Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 20
20
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
Nauðungaruppboð
annaðog síðasta á eigninni Markholti 17, 2. h.f.m., Mosfellshreppi, tal.
eign Margeirs Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13.
nóvember 1985 kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hafnargötu 54 í Keflavik, þingl. eign
Grétars Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu bæjarsjóðs
Keflavíkurfimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 10.45.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Hátúni 18, neðri hæð, í Keflavík, þingl.
eign Sigurðar Brynjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars
Garðarssonar hrl. og Bæjarsjóðs Keflavíkur fimmtudaginn 14. 11. 1985
kl. 10.45.
Bæjarfógetinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Lyngholti 8, 3. hæð, í Keflavík, þingl.
eign Sigurbjargar Kristjánsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Landsbanka Islands og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. fimmtudaginn
14.11. 1985 kl. 10.15.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Skólavegi 9, jarðhæð, i Keflavík, þingl.
eign Dagnýjar Haraldsdóttur en talin eign Olgeirs Þorvaldssonar, fer
fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hrl., Guðjóns
Steingrímssonar hrl. og Bæjarsjóðs Keflavíkur fimmtudaginn 14.11.
1985 kl. 10.00.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Faxabraut 39C i Keflavík, þingl. eign
Guðmundar Jónatanssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars
Garðarssonar hrl., Jóhannesar Jóhannessen hdl. og Bjarna Ásgeirs-
sonar hdl. fimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn i Keflavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni ÍMorðurvör 6 i Grindavik, þingl. eign
Helga Friðgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins
Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hjallavegi 1J i Njarðvík, þingl. eign
Sigurðar Eiríkssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem
hdl. fimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn i Njarðvik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Háholti 22 í Keflavík, þingl. eign þrota-
bús Guðjóns Ómars Haukssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Sigriðar Thorlacius hdl., Keflavíkurbæjar, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
hdl., Jónasar Aðalsteinssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl.,
Veðdeildar Landsbanka Islands, innheimtumanns ríkissjóðs, Ólafs
Gústafssonar hdl., Brunabótafélags Islands, Jóns Oddssonar hrl.,
Bæjarsjóðs Keflavikur og skiptaráðandans I Keflavik fimmtudaginn
14.11. 1985 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn i Keflavik.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið í Lögbirtingabl. á fasteigninni Gerðavöllum 15 í
Grindavik, þingl. eign Sigurjóns Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri
aö kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Garðars
Briem hdl., Bæjarsjóös Grindavikur og innheimtum. rikissjóðs
fimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið í Lögbirtingabl. á fasteigninni Gerðavöllum 5 í
Grindavík, þingl. eign Friðriks E. Hafberg, fer fram á eigninni sjálfri að
kröfu Bæjarsjóðs Grindavikur, Veödeildar Landsbanka Islands og
Tryggingast. rikisins fimmtudaginn 14.11. 1985 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn i Grindavík.
F ■■ r
AT0KI
KATALÓNÍU
Hópur aðskilnaðarsinna í Barcelona hefur uppi mótmæli. Reiknað er með skærum í framtíðinni því
Katalóníumenn eru í vaxandi mæli að reka sig á horn í baráttu sinni.
Katalónska var bönnuð þjóðtunga
allan tímann sem Franco rikti á
Spáni. En það eru tíu ár síðan
hershöfðinginn og valdaræninginn
safnaðist til feðra sinna og síðan
Spánn varð frjáls úr greipum fal-
angista hefur katalónska og kata-
lónsk þjóðernishyggja sótt mjög á.
Reyndar er þjóðernishyggjan rekin
áfram af þvílíkum krafti að komið
hefur til átaka í höfuðborg Kata-
lóníu, Barcelona, síðustu vikurnar.
f Katalóníu búa sex milljón
manns og 60% íbúa Katalóníu tala
hið forna tungumál svæðisins.
Katalónska er skyld spænsku, ít-
ölsku og Provence-frönsku.
Allir spænskir stjómmálaflokkar
styðja sjálfsstjórnarviðleitni Kata-
lóníumanna, þar á meðal sósíalist-
ar sem eru í ríkisstjórn. 1979 voru
gefm út heimastjórnarlög fyrir
Katalóníu. Þeim lögum er fram-
fylgt til hins ýtrasta af „Generali-
tatinu“, eða yfirstjórninni sem
þjóðernissinnar stjórna - og er í
raun ríkisstjórn Katalóníu.
Kennarar mótmæltu
En þjóðernishyggjan í Katalóníu
kemur illa við marga. Aðskilnaðar-
sinnar, þeir sem vilja algeran að-
skilnað Katalóníu frá Spáni, eða
stjórninni í Madrid, hafa krafist
þess að katalónska verði eina
tungumál héraðsins og ekki kennt
á öðrum tungumálum í skólum
Katalóníu.
