Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Erlend bóksjá Erlend bóksjá Uthlutunarnefnd Booker-verö- launanna fyrir bestu skáldsögu ársins kom á óvart með vali sínu. Verðlaunaskáldsagan varð sem sé fyrsta saga nýsjálenskr- ar skáldkonu, Keri Hulme. The Bone People nefnist hún og er samkvæmt blaðafrásögnum í Bretlandi ekki við allra hæfi. Skáldsagan fjallar einkum um þrjár persónur sem allar eru af ættum maoria, en svo nefnast frumbyggjar landsins. Kerewin Holmes er aðalpersónan. Hún er listamaður sem hefur ein- angrast frá íjölskyldu sinni sem og list sinni. Hún býr um sig í turni á sjávarströnd. Einangr- un hennar er rofin er hún finn- ur ilskó af barni í sandinum. Leit hennar að barninu, sem hún finnur, afhjúpar óhugnan- legar staðreyndir en eykur jafn- framt skilning hennar á sjálfri sér og öðrum. í sögunni eru afar harðn- eskjulegar lýsingar, m.a. á hör- kulegum misþyrmingum barns- ins sem er innhverft. Þar er einnig mikið af maori-orðum sem gera lestur sögunnar erfið- an þrátt fyrir orðaskýringar sem fylgja. Afstaða gagnrýnendá í Bret- landi skiptist nokkuð í tvö horn. Sumir láta sér fátt um finnast en aðrir telja skáldsögu þessa frumlega, ljóðræna og sannfærandi. The Bone People kemur væntanlega á markað í pappír- skiljuánæstaári. AIITHOR’S CHOICE GR. Cilc í M.. A*. % ftic Vovirmá lh< QíúuAkv IW&vds ýiúi . iWHonomyCt: Greene velur fjórar sögur AUTHOR’S CHOICE: FOUR NOVELS. Höfundur: Graham Greene. Penguin Books, 1985 Breski rithöfundurinn Gra- ham Greene, sem á þá einu von til nóbelsverðlaunanna í bók- menntum að lifa lengur en Arthur Lundkvist, hefur sjálfur valið fjórar skáldsagna sinna í þetta safnrit. Bókin kemur út þegar Greene hefur einn um áttrætt. Skáldsögurnar fjórar eru The Power and the Glory, The Quiet American, Travels with My Aunt og The Honor- ary Consul. í örstuttum formála segist höfundurinn velja þessar fjórar sögur sem fulltrúa ólíkra þátta rithöfundarferils síns. The Power and the Glory (1940) er mikilvægasta „kaþólska“ skáldsaga Greene. The Quiet American (1955) tekur til með- ferðar mistök Bandaríkja- manna í Víetnam. í Travels with My Aunt (1969) er fjallað á skoplegan hátt um alvarlegt viðfangsefni: elli og dauða. The Honorary Consul (1973) er bæði trúarlegs og stjómmálalegs eðlis og eftirlæti höfundarins sjálfs. Nomimar í Austurvík THE WITCHES OF EASTWICK. Höfundur: John Updike. Penguin Books, 1985. Nornaskapur kvenna í ólíkum mynd- um er ýmsum rithöfundum af karl kyninu hugleikið viðfangsefni um þessar mundir. Bandaríski rithöfundurinn John Updike, sem er í fremstu röð sam- tímamanna sinna þar vestra, lætur sér ekki nægja í þessari nýjustu skáldsögu sinni að gera gys að femín- istum fyrir flónsku af margvíslegu tagi hann gerir þær beinlínis að nornum. Þær eru að vísu harla kraftlitlar í seið sínum þar til undir lokin að hefndarhugur í garð yngri konu nær tökum á þeim - en hún framdi glæp glæpanna: stal þeim karlmanni sem þær töldu sig allar eiga. Nornirnar í smábænum Austurvík á Ródeyju eru þrjár. Á þeim tíma sem sagan gerist - undir lok sjöunda áratugarins - verða þær „meðvitað- ar“ eins og títt var í þá daga. Þær skilja við eiginmenn sína og reyna að „finna“ sjálfar sig í störfum utan heimilis. Nornirnar hittast reglulega, í hverri viku. Á fundum sínum drekka þær ótæpilega, skiptast á kjaftasög- um og magna seið ef þannig liggur áþeim. Daglegt líf þeirra tekur verulegum breytingum þegar Darryl, „prins myrkursins", kemur til bæjarins, leigir þar hús og efnir til svallveislu þar sem