Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
11
Sjöfn Haraldsdóttir - komin heim með leirinn sinn.
Tonnaf
dönskum leir
Sjöfn Haraldsdóttir listakona er
komin heim til Islands með tonn af
leir meðferðis og sýnir nú í Gallerí
Borg.
Sjöfn er búsett í Kaupmannahöfn.
Þar hefur hún góða vinnustofu nærri
miðborginni og kyndir leirbrennslu-
ofninn frá morgni til kvölds.
„Leirinn er lifandi efni, næstum
óútreiknanlegt," sagði hún í viðtali.
Og hið óútreiknanlega efni gerði
henni þann greiða að hanga saman
í heilu lagi í lest flutningaskipsins
sem flutti sýningu hennar heim.
„Ég bý í Danmörku en vil halda
sambandi við ísland, helst vildi ég
búa í báðum löndunum. En ég kann
vel við Danmörku og Dani - loftslag-
ið einnig. Mér líður illa í kulda og
myrkri. Þegar kalt er vil ég helst
liggja í dvala. Eiginlega vildi ég búa
þar sem er enn hlýrra en í Danmörku,
einhvers staðar sunnar. Kannski læt
ég verða afþví.“
Leirlistin tímafrek
Undanfarin ár hefur Sjöfn unnið
að gerð veggmynda fyrir SDS, sam-
band danskra sparisjóða. Það var
verkefni sem hún fékk eftir að hafa
sigrað í samkeppni sem sparisjóðirn-
ir gengust fyrir. í kjölfar þeirrar
keppni kemur svo verkefni sem hún
vinnur að núna: lágmynd og vegg-
skreytingar fyrir sjúkrahúsið i
Stykkishólmi.
„Ég gaf sjúkrahúsinu mynd í minn-
ingu ömmu minnar sem bjó í Stykkis-
hólmi. Hún var óvenjusterk kona,
átti 15 börn og féll aldrei verk úr
hendi. í kjölfar þeirrar gjafar fékk
ég það verkefni að vinna veggskreyt-
ingar i sjúkrahúsið. Það verður árs-
vinna.“
Sjöfn segir að leirinn sé erfitt efni
að vinna fyrir „litla stúlku“ - en að
líkaminn stælist við að lyfta mynd-
unum inn í og út úr ofninum. Og svo
grípur hún þungt leirfatið og sveiflar
upp á höfuð sér fyrir ljósmyndarann.
Ekki munar hana heldur um að rölta
yfir Austurstrætið með 10 kg mynd
undir hendinni. Leirburð í Austur-
stræti köllum við myndina. Sjöfn er
sennilega ekki ein um að hafa stund-
að þar leirburð.
-GG
Veistþú
HVAÐ REYKELSI ER? ]
Þaö rekur burt illa anda og færir friö og ró inn á heimilið. |
Munið að það er í Gjafahúsinu
sem þið fáið rétta reykelsið og það ódýrasta í bænum.
Yfir 50 ilmtegundir, bæði stangir og toppar.
Hjá okkur eruð þið alltaf velkomin.
Sendu«'’P^Sallt
tkröfu
uffl
lam
GONfAiAÚste
Skólavörðustíg 8, sími 18525
Ath. Rainy Day Friends á möguleika á óskarsverðlaunum við næstu úthlutun.
Þessi mynd verður að fá óskarsverðlaun.
Spennandi mynd með götuslagsmálum, slegist til að geta lif-
að. Striðið fer fram á götunni, í fangelsinu og á sjúkrahúsinu.
ESAI MORALES úr myndinni BAD BOYS fer á kostum í sinni
aibestu mynd til þessa. THE HOLLYWOOD REPORTER
Spennandi ævintýramynd um átta unglinga sem berjast upp
á líf og dauða á móti vel þjálfuðum glæpamönnum.
Topp paradis sem hefur bakhliðina sem eitt helviti.
THEN.Y.TIMES
„Hver verður
fyrstur að leggja
stelpu?"
Full rúta af
strákum kemur i
sumarbúðir
Harry Basset
(leikinn af Fost-
er Brooks).
Basset er alltaf ,
fullur og missir I
stjórn á strákun-
um og stelpun-
um sem eru á
staðnum. Þú
hefur aldrei séð
neina mynd i
likingu við
þessa.
Myndbandaleigut.
pantanirísíma
Ath., litrlk plaköt fylgja.
MIDNIGHT
W 1121^2)