Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985.
9
Einkaf ramtakið á undanhaldi
Tvöföldun loðnukvótans er mikil
himnasending. Hún hefur lyft
brúninni á aðalfundi útvegsmanna
og þeir þurfa ekki að kalla úlfur,
úlfur í þetta skipti. Ræða Kristjáns
Ragnarssonar var að mörgu leyti
uppörvandi, eftir langt og strangt
tímabil, þar sem útgerðin hefur
hangiö á horriminni.
Loðnan er þó ennþá sýnd veiði en
ekki gefin og sama má segja um
horfurnar í botnfiskveiðunum. En
bjartsýnin leynir sér ekki og er það
vel.
Sömu sögu er því miður ekki hægt
að segja af fiskvinnslunni og frysti-
húsunum. Líkt og útvegsmenn hafa
frystihúsin lengi hrópað: úlfur, úlfur
og gera það enn. Nú virðist úlfurinn
loksins vera kominn í hjörðina og
frystihúsasamtökin sáu þann kost
vænstan að fresta aðalfundi sínum á
dögunum vegna allsherjarneyðar-
ástands. Gallinn er sá að enginn
ætlar að taka mark á þeim, frekar en
stráknum forðum. Skaðinn er
skeður.
ísbjörninn
Tíðindin um sameiningu Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur og Isbjarnarins
segja sína sögu um ástandið í fisk-
vinnslunni. tsbjöminn er fyrirtæki
sem Ingvar Vilhjálmsson stofnaði og
rak um áratuga skeið. Saga Ingvars
og Isbjarnarins er mikið ævintýri,
dæmisagan um dugnaöarforkinn
sem braust til bjargálna af eigin
rammleik. Ingvar byggði upp öflugt
fyrirtæki og frystihús Isbjarnarins á
Grandanum er eitt fullkomnasta
fiskvinnsluhús landsins. Fyrirtækið
rak og myndarlega útgerð og var lýs-
andi dæmi þess að einkaframtak er
mikils megnugt þegar áræði,
hyggindi og f jármálavit fara saman.
Hér skal ekki lagður dómur á það
hvernig eða hvers vegna svo
hörmulega hefur sigið á ógæfu-
hliöina.
Sjálfsagt hefur þar margt ráðið
um, enda skortir ekki kjaftasögurn-
ar og hvatvísina þegar spáð er í
eyðurnar hjá Isbjarnarmönnum.
Þær sögur verða ekki laptar upp hér,
en sannleikurinn er auðvitað sá að
örlög Isbjarnarins eru þau sömu og
annarra sem leggja mikið undir í
fiskiðnaðinum. Fjármagnskostnað-
urinn, vextir og verðbætur af lánum,
sem óhjákvæmilegt er að taka vegna
stofnkostnaöar skipa, húsa og tækja,
reynist ofviða. Boltinn rúllar og
stækkar og stækkar þangað til við
ekkert er ráðið. Þetta voru örlög út-
gerðar Más frá Olafsvík, Oskars
Magnússonar frá Akranesi, Kol-
beinseyjar frá Húsavík og fjöl-
margra annarra, bæði í útgerð og
fiskvinnslu. Allt í kring meðfram
strandlengjunni er sömu sögu að
segja af öðrum fyrirtækjum í sjávar-
útveginum, þótt menn af þver-
móösku berji enn hausnum við stein-
inn.
Þó er þess að geta að fyrirtæki á
landsbyggðinni njóta nokkurrar
fyrirgreiðslu úr Byggðasjóði sem
Isbjörninn hefur ekki aðgang að
vegna þess aö Reykjavík flokkast
víst ekki undir „efÚngu í byggð
landsins”!
