Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
Frjáist.óháÖ dagblað
U gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkyaemdastjóriog útgáfustjórij! HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJAnSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjótar: JÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingasfjótar: PALLSTEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14,SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLTI 11,SlMI 27022
Sfmi ritstjórnar: 686611
Setning,umbrot,mynda- og plötugerð: HILMIRHF., SIÐUMÚLA12
Prentun:ÁRVAKUR HF.-Askriftarverðá mánuði 400kr.
Verð f lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr.
Rataö f freðfiskraunir
Frystiiðnaöur okkar hefur lent í miklum vanda. Eftir
að hafa í nokkra áratugi verið einn af helztu hornsteinum
þjóðfélagsins er hann nú skyndilega orðinn lítt eða ekki
hæfur til samkeppni um hráefni og vinnuafl. Hann er að
hrata í stöðu hins hefðbundna landbúnaðar.
Nú er ekki lengur gott fyrir útgerð að vera í tengslum
við frystihús. Þau skip standa sig fjárhagslega bezt, sem
geta annaðhvort fryst sjálf mn borð eða selt fiskinn
erlendum keppinautum frystihúsanna. Þetta hefur komið
skýrt fram einmitt núna í ár.
Dæmi eru um, að framleiðsluverðmæti á hvern skip-
ver ja á frystitogara komist upp í sjö milljónir króna á ári.
Hins vegar er framleiðsluverðmæti á hvern skipverja á
hefðbundnum togara og hvern starfsmann í frystihúsi
samanlagt ekki nema um hálf þriðja milljón.
Hinir togararnir, sem ekki hafa aðstöðu til að frysta um
borð, geta í mörgum tilvikum annaðhvort siglt með afl-
ann eða selt hann um borð í gáma. Gámarnir eru síðan
fluttir með kaupskipum og jafnvel flugvélum til útlanda,
þar sem innihaldið er verðlagt á frjálsum markaði.
Á þennan hátt hafa skipin losnað við að selja aflann á
um og innan við 20 krónur kílóið til íslenzkra frystihúsa.
Þau hafa að meðaltali fengið 47 krónur fyrir hann í út-
löndum. Og menn hafa horft á bezta fiskinn seljast á 80
krónur, sem er fjórfalt innlenda verðið.
Vandræði frystingarinnar eru þar með ekki fullrakin.
Ofan á fallbaráttuna um hráefnið bætist fallbaráttan um
vinnuaflið. Frystihúsin eru að verða óvinsælir vinnustað-
ir, sem borga lágt kaup og bjóða slæma vinnuaðstöðu, en
kref jast mikilla afkasta við færiböndin.
I sumar greiddu íslenzk frystihús 126 króna tímakaup,
en dönsk greiddu 260 krónur eða tvöfalt meira. Ljóst er,
að þetta kaup stuðlar lítt aö góðum lífskjörum í landinu,
enda gengur það eingöngu vegna þess, að víða um land er
fiskvinnsla eini atvinnukostur fólks.
Við þessar hörmulegu aðstæður er eðlilegt, að spurt sé,
hvort frystingin sé orðin úrelt atvinnugrein eöa hvort
finna megi einhverjar skýringar, sem geti leitt til gagn-
aðgerða og lækninga. Þetta er mjög brýnt, til dæmis
vegna atvinnuástandsins í mörgum sjávarplássum.
Tómt mál er að tala um hömlur við gámafiski og ann-
arri siglingu með afla. Svokölluð vinnsla í landi er hreint
og klárt rugl, ef hún eykur ekki verðmæti hráefnisins. Og
staðreyndin er einfaldlega sú, að góður ferskfiskur er
miklu verðmætari vara en freðfiskur.
Nokkrar vonir eru bundnar við endurfrystingu á afla,
sem þegar hefur verið frystur um borð í togara. Slíkan
afla er hægt að taka úr frystigeymslum eftir hendinni og
nýta í tiltölulega dýra framleiðslu, ef rétt reynist, að
fiskurinn tapi ekki umtalsverðum gæðum.
