Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 28
28
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 3, Njarövík, þingl. eign Vig-
dísar Sigurjónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Verslunarbanka
Islands, Asgeirs Thoroddsen hdl., Njarövikurbæjar og Jóns Ingólfs-
sonar hdl. föstudaginn 15.11. 1985 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annað og síöasta á mb. Guömundi Arnar KE-200, þingl. eign Baldvins
Níelsen og Viktors R. Þóröarsonar, fer fram við bátinn sjálfan i Sand-
gerðishöfn að kröfu Tryggingast. ríkisins, Bæjarsjóðs Keflavíkur og Vil-
hjálms H. Vilhjálmssonar hdl. föstudaginn 15.11. 1985 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á fasteigninni Suðurgötu 1 i Sandgerði, þingl. eign
Reynis Óskarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs Ragnars-
sonar hrl., Inga H. Sigurðssonar hdl., Guðmundur Markússonar hdl. og
Þorvalds Lúðvikssonar hrl. föstudaginn 15.11. 1985 kl. 14.30.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á fasteigninni Brekkustig 7, efri hæð, I Sandgeröi,
þingl. eign Ólafs Davíðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
lönaðarbanka Islands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Guðjóns A.
Jónssonar hdl., Veödeildar Landsbanka Islands og innheimtumanns
rikissjóðs föstudaginn 15.11. 1985 kl. 14.15.
Sýslumaöurinn í Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á lóö undir dráttarbraut viö Bakkalág I Grindavik
ásamt tækjum og mannvirkjum, þingl. eign Dráttarbrautar Grindavikur
hf., fér fram á eigninni sjáifri aö kröfu Jónasar Aöalsteinssonar hrl.,
lönlánasjóðs, Framkvæmdast. ríkisins, Asgeirs Thoroddsen hdl. og
Brunabótafélags Islands föstudaginn 15.11.1985 kl. 10.45.
Bæjarfógetinn í Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið I Lögbirtingabl. á vs. Mumma GK-120, þingl. eign
Rafns hf. í Sandgeröi, fer fram við skipiö sjálft í Sandgeröishöfn að
kröfu Landsbanka Islands, Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Asgeirs
Thoroddsen hdl., Guöjóns Steingrímssonar hrl., Tryggingast. ríkisins,
Jóns G. Briem hdl., Arna Guöjónssonar hrl., Garðars Garðarssonar hrl.
og Skúla Pálssonar hrl. föstudaginn 15.11. 1985 kl. 14.45.
Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið I Lögbirtingabl. á mb. Vörðufelli HF-1, þingl. eign
Halldórs Dagssonar, fer fram við bátinn sjálfan i Sandgerðishöfn að
kröfuTryggingast. rikisins föstudaginn 15.11. 1985 kl. 1.34.
Sýslumaöurinn i Gullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið I Lögbirtingabl. á fasteigninni Austurvegi 52 í
Grindavík, þingl. eign Indriða Sigurðssonar o.fl., fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Bæjarsjóös Grindavíkur fimmtudaginn 14.11. 1985 kl.
16.00.
Bæjarfógetinn i Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið í Lögbirtingabl. á fasteigninni Borgarhrauni 18 í
Grindavik, þingl. eign Sigurbjargar Róbertsdóttur, fer fram á eigninni
sjálfri aö kröfu Jóns Þóroddssonar hrl. fimmtudaginn 14.11. 1985 kl.
15.30.
Bæjarfógetinn i Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur verið i Lögbirtingabl. á fasteigninni Víkurbraut 1 i
Grindavík, þingl. eign Bifreiðaverkstæðis Grindavíkur, fer fram á eign-
inni sjálfri að kröfu Bæjarsjóös Grindavíkur og Iðnlánasjóðs fimmtudag-
inn 14.11. 1985 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn í Grindavík.
Nauðungaruppboð
sem augl. hefur veriö I Lögbirtingabl. á fasteigninni Leynisbraut 3 f
Grindavík, þingl. eign Guðmundar M. Guömundssonar, ferfram á eign-
inni sjálfri að kröfu Bæjarsjóös Grindavíkur fimmtudaginn 14.11. 1985
kl. 16.30.
Bæjarfógetinn i Grindavík.
Einu sinni hét Hafnarstræti Rebslagerbanen og síðar Strandgaden.
Skáldin og
mállýskumar
í síðasta pistli var fjallað um það
sem óþekkt skáld hafa haft um
íslenskar mállýskur að segja.
Nú er komið að nafngreindum
skáldum.
Fyrst verður dvalið við þau skáld
sem beinlínis hafa predikað
ákveðna málstefnu í verkum sín-
um, síðan þá höfunda sem hafa ljáð
persónum sínum sérstakt málfar til
einkennis.
Danskt smáþorp
Hverfum um stund tæj> tvö
hundruð ár aftur í tímann. Islensk
tunga var þá ekki í neinum sérstök-
um metum meðal Reykvíkinga.
