Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Matartæknar Félagsfundur veröur haldinn í húsi BSRB, Grettis- götu, laugardaginn 16. nóvemberkl. 17.00. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Útboð — snjómokstur Vegagerð ríkisins og flugmálastjórn óska eftir tilboðum i snjómokstur á nokkrum vegum og flugvöllum í Vestur-Skaftafellssýslu — Árnessýslu — Gullbringusýslu — Snæfellsnessýslu — Dalasýslu — Vestur-isafjarðarsýslu — Húnavatnssýslum — Skagafjarðarsýslu — Eyjafjarðarsýslu — Norður-Þingeyjarsýslu — Suður-Múlasýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera). — Borgarnesi á ísafirði — Sauðárkróki — Akureyri — Reyðarfirði — Selfossi. Áður auglýstur skilafrestur tilboða framlengist til kl. 14.00 þann 18. nóvember 1985. Vegamálastjóri. Flugmálastjóri. Seljum í dag Saab 99 GL árg. 1978, 2ja dyra, beinskiptur, 4ra gíra, brúnn, ekinn 88 þús. km. Saab 99 GL árg. 1983, 4ra dyra, rauður, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 31 þús. km. Bill sem nýr. Saab 99 GL árg. 1980, 4ra dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 63 þús. km. Góður bíll. Saab 96 árg. 1977, Ijós- drapp, ekinn 48 þús. km. Mjög góður bíll. Saab 900 GLE árg. 1983, 4ra dyra, dökkblár, bein- skiptur, 5 gíra + vökva- stýri, topplúga, út- varp + kassettutæki og margt fleira, ekinn aðeins 32 þús. km, mjög fallegur bíll. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13—17 TÖGGURHR UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SlMAR 81530-83104 TÖLVUSJÓNVARPIÐ ER KOMIÐ - Þú getur horft á tvær myndir í einu, fryst myndina, stækkað hana og geymt. Myndin verður miklu skarpari, og það er ekki það eina. Á þessum tölvusjónvörpum er hægt að horfa á eina rás en fylgjast með því sem er að gerast á annarri rás í „glugga" á skerminum. Það er hægt að stöðva myndina, stækka upp hluta af henni eða geyma hana til að láta prenta hana síðar. Á næstunni verða framleidd sjón- varpstæki sem hægt er að nota hvar í heiminum sem er. Þá skiptir ekki máli hvort útsendingin er með PAL-kerfi, sem notað er á íslandi og víðar í Evrópu, eða með NTSC sem notað er í Bandaríkjunum. Þessi sjónvarpstæki munu líka geta tekið við textaútsendingum án þess að kaupa þurfi sérstakt aukatæki. Þessi fyrstu sjónvarpstæki, sem verið er að framleiða, munu kosta um 40.000 krónur. En eftir því sem lengra líður mun verðið lækka og innan nokkurra ára er ekki víst að nýju tækin verði neitt dýrari en þau gömlu. Stafrænar hljómplötur eru nú að verða jafnalmennar og þær gömlu góðu, en nú er sjónvarpið líka að verða stafrænt. Panasonic, RCA, Toshiba, Sony, Mitsubishi, Zenith og Quasar fyrirtækin hafa öll annaðhvort hafið framleiðslu eða eru að hefla framleiðslu á stafræn- um sjónvarpstækjum. Þessi tækni byggist á tölvum og getu þeirra til að framleiða og laga til mikið af upplýsingum mjög hratt. I þessu tilfelli eru upplýsing- arnar litlir deplar sem þúsundum saman mynda sjónvarpsmyndina, eins og fólk getur séð með því að rýna á sjónvarpsskerminn sinn. Heili sjónvarpstækja af þessari nýju gerð er nýtilkomin rafrás sem ITT Intermetall í Þýskalandi fram- leiddi. Nokkrar slíkar rafrásir í sjónvarpinu hafa hver sitt sérstaka verkefni. Sjónvarpsáhorfandinn mun sjá vel hvers vegna verið er að leggja svo mikið í þessu nýju sjónvarps- tæki. í þessu Toshiba sjónvarpi eru 256 kílóbita minni sem þýðir að sjón- varpið er fullkomnara en flestar heimilistölvur. HVERS VEGNA HLÆJUM VIÐ? Vísindamenn