Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 44
FRETTASKOTIÐ (68) • (78) • (58) Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i OV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1985. Vantraust á f orstjóra Gæslunnar — samþykkt á þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins „Þar sem forstjóri Landhelgisgæsl- unnar hefur ekki séð sér fært að standa við gerðan kjarasamning, sem hefur haft geigvænlegar afleiðingar varö- andi starf eins skipherra Landhelgis- gæslunnar, lýsir 32. þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands van- trausti á forstjóra Landhelgisgæslunn-, ar.” Þingið krafðist þess að Höskuldur Skarphéöinsson skipherra yrði nú þeg- ar látinn taka við sínu fyrra starfi og að kannað yrði hvort Landhelgisgæsl- an og dómsmálaráðuneytiö hefðu farið aö lögum í afgreiðslu sinni á máli Höskuldar. Fram kom tillaga um að skipaflotan- um yrði siglt í land 21. nóvember til stuönings Höskuldi. Tillagan fór til nefndar sem í staöinn kom með aðra tillögu sem þingiö samþykkti: „Til þess að knýja fram fullnaðarsigur í máli Höskuldar Skarphéðinssonar heimilar 32. þing FFSI stjóm sam- bandsins að leita þeirra leiða sem tryggja farsæl lok þessa máls.” -KMU. Aðalfundur LÍU: Vill tveggja ára fiskveiðistefnu Á aðalfundi LIÚ var samþykkt að stjómun fiskveiða verði í megindrátt- um í samræmi við frumvarp það sem Halldór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra hyggst leggja fram á Aiþingi. Fundurinn taldi þó að gildistími þess ætti að vera 2 ár í stað 3 ára. Einnig taldi fundurinn að sala á kvóta ætti að takmarkast við þau skip sem ekki eru gerö út. Á fundinum var ítrekuð sú slæma staða sem útgerðin býr við. Lögð var áhersla á að aflaaukning næsta árs yrði til ávinnings fyrir útgerðina. Jafn- framt var tekið undir þær hugmyndir að draga úr sjóða- og millifærslukerfi sjávarútvegsins. Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður samtakanna. -APH. BILSTJORARNIR AÐSTOÐA 25050 SENDIBÍLASTÖÐIN Hf LOKI Jón Baldvin ætti a.m.k. að geta unnið með gáfu- mannafélaginu, eins og Jakinn kallar þaðl Forstjórar olíu- félaganna æfir — yf ir orðum Kristjáns Ragnarssonar, LÍÚ, í garð þeirra „Ég vísa þessu öllu á bug og þessu verður svarað opinberlega. Þessi kafii í ræðu Kristjáns Ragnarssonar — og það er sorglegt að þurfa aö segja þetta — er fluttur gegn betri vitund hans. Ég spyr bara hvað sé yfirleitt hægt að marka aðrar upp- lýsingar sem Kristján gefur útvegs- mönnum og yfirvöldum,” sagði Vil- hjálmur Jónsson, forstjóri Olíufé- lagsins hf., er DV bar undir hann um- mæli Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LIÚ, í ræðu sem hann hélt við setningu aöalfundar LIÚ. I ræðu sinni fór Kristján mjög hörðum orðum um olíufélögin. Hann sagði m.a. að þau hefðu fengið 61% hækkun á álagningu á þessu ári. Éinnig sagði hann að oliufélögin hefðu setið uppi með birgðir af svart- olíu sem þau gátu ekki selt. Með þeim kaupum hefðu þau haft af út- gerðinni ótalda fjármuni. „Ég bið menn að hafa í huga að í dag skiptir olíufélögin engu hvað olían kostar, hvar hún er keypt eða hvenær inn- kaup eru gerð. Ég tel til dæmis að það skipti olíufélögin meira máli að hafa birgðageymslur fullar um ára- mót af skattalegum ástæðum en hvenær hagkvæmt er að kaupa olíu,” sagði Kristján meðal annars. „Þessu vísa ég algerlega á bug,” sagði Þórður Asgeirsson, forstjóri OLlS. „Það skiptir okkur engu máli, í þessum bullandi rekstri, hvaða birgðir við höfum um áramót. Við höfum reynt að draga úr birgðum til að minnka tapið. Við erum í raun alltaf á síðustu dropunum og það er ekki útvegsmönnum til hugarhægöar að vita hvað við keyrum á litlum birgðum.” Þórður segir að það sé einnig al- rangt að álagning hafi hækkað um 61%. A þessu ári hafi álagning hækk- að um rúm 19%. Hann bendir einnig á að álagningin hafi verið lækkuð um 30 prósent á síðasta ári. Tonnið af gasolíu kostaði í desember 1983 1481 krónu og kostar núna 1761 krónu. Á tveimur árum hefur því gasolíuverð- iðhækkaðum20%. -APH Sendill bund- inn á höndum ogfótum