Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Síða 32
32
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985.
Menning
Menning
Menning
Menning
Frá hversdagsleikanum til hins annarlega
Gyrðir Elíasson:
BAK VIÐ MARÍUGLERIÐ
Sauöárkróki, 1985.
Bók þessi geymir 59 ljóð á nær
70 bls. Hún er fallega hönnuð með
kápumynd eftir Sigurlaug, bróður
höfundar. Hvorki er blaðsíðutal né
efnisyfirlit í bókinni, þar er eins
og vant er hjá þessu skáldi og hefði
það þó verið til þæginda til að finna
einstök ljóð og varla spillt útliti
bókarinnar til muna (ég verð að
gera ráð fyrir blaðsíðutali hér, talið
frá titilsíðu(.
Ljóðin eru yfirleitt lengri en í
fyrri bókum Gyrðis og hér ber mun
meira á beinni frásögn en áður.
Ljóskastaranum er þó yfirleitt
beint að einu atviki eða augnabliki.
Ljóðin eru margbreytt en eitt
meginstef tengir þau þó saman, þau
eru „Bréf ffá einmana" í mjög
hversdagslegum aðstæðum og
tómlegum. Til uppbótar reynir
hann að skynja eitthvað annarlegt
og sérstætt í þeim. Oft kemur þetta
fram sem andstæður draums og
vöku. Hitt er ekki síður algengt
að þetta annarlega sé úr
Hollívúddmyndum, reyfurum,
hryllingsmyndum o.íl. og er það
ekki einmitt hlutverk þessara vin-
sælu mynda að bæta upp tómlei-
kann í lífi almennings? Þá sjáum
við hversu almenna tilhöfðun ljóð
Gyrðis hafa. Þau grípa þetta hvarf-
landi augnablik í vitund fólks; frá
hversdagsleikanum til hins annar-
lega. Tökum dæmi:
Tuberculosis1941
viðtækið stendur á trékassa
sendir mér boð frá ókunnum
heiminum
bakvið gamalkunnar raddirnar
greini ég óm annarra óþekktra
rjúfa lofthelgi herbergisins
svo gluggatjöldin bærast í
lángvinnu logninu
eftir krókóttum brautum höfuð-
staðarins fikra sig áfram undarleg-
ar
hugsýnir þaðan sem ég ligg útaf sé
ég rönd af sjúklega bláum himnum
°g
skuggar af fljúgandi hlutum svífa
yfir
hávaðalaust veit að þetta eru ský
eða
aðeins mávar því fuglmennin sem
búaí
reykháfi bókhlöðunnar með tígul-
steins-
Bókmenntir
ÖmÓlafsson
lögðu þakinu skriða ekki upp fyrr
en
'sólin hefur lokið við að mála yfir
appel-
sínugula litinn með svörtu (ég hef
horft á í eineyga sjónaukanum
hvemig
þeir koma þjótandi upp um skor-
steininn
eins og fallbyssukóngar eða skað-
brenndir
sótarar og kústurinn er með í för
hríngsólið um sofandi bæjarhverfin
stendur
Jólatilboð!
yr< - ' á f
**& &&■ ^
á ótrúlega
hagstæðu verði:
Stærð 68x120 cm...............Verð 880,-
Stærð 68x220 cm.......Verð 1.560,-
Stærð 138x212 cm......Verð 2.700,-
Motturnar eru með gúmmíundirlagi sem gerir þær stamar
á parketi, dúk eða f lísum.
Ath.: Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
Opið laugardag til kl. 16.
ETl byggingavörBrI
BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600 STÓRHÖFÐA simi671100
Renndu við eða hafðu samband
alla nóttina hafi einhver gleymt að
loka
gluggum saknar hann einhvers
morguninn
eftir) en þetta veit semsagt einginn
nema ég og raddimar sem bárust
úrút-
varpinu em þagnaðar fyrir
fullt
og alt og ekkert kemur titríngi á
hljóðhimnur
mínar annað en hálfkæfð skvamp-
hljóð frá
skrautfiskunum sem vaka í gos-
brunninum niður
í garðinum
Sjúklega blátt
Þetta gætu verið órar rúmfasts
manns, sbr. titil ljóðsins, berklar.
