Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1985, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER1985. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan UPPTEKNAR DÚKKUUSUR Lítið hefur heyrst frá Dúkkulísum að undanförnu. Þær hafa verið önnum kafnar við upptökur á nýrri plötu f Grettisgati Þursa og Stuð- manna. Sem fyrr er það Tómas Tómasson sem stjórnar upptökunum og eru þær nú á lokastigi. Alls eru lögin 6 og verður platan gefin út á vegum Skífunnar, samkvæmt samningi sem fyrirtækið gerði við Dúkkulisur á sínum tima. Að öllu óbreyttu mun piatan koma út um næstu mánaðamót. Auk plötunnar með DúkkuUsunum mun Skifan gefa út tvær aðrar islenskar plötur á næstunni, með Magnúsi Þór og Óla prik númer 2 (sjá viðtal við Magnús Þór annars staðar á siðunni). Að auki gefur Skifan út tvær safnplötur fyrir jóUn, annars vegar plötu með topplögum af vin- sældalistum og hins vegar plötu sem inniheldur ástarlög. En einmitt slík plata seldist eins og heitar lummur fyrir jólin í fyrra. -ÞJV. MAGNÚS ÞOR SENDIR FRÁ SÉR SÓLÓPLÖTU Liðsmenn Skeleton Crew gripu i hin ýmsu hljóðfæri á tónleikunum í Hamrahlíð á sunnudagskvöldið. DV-mynd PK. Enginn uppgjafar- hugur i MH-ingum —þrátt fyrir dræma aðsókn á tónleika Skeleton Crew „Það verður að segjast eins og er að aðsókn á tónleikana var ekki nógu góð. Aheyrendur voru eitthvaö á bil- inu 250—300. Fjárhagslegt tap tónlistarfélagsins er hátt í 50.000,” sagði Jón Akason, formaður Tónlist- arfélags MH, í samtali við DV. Eins og greint hefur verið frá stóðu MH- ingar að tónleikum í hátíðasal skólans síöastliöið sunnudagskvöld. Undirritaður komst því miður ekki á tónleikana og gefum því Jóni aftur orðið: „Áður en salurinn var opnaður voru skáldin Sjón, Jóhamar og fleiri með uppákomu frammi á ganginum. Klukkan hálfníu hóf svo hljóm- sveitin Skeleton Crew leik sinn og hlaut tónlistin góðar undirtektir gesta. Leo Smith fylgdi í kjölfarið ásamt hljómsveit sinni, New Delta akri, og áður en Vonbrigði komust aö lásu Jóhamar og Björk Guðmunds- dóttir upp ljóö. Það var svo ekki fyrr en laust eftir miðnætti sem Vonbrigöi hófu leik og lauk tónleikunum um klukkaneitt.” „Vonsviknir" Svona var sem sagt dagskráin í aöalatriöum. Dagskrá sem MH- ingar þurfa að borga 50.000 krónur með. „Að vissu leyti erum við vonsviknir,” sagði Jón Ákason. „Þetta tap kemur nemendasjóður til með aö greiða. En Grammið mun taka einhvern þátt í því líka, þó svo að tónleikarnir hafi verið haldnir í nafni tónlistarfélagsins.” En hvaö olli þessari dræmu aðsókn? „Það er margt sem spilaði þar inn í. Ég tel fyrst og fremst að tónleikarnir hafi ekki fengið nægilega mikla umfjöllun í f jölmiðlum. Ef teknir eru til viðmið- unar tónleikar Physik TV í MH fyrir tveimur árum þá fékk sú hljómsveit og tónleikarnir sem slíkir ágæta kynningu, bæði í blöðum og útvarpi. Um þetta var ekki aö ræða núna.” Tónleikar í dag — Mun þetta áfall ríða Tónlistar- félagiMHaöfullu? „Alls ekki. I dag verður fram haldið seinnihluta tónleikanna á sunnudagskvöldið. Fram koma ýmsar óþekktar hljómsveitir og líka nokkrar þekktari eins og Dá, Tik Tak, og jafnvel Vonbrigði aftur. Dag- skráin hefst klukkan tvö i dag og mun standa fram á nótt. Verði er mjög stillt í hóf.” — En hvað með frekari inn- flutning erlendra hljómsveita? „Við erum meö ýmislegt í sigtinu