Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. 3 „Egerekki að hætta rekstrinum” - segir Pálmi Lórensson, hóteleigandi íVestmannaeyjum „Það koma erfiöir tímar hjá öllum, sem standa í rekstri fyrirtækja. Rigningarsumarið 1984 setti strik í reikninginn hjá mér. Allir erfiðleikar eru úr sögunni og ég mun halda ótrauöur áfram rekstri mínum hér í Eyjum,” sagöi Pálmi Lórensson, eig- andi Hótel Gestgjafans og Skansins í Vestmannaeyjum. 1 nýjasta hefti Lögbirtingablaðsins er auglýst í þriðja og síöasta sinn upp- boð á eigum Pálma. „Nei, það verður ekkert boðið upp hér. Ég er ekki að hætta,” sagði Pálmi. -sos. Stökkva af Úlfarsfelli — ífirmakeppni Svifdrekafélagsins Fullhugar úr Svifdrekafélagi Reykjavíkur efna í dag til firmakeppni á Ulfarsfelli. Af hálfu félagsins ætla ekki færri en fimmtán kappar aö fljúga í nafni ýmissa fyrirtækja hér suðvest- anlands. Svifdrekafélagið hefur lagt veg upp Ulfarsfellið til að létta fé- lögunum og hægfara fjallgöngu- mönnum sporin. Er keppnin haldin til að afla f jár fyrir kostnaði við vegar- gerðina. Fyrstu keppendurnir steypa sér til flugs um kl. 14.00. og lenda eftir tilsettan tíma á útvöldum stað nærri Korpúlfsstöðum. -GK. Landsfundur Kvennalistans Landsfundur Samtaka um kvenna- lista hefst í dag. Fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins. Meðal mála má nefna: . menntamál, efnahagsmál, skólamál, heilbrigðismál og launamál. Landsfundurinn verður haldinn að Gerðubergi 9 í Breiðholti og er opinn öllum konum sem áhuga hafa á störfum Kvennalistans. -APH. fb BÍLASÝNING J ---------->—>---'ð5'<5t laugardag og sunnudag kl. 10-16 1986 Fólksbílar og Sport Nú fáanlegir með 5 gíra kassa Afar hagstæð greiðslukjör Kaffiveitingar - Gosdrykkir frá Sanitas og blöðrur fyrir börnin. (PEPSIJ Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu < BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. iiy iíj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEDLD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.