Tveir menn réðust á sendisvein Félagsprentsmiðjunnar í morgun í Þingholtunum og stálu af honum skjalatösku sem í voru ávísanir upp á 100 þúsund krónur. Þetta gerðist kl. 11.07 við Bókhlöðustíg og Þingholts- stræti. Sendillinn var á leið niður í Ut- vegsbanka til að leggja peningana inn. Mennirnir tveir réðust á sendilinn og fóru með hann inn í húsasund þar sem þeir bundu hann á höndum og fótum — og fyrir augu hans. Þeir skildu sendil- inn síðan eftir í húsasundinu og geyst- ust niður í Útvegsbanka þar sem þeir' framseldu ávísanirnar. Þegar DV fór í prentun í gærkvöldi var RLR að vinna að málinu. I gær fóru fram yfirheyrslur og var sendill- inn látinn lýsa atvikinu á staðnum þar sem ráðist var á hann. Þá var gjald- kerinn í Útvegsbankanum yfirheyrður og beðinn aö gefa lýsingu á mann- inum sem kom með á vísanimar. ______ -SOS. t t t i i i i i Haf berg GK nær sokkið Leki kom að síldarbátnum Hafbergi frá Grindavík út af Seyðisfirði í gær. Haukafell frá Höfn í Hornafirði kom Hafbergi til hjálpar — tók áhöfn Haf- bergs um borð og dró bátinn til Seyðis- fjarðar. Dælurnar voru látnar ganga um borð í Hafbergi en báturinn var kominn að því að sökkva þegar komið var með hann til Seyðisfjarðar. Um tíma leit út fyrir að báturinn myndi sökkva. Mikill viðbúnaður var á Seyðisfirði — slökkviliðið var tilbúið með dælur á bryggjunni. Upp úr kl. 19 í gærkvöldi var Haf- berg kominn að bryggju og var þá hiuti lestarlúgunnar undir sjó en báturinn hallaðist mjög. Það var þá strax farið að vinna við að lyfta bátnum upp þannig að hægt yrði að dæla sjónum úr honum. Hafberg er 162 tonna stálbátur — smíðaður 1962. -SOS. Svavari Gestssyni, formanni Alþýðubandalagsins, líst greinilega vel á tillögur flokksbróður sins og sam- starfsmanns, Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, um sterkan lifskjarasamning í ný- sköpunarstjórn. Þessar tillögur komu fram í yfirheyrslu yfir Þresti Ólafssyni i DV í gær. Sjá fréttir af landsfundi Alþýðubandalagsins á siðu 2. DV-mynd GVA. Smygl á Akureyri Tollgæslumenn á Akureyri eru nú að störfum í skipinu Svaninum sem liggur við Krossanesbryggjuna á Akureyri. Yfir 200 kassar af áfengum bjór hafa fundist um borð í skipinu. Þá leikur grunur á að skipverjar hafi smyglað miklu magni af áfengi og bjór í siðustu tveimur ferðum skipsins. Málið er nú í rannsókn. -SOS. „Kannski of skynsamlegt fyrir Alþýðubandalagið” segir Jón Baldvin um tillögur Þrastar Ólaf ssonar „Tillögur Þrastar Olafssonar eru að mörgu leyti góðar enda mestan part sóttar í það prógramm sem við alþýðuflokksmenn höfum sett okkur. Sumt er að vísu enn óskýrt hjá hon- um en almennt er þetta skynsamlegt sem hann segir. Spurningin er bara sú hvort það sé ekki of skynsamlegt fyrir Alþýðubandalagið,” segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Al- þýöuflokksins. Þarna er Jón Baldvin að fjalla um hugmyndimar um lífskjarasamning aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjómarinnar. Um þá hugsjón Þrast- ar að koma á ríkisstjóm Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks segir Jón Baldvin: „Það hefur enginn annar en Alþýðu- flokkurinn kveðið upp úr með að gefa eigi Framsókn frí eftir 14 ára streð. Og við höfum nefnt tvo kosti, nýja viðreisn okkar og Sjálfstæðisflokks- ins eða nýja nýsköpun flokkanna þriggja. Það er nýtt hjá Alþýðubandalaginu að þar skuli vera hafnar slíkar um- ræður, þar hafa menn hallað sér þétt að Framsókn. Þetta er hins vegar mjög í samræmi við það sem ég finn hjá forystumönnum í verkalýðs- hreyfingunni, hvort sem það dugir svo til þess að koma vitinu fyrir for- ystu Alþýðubandalagsins eða ekki. Það er eins með þetta og hugmynd- irnar um lífskjarasamninga. Slíkar hugmyndir hafa ekki átt upp á pall- borðið í Alþýðubandalaginu hingað til og þess vegna hefur Þröstur Olafs- son verið felldur úr trúnaðarstöðum, fyrir skynsamlegar hugmyndir. ’ A þessari stundu er alveg óséð að tillögur Þrastar fái stuðning í hans eigin flokki.” HERB t Í i i i i í í t t í í t i i i i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.