Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 13 / Hommum hent yfir múrínn Austur-þýskir homraar eiga nú greiðan aðgang að frelsinu í vestri. Samkvæmt upplýsingum frá sam- tökum homma í Vestur-Berlín er austur-þýskum hommum, sem mælst hefur í mótefni gegn AIDS, umsvifalaust vísað úr landi. Er þeim stjakað í rólegheitum vestur yfir múrinn. Eins og kunnugt er hefur enn ekki fundist eitt einasta AIDS- tilfelli austan járntjalds ef trúa skal yfirvöldum þar um slóðir. SIDA í Frakklandi í Frakklandi hafa verið skráð 400 tilfelli ónæmistæringar. Þar í landi er sjúkdómurinn nefndur SIDA (acquired immune deficiency syn- drome: aids), sömu upphafsstafir og í AIDS en þeim aðeins ruglað samkvæmt franskri forskrift. Heimsathygli vakti er frönsku læknarnir og vísindamennirnir Philippe Even, Jean-Marie Andri- eu og Alain Venet kölluðu saman fréttamenn og tilkynntu að ef til vill væri búið að finna lyf sem haldið gæti ónæmistæringu í skefj- um. Hér var um að ræða lyfið cyclosporine-A sem fram að þessu hefur verið notað í sambandi við líffæraflutninga til að draga úr möguleikunum á að líkaminn hafni ígræddu líffæri. Lýstu frönsku læknarnir „ótrú- legum árangri" sem þeir hefðu náð með því að gefa tveim AIDS-sjúkl- ingum lyfið í 5 daga. Undirtektir starfsfélaga frönsku læknanna í öðrum löndum voru ekki stórbrotnar. Höfðu þeir á orði að litlar niðurstöður gætu legið fyrir um gagnsemi lyfja eftir aðeins 5 daga. „Hversu lengi búist þið við að geta haldið sundlaugunum opnum?“ spurði Bandarikjamaður er var hér á ferð fyrir skemmstu. Erf itt að synda í NY AIDS-morð Tuttugu og tveggja ára hommi í Ontario í Kanada hefur verið HÓTEL AKUREYRI Hafnarstræti 98 Simi 96-22525 er við göngugötuna. ★ RESTAURANT er opin allan daginn til miðnættis en þá tekur nætureldhúsið við til kl. 3.00, nema um helgar til kl. 6.00 á morgnana, sent heim á nóttunni. ★ Sérkrydduðu kjúklingarn- ir frá Sveinbjarnargerði eru hvergi ódýrari. ★ Kaffihlaðborðið okkar er veglegt og mjög ódýrt. ★ Hjá okkur eru oft óvæntar skemmtanir fyrir matar- gesti. Verum viðbúin dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að myrða sambýlismann sinn og elsk- huga. Við yfirheyrslur bar sá ákærði því við að elskhuginn hefði tjáð sér að hann væri haldinn ónæmistæringu: „Hann sagðist hafa smitað mig og þá myrti ég hann í bræði.“ Við læknisrannsókn og krufn- ingu kom þó annað í ljós. Hvorugur maðurinn var sýktur af AIDS. „Það er dásamlegt að komast í sund. I New York er búið að loka flestum sundlaugum og baðhúsum vegna AIDS,“ sagði listamaður, bú- settur í New York, er var á ferð hér á landi fyrir skemmstu. „Hversu lengi búist þið við að geta haldið sundlaugunum opnum?“ spurði hann svo. Þessi New York-búi syndir að öll- um líkindum ekki mikið í heimaborg sinni um þessar mundir og jafnvel ekki þótt hann reyndi að leita að sundstað utan hennar. Hver borgar- stjórnin á fætur annarri í Bandaríkj- unum hefur að undanförnu verið að setja reglugerðir eða senda út ábend- ingar varðandi vamir gegn ónæmis- tæringu og er víða þrengt að. Sóttkví - Lagt er til að baðhúsum og sund- laugum, sem lengi hafa verið afdrep fyrir homma og kjörin til skyndi- kynna, verði lokað. - Leyfilegt verði að skylda ákveðna einstaklinga til að gangast undir blóðrannsókn til að kanna hvort AIDS-veiran leynist í blóði þeirra. - Einstaklingar, sem sannanlega eru með mótefni gegn AIDS-veirunni í blóði, verði skráðir sérstaklega hjá heilbrigðisyfirvöldum. - AIDS-sjúklingar verði settir í sóttkví. - Hommum og eiturlyfjaneytend- um, sem sprauta sig, verði bannað að gefablóð. „Skjóta þá“ „Það ætti að skjóta þessa öfug- ugga,“ sagði bandarískur öldunga- deildarþingmaður í útvarpsviðtali, aðspurður um viðhorf til AIDS-sjúkl- inga. Þótti þetta heldur djúpt í árinni tekið og afsakaði hann sig síðar með því að hann hefði ekki vitað að hljóð- neminn væri í sambandi. Samkvæmt opinberum tölum frá Bandaríkjunum er talið að 700.000 - 1,4 milljónir manna gangi nú þar í landi með AIDS-vírusinn í blóðinu. Óvíst er hversu margir þeirra eiga eftir að taka sjúkdóminn en hingað til hafa 14.288 sjúkdómstilfelli verið skráð frá árinu 1979 og þar af hafa 7.255 látist. -EIR. -EIR. jEPPABGmm Jeppa- og aukahlutasölusýning við Bílasölu Garðars, Borgartúni 1 Ókeypis aðgangur. Bílasala GARÐARS Simi 19615 ■ m M yj&t ,0^°' á morgun, sunnudag, ki. 13-16. Jeppaeigendur, mætum með jeppana. Sýndir verða aukahlutir frá Bílabúð Benna. RANCHO: Fjaðrir • upphækkunarsett. WARN: Rafmagnsspil. MSD: Kveikjur • kveikjuþræðir • splittingar • Ijóskastarar • felgur •driflokur • sóllúgur og margt fl. —Bílabú6 Eenna Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir Sími 685825

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.