Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 29 j^TAR ^ I GARÐSHORNI 20-50% jÉ| afsZur af —n po«aplöntum 30% afslát*.... . 20% kynningi— af i<— nóvemL _ 20% sÍóífvS?w.r®fs,ó«Ur ®fstótturSf b,ókUðu^ o'ornum ningarafsláttur lólastjörnum og Brnberkaktusum GARÐSHORN SUÐURHLÍÐ FOSSVOGI SÍMI40500 Ólafur Ragnar skarar fram úr Úlfar horfir í spegilinn og kippir í yfirskeggið, horfir íhugull á sjálfan sig eins og hann sé ekki viss um hvort honum geðjist að því sem hann sér. En svo færist bros yfir andlitið, bros sem breytist í smitandi skelli- hlátur, og hann er farinn að tala um Spegilinn - Spegilinn með stórum staf og fortíð. Þegar lögreglan rudd- ist inn á heimili Úlfars um árið og gerði upplagið upptækt, eins og það heitir á máli laganna, var settur punktur aftan við feril lítils einka- fyrirtækis og tilraunar í þeim anga blaðamennskunnar sem hefur gengið svo illa að fóta sig í stormum hins borgaralega hugsunarháttar á Is- landi. - En, Úlfar - grínblað þarf að rækta sína kímnigáfu þannig að yfir- völdin sjálf verði hlægileg þegar þau reiðast. „Það er einmitt það sem mér tókst með Speglinum," segir Úlfar blíð- lega. Hann er farinn að tala lægra en hann gerði hér áður. Og hægar líka. Ekki laust við að það votti fyrir einhvers konar virðuleika hins ábyrga - virðuleika sem manni datt aldrei í hug í sambandi við Úlfar Þormóðsson hér fyrr á árum þegar hann var afkastamikill Þjóðvilja- skríbent, höfundur merkilegra skáld- rita og tíður gestur á börum Reykja- víkur. „Sú staðreynd að Þórður frændi sá af skynsemi sinni að hann gæti ekki annað en sent elskulega lögreglu- þjóna á minn fund til að taka af mér upplagið og gera mig öreiga, hún sýnir að Spegillinn hefur staðið eins og fleinn í mjúku holdi einhvers ráðamanns. Eða konu.“ Hann kímir, snýr frá speglinum með litlum staf, gengur einn hring á gólfinu í Gallerí Borg þar sem hann er framkvæmdastjóri og einn eig- enda. - Hefurðu snúið baki við sósíalism- anum, Úlfar? Þú hefur verið að basla í einkaframtaki mörg undanfarin ár? „Ekki aldeilis. Sósíalisminn blívur. Sósíalisminn kemur. Og á eftir að verða inspírerandi viðfangsefni fyrir íslendinga framtíðarinnar. Sósíal- ismi - eða félagsleg lausn verkefn- anna í samfélaginu - er í mínum huga sama og réttlæti, sama og skyn- semi. Manneskjan verður að temja sér að ganga að daglegum störfum í þjóðfélaginu í þeim skynsemisanda sem er henni samboðinn. Mér finnst að það þurfi næstum ekki að ræða þetta. Stundum. Svo' koma þær stundir að mér finnst nauðsynlegt að ræða þetta. T.d. í alvarlega sinn- uðu tímariti sem styður yfirvöldin leynt og ljóst. Eins og Spegillinn gerði alltaf.“ Spegiilinn birtist bráðum aftur Tókst Þórði frænda þínum að gera út af við Spegilinn í eitt skipti fyrir öll - er hann brotinn í mél? „Ekki aldeilis. Spegillinn mun rísa af þeim hvíldarbeði sem Þórður kom honum á. Með vorinu verða borgar- stjórnarkosningar i Reykjavík, bæj- ar- og sveitarstjórnarkosningar út um landið. í þann slag má Spegilinn ekki vanta. Ella er hætta á að faiji illa fyrir stjórnvöldum þessa lands. Morgunblaðið hefur enga burði til að styðja við bakið á Sjálfstæðis- Úlfar Þormóðsson - „Ólafur Ragnar er einhver hæfileikaríkasti stjórnmálamaður sem á íslandi hefur fæðst.