Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 23 annað skipti í röð og nú með gífur- legum yfirburðum. Hann hlaut81/2 v. af 9 mögulegum en Tsjernín, sem við þekkjum úr áskorendakeppninni í Montpellier, varð annar með 61/2 v. og Jusupov ásamt fleirum varð þriðji með 6 v. Þrettán ára til útlanda Fyrir sigurinn á unglingameistara- mótinu 1976 var Kasparov sendur til Frakklands til að tefla í heimsmeist- aramóti sveina. Þá var hann aðeins þrettán ára gamall og svo ungur • hefur enginn Sovétmaður áður tekið þátt í keppni á Vesturlöndum. Mótið fór fram í Wattignes og frammistaða Kasparovs, 3.-6. sæti, þótti ekkert til að skammast sín fyrir. ísraelsmaður- inn Grinberg sigraði á þessu móti, Chandler, sem nú er orðinn stór- meistari, varð annar og, ásamt Kasp- arov, komu síðan Margeir Pétursson, Attila Groszpeter (Ungverjalandi) og Ian Rogers, nýorðinn fyrsti stór- meistari Ástrala, sem hlaut 3. sæti á stigum. Næsta ár tefldi Kasparov aftur á heimsmeistaramóti sveina í Frakk- landi, sem að þessu sinni var haldið í Cagnes sur mer. Hann varð í öðru sæti á úrtökumóti í Leningrad og sigurvegarinn, Arthur Jusupov, tefldi á heimsmeistaramótinu 20 ára og yngri í Innsbruck sama ár. I Cagnes sur mer lenti Kasparov í 3. sæti með 8 v. af 11, Bandaríkja- maðurinn Whitehead varð annar með 81/2 v. en höfundur þessara lína átti því láni að fagna að sigra, með 9 v. Kasparov var 14 ára gamall, tveimur árum yngri en flestir mót- herjanna, og í ljósi þess taldi Bot- vinnik frammistöðu hans góða. Bot- vinnik var sérlega ánægður með það að Kasparov skyldi takast að vinna skák sína við sigurvegarann ... „Vonlaus varnarskákmaður“ Og hvernig kom Kasparöv mér svo fyrir sjónir? Hann var dökkur yfirlit- um og hefði getað verið eldri, kvikur í hreyfingum og það var eins og hann væri að springa af orku. Þetta kom fram í taflmennskunni - hann tefldi hratt og ákveðið - og á matmálstím- um gleypti hann í sig matinn. Annars féll hann vel í hópinn. Milli umferða tefldi hann hraðskák, betur en nokk- ur annar, og eftirlætið var fótbolta- spil í einu horninu á matsalnum. E.t.v. háði það honum á mótinu hversu hratt hann tefldi því að hann gerði sig nokkrum sinnum sekan um fljótfærnisleg mistök. Og í lokin var hann bersýnilega taugaóstyrkur. Enn virðist hann eiga eftir að setja undir þann leka, sbr. síðustu ein- vígisskákir við Karpov. Samkvæmt fréttaskeytum var Kasparov óþekkj- anlegur i 22. skákinni; iðaði í sætinu, gretti sig og var í sífellu að fitla við bindishnútinn. í framhjáhlaupi má geta þess að glöggir menn þóttust einmitt merkja það einkenni á tafl- mennsku Botvinniks að er hann lenti í erfiðleikum í skákinni lagaði hann bindishnútinn! Ég undirbjó mig náttúrlega af kostgæfni fyrir mótið, m.a. með því að athuga taflmennsku nokkurra hættulegustu mótherjanna. Skákir Kasparovs frá Wattingnes ’76 lánaði Margeir mér og ég ritaði athuga- semdir um taflmennsku hans hjá mér í stílabók. Þar er nokkra fróðleiks- mola að finna. Ég kemst að því að Kasparov sé vel heima í byrjunar- fræðum en vilji þó heldur tefla sjald- gæfar byrjanir en fara alfaraleiðir. í miðtaflinu tefldi hann „strategískt“ mjög vel og „Rússarnir hafa kennt honum sitt af hverju hvað viðkemur endatöflunum". Á mótinu tapaði Kasparov tveim skákum eftir að hafa fengið á sig hættulega sókn. And- stæðingarnir, Van der Wiel og Chandler, eru nú báðir orðnir stór- meistarar. Mér fannst Kasparov bregðast of seint við sóknaráformum mótherjanna í báðum skákunum og dómurinn er harður: „Kasparov er vonlaus varnarskákmaður!" Þessi athugasemd leiðir ósjálfrátt hugann að tveimur einvígisskákum í Moskvu, 4. og 22. skákinni, þar sem Kasparov fékk ívið lakari stöðu og tefldi vörnina ekki nógu vel. Stórmeistaratitill Á næstu árum tekur Kasparov Kasparov í faðmi fjölskyldunnar. miklum framförum eins og títt er um skákmenn á þessum aldri. Hann varð efstur á sterku móti í Minsk 1978 (Kupreichik varð annar) og þar vann hann sinn fyrsta sigur gegn stór- meistara í kappskák - fórnarlambið var Lutikov. „Skákmeistararnir okkar eru farnir að tapa fyrir barni,“ varð einum áhorfandanum að orði af þessu tilefni. „Hafðu engar áhyggjur. Þú átt eftir að heyra meira frá þessu barni,“ var annar fljótur að bæta við. Sama ár, 15 ára gamall, vann hann sér þátttökurétt á sovéska meistara- mótinu og náði 9. sæti af 18 keppend- um. „Hann er ótrúlega hæfileikarík- ur piltur," sagði Mikhail Tal sem varð efstur á mótinu ásamt Tsesh- kovsky. I næstu sætum komu Pol- ugajevsky, Georgadze, Romanishin, Geller, Beljavsky og Sveshnikov. Stórmeistarinn Dorfman, sem nú aðstoðar Kasparov í Moskvu, varð næstneðstur. í Banja Luka í Júgóslavíu 1979 sló Kasparov svo í gegn. Á mótinu tefldu 16 keppendur, flestir þekktir stór- meistarar, en Kasparov lét sér fátt um finnast og sigraði glæsilega, hlaut 111/2 v. af 15, stórmeistaraá- fanga, og tapaði ekki skák. Næstir komu Ulf Andersson og Jan Smejkal með tveim vinningum minna, síðan T. Petrosjan og neðar Adorjan, Knezevic okkar (eina tapskák hans var við Kasparov; hann vann tvær og gerði 12 jafntefli), Matanovic, Browne o.fl. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir öðrum og síðari stórmeistaraáfanga sínum. Styrkleikinn var orðinn svo mikill að hann hljóp yfir alþjóða- meistarastigið. Það var í heimabæn- um Bakú í apríl 1980, rétt í þann mund er Kasparov varð 17 ára. Hann þurfti 10 v. af 15 til þess að verða stórmeistari og það reyndist honum leikur einn. Er upp var staðið hafði hann hlotið 111/2 v. og efsta sæti! Beljavsky varð annar með 11 v., síðan Grigorjan, Gufeld og Mikhalts- isin með 81/2 v. og aftar Torre, Tsí- búrdanidze, Csom o.fl. Óð um eins og Ijón I búri Eftir slíka frammistöðu var Ka- sparov að sjálfsögðu álitinn sigur- stranglegur á heimsmeistaramóti unglinga í ágúst sem haldið var í Dortmund. Taflmennska hans í fyrstu umferðunum tók svo af öll tvímæli, glæsilegar fléttur og flug- eldasýning. Er mótið var hálfnað voru aðrir keppendur búnir að gefa upp alla von og á endanum hlaut Kasparov 101/2 v. af 13 - taplaus. Nigel Short varð annar með 9 v. og margir óskuðu honum til hamingju með sigurinn eftir mótið - hann varð altént efstur meðal jafningj a. Kasparov tefldi nú af mun meiri krafti og sóknarþunga en þremur árum fyrr. Hann lagði meira á stöð- urnar og hristi nokkrar sérlega djúp- hugsaðar og áhrifamiklar leikfléttur fram úr erminni. Hann notaði einnig meiri tima á skákir sínar, lenti jafn- vel í léttu tímahraki í nokkrum .............. Það er ekki nóg að þjálfa heilann. Átök við skákborðið taka líka á líkamann og því telur Kasparov ekki eftir sér að hjóla nokkra kílómetra á hveijum degi. eftir JónL.