Frystiiðnaðurinn hefur hingað til einblínt á færibanda-
framleiðslu á tiltölulega ódýrum fiski handa banda-
rískum skólum, sjúkrahúsum og fangelsum. Menn verða
hissa, þegar japanskir kaupendur biðja um fisk með haus
og sporði og vilja sjá tálkn og augu eins og íslenzkir
neytendur.
Ef frystiiðnaðurinn getur fært sig nær sérhæfðri fram-
leiðslu handa kröfuhörðum og dýrum markaði, er
hugsanlegt, að hann nái sér upp og geti á ný hafið sam-
keppni um hráefni og vinnuafl. Þetta verður að reyna,
því að þjóðin telur sig ekki hafa efni á öðrum ómaga við
hlið hins hefðbundna landbúnaðar.
Jónas Kristjánsson.
Úr annarri
Eins og ég hef áður sagt £rá sit ég
reglulega fundi með nokkrum vel
meinandi, lífsreyndum mönnum, þar
sem við leggjum á ráðin um hvað
betur má fara í þjóðfélaginu. Ég held
ekki aö ég ljóstri upp neinu leyndar-
máli þegar ég segi að það er margt
sem betur mætti fara í íslensku þjóð-
félagi, t.d. ber okkur öllum saman
um að betra væri að Steingrímur
færi. En það verður ekki á allt kosið,
eins og virtasti meðlimurinn sagði.
Það liggur í augum uppi að þar
sem þjóðfélagsástandið er svo alvar-
legt, sem raun ber vitni, skortir
okkur ekki umræðuefni. Okkur kem-
ur saman um það á hverjum fundi að
við þyrftum að funda mun oftar. En
þess er enginn kostur. Fundarmenn
eru flestir önnum hlaðnir menn, drif-
fjaðrir íslensks efnahagslífs, slíkt
sem það nú er. Virtasti meðlimurinn
sagði reyndar einu sinni að eins og ís-
lenskt efnahagslif væri þyrfti engum
að koma á óvart að íslenskir kaup-
sýslumenn tryðu flestir á líf eftir
dauðann. — Þeir meina auövitaö
efnahagslíf, sagði hann og roðnaði ei-
lítið, meðan ístran og undirhökurnar
titruðu.
Virtasti meðlimurinn er ekki virt-
asti meðlimurinn að ástæðulausu.
Fundarmenn eru allir lífsreyndir
menn sem lagt hafa gjörva hönd á
margar krónurnar um æfina. Mennt-
unarstig þeirra er mismunandi.
Sumir hafa allan sinn lærdóm af
reynslunni, eins og aldraöur höfðingi
einn sem hætti í barnaskóla til þess
að komast í Bretavinnuna á sinni tíð,
komst svo yfir vörubíl, ónýtan, sem
hann reyndi aldrei að aka en seldi
hins vegar fjórum sinnum sama dag-
inn og lagði þar með grundvöllinn að
auðsöfnun sinni.
Annar fundargestur lauk stúdents-
prófi og hóf nám í guðfræði. Þegar
hann fór að vinna í frystihúsi að
sumri til að fjármagna námið
kallaði frystihússeigandinn hann á
fund og spurði hvort guðfræðineminn
treysti sér ekki til þess að kveikja í
fyrirtækinu. Bæði væri kominn tími
til að endurnýja tækjakostinn og auk
þess væru skattyfirvöld að gera sig
líkleg til að skoöa bókhaldið — og þú
verður að sjá til þess að skrifstof-
urnar brenni líka. Guðfræðineminn
féllst á að sjá um þetta viðkvæma
mál og í stystu máli sagt fékk hann
orð á sig fyrir að vera sérlega lipur
brennuvargur og stálheiöarlegur áð
auki, sem viðskiptavinum hans á
ýmsum tímum þótti ekki verra að
vita til. En náminu er enn ólokið.