Svo bregðast krosstré
Athyglisvert er að sameining BUR
og Isbjarnarins ætlar ekki að valda
eins miklu fjaörafoki og búist var
við. Minnihlutinn í borgarstjórn
Reykjavíkur hefur að minnsta kosti
ekki séð ástæðu til að hleypa af
neinum fallbyssum. Davíð Oddsson
borgarstjóri hefur tekið á sig alla
ábyrgð af sameiningunni og úr svip
hans og ummælum má lesa: komiö
ef þið þorið. Enn er margt á huldu
varðandi einstaka þætti samein-
ingarinnar og of snemmt að spá um
pólitískar afleiðingar og áhrif. Enn
sem komið er hefur borgarstjórinn
sloppið með skrekkinn. Og hvað sem
líður pólitíkinni þá virðist ýmislegt
vinnast við sameininguna: Isbjöm-
inn er skorinn niður úr snöru skulda-
súpunnar. Bæjarútgerðin sömu-
leiðis. Borgarsjóður losnar undar
fjárfrekum rekstri BUR og stærsta
fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki
landsins er haslaöur völlur í höfuð-
borginni.
Þetta er ekki lítill ávinningur ef til
þess er tekið að bæði BUR og Isbjöm-
inn hafa verið í dúndrandi vand-
ræðum og atvinnurekstur beggja í
stórhættu.
Hinu er ekki aö leyna að örlög
Isbjarnarins eru mikið áfall fyrir þá
sem trúa á framtak einkareksturs.
Þau leiða í ljós að svo bregðast
Eilert B. Schram
skrifar:
krosstré sem önnur tré. Kannski á
maður að draga þann lærdóm af
þessu máli að önnur kynslóð og
þriðja kynslóð erfi auðæfi en ekki
auönu. En þá má ekki gleyma því að
einkaframtakiö stendur og fellur
með einstaklingunum sjálfum og þar
veldur hver á heldur.
Krókódílstár
önnur váleg tíöindi hafa verið á
sveimL Hafskip á í erfiðleikum. Þar
er verið aö höggva á hnúta og róa líf-
róður. Gammarnir bíða átekta og
krókódílstárin leyna sér ekki í
Þjóðviljanum.
Og það eru fleiri á fallanda fæti.
Byggung, hið öfluga og umsvifa-
mikla byggingasamvinnufélag,
hættir rekstri innan tíðar. Víðir og
Fiat-umboðið eru á síðasta versinu.
Fleiri mætti telja upp.
Það er rétt hjá Þjóðviljanum að í
tíð núverandi ríkisstjómar virðist
margvíslegur einkarekstur eiga
undir högg að sækja. Það skýtur
skökku við. Ætlaði ekki þessi ríkis-
stjóm að efla frjálsan atvinnurekst-
ur og skapa honum eðlileg rekstrar-
skilyrði? Frændur eru frændum
verstir.
Á sama tíma og einkaframtakið
sligast undan ofurþunga skulda- og
rekstrarerfiðleika er hlaðið undir
ríkisreknar og ríkisstyrktar verk-
smiðjur og stofnanir. Steinullarverk-
smiðja rís í skjóli opinberrar fyrir-
greiðslu, sjóefnavinnslan fær grænt
ljós með milljóna króna ábyrgð
og fjárveitingum ríkisins og tals-
menn gjaldþrota útgerðar ræða opin-
skátt um pólitíska vernd og stuðning
í trausti þess að hef ja rekstur á ný.
Ekki þarf Samband íslenskra sam-
vinnufélaga að kvarta meðan það
hefur efni á að leggja milljónatugi í
Þróunarfélagið.
Ekki kvartar Áburðarverksmiðja
ríkisins, sem lifir á niðurgreiðslum
úr ríkissjóði. Ekki kvarta Hollustu-
vernd ríkisins, Öryggiseftirlit ríkis-
ins eða Vinnueftirlit ríkisins og hvað
þær heita nú allar þessar bólgnu
stofnanir sem spretta upp í náðar-
faðmi hins opinbera eins og gorkúlur
á fjóshaug. Er nokkuð að undra þótt
70 til 80% allra þeirra kvenna, sem
ætla sér út á vinnumarkaðinn, stefni
í opinber störf? Er nokkuð að undra
þótt ríkið sogi til sín vinnukraftinn,
jafnvel þótt opinberir starfsmenn
kveinki sér undan lélegum launum?