Ámason skákanna. Milli leikja óð hann um sviðið eins og ljón í búri, leit hvorki til hægri né vinstri, greinilega með hugann við skák sína og næstu fórn- ir. Ég tefldi í annað skipti við hann á þessu móti og beið aftur lægri hlut, en að þessu sinni var ég nálægt jafn- tefli. Er skákin fór í hið átti ég að halda jafntefli en á þeim tveim tímum sem liðu þar til biðskákin var tefld fann ég ekki réttu leiðina. Eftir skákina sýndi Kasparov mér rétta framhaldið á eldingarhraða og hrein- lega tæmdi stöðuna. Hann hafði sannarlega ekki setið auðum hönd- um í matarhléinu og nú kom sér vel að vera fljótur að borða! Er við fórum yfir sjálfa skákina komst ég heldur aldrei að: Hann rakti hvert afbrigðið á fætur öðru og lifði sig inn í stöð- una. Það var með ólíkindum hvað hann reiknaði langt í sumum af- brigðum en hinu er ekki að neita að undir lok fyrstu setu tefldi hann ekki sem nákvæmast. Hann var í þann mund að leika skákinni niður en þá áttaði hann sig. í allra síðustu leikj- unum, er ég var í tímahraki, lék hann erfiða leiki svo til án umhugsunar og kom mér í opna skjöldu. „Þá græði ég ekkerl“ Annars var Kasparov viðkunnan- legasti piltur og laus við allan hroka, þrátt fyrir að hann bæri augljóslega höfuð og herðar yfir aðra þátttak- endur mótsins. Skákin var líf hans og yndi en annars mátti á honum skilja að hann hefði ýmis önnur áhugamál. Hann var t.d. að læra ensku í Bakú en kunnáttan var þó ekki upp á marga fiska, þótt honum færi fram á næstu árum. Helgi Ólafs- son, sem mér var til halds og trausts á mótinu, átti við hann viðtal en lenti í erfiðleikum með að gera sig skiljan- legan. Er hann hugðist spyrja pilt hvort hann byggi í íbúð í Bakú og hve stórri skildi Kasparov ekki enska orðið „apartment" (íbúð). Helgi dó ekki ráðalaus og benti á mynd á veggnum af húsi nokkru. Þá kviknaði ljós: „Já, einbýlishús, eins og Karpov býr í!“ hrópaði hann upp. Nú var hann hættur að leika sér í fótboltaspili en öllum stundum milli umferða tefldi hann hraðskák. Hann tefldi upp á peninga, með þrjár mín- útur gegn fimm mínútum mótherj- ans, og skoraði hvern sem var á hólm. Hann var ævintýralega snögg- ur að leika og féfletti margan ungl- inginn. Er einum var nóg boðið fór hann fram á að Kasparov hefði að- eins tvær mínútur á klukkunni á móti fimm mínútum. „Ég tefli ekki með minna en þrjár mínútur," sagði Kasparov, „þá græði ég ekkert." í allra fremstu röð Næst lá leiðin á ólympíuskákmótið á Möltu. Hann tefldi sem annar varamaður og stóð sig vel, hlaut 9 1/2 v. af 12 mögulegum. Einni skák tapaði hann, fyrir Búlgaranum Krum Georgiev, eftir mistök í byrjuninni. 1 þeirri skák hagaði hann sér óíþróttamannslega. Er Búlgarinn ætlaði að drepa biskup til baka rak hann handarbakið í annan mann sem féll um koll. Kasparov krafðist þess að hann léki manninum og lét sér ekki segjast fyrr en liðsstjórinn hafði talað hann til. í byrjun árs 1981 tefldi hann tvær skákir við Karpov í sveitakeppni í Moskvu og lauk þeim báðum með jafntefli eftir snarpa baráttu. Á sterku alþjóðlegu móti í Moskvu tveim mánuðum síðar tefldu þeir aftur og enn urðu úrslitin jatntefli. Kasparov varð annar á mótinu ásamt Polugajevsky og Smyslov en heims- meistarinn Karpov sigraði með nokkrum yfirburðum - einum og hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn. Árangur Kasparovs í Moskvu benti til þess að hann væri kominn í allra fremstu röð og því hafa úrslit stór- mótsins í Tilburg áreiðanlega valdið honum vonbrigðum. Mótið var firna- sterkt svo 6.