Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Dregur til tíðinda á landsf undi Alþýðubandalagsins: Olgan að koma upp á yfirborðið Þaö er margt sem bendir til aö Kristín Olafsdóttir komist ekki í varaformannsembætti Alþýðu- bandalagsins. I gær var lagt hart aö Vilborgu Haröardóttur aö gefa aftur kost á sér í embættiö. Oánægöir alþýðubandalagsmenn tala um vald- dreifingu, aukið sjálfstæöi verka- lýöshreyfingar, aukið vægi fram- kvæmdastjómar í stefnumótun og ákvaröanatöku. Hún hefur sennilega nægilegt fylgi á landsfundinum til þess aö tillögur um breytingar þess efnis aö for- maöur framkvæmdastjómar veröi kosinn sérstaklega á fundinum nái ekki fram að ganga. Olafur Ragnar Grímsson ætlaöi sér þann póst sem heföi þýtt aukiö vald honum til handa. Verkalýösarmurinn er hættur viö aö vera óánægöur og myndar einn halelújakór meö for- ystu flokksins. Hinn almenni flokksmaöur gerir sér grein fyrir átökunum í flokknum þótt forystan reyni aö leyna þeim. I ræðum koma fram stórar áhyggjur af valdataflinu, kraftleysi flokksins til að spoma viö markaðshyggjunni. og almennu stefnuleysi. Unga Uðiö í flokknum skiptist í fylkingar eins og aðrir hópar. Þar eru Olafsmenn, Svavarsmenn, Þjóðviljamenn o.s.frv. „Skiljanlegt aö ungt fólk fylki sér ekki frekar um Alþýöubandalagiö en aöra flokka þar sem þar er sama valdasýkin ríkjandi og annars staðar,” varö einum flokksmanni aö orði. -KB. Svavar Gestsson: Hugsanlegt að hægt sé að ná samningi við hluta af íhaldinu „Þaö er vel hugsanlegt aö hægt sé aö ná samningi við hluta af íhaldinu,, þann hluta sem vill efla framleiösluna í frumatvinnugreinunum, aldrei þann hluta sem styöur uppgang verslunar- innar í landinu,” sagöi Svavar Gests- son er DV spurði hann um hugmynd Þrastar Olafssonar, framkvæmda- stjóra Dagsbrúnar, um nýsköpunar- stjórn, stjórn Sjálfstæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýöubandalags- ins. „Þaö verður aö tryggja lífskjöriu í landinu með einhverjum leiöum. En verkalýðshreyfingin veröur aö standa öll meö þeirri leið sem valin verður. Þaö er ekki nóg að Þröstur Olafsson og Dagsbrún vilji einhverja tiltekna leiö. Ef menn eru ekki sáttir við lífskjara- samning verður aö finna aöra leið. En þaö er vonlaust aö tryggja kaupmátt- inn nema leggja hressilegan skatt á verslunina og auka skattaeftirlit,” sagöi Svavar Gestsson. KB Menn setti hljóöa þegar Lúövík Jósepsson, fyrrverandi leiðtogi flokks- ins, kvaddi sér hljóös á landsfundinum í gær. Lúövík sagöist ekki hafa ætlaö að tala á þessum fundi. Hann hefði tal- að nóg fyrir þennan flokk. En nú gæti hann ekki orða bundist. Sagöi Lúðvík þaö ótækt aö flokksmenn væru nú aö rífast. Alþýðubandalagið væri tví- mælalaust lýöræöislegasti flokkur landsins. Ágreiningur er bara fyrir hægri „pressuna” til aö smjatta á. Það er allt í lagi aö rífast bak viö tjöldin og innan þingflokksins en ekki á lands- fundi. Þar á aö leggja fram stefnu og sýna einingu út á viö. K.B. Undiraldan er þung á landsfundinum. Hér sjáum við þau Ölaf Ragnar Grimsson og Kristínu Ólafsdóttur sam koma verulega við sögu á fund- inum. A milli þeirra er Kjartan Ólafsson. DV-mynd GVA ® JWhKSP tXSf Guðföður Alþýðubandalagsins, Lúðvik Jósepssyni, leist ekki á ólguna sem var að þróast á fundinum í gœr. DV-mynd GVA. FLOKKSMENN EIGA AÐ RÍFAST A RÉTTUM STÖDUM Baktjaldamakkið íalgleymingi: Ólaf ur Ragnar Grímsson: SKORTIR SKÝR SVÖR OG STEFNU Okkur skortir skýr svör. Stefnan er of óljós og flókin. Tregða er í flokknum við aö hleypa inn ungu fólki. Forystan situr of fast á valdastólum. Verkalýðs- hreyfingin verður aö hafa sjálfstæði. Innan hennar eru svo ólíkir hópar og viö þaö getur flokkurinn ekkert ráöiö. Þetta kom fram í ræöu Olafs Ragnars Grímssonar í gær. Oánægðir alþýðu- bandalagsmenn biöu lengi færis áður en í þeim fór aö heyrast. Þeir voru mjög óstyrkir í gær, vildu ekkert tjá sig um ástand mála á fundinum. Þaö var verið aö undirbúa stórsókn. Ossur Skarphéöinsson, ritstjóri Þjóðviljans, hélt kraftmikla ræöu á seinni hluta fundarins. Sagöi hann flokkinn ólýö- ræöislegan og stefnulausan. Þaö er fullt af fólki sem ekki veit hver stefnan er vegna þess aö forystan er ekki sam- mála um stefnuna. Stefnan í her- málum og atvinnumálum er ómótuö. Framkvæmdastjóm flokksins er gjör- samlega ónýt. Eina skiptið, sem fram- kvæmdastjóm hefur tekiö einhverja afstööu, er þegar verö á matarmiöum á landsfundinum var ákveöiö. Þaö er talað um aö menn veröi að sameinast um stefnuna. Hvaöa stefnu? spurði Skúli Thoroddsen sem ekki var ánægöur með ástand mála. -KB. SPOLUM FRÉTTAMANNS „STOLIД A landsfundinum eru ákvaröanir teknar bak við tjöldin. Sem dæmi um baktjaldamakkið var spólum frétta- manns á útvarpinu „stolið” í hádeg- inu í gær. Menn voru að „plotta” við borö fréttamanna að þeim fjarstödd- um. Mennimir gerðu sér ekki grein fyrir því aö segulbandiö var í gangi og í óðagotinu gripu þeir spólurnar og „stálu” segulbandi frá öðrum fréttamanni. Fréttamaður útvarps skildi ekkert í því að spólurnar voru horfnar en sannleikurinn kom í ljós þegar búiö var aö þurrka „plottið” út af spólunni. Þá var þeim öllum skil- aö. KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.