Þar hafa menn allt sitt á þurru, án
áhættu eða ábyrgðar.
Okurlánin
Nú eru þeir farnir að handtaka
okrara. Það var þá! Ríkið gengur á
undan með vaxtayfirboðum gagn-
vart lánastofnunum, fjármálamark-
aöurinn er útbíaður af svarta-
markaðsbraski og okurvöxtum og
sjálfir gangsterarnir ganga lausir
meðan handbendi þeirra og smá-
krimmarnir eru nappaöir suður í
Kópavogi.
Hvers vegna skyldi okur þrífast
nema vegna þess að vaxta- og verð-
tryggingarkostnaður er að sliga at-
vinnulífið og fjármagn af skomum
skammti? Og hverjir skyldu neyðast
til að taka okurlán nema þeir sem í
sveita síns andlitis eru að berjast við
aö bjarga sér sjálfum, ýmist með
framtaki í atvinnurekstri eða í sjálfs-
bjargarviðleitni til að eignast þak
yfir höfuðið?
Það er ekki ríkið sem tekur okur-
lánin. Nei, opinberir sjóðir hafa
baðað sig í erlendum lánum, sogað til
sín fjármagniö með sköttum og lán-
tökum til að yfirbjóða atvinnu-
rekstur og markaðslögmál. Fisk-
vinnslan geldur þess eins og dæmin
sanna, einstaklingurinn geldur þess
og fjölskyldan sem ekki gengur í
fjárhirslur hins opinbera. Það eru
hins vegar fyrirtækin og fjölskyld-
umar sem blæða þegar gjald-
heimtan sendir þeim reikningana
fyrir afborgununum af erlendu
skuldunum, sem ríkið tekur og eyðir.
Þetta er auövitað glórulaust.
Lífskjörin
Þröstur Olafsson vill semja um
lífskjörin. Gott og vel. Við skulum
taka hann á orðinu. Við skulum
leggja spilin á boröiö og átta okkur á
því að lífskjörin ráðast af fleiru en
lánskjaravísitölu, kaupmætti og
reikningum, sem sópast inn um
bréfalúguna. Lífskjörin ráðast
meðal annars og ekki síst af því
hvort atvinnurekstur þrífst, hvort
fyrirtæki skila arði, hvort pólitískir
peningar eiga aö vera ööruvísi en
myntin á markaðnum.
Vandi atvinnurekstrarins liggur
ekki í of háum launagreiðslum.
Fyrirtæki fara ekki á hausinn þótt
kaupiö hækki um nokkur prósent. Is-
bjöminn er ekki orðinn að hálfdrætt-
ingi í sínum eigin rústum fyrir
tilverknað of hárra launa. Byggung
hættir ekki af þehn sökum.
Fiskvinnslufólkið og verkamenn-
irnir komast ekki á græna grein þótt
launin hækki um tiu prósent. Ekki
einu sinni þótt þau hsrídd um tuttugu
prósent. Slík hækkun er dropi í haf
útgjaldanna.
Lífskjörin ráöast af því að
verðbólgan gleypi ekki krónurnar
sem fást; að gjaldeyririnn, sem
aflast, fari ekki allur í erlenda
skuldasúpu; að unga kynslóöin geti
komið sér upp húsnæði fyrir
viðunandi kjör; að fólk fái örugga
atvinnu hjá fyrirtækjum sem þurfa
ekki að lifa með okurlánum; að
arðurinn í þjóðfélaginu komi f jöldan-
um til góða. i
Það er rétt hjá Þresti að lífskjörin
ráðast af fleiru en laununum. Bæði
fyrir launþega og vinnuveitendur.
En eitt er víst að meðan einkafram-
takið er á undanhaldi verða lífskjör-
in í lágmarki. Það mega þeir vita
sem nú hlakka yfir óförum og erfið-
leikum hins frjálsa atvinnurekstrar.
Ellert B. Schrara.