Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 17 „Kjötbúflingurinn" i mifljum hópi leikara og tœknimanna. að mynd hans, Gullsandur, hefði hlotið fyrstu verðlaun á norrænu kvikmynda- hátíðinni í Liibeck í Þýskalandi. „A þessari hátið eru myndir frá öllum Norðurlöndunum og reyndar fleiri norðlægum löndum. Kvikmynda- fólk úr öllum þessum löndum sækir þessa hátið. Eg hef áður átt myndir þama í Ltibeck, eins og fleiri íslenskir kvikmyndagerðarmenn. En ég hef aldrei farið sjálfur á hátíðina — og komst ekki heldur núna. Það var for- svarsmaður dönsku Kvikmyndastofn- unarinnar sem tók við verðlaununum fyrirmínahönd.” Liibeck-verðlaunin eru mikils virði fyrir þann leikstjóra sem þau fær. Þótt ekki sé um að ræða peningaverðlaun þá vekja þau athygli á manni og mynd. Og eftir að biaðamaður hafði litið inn hjá Agústi og félögum í kjörbúðinni í Kópavogi var hann sannfærður um að „kjörbúðarástarævintýri” hans ætti eftir að vekja athygli. „Svört kómedía,” sagði Agúst. „Napurt spaug,” sagði aðstoðarleik- stjórinn, Hallmar — og blaðamaðurinn yfirgefur „kjötbúðinginn” ástfangna og sennilega var það í fyrsta skipti á ævinni sem honum fannst leiöinlegt að fara út úr kjörbúö. -GG. Buddy Guys og Junior Wells í blússveiflu. Kóngar f rá Chicago Sex manna blúshljómsveit munn- hörpuleikarans Junior Wells frá Chi- cago og gítarleikarans Buddy Guys mun halda eina tónleika í Reykjavík á Broadway þann 13. nóv. nk. Mikið orð fer af ofannefndum jass- mönnum í heimi jassins. Junior Wells er sagður mjög svo persónulegur í leik sinum, en auk þess aö leika á munn- hörpu þá syngur hann einnig. Og Buddy Guys tekur einnig lagið þegar svo ber undir og er sagður óvenjulega fær gítarleikari af blúsmanni aö vera. Það er Jassvakning sem stendur fyrir þessum tónleikum biúshljóm- sveitarinnar frá Chicago, en Jass- vakning varð 10 ára fyrr á þessu ári. I tilefni af afmælinu voru haldnir mynd- arlegir tónieikar — og er heimsókn Chicago-kónganna eins konar eftir- hreytur þeirrar hátiðar. Tvær bandarískar biúshljómsveitir hafa áður leikið i Reykjavík: Missi- sippi Delta Blues Band og San Fransisco Blues Band. Þeir hjá Jass- vakningu segja þær hljómsveitir hafa verið miðlungshljómsveitir, en að hljómsveit þeirra Juniors og Buddys sé aftur á móti ein sú fremsta sem nú leikur blús og að reyndar megi telja hljómsveitina kónga Chicago-blúsins og að engin rafmögnuð blúshljómsveit standi þeim á sporði nema hljómsveit B.B. Kings. -GG. 1 BETRI KAUP - AFSLÁTTUR GÓLF-PAKKI OKKUR FÁST FLEST GÖLFEFNI SEM FRAMLEIDD ERU OG NJÓTA VINSÆLDA: VIÐ SEGJUMST ÞVÍ GETA BOÐIÐ GÖLF - PAKKA Því hjá okkur fást nú: Gólfteppi — vinylgólfdúkar — gúmmígólfdúkar — takkadúkar — korkur — linoleum — marmari — grásteinn — keramikflísar — brenndar leirflísar — steingólf — krosslímt parket - massíft parket — ílagningarefni og tilheyrandi lím sparsl — grunnar og undirlagsefni — ræstiefni - gólfþvottavélar og handverkfæri í miklu úrvali. Mælum — gerum tilboð — önnumst lögn. Staðgreiðsluafsláttur — greiðsluskilmálar. Gólfið er okkar fag — þéríhag. >a/ani Grensásvegi 13 sími 91-83577. Dúka/and Grensásvegi 13 sími 91-83430 Þar sem þú gengur að gœðamerkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.