestamaður og söngvari, á ferð á glæst- um gæðingum. • Hjónin Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri á skrifstofu forseta íslands, og Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Útboó Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i lagningu Eyjafjarðarbrautar vestri um Saurbæ. (Lengd 2,0 km, magn 17.000 m3.) Verki skal lokið 1. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 11. nóv- ember nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. nóvember 1985. Vegamálastjóri. Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu Djúpvegar — Álftafjörður I. (Lengd 6,4 km, magn 65.000 m3.) Verki skal lokið 15. júlí 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. nóvember nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. nóvember 1985. Vegamálastjóri. ÚRVALS NOTAÐIR Arg. Km Kr. MMC L 200 4 x 4 pickup 1982 11.000 370.000 Subaru 4x4 station 1980 75.000 260.000 ARO 244 jeppi 1979 41.000 185.000 Ch. Malibu Classic 1979 80.000 300.000 Opel Rekord d., sjálfsk. 1981 330.000 Opel Rekord Berl. d. 1982 103.000 470.000 Ch. Malibu Classic st. 1979 103.000 320.000 Opel Kadett luxus 1981 54.000 235.000 Peugeot 504 st. 1978 87.000 195.000 Subaru 1800 4 x4 1983 30.000 390.000 Ch. Blazer m/Oldsm.d. 1974 55.000m. 320.000 Isuzu Trooper dísil 1983 54.000 750.000 Datsun Bluebird 1981 64.000 300.000 Volvo 343 1977 45.000 140.000 Opel Ascona fastback 1984 12.000 500.000 Chrysler Le Baron st. 1979 51.000 390.000 Isuzu Gemini 1981 43.000 220.000 Ch. Citation 1980 80.000 290.000 Isuzu pickup d 4 x 4 1983 32.000 440.000 Datsun Cherry GL 1982 31.000 265.000 Opel Commador 1982 41.000 590.000 Galant 200,5 g. 1979 85.000 220.000 Opel Corsa luxus 1984 19.000 340.000 Saab 99 GL, 5 gíra 1982 53.000 370.000 Daihatsu Charade runab. 1980 80.000 170.000 Austin Allegro st. 1979 71.000 95.000 MMC. Galant st. 1980 74.000 235.000 Daihatsu Charade 1983 40.000 270.000 Mazda 323 sendif. 1982 46.000 235.000 Opel Ascona sedan 1984 43.000 430.000 Isuzu pickup, yfirb., bensín, 4x4 1982 36.000 500.000 Opið virka daga kl. 9—18 (opið i hádeginu). Opiðlaugardagákl. 13 — 17. Simi 39810 (bein lína). BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.