Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
I Hollywood skjálfa stjörnurnar:
Mikkimúser
ekki með Ai
Rock Hudson var lengi vel ímynd alls þess sem heilbrigt er, fyrirmynd bandarískra ungmenna,
draumur hverrar móður. Hann var hommi og dó úr AIDS.
Þegar franska leikkonan Simone
Signoret lést birti hið virta banda-
ríska dagblað; New York Times,
tveggja dálka frétt af andláti hennar
og mynd að auki. Þegar kvikmynda-
leikarinn Rock Hudson lóst í þeirri
sömu viku lét blaðið sér nægja að
segja frá því í litlum eindálki, án
myndar.
Simone Signoret lést úr krabba-
meini, Rock Hudson úr ónæmistær-
ingu. í Bandaríkjunum þykir það
ekki glæsilegur dauðdagi, ónæmis-
tæring er flokkuð sem kynsjúkdómur
og á dánarbeði sínum viðurkenndi
Rock Hudson það fyrst opinberlega
að hann væri hommi og hefði verið
lengi. Þess vegna fékk hann ekki
meira rúm á síðum New York Times.
Eins og klettur
f sjálfu sér er það kaldhæðnislegt
að Rock Hudson skyldi falla úr
ónæmistæringu, maðurinn sem
lengst af var ímynd alls þess sem
heilbrigt er í Hollywood, hjartaknús-
arinn sem stóð eins og klettur upp
úr úrkynjuninni í kvikmyndaborg-
inni. Tímaritið Look birti meira að
segja mynd af honum á forsíðu árið
1958 og kynnti hann sem heilbrigð-
asta mann í heimi, fyrirmynd allra
bandarískra ungmenna, draum
hverrar móður.
Roy Scherer
Rock Hudson hefði orðið sextugur
í næstu viku. Nítján ára settist hann
að í Los Angeles og hóf að aka vöru-
bifreið eins og svo margar aðrar
stjörnur hafa gert bæði fyrr og síðar.
Honum leiddist brátt sá leikur og
greip því til þess ráðs, að áeggjan
kunningja síns, að senda ljósmyndir
af sér til umboðsmanns skemmti-
krafta og leikara í Hollywood. Sá hét
Henry Wilson og var ekki lengi að
taka við sér. Hann kvaddi Roy
Scherer á sinn fund, en svo hét Rock
Hudson í raun réttri, og lét það verða
sitt fyrsta verk að breyta nafni hans.
Rock varð fyrir valinu sem fornafn
vegna þess að það þýðir „traustur"
og Hudson var síðan skeytt aftan við
til að mýkja samsetninguna og
minna á hið fræga fljót sem rennur
hægt en með þunga.
Phyllis Gate
Rock Hudson kvæntist Phyllis
Gate árið 1956, þá 31 árs, en hjóna-
bandið leystist upp þremur árum
síðar. Rock sneri sér þá alfarið að
strákunum en hélt kynhneigð sinni
leyndri fyrir öllum almenningi af
skiljanlegum ástæðum. Hjartaknús-
arar á hvíta tjaldinu geta ekki líka
verið hommar.
Dauði Rock Hudsons hefur hrist
heldur betur upp í kvikmyndaheim-
inum, þar sem flestir liggja nú undir
grun um að vera haldnir ónæmistær-
ingu. Eða eins og einn innanbúðar-
maður í kvikmyndaveri orðaði það:
„Það virðist enginn óhultur hér
nema Mikki mús og fjölskylda hans.“
Ósýnilegur morðingi
Bo Derek neitar að leika á móti
karlmanni sem ekki getur sannað
með læknisvottorði að hann sé ekki
haldinn ónæmistæringu. Framleið-
andi Dynasti-sjónvarpsþáttanna
býður öllu starfsfólki sínu upp á
ókeypis bióðrannsókn þannig að
hægt sé að fylgjast með hver sé
öruggur og hver ekki. George Hamil-
ton hefur komið sér upp sínum eigin
blóðbanka svo hann þurfi ekki að
taka neina áhættu ef hann þyrfti allt
í einu á blóði að halda.
„Lífið hér er orðið verra en í hryll-
ingsmynd," er haft eftir ónefndum
kvikmyndaframleiðanda. „Það er
eins og ósýnilegur morðingi sé á
meðal okkar.“
„Drepum sjúklingana“
Það er vandlifað í Bandaríkjunum.
Á hverjum degi koma fram þrjú ný
tilfelli af ónæmis- tæringu og í hverj-
um mánuði látast 37 af völdum henn-
ar. Á veggjum sjúkrahúsa f New
York er algengt að sjá áletranir eins
og: „Drepum AIDS-sjúklingana! Burt
með pestina!"
Dagblöð og tímarit fylla hverja
síðuna á fætur annarri með ráðlegg-
ingum um hvernig varast eigi AIDS.
Lauslæti er orðið bannvara. Ein-
hleypingar eru hvattir til að skrá hjá
sér alla rekkjunauta og sýna nýjum
listann. Og svo mætti lengi telja.
Mikið er í húfi því engin er lækning-
in. -EIR.
Fjórir A iDS-sjúklingar á
íslenskum sjúkrahúsum
„AIDS á tæplega eftir að útrýma
mannkyninu. Það verða alltaf eftir
einhverjir einlífismenn og hjón sem
lifa eingöngu kynlífi innan hjóna-
bandsins og geta ekki smitast,“
sagði Haraldur Briem smitsjúk-
dómalæknir í samtali við DV.
- En ef eingöngu er stuðst við
vaxtarhraða sjúkdómsins fram að
þessu, hvað tæki þá langan tíma
að útrýma mannkyninu?
„Ég þekki engan sem hefur vogað
sér að reikna það út. En það tæki
tiltölulega skamman tíma ef slíkar
reikningskúnstir yrðu viðhafðar.
Hins vegar er Ijóst að „kúrfan"
getur ekki haldið áfram aó stefna
beint upp í loft. Það hlýtur að fara
að draga úr vaxtarhraða sjúk-
dómsins og þess eru þegar merki,
til dæmis í New York. Skiptir þar
íslendingar eru að vakna til vitundar um þá ógn er stafar af
ónæmistæringu. Þjóðin sat sem límd við sjónvarpstækin síðastliðið
þriðjudagskvöld er fyrsti íslenski sjónvarpsþátturinn um AIDS var
sendur út. D V-mynd S.
mestu að áhættuhóparnir, hommar
og eiturlyfjasjúklingar eru farnir
að gæta sín betur.“
Að sögn Haralds Briem eru fs-
lendingar, sem smitast hafa af
ónæmistæringu, nú um 10 talsins.
Þar af hafa 4 forstigseinkenni og
hafa J)urft á spítalavist að halda
vegna sjúkdómsins. 1 öðrum 6 hefur
svo mælst mótefni og bíða læknar
átekta hverju fram vindur i máli
þeirra. Allt eru þetta ungir menn,
einhleypir, sem smitast hafa í
Danmörku og Bandaríkjunum.
Fiestir þessara 10 sýktu íslendinga
eru hommar.
„Það er sama munstrið á AIDS-
málum hér á landi og í nágranna-
löndum okkar," sagði Haraldur
Briem.
-EIR.
Haraldur Briem smitsjúkdóma-
Iæknir: - AIDS á ekki eftir að
útrýma mannkyninu.
DV-mynd Bjarnleifur.