Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 5 Hluti af starfsliði Air Arctic við aðra þotu félagsins. Myndin var tekin i Brussel i sumar. Air Arctic hefur flutt 19 þúsund farþega Air Arctic, flugfélagiö sem þeir Arn- grímur Jóhannsson og Einar Frederik- sen stofnuöu í fyrravetur, leitar nú aö verkefnum fyrir Boeing 707-þoturnar tvær sem félagið hefur á leigu. Verkefnum félagsins fyrir Kenya Airways og Surinam Airways er lokiö. Air Arctic flaug milli Kenya og London og einnig innanlands í Kenya. Fyrir Surinam var flogið til meginlands Evr- ópu. „Þetta gekk allt hnökralaust. Það voru engin vandamál,” sagöi Arn- grímur Jóhannsson, „við erum búnir að fljúga 900 tíma síðan viö byrjuðum. Við höfum flutt rúmlega 19 þúsund far- þega.” -KMU. Ratsjarstöðin á Langanesi: Staðsetning nú ákveðin Frá Aðalbimi Arngrímssyni, fréttarit- ara DV á Þórshöfn: Nú hefur verið ákveðiö að ratsjár- stöðin á Langanesi verði reist á Gunn- ólfsvíkurfjalli. Það er öllu hærra en Heiðarfjall þar sem stöðin var áður. Hið síðarnefnda hefur marga kosti til að bera. Þangað liggur breiður vegur, þar er vatnslögn, margir steyptir hús- grunnar og svo mætti áfram telja. Á Gunnólfsvíkurf jalli er stærri radíus og mun það hafa ráðið mestu um endan- lega staðsetningu. Er nú hafinn flutningur á vinnu- skúrum og áhöldum að vegarstæðinu og er vinna þegar hafin þar. Mun verkinu skipt milli Bakkfirðinga og Þórshafnarbúa. Togarinn Gullver frá Seyðisfirði landaði hér nýlega 100 tonnum. Var mestum hluta aflans ekið til Bakka- fjarðar. Reytingsafli hefur verið á hina fáu heimabáta og því sæmileg atvinna. Laxveiði var óvenjugóö í Þistilfirði í sumar. Þá eru rjúpur hér nú meö mesta móti. Rækileg hreingern- ing i Múlakjöri „Heilbrigðisfulltrúi frá okkur kom á staöinn og lokaði en fyrirskipaði jafnframt aö gerð yrði rækileg hrein- gerning á staðnum. Fulltrúinn bauðst til þess aö koma kl. 6 næsta morgun og taka staðinn út,” sagði Oddur Rúnar, forstjóri heilbrigðiseftirlits Reykja- víkur, í samtali við DV. Á neytenda- síðu í gær var greint frá að lokað hefði verið fyrir sölu á heitum mat frá versluninni Múlakjöri. „Þegar heilbrigðisfulltrúinn kom daginn eftir hafði farið fram rækileg hreingerning á staönum, þannig að lokunin kom ekki að sök og matsalan hélt áfram,” sagði Oddur Rúnar. Tilefni þess að heilbrigðisfulltrúinn var kallaöur á staðinn var plástur sem fannst í hakkabuffi frá Múlakjöri. Rannsókn þess máls er ekki lokið. -A.Bj. 244 milljónir í Þróunarf élagið Alls bárust hlutafjárloforð frá 55 aðilum fyrir samtals 244 milljónum í Þróunarfélag Islands. Auk þess mun ríkissjóður leggja til 100 milljónir. I frétt frá forsætisráðuneytinu segir að meðal áskrifenda séu einstaklingar, fyrirtæki, sölusamtök, bankar, tryggingafélög, lífeyrissjóðir og fjár- festingarsjóðir. Hlutur fyrirtækja var þó mun minni en vonast var til. Stofnfundur félagsins verður haldinn 23. nóvember. -APH. Vinnsla Alþingis- skjala stöðvuð? Trúnaðarmannaráð Félags bóka- geröarmanna hefur ákveðiö að stöðva alla framhaldsvinnslu á þeim texta sem settur er á vegum Alþingis ef ekki næst samkomulag í deilu Alþingis og félagsins. Deilan snýst um það að félagiö hefur krafist þess að aðeins starfi félags- menn við setningu þingskjala. Bóka- geröarmenn hafa einnig krafist þess aö félagsmenn verði ráðnir við ný- ráðningar eða þá að þeir gerist aðilar að félaginu. I frétt frá félaginu segir að Alþingi hafi ekki talið sér fært að verða við þessu. Bókagerðarmenn hafa boðað til fundar um málið nk. miövikudag. Ef niðurstaða fundarins verður sú sama og trúnaðarmannaráösins verður vinnsla þingskjala stöðvuð nk. fimmtudag. -APH. Sólrún ÍS fékk óvenjulegan afla: Veiddi ennisfisk á Dornbanka Ennisfiskur sem rækjutogarinn Sólrún ÍS 1 kom mefl að landi um daginn. DV-mynd Kristján Friðþjófsson Frá Kristjáni Friðþjófssyni, frétta- ritara DV Bolungarvík: Nýlega kom togarinn Sólrún IS1 af veiðum með 18 tonn af rækju og tvo ennisfiska. Ennisfiskar þessir veidd- ust á Dornbanka Islandsmegin við lögsögulínuna. Fiskur þessi er mjög sjaldséður hér og hafa aðeins tíu fiskar af þessari tegund veiðst hér. Samkvæmt heimildum er þessi fiskur ættaður úr Karíbahafinu og lifir þar eingöngu. Þykir mönnum því sérkennilegt að hann skuii lifa hér í þessum kulda því sjávarhiti hér er um 1°C. Að sögn Jóns Guðbrands- sonar, skipstjóra á Sólrúnu, er þetta ekkert sérstaklega lystugur fiskur að sjá. Ennisfiskurinn líkist grálúðu en er miklu minni. Sólrún lagflist að bryggju i Bol- ungarvik er skipið kom af veiðun- um á Dornbanka. DV-mynd Kristján Friðþjófsson Gullfalleg frönsk /eikföng 30 ára reynsla hefur kennt okkur aö velja aðeins það besta. Við einir bjóðum i heildsölu merki eins og: Superjouet — Kiddikraft — Knoop — Ceji — Eko — Demusa — Lone Star — auk ritfanga frá Ashai — og úrval gjafavara — postulíns og kerta. Hvergi meira úrval. Þú færist aldrei of mikið í fang, sórtu með leikfang frá Ingvari Helgasyni hf. Erum að fá frábæra sendingu af frönskum gæðaleikföngum og nú , dugar ekki að drolla því jafnvel | heitar lummur renna ekki eins vel ■ út* Innkaupastjórar Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF Vonarlandi v/Sogaveg, sími 37710. Heildverslun með eitthvert fjölbreyttasta úrval leikfanga á einum stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.