Aðskilnaðarsinnarnir hafa lagt
þunga áherslu á þessa kröfu sína
og það eins þótt böm af spænsku
bergi brotin séu mun fleiri en kata-
lónsk börn í skólunum. Það stafar
af því að árum eða áratugum sam-
an hafa Spánverjar úr öðrum hér-
uðum Spánar streymt til Katalóníu
í atvinnuleit.
Embættismenn, sem ekki eru
katalónskir, sem og kennarar, hafa
staðið gegn því sem m.a. kennarar
hafa kallað „málhreinsunarstefnu
- teygða til hins ýtrasta“. Viðleitni
„Generaiitatsins" til að gera alla
skóla katalónska hefur og verið
kærð til hæstaréttar Spánar.
Opinbertunga
Rektor háskólans í Barcelona,
Antoni Badia I Margarit, segist
vera bjartsýnn fyrir hönd kata-
lónskunnar. Hún var ritmál hér-
aðsins allt frá því á miðöldum, um
það leyti sem Snorri dró til stafs á
íslandi. En erfiðleikar hafa oft
steðjað að Katalóníumönnum.
„Katalónskan hefur orðið að
ganga í gegnum þvílíkar hremm-
ingar að stundum ímynda ég mér
að hún muni ekki lifa af - nema
fyrir kraftaverk."
Katalónskan er núna opinbert
tungumál. „Generalitatið" hafði
með höndum yfirstjórn mennta-
mála í héraðinu og þegar komið
var á fót katalónskri sjónvarpsstöð
naut sú stöð frá byrjun mikilla
vinsælda.
1983 voru sett lög um skyldunám
í katalónsku í öllum barna- og
framhaldsskólum Katalóníu - en
sú lagasetning hefur mætt harðri
mótspyrnu þeirra spænskumæl-
andi í héraðinu.
15% skólanna eru alveg kata-
lónskir. Þar er spænskan aðeins
kennd sem sérstakt fag. Lögfræð-
ingur einn, búsettur í Katalóníu
en spænskur að uppruna, hefur
kært það fyrir rétti í Madrid að
mörg fög séu kennd aðeins á kata-
lónsku. Úrslit þeirrar kæru eru
ekki fyrirliggjandi en málið hefur
þvælst lengi í kerfinu - úrslitum
lofaðfyrirjól.
Spænskan jafnrétthá
Þótt margir katalónskir kennar-
ar vilji helst aðeins kenna á kata-
lónsku þá nýtur spænskan enn
lögverndaðs réttar. Esteban Gomez
Rovira vann nýlega mál fyrir rétti
og voru dæmdar bætur vegna þess
að börnum hans var ekki kennt á
spænsku í skólanum sínum. En
lögum samkvæmt ber kennurum
einnig að kenna á spænsku.
Mál Rovira vakti mikla athygli í
Katalóníu. Þegar úrslit voru kunn
ruku þjóðernissinnar margir upp
til handa og fóta, mótmæltu dómn-
um og hótuðu Gomez Rovira jafn-
vel lífláti. En Rovira er hvergi
banginn. Hann hefur boðist til að
stjórna lögsókn spænskra embætt-
ismanna á hendur hinu opinbera
vegna mismununar af völdum þjóð-
ernisofstækis.
Aðskilnaðarsinnar
Þeir Katalóníumenn sem vilja
algeran aðskilnað frá stjórninni í
Madrid, eru kannski ekki svo
margir - en þó til. T.d. má nefna
lítinn hóp sem kallar sig „Terra
Lliure" (Frjálst land) og er tilbúinn
til að beita „baskískum meðulum"
málstaðnum til framdráttar. Hætt
er þó við að ofbeldisflokkar nái
seint fótfestu í Katalóníu; Barce-
lona er rótgróin verslunarborg þar
sem kaupmenn, skrifstofublækur
og iðnrekendur hafa takmarkaðan
áhuga á vopnaðri baráttu í anda
ETA.
Stefna „Terra Lliure“ er að
þrýsta viðurkenndum stjórnmála-
flokkum í Katalóníu út í „þjóð-
frelsisstefnu" - segir foringi „Terra
Lliure", Angel Colom I Colom.
Hreyfing hans er losaralegt sam-
band ýmissa róttækra hópa sem
myndað hafa samstöðu í áróðurs-
málum undir kjörorðinu „Crida a
la solidaritat" (ákall um samstöðu).
„1 framtíðinni verður katalónsk-
an að verða eina tungumálið hér
um slóðir," sagði Colom I Colom
nýlega í viðtali. „Við bjóðum vel-
komna hingað alla sem vilja læra
katalónsku og katalónska siði - en
við lítum á þessa 100.000 opinberu
starfsmenn, sem hér eru á vegum
Madridstjórnar, sem innrásarlið,"
sagði hann. „Þeir sem ekki elska
þetta land munu ýmist lenda í
miklum erfiðleikum eða þá að þeir
neyðast til að fara héðan. Það
verður litið á aðkomumenn sem
innrásarlið." (Reuter)