nornirnar skipa veglegan sess. Darryl verður miðpunktur til- veru þeirra. Þær telja hann sinn. Þegar hann tekur allt í einu upp á því að kvænast annarri konu, og það yngri, verða nornirnar frá sér af vonbrigðum og bræði. Þær samein- ast um gjörning til að koma eigin- konunni fyrir kattarnef. Það er líkt með þessa sögu og nýjustu skáldsögu Kingsley Amis, sem kynnt var hér fyrir skömmu, að hún hefur að geyma afar gagnrýna afstöðu til kvenna sem sætta sig ekki við hefðbundinn bás. Af sögunni má ráða að konur, sem yfirgefa menn sína, lendi í erfiðleikum fjárhagslega, vanræki börn sín, drekki ótæpilega, sofi hjá flestum karlmönnum sem þær ná til og eigi sér þann draum helstan að klófesta nýjan eiginmann. Texti Updikes er hér, sem í mörgum fyrri skáldsagna hans (ekki síst Beck-sögunum), afar fyndinn og skemmtilegur aflestrar. Hann beitir í ríkum mæli beittu háði og skopleg- um athugasemdum. Lýsingar hans eru gjarnan hnitmiðaðar, bragðmikl- ar og safaríkar. Sannkallaður norna- galdur. SAKLEYSINGIA FLÓTTA í FRAMTÍÐARLANDINU MOLLYZERO. Höfundur: Keith Roberts. Penguin Books, 1985. Framtíðarsýn Keith Roberts er óneitanlega fremur svartnættisleg, í það minnsta ef marka má þær þrjár vísindaskáldsögur sem Penguin hef- ur gefið út eftir hann síðustu árin. Tvær þær fyrri, Pavane og The Furies, hafa þegar verið kynntar hér í bóksjánni. Molly Zero, söguhetjan í þessari nýjustu framtíðarskáldsögu Roberts (hún kom reyndar fyrst út árið 1980), er sakleysingi í ógnvænlegum heimi. Sagan gerist eftir tvö hundruð ár eða svo í Bretlandi. Landið er þá klofið í mörg smáríki. Vegna sífelldra styrjaldarátaka er mikill hluti mann- virkja í iandinu í rústum. Lífskjör eru almennt harla bágborin. Landið er lokað af með miklum múrum og girðingum. Smáríkin eru reyndar einnig aðskilin hvert frá öðru með slíkum varnarmúrum og erfitt að ferðast þarámilli. METSÖLUBÆKUR PAPPÍRSKILJUR BRETLAND 1. Anita Brookner: HOTEL DU LAC. (2). 2. Sue Townsend: THESECRET DIARYOF ADRIAN MOLE AGED13 3/4. (3). 3. SueTownsend: THE GROWING PAINS 0F ADRIAN MOLE. (1). 4. Noel Barber: A WOMAN 0F CAIRO. (4). 5. Frederick Forsyth: THE FOURTH PR0T0C0L. (5). 6. Catherine Cookson: G00DBYE HAMILTON. (-). 7. Howard Jackobson: PEEPINGTOM.(-). 8. Alistair MacLean: SAN ANDREAS. (6). 9. Joliffe og Mayle: TWINKLE, WINKLE. (-). 10. TomShapre: WILTON HIGH. (7). Tölur innan sviga tákna röð viðkomandi bðkar á listanum vikuna á undan. Byggt áTheSundayTimes.) Molly elst upp í sérstökum búðum. Hún veit ekkert um foreldra sína né systkini. Tölvur fylgjast með henni og hinum börnunum í búðunum og annast að verulegu leyti menntun þeirra. Þau börn, sem af einhverjum ástæðum standa sig ekki sem skyldi, hverfa sporlaust. Hverjir stjórna á bak við? Hver er veruleikinn utan búðanna? Allt þetta er Molly og fé- lögum hennar hulið. Þegar Molly kynnist ungum pilti í búðunum ákveður hún að flýja með honum. Þá hefst ævintýralegur flótti. Þar fær Molly að reyna ólíkar hliðar þess lífs sem þrifst utan búð- anna. Hún lendir meðal annars í hópi hryðjuverkamanna. Að lokum fær hún svör við þeim spurningum sem leituðu svo ákaft á hana í upp- eldisbúðunum. Þau er ekki öll henni að skapi. Lýsingar Roberts eru hugvitssamar og frásögnin spennandi aflestrar eins og í fyrri bókum hans, enda er Ro- berts talinn einna fremstur þeirra sem semja vísindaskáldsögur í Bret- landi um þessar mundir. Ljóðskáldið Jorge Luis Borges SELECTED POEMS1923-1967. Höfundur: Jorge Luis Borges. Penguin Books, 1985. Fremsta skáld Argentínu undan- farna áratugi