Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
Nauðungarupphoð - annað og síðasta eftir kröfu Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. fyrir hönd Erlends Magnússonar, fer fram uppboð til slita á sameign að fast- eigninni Giljaseli 10, Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 17.00. Fasteignin er þinglýst eign Erlends Magnússonar, en sameign hans og Guðrúnar Njálsdóttur. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Langholtsvegi 164, þingl. eign Egils Árnasonar og Kristjönu Sigrúnar Gísladóttur, fer fram eftir kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar hdl., Guð- jóns Á. Jónssonar hdl., Sigriðar Thorlacius hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Laugalæk 20, þingl. eign Gísla Sigurþórssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands hf., Jóhanns H. Nlelssonar hrl., Jóns Þóroddssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri miövikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Krummahólum 4, þingl. eign Gunnars Jónassonar og Ingu Karlsdóttur, fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og Veðdeildar Lands- bankansá eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Orrahólum 7, þingl. eign Sigurðar E. Sveinbjörnssonar og Heiöu B. Scheving, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Iðnaðar- banka (slands hf. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Krummahólum 2, þingl. eign oigrún„,- I.M. Þorsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Björns Ólafs Hallgrimssonar hdl., Atla Gíslasonar hdl., Þorvalds Lúðvikssonar hrl., Veðdeildar Lands- bankans, Skúla Pálssonar hrl. og Skúla Bjarnasonar hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Neðsta- bergi 4, þingl. eign Alexanders Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hdl., Gjaldheimtunnar i Reykjavík, Helga V. Jóns- sonar hrl., Jóns Ingólfssonar hdl. og Jóns G. Briem hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Vesturbergi 100, þingl. eign Jóns Inga Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Vesturbergi 70, þingl. eign Margrétar Kristjánsdóttur, fer fram eftir kröfu Ara isberg hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns A. Jóns- sonarhdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Vesturbergi 49, þingl. eign Edgars Guðmundssonar, ferfram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Urðar- bakka 34, þingl. eign Páls Björnssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
MAGYÁR POSTA j
<
Falleg sveigja, rétt við stöng.
Ungverskt frímerki.
Markvörður frá lýðveldinu
Rwanda gómar knöttinn örugg-
lega í heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó 1970. Rwanda liggur á
landamærum Uganda og Burundi
í Mið-Afríku.
Helgi Daníelsson gluggar i frímerkjasafn sitt.
Einstök söf nunarárátta
rannsóknarlögreglumanns:
Markmaður safn
ar markmönnum
«iMPEÖN AtEMANSA-VICE CAMPEON
HUNGRÍA 3.J fcN SUI7.A IÍS4
Þarna skora Þjóðverjar hjá Ungveijum í heimsmeistarakeppninni sem
haldin var í Sviss 1954. Eða varði markvörðurinn kánnski? Leikurinn
fór 3-2 og frímerkið er frá Paraguay.
„Menn eru svo uppteknir í dag að
þeir hafa líklega ekki tíma til að
hugsa um jafnómerkilega hluti og
þetta. En ég safna markmönnum á
frímerki; það geri ég svo sannar-
lega,“ segir Helgi Daníelsson rann-
sóknarlögreglumaður.
Eins og alþjóð veit var Helgi mark-
vörður í meistaraflokki Akurnesinga
í knattspymu og í landsliðinu á
árunum 1950-1965. Þá hætti hann
keppni, aðeins 33 ára að aldri.
En þar með var markvarslan ekki
úr sögunni. Helgi sneri sér að mark-
vörðum á frímerkjum og á nú allgott
safn slíkra merkja, líklega það eina
sinnar tegundar í heiminum.
„Ég veit ekki um neinn annan sem
safnar markmönnum á frímerkjum,
enda hafa margir á orði að þetta sé
nú meiri vitleysan, þeir hafí aldrei
heyrt annað eins. En það er nú skýr-
ing á þessu öllu saman. Bæði er að
ég hef sterkar taugar til markmanna
og svo ekki síður hitt að frímerki
með íþróttamyndum eru svo mörg
að það er ekki hægt að hafa reiðu á
því öllu saman. En það er hægt að
brjóta íþróttafrímerki niður í smærri
einingar eins og til dæmis mark-
menn.“
Helgi safnar að vísu öðrum eining-
um en markmönnum. Hann á til
dæmis öll íþróttamerki sem gefin
hafa verið út í Tékkóslóvakíu og er
kominn vel á veg með viðlíka frí-
merki frú Póllandi og Sovétríkjun-
um. Þá er hann byrjaður að safna
frímerkjum sem gefin hafa verið út
samhliða heimsmeistarakeppninni í
knattspymu og svo stefnir hann
einnig að því að segja sögu ólympíu-
leikanna með sama hætti.
„Það er ákaflega afslappandi að
setjast niður á dimmum vetrarkvöld-
um og fást við frímerkin. Möguleik-
arnir eru svo margir og þegar maður
tekur svona ákveðin fyrirbæri út
geta þau sagt mikla sögu,“ segir
Helgi sem sjálfur hefur aldrei komist
á frimerki. Ekki einu sinni mark-
mannsfrímerki.
„Ég skil nú eiginlega ekkert í því.“
EIR.
Ungversk frímerki frá heims-
meistarakeppninni í Stokkhólmi
1958. Svíar í sókn en brasijíski
markvörðurinn teygir sig sem
mesthann má.