-8. sæti er kannski ekki svo ýkja slæleg frammistaða 18 ára pilts. Beljavsky varð efstur, þá komu Tigran heitinn Petrosjan, Portisch og Timman, Ljubojevic, Kasparov, Andersson og Spassky, Larsen og Sosonko og Hubner og lestina rak Miles sem nú hefur sigrað í Tilburg tvö ár í röð, meira að segja liggjandi. Kasparov var ófarsæll en tefldi þó glæsilega skák við Andersson sem valin var besta skák tímabilsins í Informatornum júgóslavneska. „Ég tefli aldrei við Kasparov aftur,“ er haft eftir Andersson eftir útreiðina. Hann lét samt til leiðast og tefldi við hann æfingaeinvígi fyrr á þessu ári og tapaði 4-2. Sovéskur meistari 18 ára í lok ársins 1981 kom sprengjan sem allir höfðu beðið eftir: Garrí Kasparov varð efstur á skákþingi Sovétríkjanna, aðeins 18 ára gamall. Lev Psakhis var jafn honum að vinn- ingum og þeir voru báðir útnefndir „skákmeistarar Sovétríkjanna“. Kasparov var þá kominn með 2630 stig á Eló-listanum og hann og Psak- his höfðu nokkra yfirburði - fengu 121/2 v. af 17 mögulegum - en næsti maður, Romanishin, fékk 10 v. Neðar voru Gavrikov, Tukmakov, Agz- amov, Beljavsky, Dorfman, Jusupov, Dolmatov, Kupreichik, Svesnikov, Tseshkovsky, Judasin, Gulko, Tim- osjenko og Mikhaltsisin. Nú er nóg komið, gæti einhver sagt, en ótrúleg sigurganga hans hélt enn áfram; nú í Bugojno í Júgó- slavíu í maí 1982. Kasparov hlaut 9 1/2 v. af 13 mögulegum, Ljubojevic og Polugajevsky hlutu 8 v., Spassky og Hubner 7 1/2, T. Petrosjan, Larsen og Andersson 7 v. og neðar komu Ivanovic, Timman, Najdorf, Gligoric og Ivkov. Skák hans við Petrosjan var fræg. Eftir 24 leiki varð Tigran að gefast upp i stöðu þar sem hann var nánast leiklaus - ekki á hverjum degi sem hann var tekinn svo hrotta- lega, enda var Kasparov ánægður og taldi skákina þá bestu sem hann hafði teflt. Og nú var röðin komin að sjálfum heimsmeistaratitlinum. Kasparov varð langefstur á millisvæðamótinu í Moskvu 1982, með 10 v. af 13 mögu- legum, og komst þar með áfrarn í áskorendaeinvígin. Fyrsti andstæð- ingurinn var Beljavsky og með þeim var nokkurt jafnræði framan af. Eftir fjórar skákir var jafnt en þá tók Kasparov á sig rögg og vann þrjár af þeim fimm skákum sem eftir voru: lokatölur 6-3, Kasparov í vil. Ég átti þess kost að fylgjast með 8. skákinni í Moskvu og það var aðdáunarvert hversu léttleikandi Kasparov tefldi. Þetta var besta skák hans í einvígiriu og mikið á sig lagt. Hann varánægð- . ur eftir skákina og einnig í miklu uppnámi, skjálfandi og óstyrkur. Setur hann punktinn yfir i-ið í dag? Næsti mótherji var Kortsnoj sem Kasparov hafði sigrað svo glæsilega á ólympíuskákmótinu í Luzern 1982 - þar tefldi hann á öðru borði og vann 6 skákir, gerði 5 jafntefli. Kortsnoj átti, eins og Beljavsky, í fullu tré við pilt framan af en undir lokin fór að síga á ógæfuhliðina. Kortsnoj vann fyrstu skákina, síðan 4 j afntefli en úr síðustu sex skákun- um fékk hann aðeins 1 v. Kasparov sigraði 7-4. Síðasta hindrunin í átt að áskor- endasætinu var svo Smyslov en það var ójafn leikur. Þeir tefldu í Vilnus í mars í fyrra þrettán skákir. Níu lauk með jafntefli og Kasparov vann fjórar: úrslitin 81/2-41/2 Kasparov í vil. Og þá loks var hann kominn upp að fótskör heimsmeistarans Anatoly Karpovs. Saga þeirra verður ekki rakin hér, enda skammt um liðið. Lesendur ættu að muna ennþá eftir einvíginu „endalausa“ sem hófst í Moskvu í september í fyrra og lauk ekki fyrr en Campomanes greip í taumana eftir 48 skákir. Síðan settust þeir aftur að tafli í september í ár. Jafn- ræði var með þeim framan af en síðan tók Kasparov völdin í sínar hendur. Hann hafði tveggja vinninga forskot þar til í 22. skákinni, sem hann tap- aði, og nú stefnir í hreina úrslita- skák: glæsilegur skákferill en spurn- ingin er: Tekst Kasparov að setja punktinn yfir i-ið í dag og verða yngsti heimsmeistari skáksögunnar? JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.