Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta í Fálkagötu 30, þingl. eign Hörpu Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Jóns Ingólfssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. nóvember 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Nýlendugötu 16, þingl. eign Smára Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. nóvember 1985 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Grettisgötu 31A, þingl. eign Þuriðar Guðrúnar Hauksdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. nóvember 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 94. og 103. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Njálsgötu 34, þingl. eign Bjarna J. Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik o.fl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. nóvember 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Bröttukinn 33, 1. hæð, Hafnarfirði, tal. eign Hallgríms V. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 11. nóvember 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Unnarstig 2, kjallara, Hafnarfirði, þingl. eign Þórstínu Sigurðar- dóttur og Júliusar Hjálmarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. nóvember 1985 kl. 14.30. Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Goðatúni 1, neðri hæð, Garðakaupstaö, þingl. eign Hallgríms Rögnvaldssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánu- daginn 11. nóvemþer 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Faxatúni 5, Garðakaupstað, þingl. eign Bergs Lárussonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 11. nóvember 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Garöakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 49., 54. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Lágumýri 6, 2.h.t.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Inga Bjarnar Guömundssonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Skarphéðins Þórissonar hrl. og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 11. nóvember 1985 kl. 16.45. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 14. og 18. tölublaði Lögbirtingablaösins 1983 á eigninni Borgartanga 2, Mosfellshreppi, þingl. eign önnu Ingibjargar Benediktsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Útvegsbanka islands, Brunabótafélags Islands og Veðdeildar Lands- banka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins '84 og 10. og 13. tölublaði þess 1985 á eigninni Grundartanga 40, Mosfellshreppi, þingl. eign Ölafs Petersen o.fI., fer fram eftir kröfu Kópavogskaupstaðar, Brunabótafélags islands og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. nóvember 1985 kl. 15.15. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. ÁGÚSTHILMAR ÍKÓPAVOGI: Ast í kjörbúð nefnist sjónvarpsleikrit lem verið er að taka upp þessa dag- ina. Ágúst Guömundsson skrifaöi íandrit, er leikstjóri og leikur jafn- ramt aðalhlutverkið. Tökur fara að verulegu leyti fram í tjörbúð í Kópavogi — og eftir lokun júðarinnar og um helgar hafa vegfar- ;ndur stundum séð þekkta leikara ;regða sér í búðarmannasloppa og oregða á leik framan við kjötboröiö í tjörbúðinni Kópavogi. „Það er afgreiðslumaðurinn á bak við kjötborðið sem ég leik,” sagði Ágúst. „Leikritið gerist í búðinni, heima hjá afgreiðslumanninum — sem við köllum „kjötbúðing” — og í hugar- heimi afgreiðslumannsins. ” — Ast? — er ekki erfitt að vera ást- fanginn í önn dagsins í stórri kjörbúð? „Þaö er nú það. Þessi afgreiðslu- maður er svolítið út undir sig. Þetta er giftur maöur sem verður óskaplega hrifinn af konu sem býr í næsta húsi við kjörbúðina. Og veltir fyrir sér fram- hjáhaldi.” Gamalt vín á nýjum belg Ágúst sagði að sjónvarpsleikrit sitt væri gamalt — en umskrifað og komið á nýjan belg. „Eg skrifaöi þetta leikrit og sendi sjónvarpinu árið 1972. Þá var því hafnaö. Seinna notaði ég það, endurbætt, til að komast inn á skólann í London. Og svo var þaö umskrifað eina ferðina enn áður en við byrjuðum að vinna það núna.” — Handritshöfundur, leikstjóri, aðalleikari — er ekki óvenjulegt að einn og sami maöurinn gegni öllum þeim hlutverkum? „Það er það. Eg var líka smeykur við þetta til að byrja með. Og ég hafði ætlað ákveðnum leikara að leika aðal- hlutverkið, „kjötbúðinginn”, en svo reyndist sá upptekinn á þessum tíma sem við þurftum að vinna — og ég ákvaö að leika þetta sjálfur. Og held reyndar að ég passi vel í hlutverkið. Eg bað svo hann Hallmar Sigurðsson leikstjóra að vera aðstoðarleikstjóri — og hann á að hafa alveg sérstakar gæturámér.” Ást í kjörbúð verður væntanlega frumsýnd kringum páska næsta vor — Ágústi og félögum er uppálagt að hafa lokiðmyndinni þá. Auk Ágústs fer Gunnar Eyjólfsson með stórt hlutverk í Kjörbúðinni, hann leikur verslunarstjórann, yfirmann „kjötbúöingsins”, Guðlaug María Bjarnadóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir og Guðný Helgadóttir standa aðallega fyrir hinum kvenlega blóma myndarinnar. Arnar Jónsson leikur blómasala úr grenndinni. Ágúst í önnum Agúst hefur haft í mörg hom að lita í haust. Hann leikur stórt hlutverk í Iðnó um þessar mundir, stendur á sviðinu uppá hvert einasta kvöld og leikur amerískan offísera í Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. En það er vissulega bindandi að verða aö leika á hverju kvöldi — einkum þegar maður þarf að undirbúa gerð kvikmyndar í út- landinu um leið. Á þriöjudaginn var þurfti Kjartan Ragnarsson að leysa Ágúst af á Iönófjölunum, vegna þess að hann var kallaöur til London til ráð- slags um gerð kvikmyndar fyrir Dumbarton Films. „Eg kæri mig nú eiginlega ekki um að tala mikið um þá mynd. Það er ekki endanlega ákveðið að byr ja þetta verk. En eftir þennan fund meö þeim í vik- unni sýnist mér nú að af þessu geti orð- ið.” Myndin sem til greina kemur að Agúst geri fyrir Bretana mun væntan- lega verða tekin í Englandi og byggir á handriti Ágústs sjálfs. „Dumbarton Films er ungt fyrir- tæki. Þeir hafa aöallega gert sjón- varpsmyndir hingað til,” sagöi Ágúst — „en eru nú að byrja á lengri kvik- myndum. Þeir hafa nýskeð lokiö við gerð mjög skemmtilegrar og vand- aðrar myndar sem heitir No Surr- ender. Hún hefur verið sýnd á for- sýningum og er seld út um allan heim, þannig aö þetta virðist ætla að ganga velhjáþeim.” Og ekki getur Ágúst heldur kvartað undan sínu gengi, því á miðvikudaginn var, þegar hann kom heim úr snöggri ferð til London, biðu hans fregnir um PENNAR TIL SÖLU æskan leggur öldruöum lið Tillesandans! Þú mátt búast viö að ungmenni banki upp á hjá þér um helgina og bjóöi til sölu hvítan penna. Að vísu ekki eins stóran og þann sem séra Sigurður H. Guðmundsson, sóknar- prestur í Hafnarfirði, heldur á hér á myndinni sem fyigir. Penninn er í venjulegri stærö, vel nothæfur og ef þú kaupir einn leggurðu um leið góðu máli lið. Ágóðinn af sölu hvítu pennanna rennur til byggingar hjúkrunarheim- ilis aldraðra sem verið er að byggja við Hrafnistu. Fé það sem safnast vegna sölu pennans úti á landsbyggð- inni rennur óskipt til aldraöra þar í sveit. Menn ættu aö hafa það hugfast þegar dyrabjallan glymur um helgina að það má alltaf notast við aukapenna...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.