“ Alþýðubandalag, Ulfar - logar allt í illdeilum? Þegar maður spyr Svavar eða einhverja aðra úr forystunni er bara talað um deilurnar eins og smávanda á heimili, eiginlega engar deilur. Svo skjóta skýrslur „mæðra- nefndar" upp kollinum í blöðum - Kristín Ólafsdóttir býður sig fram gegn Svavari í stjórn málgagnsins ykkar, studd af Ólafi Ragnari og fleirum - og þú og fleiri yppið bara öxlum og segið „ekkert mál“, bara nöldur. Hvað er á seyði? „Þetta er fámennur hópur óánægðs fólks. Og fólkið er óánægt vegna þess að þetta er svona óánægjufólk sem hefur ekki nógu gaman af lífinu. Það skiptir engu máli hvað það fólk heitir sem er i forystu flokksins. Óánægjuliðið yrði alltaf á móti. Þetta er bara svona „á móti öllu fólk“ - sem því miður er þónokkuð algengt að telji sig til vinstri í póli- tík.“ Ég trúi ekki mínum eigin eyrum, Úlfar. Þú ert að tala um gagnmerkt fólk sem hefur unnið í þínum flokki meira en margur. Kristín Ólafsdóttir er sennilega formannskandídat ell- egar varaformannskandídat. Og Ólafur Ragnar er stjómmálamaður á heimsmælikvarða. Það ert þú sem ert í fylu. Það ert þú sem ert gamal- dags kommi, fastur í neti fornrar hugsunar. En Kristín og fólkið nærri henni vill breikka flokkinn, hleypa nýju fjöri í staðnað flokksstarf. Er það ekki málið? En Úlfar svarar þessu engu. Geng- ur einn rúnt í Gallerínu, eins og hann sé að leita að kímnigáfunni - fer svo að muldra samhengislaust, hugsa upphátt, segir margt óprent- hæft. Staðreyndin er sú, Úlfar, að Al- þýðubandalagið er óskapnaður í flokksmynd. Þykist vera verkalýðs- flokkur, en er í rauninni bara deild í Framsóknarflokknum. Annars veg- ar er það menntamannaklíka í Reykjavík sem rífur sig á fundum hjá ykkur, hins vegar eru það rass- síðir landsbyggðarþingmenn með orkuver og hagsmuni útgerðarauð- valds í vasanum sem reka pólitíkina á þinginu. Ekki satt? „Það er sjálfsagt eitthvað til í þessu." Og svo alltaf sama sagan: hópur fólks gengur í flokkinn. Finn- ur fljótlega að hann hefur engin áhrif. Einhver óskilgreind klíka ræður í raun öllu. Stefhuskráin endurskoðuð fyrir hverjar kosningar - og fæst aldrei framfylgt. Menn verða óánægðir og ganga úr flokkn- um. „Hvaða vitleysa. Þetta er ekki svona. Annars hef ég heyrt þetta áður. Kannski er Alþýðubandalagið sérstaklega erfiður flokkur. Kannski.“ Og brosvipran farin að breiðast út um andlitið á listmuna- salanum. Hann strýkur yfir skeggið, skeytir engu þótt blaðamaður lýsi Alþýðubandalaginu sem geðklofnum kerfisflokki í vandræðum en byrjar að tala um sósíalismann sem lifandi, sterkt afl sem eigi eftir að bjarga íslensku þjóðfélagi, ekki hvað síst andlega. Spegillinn sigrar „Spegillinn - með stórum staf - mun kenna þjóðinni að horfa á sjálfa sig í raunsærra ljósi. I kosningunum í vor mun hinn færi stjómmálamað- ur, Davíð Oddsson, eignast