er tvímælalaust Jorge Luis Borges. Hann er jöfnuni hönd- um prósahöfundur og ljóðskáld. Reyndar var Borges löngum þekktari fyrir verk sín í -óbundnu máli en ljóðin. Sjálfur segist hann í stuttum formála líta á sig fyrst sem lesanda, þá ljóðskáld og síðast prósahöfund. „Eg höfða til hugarflugsins en er enginn hugsuður," segir hann. Borges segir að til langs tíma litið muni hann líklegast standa og falla með ljóðum sínum. Ljóst er af þessu úrvali skáldskapar nær hálfrar aldar að hann stendur tígulega með ljóðum sínum. í meginkafia bókarinnar eru birt 95 ljóð. í heild eru ljóðin 107. Þau eru hér bæði á ensku og spænsku - utan eitt sem var ort á ensku. Nokk- uð ítarlegar skýringar fylgja. Þar eru veittar upplýsingar sem auðvelda skilning á viðfangsefnum ljóðanna. Þá er það lesendum enn til skilnings- auka að í sérstökum viðauka er að finna tíu formála sem Borges hefur ritað að ljóðabókum sínum. Einnig er hér yfirlit yfir helstu útgáfur á ljóðum Borges og fáeinir kaflar úr prósaverkum hans. Bandarískur vinur höfundarins, Norman Thomas di Giovanni, hefur annast þessa útgáfu. Hann átti um hana náið samstarf við Borges. Hann ritar einnig formála þar sem gerð er nánari grein fyrir því hvernig staðið var að vali ljóðanna og þýðingu jor^ÍAiteBorges Setected Íteitó 1923*1!M)7 þeirra á ensku, en þýðendur eru nokkuð á annan tuginn. Bók þessi kom fyrst út árið 1972. Svo sem mörgum mun kunnugt vakti bókmenntaarfur íslendinga, íslendingasögur og verk Snorra Sturlusonar, mikinn áhuga Borges. Þess sér stað í þessari bók þar sem er kvæði um Snorra. UMSJON: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Thf.Comkdíesoi WíUiAM C< >NGR F.VT, Gamanleikir Congreve THE COMEDIES OF WILL- IAM CONGREVE. Penguin Books, 1985. Talið er líklegt að William Congreve hafi samið fyrsta gamanleik sinn er hann var að ná sér eftir veikindi árið 1689, þá aðeins nítján ára. Þetta ár kom hann til Englands frá ír- landi. Hann kynntist fljótlega einum helsta skáldjöfri Eng- lendinga á þeim tíma, John Dryden, sem hvatti Congreve til aáða við leikritsgerðina. Þetta fyrsta leikrit Congreve var frumsýnt í mars 1693. Sjö árum síðar, þegar hann hafði samið og fengið sýnda þrjá aðra gamanleiki, hætti hann skyndi- lega leikritagerð sinni - sumir segja í fússi vegna harðrar gagnrýni og minnkandi vin- sælda. Hann var þá aðeins þrí- tugur. Þessir fjórir gamanleikir - The Old Bachelor (1693), The Double Dealer (1693), Love for Love (1695) og The Way of the World (1700) - eru hér saman komnir í einni bók. Eric S. Rump, aðstoðarprófessor við York háskólann í Toronto í Kanada, bjó gamanleikina til prentunar. Hann skrifar jafn- framt formála þar sem hann rekur stuttlega feril Congreve sem leikritahöfundar og veltir fyrir sér ýmsum hliðum gaman- leikjanna. ARIEL ANDRE MAUROIS Óður um Shelley ARIEL. Höfundur: André Maurois. Penguin Books, 1985. Fyrsta bókin, sem gefin var út undir merki Penguin fyrir hálfri öld, var þessi rómantíska ævisaga Percy Bysshe Shelley. Hún hefur nú verið gefin út að nýju í tilefni fimmtíu ára af- mælisins. Þessi útgáfa er ná- kvæm eftirlíking þeirrar sem ruddi brautina. I bókinni rekur franski ævi- sagna- og skáldsagnahöfundur- inn André Maurois sögu Shell- eys frá skóladögum til endalok- anna á Spezia-flóa er hann var á þrítugasta aldursári. Maurois fer hér ekki gagn- rýnum höndum úm viðfangsefn- ið. Þvert á móti er Ariel sam- felldur óður til skáldsins og uppreisnarmannsins glæsilega, ljóðrænn og hrífandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.