Ártalið í því, íjörutíu og fjögur ár
aftur í tímann, gæti táknað varan-
leika slíkra aðstæðna sem áðan var
lýst. I upphafi ljóðsins em and-
stæður, viðtækið flytur tal frá
ókunnum heimum en samt eru
raddir þess gamalkunnar, maður-
inn hlýðir oft á þær. Enda finnst
við mann haltra við staf uppi í
kvistherbergi, hann á eitthvað
sem likist hálfsmíðuðum vængj-
um á gamla hefilbekknum. Þetta
vísar til grísku goðsagnarinnar um
Dedalos sem smíðaði vængi, sér og
syni sínum íkaros, til að fljúga úr
fangelsi. íkaros flaug of nærri sólu
svo vængimir bráðnuðu og hann
steyptist í hafið. Ofdirfskuflug
unglingsins - er hægt að hugsa sér
skarpari andstæðu við gamlan
haltan mann uppí risi?
Óhugnaður
er töluvert áberandi í mörgum ljóð-
anna, aftökur og slíkt, og áhrifa-
meira en ella myndi, vegna þess að
þetta er bara nefnt í leiðinni, eins
og hvert annað sjálfsagt smáatriði
(t.d. „Fall axarinnar" (bls. 56),
„Bak við Maríuglerið" (bls. 63)).
Vönduð frásagnarljóð
Þetta tengist hinu sem talað var
um áðan, að hversdagslegt verður
annarlegt; húsalengjan á móti er
skyndilega horfin, og talandinn
Gyrðir Elíasson.
honum þær ekki bara tala, heldur
senda sér boð. Slíkir órar sýna
best þörf hans fyrir að einhver
reyni að ná persónulegu sambandi
við hann. Framan af ljóðinu og
síðast, þegar hann er að lýsa raun-
verulegum aðstæðum sínum, yfir-
gnæfa sagnorð sem tákna hæga
hreyfingu: bærast, fikra, svifa;
ekkert heyrist nema hálfkæfð
skvamphljóð smáfiska. í stíl við
þetta er lognið langvinnt, les-
andinn skynjar af þessu öllu hvern-
ig talandinn þráir breytingu og í
miðkaflanum órakennda verður
hreyfingin hröð: skríða þjótandi.
Jafnframt verða litimir ámóta
annarlegir og umræðuefnið, furðu-
vemmar; sjúklega blátt verður
svart/appelsínugult. En öll þessi
furðusaga er sögð í næsta hvers-
dagslegum stíl eins og ekkert sé,
einnig þetta er talanda gamal-
kunnugt. Það sýnir hve tilbúið
þetta er.í lokin brenglast hrynj-
andin.höktir, dveljandfiþað sýn-
ir geðshræringu talandans.
Einsleitur stíUinn virðist mér
einkenna mörg sUk ljóð og gefa
tU kynna, að þetta annarlega sé
aðeins hversdagsleikinn í dular-
gervi draums. Má þar til nefna
„Vistaskipti“ (bls. 51), „Opið/
íokað“ (bls. 59) og „Gluggað í
draumakver" (bls. 61) með
fimm fjarlæg atriði, hvert á sinu
heimshorni; orrusta i fornöld,
gistiheimili í Algeirsborg, ein-
manalegur kofi í skógi, alltaf er
talandinn einn, en í lokin segir:
„á sótthreinsuðum gaungunum
frammi er farið að ryksuga".
Andstæður draums og veru-
leika geta orðið mjög áhrifa-
miklar eins og í kvæðinu „Frá
siðasta afkomanda íkaros-
ar“(bls. 43): Úr fjarlægð sjáum
raunar líka þegar hann lítur í
spegilinn („Auga fyrir glerauga",
bls. 6). Þetta verður þeim mun
meira sláandi sem frá því er sagt
með hversdagslegasta orðalagi.
Eins er með ljóðið „Stofufángi"
(bls. 15), þar gerist í rauninni ekk-
ert, nema í skynjun talandans.
Lykilorð er rimlar ofns. Endurtek-
ið setningarbrot, sem aldrei er
botnað, sýnir geðshræringu hans:
dagsdaglega
kemur mér
ekkert sér-
stakt til
hugar þegar
sest í sófann
renni í bollann
og hendinni
vanabundið
gegnum hárið
en nú (hvað
sem veldur)
ber svo við
að rimlar
ofnanna minna
migá
minna
migá
Hér birtist eitt hið áhrifamesta í
bók Gyrðis; hann grípur augna-
blikið í vitund manna, þegar jörðin
skriðnar undan fótum þeirra,
vegna þess að þeir hafa hugann þá
ekki við yfirborðslegustu hluti.
Hér verðum við að láta staðar
numið, þótt fátt eitt sé nefnt úr
þessari ríkulegu og fjölbreyttu bók.
Þetta er górða ljóðabók höfundar
á tveimur árum, og sú jafnvandað-
asta, sýnist mér. Er þá mikið sagt,
og gleðilegt að slíkt skáld skuli
hafa gefið sig að ljóðlistinni. Von-
andi verður honum gert það kleift
framvegis.