sitja með sveittan skallann alvarlegir á svip og reyna að komast að því hvers vegna við hlæjum. Þeim hefur ekki tekist það ennþá. Hlátur kemur fram um allan lík- amann. Hann kemur okkur ekki bara til að opna munninn í brosi, gefa frá okkur hláturshljóð og belgja út kinnarnar. Hlátur hreyfir beinvöðva um allan líkamann og hraðar hjartslætti. Skilaboðin frá heilanum um að nú skulum við hlæja koma frá heiladyngjubotni. Fólki líður betur eftir góðan hlátur, það vita allir. En getur hlátur læknað sjúkdóma? Það veit enginn. TRJÁGÚNG TENGJA BIRNINA Kóalabirnir lifa nú á nokkrum afmörkuðum svæðum í Ástralíu. Þeir voru næstum útdauðir í kring- um 1920 en nú hefur þeim fjölgað. Þó finnst náttúruvemdarmönnum rétt að rýmka til í kringum þá. Útibú World Wildlife Fund í Ástr- alíu hyggst planta kóalatrjám í eins konar göngum á milli svæð- anna þar sem dýrin lifa. Þannig hyggjast menn örva birnina litlu og sætu til að ferðast á milli svæða og auka samgang sín á milli. FÁIR GAMMAR EFTIR Hrægammurinn Ijóti, Kaliforníu- kondórinn, er líklega nær útrým- ingu en nokkur önnur dýrategund. Möguleikar á því að hann nái að fjölga sér eru nú enn minni en áður. Síðasta vor sneru ekki nema tvö pör af fimm, sem vitað er um af villtum fuglum, aftur til hreiður- staða sinna. Alls var vitað af 11 villtum fuglum af þessari tegund og 16 í dýragörðum. LYF GEGN DVERGVEXTI Nordisk Gentofte AS fyrirtæk- ið segist hafa framleitt með erfðafræðilegum aðferðum vaxtarhormóna sem séu sams konar og mannlegir hormónar. Með þessum vaxtarhormónum telur fyrirtækið að það geti framleitt lyf gegn dvergvexti á næsta ári. Talsmaður sagði að svipuð lyf, sem framleidd hafa verið í Bandaríkjunum og Svíþjóð, hefðu aukaverkanir, en þetta lyf engar. Tilbúnu hormónarnir væru alveg nákvæmlega eins og hormónar í mönnum. Fyrirtækið segist vera að prófa lyfið í ýmsum löndum. Það væri að sækjast eftir að framleiðsla á því yrði leyfð. Nýjasta nýtt hvadftóra Umsjón: Þórir Guðmundsson JAPANIR NÁ HÁUMALDRI I Japan býr ekki bara elsti maður í heimi, heldur líka næst- um 2.000 manns sem hafa náð 100 ára aldri. Shigechiyo Izumi, sem er elsti núlifandi maður, 120 ára, þarf ekki að óttast að hafa engan félagsskap af fólki á svipuðu reki. Það eru 1.740 manns orðnir lOOárai Japan. Konur eru 79,4 prósent þeirra enda lifa þær almennt lengur en karlar. GAMLI TRÚFASTI VERÐUR ÓTRAUSTARI Flestir vita að enska orðið geyser er búið til úr nafni Geysis í Haukadal. En frægasti geysirinn í Bandaríkjunum er Old Faithful (Gamli trúfasti). Hann hlýtur nafn sitt af því hve hann var alltaf nákvæmur með að gjósa á 69 mín- útna fresti. „Var,“ segi ég, því svo kom jarð- skjálfti og nú líður æ lengra á milli þess að Gamli trúfasti gjósi. DÝRAGARÐUR IGRAFHÝSINU Árið 1974 grófu fornleifafræðing- ar upp mörg þúsund leirhermenn í fullri stærð. LeirlWmennirnir áttu að hafa gætt grafhýsis Qin Shihu- angdi, fyrsta keisarans í Kína. Sagan segir að þetta grafhýsi hafi verið eýðilagt árið 206 fyrir Krist. Sagan var röng. Skurðir, sem hafa verið grafnir á svæðinu, sýna að grafhýsið er enn til. Og nú er að koma í Ijós að fornar sagnir um grafhýsið eru sannar. Menn héldu þangað til nýlega að á einu gólfi grafhýsisins hefði verið kort af jörðinni - sjór og ár hefðu verið sýndar með kvikasilfri. En kvika- silfrið, leifar sjaldgæfra dýra og fuglaskítur sanna fornsagnirnar: Þarna var dýragarður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.