Þeim þótti mun fínna að tala
dönsku. Og ef menn kunnu ekki
dönskuna þá varð útkoman sér-
kennilegur hrærigrautur beggja
tungumálanna.
Reykjavík gat sannarlega kallast
danskt smáþorp á þessum tíma. Til
dæmis má nefna að á þessum tíma
hét Hafnarstræti Rebslagerbanen
og síðar Strandgaden. Austur
stræti hét upphaflega Tværgaden
og síðar Langefortoug.
Það var um þetta leyti sem danski
málfræðingurinn Rask spáði því að
íslenska mundi deyja út innan tvö
hundruð ára ef ekkert væri að gert.
Líklega hefur íslensk tunga aldr-
ei fyrr né síðar átt jafnmikið í vök
að verjast.
En einmitt þá, þegar mest reið
á, fóru skáldin að láta til sín taka.
Skrifað gegn dönsku
Sigurður Pétursson, sýslumaður
og skáld, uppi um 1800, var meðal
frumkvöðla íslenskrar leikritunar.
Tvö leikrit hans hafa oft verið sett
á svið. Þau heita Narfi og Hrólfur.
f báðum þessum leikritum er hart
deilt á dönskuskotið málfar Reyk-
víkinga.
í leikritinu Narfi er ein persónan
Narfi nokkur, heldur ógæfusam-
legur ungur Reykvíkingur sem
kann ekki dönsku en slettir henni
óspart því honum þykir það fínt.
Hann vill vera „danskur frá hvirfli
til ilja, frá bröst til botn og allt um
kring“ og „tala uppá fín hádansk".
í leikritinu er deilt á þennan
uppskafningshátt að tala dönsku
og ýmsum rökum beitt. Til að
mynda er Narfa bent á að það yrði
vænlegra til árangurs í kvenna
málum að tala íslensku því stúlkur
skilji hreinlega ekki þessa undar-
legu dönsku.
íslensk
tunga
38
Eiríkur Bryn jólfsson
Og til að bæta gráu ofan á svart
þá fer auðvitað illa fyrir hinum illa
talandi manni en önnur persóna
leikritsins, Nikulás, sem er veltal-
andi og talar reyndar eins og lesið
sé úr bók, nær í fallegu stúlkuna
og verður ríkur og hamingjusamur.
Ekki veit ég hver hlutur Sigurðar
Péturssonar og annarra skálda var
í baráttunni gegn dönskum áhrif-
um í Reykjavík en víst er að áhrif
þessara manna hljóta að hafa verið
talsverð.
Mállýskur
í nútímasögum
En hverfum aftur til nútimans
og skoðum eitt dæmi um mállýskur
í nútímasögu.
Ásta Sigurðardóttir skrifaði
nokkrar listilega gerðar smásögur.
Ein þeirra heitir Kóngaliljur og er
um veika stúlku, vinkonu hennar
og sérfræðing. Veika stúlkan er
ófrísk og vinkonan reynir að telja
hana á að láta eyða fóstrinu.
Persónumar þrjár eru afar ólíkar
og málfar þeirra endurspeglar
stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Veika
stúlkan er ómenntuð og er látin
vera þágufallssjúk og þar kemur í
fyrsta sinn fram sú skoðun að þetta
málafbrigði fari eftir félagslegum
þáttum. Hún segir t.d.: „Mér kvíðir
svo fyrir að verða þarna í vet
ur ...“ Orðaforði veiku stúlkunnar
er sömuleiðis takmarkaður.
Vinkonan er í ástandinu og slett-
ir ensku, segir: Gosh, I say that
o.s.frv. Þannig vinnur hún gegn
takmörkuðum orðaforða sínum
með því að grípa til enskunnar.
Sérfræðingurinn hefur einnig sitt
sérstaka málfar. Hann hefur til
dæmis sérstakan orðaforða sem
veika stúlkan skilur ekki alveg.
Bragarbót
I síðasta þætti vitnaði ég í al-
þýðuvísur um mállýskur. Ein var
um vestfirska mállýsku þar sem
-rð- er borið fram -rd-.
Maður nokkur hringdi í mig til
að leiðrétta vísuna. Hann hafði
lært hana í æsku. Ég vitnaði hins
vegar í hana úr prentaðri heimild.
Sjálfsagt hefur vísan geymst í
tveimur útgáfum. En um hitt verð
ur ekki deilt að útgáfa mannsins,
sem lærði hana í æsku, er brag-
fræðilega séð mun betri en sú sem
ég hafði úr bók.
Ég birti því vísuna leiðrétta:
Nordan hardan gerdi gard,
geysihardur vard ’ann,
bordar jardar ennis ard,
upp í skardid bard ’ann.
Þriðja línan var svona í PV sl.
laugardag:
Skutulfjardar ennis ard ...
Og geta þá lesendur séð í hendi
sér hvor útgáfan er betri.