öflugt málgagn. Andstæðingum hans, and- stæðingum hinna ráðandi afla, mun ekki verða um sel þegar blaðið birtist á götunni, galvaskara en nokkm sinni - vakið til lífsins í krafti að- gerða hins gáfaða iðnaðarráðherra, fyrrverandi fiármálaráðherra, Al- berts Guðmundssonar." Og svo neit- ar listmunasalinn að ræða firekar um pólitík. -GG. flokknum. Og Sjálfstæðisflokkinn verðum við að styðja áfram. Mogg- inn! Mogginn er bara grínblað." - Ber þá ekki að líta á þjóðina sem sérlega spaugsama þjóð - hún les Moggann af miklu kappi? „Við erum húmoristar, Islendingar. Það er ekkert vafamál. Það leiftrar af okkur fyndnin og uppátektarsem- in. Og við erum gáfað fólk líka. Og listelskt. Ef það er eitthvað sem við ráðum ekki fyllilega við, þá er það helst ýmislegt svona praktískt, þú veist. Og pólitískt. Okkur gengur illa að stjórna okkur. Hæstvirtir kjós- endur ruglast gersamlega þegar að kjörstað kemur. Ég bara botna ekki í því. En vissulega er til skýring. Spaug- semin mglar okkur í ríminu. Einu sinni á fiögurra ára fresti eigum við að vera alvarleg, huga að alvarleg- um, praktískum málum eins og landsstjórninni og verðbólgunni og kjaramálunum og öllu því. En þá vefst okkur tunga um fót. Og við koksum á öllu saman, kjósum gamla grínið einu sinni enn. Það er þetta háttalag sem mér þykir í raun vænt um. Mín þjóð er fyrst og fremst húmorþjóð. Hefurðu heyrt að biskupinn vill láta reisa sérstaka friðarbænakirkju á Þing- völlum? Ætli hún verði ekki helguð henni séra Friðmey?" Ólafur Ragnar skararfram úr - Núheyristmérvottafyriríroníu, Úlfar. „Þú heyrir vitlaust, minn kæri. Mér þykir vænt um mina þjóð. En suma elska ég heitar en aðra. Og suma dái ég meira en aðra. Tökum t.d. hann Ólaf Ragnar hérna Gríms- son. Það er einhver hæfileikaríkasti maður sem á Islandi hefur fæðst. Allir teknir með í reikninginn alveg frá Ingólfi og gegnum allt klabbið niðuríDavíð. Ólafur Ragnar er klárastur og bestur." - En þú vilt hann ekki sem for- mann í þínum flokki? „Þjóðin vill hann ekki á þing. Ég vil að formaðurinn sé þingmaður. Það dugir ekkert annað. En Ólafur R. getur svo sannarlega verið for- maður. Ég reikna með að ég kjósi hann i þann starfa einhvern tíma. Ef ég kýs ekki sjálfan mig. En Ólafur. Hann gæti sko verið formaður hvaða flokks sem vera skal. Og ætti að laka það til athugunar. Hann skarar fram úr. Ég dái hann.“ - Nú vottar aftur fyrir - einhverju, Úlfar. En Úlfar segist ekki kunna að „láta votta fyrir“ einu eða öðru. Hann segist koma til dyranna eins og hann sé klæddur. Og þó. „Og þó,“ segir hann. „Líkast til rétt hjá bér. Það vottaði fyrir ein- hverju. Ég er slóttugur. Slóttugur eins og fiandinn. Slóttugri en ég hélt sjálfur. Stundum er ég svo slóttugvu: að ég átta mig ekki á því sjálfur hvað ég er að brugga." Slóttugur húmoristi. Blaðamanni verður ekki um sel þegar hann hugs- ar út í blönduna. - Hættuspil að vera nálægt svona manni. Kristín Ólafsdóttir og óánægjuliðið - Hvernig er annars með þetta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.