sem ekki er tímabært aö nefna núna. En ef af slíku yrði þá myndum við leita eftir samstarfi við fleiri aöila,” sagði Jón Akason. Greinilega enginn uppgjafarhugur í MH-ingum, þrátt fyrir slæman skell á sunnudagskvöldið. -ÞJV. — og önnur plata kemur út með Óla priki Magnús Þór Sigmundsson hefur komið víða viö á löngum ferli sínum. Innan skamms kemur út ný plata með Magnúsi og þar mun kveöa nokkuð viö annan tón en á síðustu plötum hans. „Jú, þetta er dálítiö öðruvísi tónlist en ég hef verið að fást við á síöustu árum og ég byggi mikiö á hugmyndum sem ég vann með í Englandi á sínum tíma. Það má segja að þetta sé tónlist sem ég hef ekki haft pláss fyrir fram að þessu.” Magnús tók þessa plötu sína upp í Mjöt (hvar annars staðar) og stjómaði jafnframt upptökum ásamt Tryggva Herbertssyni. Ásgeir Öskarsson, Skúli Sverrisson, Þor- steinn Jónsson, Þórður Ámason og Vilhjálmur Guðjónsson sáu um mestallan undirleik. „Eftir að upptökum var lokið fómm við Tryggvi út til Englands og tókum þar upp trommueffekta. Gamall vinur, sem ég á þar, kom okkur svo í samband við mann sem sá um hljóðblöndunina. Sá hefur meðal annars „mixað” fyrir hljóm- sveitina Police. Platan var svo skorin í Þýskalandi í svokölluðum DMM Process, sem á að tryggja betri hljóm. Eg geri ráö fyrir að hún komi út um miðjan þennan mánuð.” Dreifing erlendis Nýja platan hans Magnúsar hefur fengið nafnið Crossroad (Kross- götur). Skyldi nafnið vera táknrænt fyrir straumhvörf í tónlist Magnús- ar? „Nei, ekki beinlínis. Þetta er lag sem ég samdi fyrir nokkrum árum þegar ég stóð á krossgötum í lífi mínu. Nafnið er frekar táknrænt fyrir ýmsar aðrar breytingar en tón- listarlegar sem áttu sér staö hjá mér áþeimtíma.” Magnús fór á sínum tíma tii Englands að freista gæfunnar, eins og svo margir aðrir. Það er Skífan Leo Smith trompetleikari. Fyrir aftan hann grillir í Skúla Sverrisson bassaleikara. DV-mynd PK. Magnús Þór Sigmundsson hefur fulla ástæðu til að brosa breitt. Ný sólóplata hans kemur bráðlega út og einnig er væntanleg á markað önnur plata um Óla prik. sem gefur nýju plötuna út og fyrir- hugað er aö dreifa henni erlendis undir merki RCA. Magnús var spurður hvort hann ætlaöi utan á ný. „Nei, ég er ekki tilbúinn til þess. Hér bindur mig bæði fjölskylda og vinna. Platan hefur aðeins veriö kynnt erlendum umboðsaðilum og viðbrögð fram aö þessu hafa bæði verið jákvæð og neikvæð. Núna hef ég persónulega mesta trú á Banda- ríkjunum og hugsanlega einhverjum Evrópulöndum, öðru en Englandi. Markaðurinn þar er of þröngur. En utan fer ég ekki. Hugmyndin er að gera frekar myndband og kynna plötuna þannig.” Prik númer tvö Sólóplata er ekki það eina sem Magnús Þór Sigmundsson hefur unn- iö að upp á síökastiö. Oli prik var plata sem kom út í fyrra og seldist hún vel. Ola plata númer tvö er nú á leiðinni og kemur hún út seinnihluta þessa mánaöar. „Þetta er ekki mín plata,” út- skýrir Magnús, „heldur miklu fremur þeirra sem syngja lögin. Þessi plata er heilsteyptari en sú fyrri og ég held aö hún ætti að ganga betur en plata númer eitt.” Flytjendur á þessari plötu um Ola prik og fjölskyldu hans eru þeir sömu og á fyrri plötunni en flutningurinn er vafalaust ekki sá sami. Krakk- arnir hafa elst og sumir drengjanna eru komnir í mútur! -ÞJV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.