Ólafur B. Guðnason
En virtasti meðlimurinn hefur
komiö víðar við en allir aðrir fundar-
menn til samans. Einskis manns
nafn í samanlagðri Islandssögunni
hefur verið nefnt í jafnmörgum
gjaldþrotamálum, einskis manns
nafn jafnoft verið hvíslað á göngum
Skattstofunnar. Engar nýjungar um'
árabil hafa verið reyndar í iðnfram-
leiðslu svo að hann hafi ekki átt hlut
aö máli og enginn boriö vonbrigðin
sem fylgdu óhjákvæmilegri mislukk-
un og gjaldþrotaskiptum slíkra fyrir-
tækja jafnkarimannlega. Og jafnvel
í þessum félagsskap þrautreyndra
framkvæmdamanna talaði hann um
mismunandi löglega fjármagnsút-
vegun eins og páfinn úr sæti sínu.
Það sem virtasti meðlimurinn sagði
um þau mál var óumdeilanlega
rétt, eins og opinberaður sannleikur.
Og á síöasta fundi ræddi hann ein-
mitt peningamál meðan aðrir fund-
argestir þögöu lotningarfullir og
hlustuöu.
— Uppgötvun dagsins er okur! Nú
er öllum gert kunnugt að til séu
menn hér sem lána fé gegn 200%
vöxtum á ári! Við megum búast við
að næst fari menn að hneykslast á
því að aðdráttarafl jarðar valdi ótal
beinbrotum á ári hverju!
— Hafa þessir menn aldrei lesið
Biblíuna? Þekkja þeir ekki dæmisög-
una um manninn sem ávaxtaöi sitt
pund?
— Ef ég gæti ávaxtaö öll mín pund
væri ég ríkur nú, ríkari en ég er,
bætti hann við og ístran titraði létt
meðan viðstaddir tístu innilega en þó
af fullri kurteisi.
En virtasti meðlimurinn lætur
gamansemi aldrei keyra úr hófi og
sneri sér að efninu aftur, eins og fok-
reiður spámaöur úr Gamla testa-
mentinu.
— Það er einkennandi fyrir stjórn-
málamenn að þeir sjá aldrei
samhengið í hlutunum. Það er
kannski eðlilegt. Ef samhengi er
milli hlutanna verða menn aö hugsa.
Stjómmálamönnum finnst auðveld-
ara að líta á hvern atburö sem ein-
angraða katastrófu því þá geta þeir
horft á álengdar og lýst þungum
áhyggjum sínum.
En ef menn tengja nú saman tvo
hluti má sjá aö lausnimar eru oft fyr-
ir hendi. Lítum á efnahagsvandann!
Þegar hann er skoðaður fordóma-
laust og mér liggur við að segja vís-
indalega er það deginum ljósara að
undirrót hans er peningaskortur. Ef
menn ættu peninga gætu þeir keypt
og þá væri selt, þá gætu menn byggt
og þá gætu menn f járfest.
Nú vilja menn taka hér upp her-
gagnaframleiðslu! Það er nú pólitísk
hugmynd í meira lagi! Þegar grjót-
kast varð úrelt hernaðaraðferð hurfu
möguleikar fslendinga á sviði her-
gagnaframleiöslu.
Svo ráðast menn gegn hávaxtalán-
um. Þó er það ljóst að þar sem efna-
hagsvandi okkar stafar af peninga-
leysi eru okurlán besta leiðin til að
útvega peninga! Það er í hávaxta-
lánum sem vaxtarbroddur íslensks
viðskiptalífs er um þessar mundir!
Ríkið ætti að notfæra sér það og fá
þessa framtakssömu menn til þess
að sjá t.d. um lán til íbúöakaupa og
bygginga frekar en að ofsækja þá og
hrekkja á allan hátt!
Við stóðum upp og klöppuðum. Al-
mennum lesendum kann að finnast
þetta furðuleg hagfræði en við fund-
armenn vitum að viðskiptaheimur-
inn er að sumu leyti í annarri vídd en
hinn raunverulegi heimur.